Störukeppni milli Ítalíu og ESB

Hvorki ítölsk stjórnvöld né yfirstjórn ESB virðast ætla að gefa sig í deilu um fjármál Ítalíu á næsta ári. Sérfræðingar eru uggandi yfir stöðunni, en þeir telja hana geta stefnt Evrópusamstarfi í hættu og styrkt málstað þjóðernissina víða um álfuna.

Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, tekur hér í höndina á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Forseti Framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, fylgist með.
Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, tekur hér í höndina á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Forseti Framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, fylgist með.
Auglýsing

Póli­tísk ­störu­keppn­i er hafin milli Ítalíu og yfir­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins vegna trega ítal­skra stjórn­valda til að standa við opin­berar skuld­bind­ingar sín­ar. Ósættið er talið þjóna skamm­tíma­hags­munum stjórn­mála­manna víðs vegar um ­evru­svæð­ið, en hætta er á að sam­starf milli Evr­ópu­þjóða til langs tíma sé í hættu ef ekk­ert verður að gert. Þetta kemur fram í skoð­anapistli hag­fræði­pró­fess­ors­ins Luigi Zinga­les í New York Times á dög­un­um.

Í síð­ustu viku ákvað fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að hafna fjár­lögum Ítalíu fyrir næsta ár, en ­Vald­is Dombrovskis, aðstoð­ar­for­seti fram­kvæmd­ar­stjórn­ar­inn­ar, sagði sam­bandið ekki eiga ann­arra kosta völ. Ástæða höfn­un­ar­innar er sú að frum­varpið gerir ráð fyrir miklum fjár­laga­halla vegna auk­inna rík­is­út­gjalda og skatta­lækk­un­ina. Hall­inn myndi leiða til auk­innar skulda­söfn­unar ítalska rík­is­sjóðs­ins sem nú þegar er orðin of mikil sam­kvæmt ­Stöð­ug­leika-og ­vaxt­ar­sam­omu­lag­i að­ild­ar­ríkja á evru­svæð­inu.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um umrædd fjár­lög, en rík­is­stjórn Ítalíu til­kynnti frum­varpið til þeirra í síð­asta mán­uði. Frum­varpið vakti óhug meðal ítal­skra fjár­mála­mark­aða og óflokks­bund­inna ráð­herra, en óvíst var hvort það stæð­ist stjórn­ar­skrá lands­ins. 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir, popúlista­flokk­arn­ir M5S og Lega, fara þó jákvæðum orðum um ­á­ætl­an­irn­ar í frum­varp­inu og sagði for­mað­ur­ M5S að með þeim yrði „fá­tækt­inni útrýmt“ í land­in­u. 

Störu­keppni

Sam­kvæmt pist­li Zinga­les ­þjóna ákvarð­anir valda­mestu ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Ítalíu hags­munum beggja aðila til skamms tíma, þar sem heppi­legt er fyrir rík­is­stjórn Ítalíu ann­ars vegar og Þýska­lands og Frakk­lands hins vegar að kenna öðrum aðild­ar­ríkjum um óstöð­ug­leika á evru­svæð­inu. Hins vegar sé þessi „störu­keppn­i“  olía á eld þeirrar efna­hags­legrar og póli­tískrar spennu sem ríkir innan sam­bands­ins. Auk­ist hún er veru­leg hætta á að Ítalía segi sig úr ­evru­sam­starf­in­u. 

Efna­hags­legur harm­leikur Ítalíu

Vanda­mál Ítalíu gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu hafa langan aðdrag­anda. Þjóð­ar­tekjur á mann þar í landi eru nær óbreyttar frá því sem þær voru fyrir ald­ar­fjórð­ungi síðan og hátt atvinnu­leysi hefur leitt til þess að nær 200 þús­undir ung­menna flytja burt á ári hverju. Sam­hliða miklum speki­leka sem fylgir útflutn­ingi ungra Ítala og dregur úr hag­vaxt­ar­horfum til fram­tíðar hefur ört hækk­andi með­al­aldur þjóð­ar­innar leitt sívax­andi skulda­byrði hins opin­bera sem gerir rík­is­stjórn­unum erfitt að fjár­magna grunn­þjón­ustu sína.

Auglýsing

Gylfi Zoëga ­gerði vanda­mál Ítalíu að umfjöll­un­ar­efni sínu í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar og sýndi þar fram á hversu mikið staða lands­ins gagn­vart Þýska­landi versn­aði á árunum 1999-2014. Fyrir fjórum árum síðan voru með­al­tekjur Þjóð­verja fjórð­ungi hærri en með­al­tekjur Ítala, sem er stór breyt­ing frá árinu 1999 þegar þjóð­irnar tvær voru í nær sömu spor­um. 

Síð­ustu ár hafa heldur ekki verið gjöful fyrir Ítal­íu, en hag­vöxtur frá árinu 2014 hefur verið í kringum eitt pró­sent. Nýj­ustu árs­fjórð­ungs­tölur voru einnig nokkuð undir vænt­ing­um, en hag­vöxtur lands­ins á síð­asta árs­fjórð­ungi þessa árs var nákvæm­lega 0 pró­sent.

ESB með­sekt

Bæði Gylfi og Zinga­les telja hluta af sök­inni vegna slæmra horfa á Ítalíu liggja hjá Evr­ópu­sam­band­inu þar sem ekki ríkja sam­eig­in­legar reglur í álf­unni um upp­gjör þrota­búa og rétt kröfu­hafa og spari­fjár­eig­enda, auk þess sem seðla­banki Ítalíu geti ekki lánað rík­is­sjóð sínum pen­ing ef hann verður gjald­þrota. 

Án nauð­syn­legrar sam­ein­ingar í fjár­mála­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins aukast líkur á greiðslu­falli ítal­skra banka í kjöl­far verð­falls á rík­is­skulda­bréfum þar í landi, en slíkt kæmi einnig niður á önnur ríki ESB. Til að hruni verði afstýrt sé nauð­syn­legt fyrir Evr­ópu­sam­bandið að end­ur­skoða skuldir Ítalíu og ekki þvinga þjóð­ina til þess að bera byrði af allri end­ur­greiðslu þeirra.

Eldar þjóð­ern­is­hyggju var­huga­verðir

Mikið er í húfi fyrir báða aðila að fjár­mála­kerfi Ítalíu verði stöðu­gra, en sjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins eru ekki nógu stórir til þess að bjarga rík­is­sjóð lands­ins, fari svo að hann lendi í greiðslu­þroti. Sú nið­ur­staða gæti leitt til enda­loka ­evru­sam­starfs­ins eins og við þekkjum það og aft­ur­hvarfs til þjóð­hyggju og minni sam­starfs milli ríkja. Zinga­les varar við hættum þess að setja skuldugri þjóð þröngar skorður og nefnir í því sam­hengi Þýska­land við lok fyrri heims­styrj­ald­ar. Sama tón má finna í pistli Gylfa, en hann von­ast til þess nýjar kyn­slóðir „kveiki ekki sömu elda“ þjóð­ern­is­hyggju og brunnu á síð­ustu öld­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar