Mynd: Bára Huld Beck. Ójöfnuður
Mynd: Bára Huld Beck.

Uppskrift að stéttastríði

Það hefur verið góðæri á Íslandi á undanförnum árum. Birtingarmyndir þess eru margskonar. Því er þó mjög misskipt hvernig afrakstur góðærisins hefur haft áhrif á lífsgæði landsmanna. Þeir sem eiga húsnæði hafa til að mynda aukið eign sína gífurlega mikið á þessu tímabili. Aðstæður þeirra sem eiga ekki slíkt hafa hins vegar í flestum tilfellum versnað.

Á síð­ustu árum hafa skilin milli stétta á Íslandi orðið skýr­ari. Það er til­finn­an­legur munur á þeim efna­hags­lega veru­leika sem fólk á Íslandi býr í og bilið hefur breikkað eftir því að sem hag­kerfið hefur styrkst.

Stétt fjár­magns­eig­enda hefur aukið auð sinn hratt og örugg­lega og styrkt stöðu sína jafnt og þétt með til­heyr­andi hraðri aukn­ingu á umsvifum eigna þeirra.

Á sama tíma hefur staða lág­tekju­hópa versnað umtals­vert sökum þess að dregið hefur úr bóta­greiðslum til þeirra, skatt­byrði þeirra auk­ist og hús­næð­is­kostn­aður hefur hækkað hraðar en kaup­máttur launa þeirra hefur auk­ist. Þá þykir hús­næð­is­ör­yggi hinna verst settu ekki við­un­andi og aðgengi þeirra að við­eig­andi hús­næði hefur dreg­ist sam­an.

Þessar tvær stéttir eru á sitt hvorum end­anum á lífs­gæða­stig­anum á Íslandi. Þar á milli er síðan stór milli­stétt sem hefur líka verið klofin í tvennt; í þá sem á fast­eignir og og þá sem hefur ekki haft tök á því að eign­ast slík­ar.

Nið­ur­staðan er tog­streita milli stétta sem á sér fá for­dæmi hér­lend­is, og birt­ist meðal ann­ars í því sem nýir leið­togar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar kalla stétta­stríð.

229 fjöl­skyldur eiga 237 millj­arða króna

Það hefur verið gríð­ar­legur upp­gangur í íslensku efna­hags­lífi á síð­ustu árum. Hann hefur skilað því að eigið fé lands­manna, eignir þeirra þegar búið er að draga skuldir frá, hefur farið úr því að vera 1.565 millj­arðar króna í lok árs 2010 í að vera 4.103 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Því hafa orðið til 2.538 nýir millj­arðar króna á umræddu tíma­bili. Þeir hafa skipst mis­jafn­lega niður á lands­menn.

Auður rík­asta eins pró­sents lands­manna, alls 2.290 fjöl­skyldna, hefur til að mynda auk­ist um 270 millj­arða króna frá árs­lokum 2010, sem þýðir að tæp­lega ell­efu pró­sent nýs auðs hefur farið til þess hluta lands­manna. Alls átti þessi hópur 719 millj­arða króna í lok árs 2017.

Þegar enn minni hóp­ur, 0,1 pró­sent rík­ustu fjöl­skyldur lands­ins, alls 229 slík­ar, er skoð­aður kemur í ljós að hann á tæp­lega 237 millj­arða króna. Auður þeirra sem til­heyra þessu rík­asta lagi þjóð­fé­lags­ins hefur auk­ist um tæpa 75 millj­arða króna frá árs­lokum 2010. Með­al­eign hverrar fjöl­skyldu sem til­heyrir þessum hópi er því rúmur millj­arður króna. Og hver og ein þeirra jók eign sína að með­al­tali um 328 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Á árinu 2017 einu saman jókst auður þessa hóps um 35,3 millj­arða króna, eða um 154 millj­ónir króna á hverja fjöl­skyldu.

Eiga meira en hag­tölur segja til um

Eignir þessa hóps eru van­metnar í þessum töl­um, þar sem eign í hluta­bréfum er færð til eignar á nafn­virði, ekki mark­aðsvirði, sem er vana­lega miklu hærra. Sem dæmi er nafn­virði allra hluta­bréfa í Icelandair Group um 4,8 millj­arðar króna en mark­aðsvirði félags­ins er vel yfir 50 millj­arðar króna. Það þýðir að sá sem á t.d. hluta­bréf í Icelandair sem eru að nafn­virði skráð á 100 millj­ónir króna gæti selt sömu bréf á yfir einn millj­arð króna.

Efsta lag lands­manna á nær öll verð­bréf sem eru í eigu ein­stak­linga hér­lend­is. Rík­ustu tíu pró­sent þeirra eiga til að mynda 87 pró­sent allra slíkra verð­bréfa. Vert er að taka fram að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru langstærstu eig­endur verð­bréfa – þeir eiga tæp­lega 70 pró­sent mark­aðs­skulda­bréfa og víxla hér­lendis – og eign þeirra er ekki talin með í ofan­greindum töl­um.

Hlutfallslegur jöfnuður

Einfaldur samanburður á eignastöðu fólks á Íslandi er flókinn. Sérstaklega vegna þess að þær hagtölur sem safnað er saman mæla ekki að öllu leyti heildareignir fólks né taka tillit til hlutdeildar þess í eignum lífeyrissjóðakerfisins. Í þessari fréttaskýringu er fyrst og síðast horft á hann út frá því hvernig krónur skiptast á milli hópa.

Sumir greinendur kjósa að horfa einungis á hlutfallstölur þegar þeir skoða slíkar tölur, og hvort ójöfnuður hafi aukist. Ef horft er á slíkar, sérstaklega á afmörkuðum tímabilum, er mjög auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að eignajöfnuður sé að minnka. Til að mynda áttu ríkustu fimm prósent landsmanna 56,3 prósent alls eiginfjár í eigu einstaklinga árið 2010. Um síðustu áramót hafði það hlutfall lækkað niður í 42 prósent. En taka verður tillit til þess að árið 2010 höfðu eignir annarra Íslendinga rýrnað mjög vegna hrunsins á meðan eignir ríkustu fimm prósenta landsmanna, um 11.450 fjölskyldur, héldust nokkuð stöðugar í gegnum storminn. Sama má segja um eignir ríkasta eins prósents landsmanna (voru 28,3 prósent 2010 en eru nú 18,3 prósent) og ríkasta 0,1 prósent þeirra (voru 10,2 prósent en eru nú sex prósent).

Ef hins vegar er horft lengra aftur í tímann, og enn haldið sig við hlutföll, þá áttu ríkustu fimm prósent landsmanna 37,2 prósent heildareiginfjár einstaklinga á Íslandi á árinu 2005, áður en mesti fyrirhruns góðærishitinn færðist yfir þjóðina. Ríkasta eitt prósentið átti á 16,6 prósent og ríkasta 0,1 prósentið 5,2 prósent. Þessi skipting hafði verið nokkuð stöðug hlutfallslega frá árinu 1997 þrátt fyrir umtalsverðan efnahagsuppgang á Íslandi.

Þá vantar líka inn í töl­urnar allar þær eignir sem Íslend­ingar eiga erlend­is, og eru ekki taldar fram til skatts hér­lend­is. Í skýrslu sem unnin var fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, og birt var í jan­úar 2017, kom meðal ann­ars fram að aflands­fé­laga­væð­ing íslensks fjár­mála­kerfis hefði haft tugi millj­arða króna af íslenskum almenn­ingi í van­goldnum skatt­greiðslum og búið til gríð­ar­legan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði lög­lega og ólög­lega, getað falið fé í erlendum skatta­skjólum þegar illa árar í íslensku efna­hags­lífi en stýrt fé aftur heim til að kaupa eignir á bruna­út­sölu í nið­ur­sveifl­um.

Þeir sem hagn­ast í upp­sveiflum og á nið­ur­sveiflum

Þetta er yfir­stétt lands­ins. Hún hefur hagn­ast mikið á örfáum árum, og hefur raunar til­hneig­ingu til að koma betur úr bæði hæðum og lægðum í efna­hags­líf­inu. Rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna næstum þre­fald­aði til að mynda eigið fé sitt í góð­ær­inu fyrir banka­hrun. Á meðan að verð­bólga og geng­is­fall brenndi upp eignir launa­manna á Íslandi eftir hrunið héld­ust eignir þessa hóps nokkuð stöðug­ar. Og síð­ustu þrjú ár hafa þær vaxið hratt. Aldrei þó hraðar en á árinu 2017 þegar heilir 35,3 millj­arðar króna bætt­ust við eign hóps­ins. Það þýðir að tæp­lega helm­ingur alls þess nýja auðs sem safn­ast hefur saman hjá 0,1 pró­sent rík­ustu Íslend­ing­unum frá árs­lokum 2010, féll til í fyrra. Sú upp­hæð var líka tæp­lega fimm pró­sent af öllum nýjum auð sem varð til í land­inu, og dreifð­ist til ein­stak­linga, á árinu 2017.

Innan þessa hóps er fólkið sem kann á íslenskt efna­hags­kerfi. Sem veit hvenær það á að koma eignum sínum í skjól utan lands áður en að krónan byrjar að síga og hvenær á að koma með þær aftur til baka til að inn­leysa geng­is­hagnað og kaupa eignir á afslætti.

Um þessar mundir virð­ist vera sá tími í hag­sveifl­unni sem hluti þess hóps sem á mik­inn sparnað er að færa hann í aðra gjald­miðla. Um miðjan októ­ber síð­ast­lið­inn, þegar íslenska krónan hafði veikst um 7,5 pró­sent á innan við mán­uði, sagði Dan­íel Svav­ars­son, for­stöðu­mað­ur­ hag­fræði­deild­ar­ Lands­bank­ans, við Vísi að veik­ing­una mætti meðal ann­ars rekja til þess að inn­lendir aðilar hefðu „verið að flytja hluta af sparn­að­inum sínum í erlenda mynt.“

Vert er að taka fram að rík­asta eitt pró­sent, eða 0,1 pró­sent, þjóð­ar­innar er ekki föst breyta. Þetta er ekki alltaf saman fólk­ið, þótt að gera megi ráð fyrir því að lítil breyt­ing sé á því hverjir séu í þessu efsta lagi milli ára.  Sam­hliða því að Íslend­ingum hefur fjölgað þá hefur eðli­lega fjölgað í hverj­u­m ­eign­ar­bils­hópi.

Þeir sem eiga, og hinir sem leigja

Um 70 pró­sent lands­manna sem eru eldri en 18 ára búa í eigin hús­næði. Það hlut­fall hefur farið minnk­andi á und­an­förnum ára­tug, en í des­em­ber 2008 var það 78 pró­sent. Stærsti hluti þessa hóps til­heyrir því sem við köllum milli­stétt. Innan hennar rúm­ast stærstur hluti þjóð­ar­innar og þar þrífst fremur lít­ill heildar tekju­ó­jöfn­uð­ur.

Frá upp­hafi árs 2011 hefur íbúða­verð á Íslandi tvö­fald­ast. Ástæð­urnar fyrir því eru marg­þætt­ar. Upp­söfnuð eft­ir­spurn var langt umfram fram­boð, fjölgun ferða­manna hefur gert það að verkum að sífellt meira af íbúð­ar­hús­næði hefur farið undir að hýsa slíka, fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem búa á Íslandi hefur auk­ist um 22.500 – um 108 pró­sent –, og fast­eignir hafa orðið mun stærri hluti af fjár­fest­ingum fjár­magns­eig­enda en var hér áður fyrr. 

Hin klofna millistétt

Gefum okkur að tveir einstaklingar, Gunna og Jón, séu jafngömul, með nákvæmlega sömu menntun og nákvæmlega sömu laun. Gunna á hins vegar foreldra sem gátu lánað henni fyrir útborgun á íbúð snemma árs 2011. Slíkt skiptir nú meira máli en nokkru sinni fyrr. Á árunum 1990-2009 var hlutfall þeirra sem fengu aðstoð frá fjölskyldu eða öðrum vandamönnum við kaup á fyrstu íbúð rúmlega 40 prósent. Frá árinu 2010 hefur það verið tæplega 60 prósent.

Hún keypti íbúðina á 20 milljónir króna og borgaði út fjórar milljónir króna. Virði íbúðarinnar hefur síðan tvöfaldast, Gunna hefur getað greitt niður höfuðstól lánsins nokkuð stöðugt, nýtt sér skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða hann enn frekar niður og mánaðarlegar greiðslur hennar vegna húsnæðiskostnaðar hafa samt sem áður lækkað vegna þess að vaxtakjör sem standa henni til boða hafa batnað. Staða Gunnu í dag er því þannig að hún á vel á þriðja tug milljóna króna í eigin fé í íbúð sinni og nýtur auk þess fullkomins húsnæðisöryggi í krafti eignarhalds síns á henni.

Jón hefur hins vegar ekki getað lagt neitt af viti öll þessi ár. Hann er fastur á leigumarkaði þar sem leiguverð hefur hækkað um 90 prósent frá byrjun árs 2011 á sama tíma og launavísitala hefur hækkað um 73 prósent. Húsnæðiskostnaður hans hefur því hækkað hratt og étið upp kaupmáttaraukningu launa hans. Það er því minna eftir í launaumslaginu þegar Jón er búinn að borga leigu og uppihald en var árið 2011. Auk þess hækkar alltaf krónutalan sem hann þarf að safna sér til að eiga fyrir útborgun þar sem íbúðaverð hefur hækkað langt umfram tekjur á örfáum árum.

Staðan í dag er því þannig að Gunna borgar minna í húsnæðiskostnað, hefur eignast mikið eigið fé og býr við húsnæðisöryggi. Jón borgar hins vegar stærra hlutfall af launum sínum í húsnæðiskostnað, á ekkert og býr við slakt húsnæðisöryggi.

Á sama tíma hafa vaxta­kjör batnað mjög, verð­bólga hélst undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans í meira en fjögur ár og hið opin­bera réðst í stór­tækar aðgerðir undir hatti Leið­rétt­ing­ar­innar sem í fólst tug­millj­arða króna til­færsla á fé úr sam­eig­in­legum sjóðum til þeirra sem áttu, og eiga, hús­næði.

Eigið fé þjóð­ar­innar sem heildar sem bundið er í fast­eignum hefur fyrir vikið auk­ist um 2.030 millj­arða króna frá árs­lokum 2010. Það hefur tæp­lega þre­fald­ast.

Ef rík­ustu tíu pró­sent lands­manna eru tekin út fyrir sviga þá kemur í ljós að 95 pró­sent eigin fjár 90 pró­sent íslenskra fjöl­skyldna er bundið í fast­eign­um. Tvö­földun á fast­eigna­verði hefur því gert það að verkum að mjög hefur dregið á milli þeirra sem til­heyra þess hluta íslenskrar milli­stéttar sem á eigið hús­næði og þess hlutar sem leigir slíkt. Fyrri hóp­ur­inn hefur eign­ast mikið eigið fé á síð­ustu árum á meðan sá síð­ari hefur ekki eign­ast neitt.

Ein birt­ing­ar­mynd þessa er að eigið fé þess helm­ings þjóð­ar­innar sem á minnstar eignir farið úr því að vera nei­kvætt um 346,4 millj­arða króna í að vera nei­kvætt um 132,1 millj­arð króna. Eig­in­fjár­staða þessa helm­ings þjóð­ar­inn­ar, sem í fyrra taldi 107 þús­und fram­telj­end­ur, batnað um 214,3 millj­arða króna á fimm árum.

Boltanum í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur verið kyrfilega kastað yfir til ríkisstjórnarinnar. Krafa er á um útspil hennar í skatta-, bóta- og húsnæðismálum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það þýðir að eig­in­fjár­staða hins helm­ings þjóð­ar­inn­ar, sem á mestar eignir hverju sinni, hefur batnað um 1.835 millj­arða króna á sama tíma­bili. Þar hefur staða 20 pró­sent rík­ustu lands­manna batnað lang­mest, en sá hóp­ur, sem alls telur 43.071 fjöl­skyld­ur, átti 1.334 millj­örðum krónum meira í eigin fé um síð­ustu ára­mót en rík­ustu 20 pró­sent lands­manna áttu í árs­lok 2012.

Lág­tekju­hópar setið eftir

Þeir sem hafa farið verst út úr síð­ustu árum eru lág­tekju­hóp­arn­ir, þeir sem eru með minnst á milli hand­anna og eiga litlar eða engar eign­ir. Skatt­byrði þeirra hefur til að mynda auk­ist mest allra hópa frá árinu 1998 og þannig hefur ríkið tekið til sín meira af kaup­mátt­ar­aukn­ingu lág­tekju­hópa vegna vax­andi skatt­byrði en þeirra sem eru með hærri tekj­ur. Innan þessa hóps er fólkið sem sinnir lægst laun­uð­ustu stör­f­unum – oft slít­andi þjón­ustu- eða verka­manna­störfum – , gam­alt fólk, öryrkjar, fólk sem glímir við félags­legan vanda og sístækk­andi hópur útlend­inga sem flyst hingað til lands til að manna störfin sem góð­æri síð­ustu ára hefur búið til.  

Sam­tímis hefur dregið mjög úr tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki rík­is­sjóðs og bóta­greiðslur dreg­ist sam­an. Alls fækk­aði fjöl­skyldum sem fengu barna­bætur hér­lendis um tólf þús­und milli áranna 2013 og 2016, en fjölg­aði lít­il­lega aftur á síð­asta ári eftir að heild­ar­greiðslur voru hækk­að­ar. Vaxta­bætur sem greiddar voru út voru átta millj­arðar króna árið 2013 en þrír millj­arðar króna í fyrra. Þeim sem fá slíkar greiddar hefur fækkað um 23 þús­und á tíma­bil­inu.

Íbúða­verð hefur sömu­leiðis hækkað mun meira en tekj­ur, eða um 28 pró­sent frá árinu 2012. Þeir sem hafa setið fast­ast eftir á íbúða­mark­aði vegna þessa eru tekju­lágir og þeir eru mun ólík­legri til að eiga fast­eign í dag en þeir voru árið 2012. Tekju­háir eru hins vegar enn jafn lík­legir til slíks og áður.

Þessi hópur getur ekki tekið þátt í kaupum á hús­næði eins og staðan er í dag. Verðið er of hátt, það upp­fyllir ekki skil­mála lána og gríð­ar­legur skortur er á hús­næði sem hentar hópn­um. Allt of hægt gengur að mæta þess­ari eft­ir­spurn og sífellt bæt­ast fleiri í hóp hinna þurf­andi.

Leiðréttingin og skattfrjáls séreignarsparnaður

Í upphafi þess góðæristímabils sem nú stendur yfir var ekki mikill athygli á það hjá stjórnmálamönnum landsins að auka við stuðning við eignarlausa og tekjulága á húsnæðismarkaði. Öll athyglin var á því að finna leiðir til að greiða þeim húsnæðiseigendum sem urðu fyrir höfuðstólshækkunum í kjölfar hrunsins einhverskonar skaðabætur vegna þessa. Það var á endanum gert með stærstu millifærslu á fé úr ríkissjóði til hluta landsmanna, í aðgerð sem fékk nafnið Leiðréttingin.

Leiðréttingin var tvíþætt. Annars vegar var 72,2 milljörðum króna ráðstafað til hluta landsmanna sem hafði verið með verðtryggð lán á árunum 2008 og 2009 til að lækka höfuðstól lána þeirra. Í tölum sem birtar voru í janúar 2017 kom í ljós að um 35 prósent framteljenda átti rétt á greiðslum úr aðgerðinni. Sá helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72 prósent upphæðarinnar, eða um 52 milljarða króna. Þá fengu 1.250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt á árinu 2013 um 1,5 milljarð króna út úr aðgerðinni. Til að greiða auðlegðarskatt þurfi einstaklingur að eiga yfir 75 milljónir króna í hreina eign og hjón yfir 100 milljónir króna.

Hin hliðin á aðgerðinni fól í sér að hægt yrði að nota séreignasparnað sinn skattfrjálst til að greiða niður húsnæðislán. Þetta er úrræði sem nýtist þeim sem hafa tækifæri til að nýta sér það afar vel. Séreignasparnaður virkar þannig að ein­stak­ling­ur­inn greiðir sjálfur hluta hans en fær við­bót­ar­fram­lag frá atvinnu­rek­anda á móti, sem félli ann­ars ekki til. Það er að meðaltali um þriðjungur þeirrar upphæðar sem ráðstafað er inn á lánið. Því felst launahækkun í söfnun séreignasparnaðar.

Auk þess felst umtalsverður skattaafsláttur í því að nýta úrræðið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar