Andrés Önd hleypir lífi í túrismann

Á forsíðu nýjasta Andrésblaðsins (6.11.2018) sést frægasta önd í heimi, ásamt þeim Ripp, Rapp og Rupp, við þekkta kirkju á Jótlandi í Danmörku. Reynslan sýnir að forsíðumynd af þessu tagi dregur að fjölda ferðamanna.

Auglýsing
andrés önd

Á for­síðu­mynd nýjasta blaðs­ins um íbú­ana í Andabæ sést turn­inn á „Den til­sand­ede kirke“ vestan við Skagen, nyrsta bæ Dan­merk­ur. Turn­inn er það eina sem sést í dag, leif­arnar af kirkj­unni huldar sandi. Kirkj­an, sem heitir Sankt Laurentii Kirke, var byggð á fjórt­ándu öld en turn­inn um eitt hund­rað árum síð­ar. Á sext­ándu öld urðu miklar breyt­ingar á lands­lagi á þessu svæði vegna sand­foks og árlega þurfti að fjar­lægja tugi tonna sands sem söfn­uð­ust að kirkj­unni. Í lok átj­ándu aldar gáfust kirkju­yf­ir­völd upp fyrir sand­in­um, hluti kirkj­unnar var tek­inn niður áður en sand­ur­inn huldi hús­ið. Turn­inn stóð þó áfram upp úr sand­inum og er nú frið­að­ur. Fjöldi fólks leggur árlega leið sína á þessar slóð­ir, meiri­hluti þeirra erlendir ferða­menn.

Ekki fyrsta ferðin til Dan­merkur

Hér verður ekki nánar greint frá ástæðum þess að þeir Andrés Önd, Ripp, Rapp og Rupp, leggja leið sína til Norð­ur­-Jót­lands. Þessi ferð er hins­vegar ekki sú fyrsta þeirra „fjór­menn­inga“ til Dan­merk­ur, þangað hafa þeir komið nokkrum sinn­um. Dan­merk­ur­dvöl þeirra hefur þó ætíð, með einni eða tveimur und­an­tekn­ing­um, ein­skorð­ast við Kaup­manna­hafn­ar­svæð­ið.

Jell­ing og stein­arnir

Á Suð­ur­-Jót­landi, skammt vestan við Vejle er smá­bær­inn Jell­ing (Ja­lang­ur), íbú­arnir tæp­lega fjögur þús­und. Þessi litli bær skipar mjög sér­stakan sess í danskri sögu. Í Jell­ing er nefni­lega að finna tvo mjög merki­lega steina, kall­aðir Jell­ing­stein­arn­ir, stóri og litli.

Auglýsing

Stærri stein­inn lét Har­aldur Blá­tönn (sem sagt er að Blu­etooth stað­all­inn dragi nafn sitt af) reisa á graf­haug föður síns, Gorms gamla. Með Gormi gamla hefst form­leg röð danskra kon­unga, óvíst er hvenær hann fædd­ist en tal­inn hafa lát­ist 958/959. Á stein­inum stendur að Har­aldur hafi látið gera hann í minn­ingu for­eldra sinna, Gorms og Þyri (Thyra) dana­bót­ar. Enn­fremur að Har­aldur þessi hafi lagt undir sig Dan­mörku og Noreg og snúið Dönum til kristni. Þessa stað­hæf­ingu telja sagn­fræð­ingar ekki standast, með þessu hafi Har­aldur vilj­andi ýkt sinn hlut.

Orð­rétt stendur rist í stein­inn „Kong Har­ald bød gøre disse kum­ler eftir Gorm sin fader og eftir Thyra sin moder – den Har­ald som vandt sig hele Dan­mark og Norge og gjorde danerne krist­ne.

Minni stein­inn, þann eldri, lét Gormur gamli reisa eftir að Þyri dana­bót lést árið 950, fæð­ing­arár hennar var lík­lega 898. Á stein­inum stendur að hann hafi Gormur kon­ungur látið reisa eftir dauða konu sinn­ar, Þyri. Orð­rétt stendur „Kong Gorm gjorde disse kum­ler efter Thyra sin kone Dan­marks bod“.

Ástæða þess að steinar þessi skipa svo sér­stakan sess í sögu Dan­merkur er að þarna er í fyrsta skipti orðið Dan­mörk nefnt, svo vitað sé, innan landamæra Dan­merkur (þótt vitað sé um eldri dæmi ann­ars staðar í Evr­ópu). Stein­arnir eru þess vegna eins konar fæð­ing­ar­vott­orð Dan­merkur og taldir meðal helstu ger­sema dönsku þjóð­ar­inn­ar. Margir leggja leið sína til Jell­ing til að skoða stein­ana en Dönum sem fara þangað hefur fækkað tals­vert þrátt fyrir að ferða­mála­yf­ir­völd á svæð­inu hafi reynt ýmis­legt til að vekja áhuga þeirra á þessum merku forn­minj­um.

Andrés blöðin vin­sæl í Evr­ópu

Andrés Önd varð til árið 1934, hjá Walt Dis­ney fyr­ir­tæk­inu. Í upp­hafi voru nöfn teiknar­anna ekki gefin upp, en þekkt­astur þeirra sem teiknað hafa Andrés er án efa Carl Barks, sem bæði teikn­aði mynda­sögur í blöð og teikni­myndir fyrir hvíta tjald­ið. Teikni­mynda­blöðin náðu aldrei veru­lega mik­illi útbreiðslu vestan hafs en urðu hins vegar mjög vin­sæl í Evr­ópu. Andrés Önd á dönsku.

Fyrsta Andr­és­blaðið með dönskum texta kom út árið 1949. Þá kom blaðið mán­að­ar­lega, árið 1955 fór það að koma út hálfs­mán­að­ar­lega og árið 1959 varð það viku­blað. Dönsku Andr­és­blöðin (eins og þau hafa alltaf verið köll­uð) nutu mik­illa vin­sælda hér á Íslandi og hafa ugg­laust orðið til að létta mörgum dönsku­nám­ið. Frá 16. maí 1983 hafa íslenskir les­endur (og svo sem aðrir líka) getað lesið um lífið og ævin­týrin í Anda­bæ, á íslensku. Þá varð Fedt­mule að Guffa svo dæmi sé nefnt. Þótt margt í Andr­és­blöð­unum beri enn merki banda­ríska upp­runans hafa sög­urnar þó breyst og orðið evr­ópsk­ari. Nöfn teiknar­anna og texta­höf­und­anna eru ekki lengur leynd­ar­mál.

Andr­és, Ripp, Rapp og Rupp í Jell­ing

Í dag er margt í boði þegar afþrey­ing er ann­ars veg­ar. Þrátt fyrir allar þær breyt­ingar og stór­aukið úrval halda teikni­mynda­blöðin velli, ekki síst á Norð­ur­löndum þótt upp­lagið sé minna en á „gull­ald­ar­ár­un­um“. Hér á landi er salan lang­mest gegnum áskrift.

Fyrir nokkrum árum efndi Egmont Serieforlaget í Dan­mörku, útgef­andi Andr­és­blað­anna í Nor­egi, Sví­þjóð, Dan­mörku og á Íslandi í sam­vinnu við for­lagið Eddu, til hug­mynda­sam­kepni meðal starfs­fólks um sögu­efni tengt Dan­mörku. Þá kvikn­aði hug­myndin um að Andrés Önd, Ripp, Rapp og Rupp myndu leggja leið sína til Jell­ing. Rök­semdin var að Jell­ing væri einn merkasti sögu­staður Dan­merkur og leið­angur Andr­ésar og félaga myndi vekja áhuga ungra danskra les­enda.

Eftir miklar bolla­legg­ingar var ákveðið að gefa út sér­stakt blað, ekki venju­legt viku­blað, og þetta sér­staka blað yrði ein­ungis í boði í safn­inu í Jell­ing, til­tek­inn dag eða kannski tvo. Það yrði ekki selt, en til að krækja sér í ein­tak yrði fólk að koma í safnið og leysa þar þraut. Skemmst er frá því að segja að þetta, sem var ræki­lega aug­lýst, hitti algjör­lega í mark. Þegar safnið var opnað þennan til­tekna dag, í mars árið 2017 biðu mörg hund­ruð manns fyrir utan og allt upp­lag þess­arar sér­út­gáfu (8 þús­und ein­tök) klárað­ist. Inn í þraut­ina var fléttað hluta sögu sem Carl Barks, sem áður var minnst á, hafði teiknað um leit að vík­inga­hjálmi.

Stjórn­endur safns­ins í Jell­ing, sem unnu að gerð sér­blaðs­ins með starfs­fólki Egmont, voru afar ánægðir með þetta fram­tak for­lags­ins. En einkum þó þá stað­reynd að Dönum sem leggja leið sína til Jell­ing hefur fjölgað til muna. Í könn­unum sem safnið hefur gert meðal danskra gesta hefur komið fram að aug­lýs­ing­arnar í kringum sér­út­gáf­una hafi vakið athygli þeirra, og ekki síst ungu kyn­slóð­ar­innar á þessum merka þjóð­ar­arfi.

Og nú er það kirkjan í sand­inum

Eins og nefnt var fyrr í þessum pistli má, á for­síðu nýjasta Andr­és­blaðs­ins, sjá „den til­sand­ede kirke“ ásamt þeim Andr­ési, Ripp, Rapp og Rupp. Frá­sögnin af þess­ari ferð þeirra, um Norð­ur­-Jót­land er aðal­saga blaðs­ins. Í við­tali af þessu til­efni sagði ferða­mála­full­trúi Vendsys­sel að for­síðan og sagan væru á við margar aug­lýs­ing­ar. Hann sagð­ist von­ast til að þessi Jót­lands­ferð Andr­ésar yrði til að vekja athygli, ekki síst Dana, á þessu svæði.Den tilsandede kirke í Skagen.

Viku­lega lesa um að bil 200 þús­und Danir Andr­és­blaðið en sama útgáfa kemur jafn­framt út í Þýska­landi, Nor­egi og Sví­þjóð, auk Íslands, text­inn á við­kom­andi tungu­máli. Þjóð­verjar og Norð­menn nota enska nafn­ið, Don­ald Duck, í Sví­þjóð er það Kalle Anka og í Dan­mörku And­ers And. Rétt er að nefna að þegar blöðin fóru að koma út á íslensku, árið 1983, var mikil vinna lögð í að gefa per­són­unum íslensk nöfn og þýða stað­ar­heit­in. Það verk ann­að­ist Pétur Rasmus­sen. Nokkrir Anda­fræð­ingar sem skrif­ari þessa pistils ræddi við sögðu að íslenska þýð­ing­in, sem ýmsir hafi annast, hafi ætíð verið vel heppnuð og hnytt­in. Núver­andi þýð­andi er Jón Stefán Krist­jáns­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar