Orkupakkinn skekur stjórnmálin

Nokkuð óvænt varð þriðji orkupakki Evrópusambandsins að miklum pólitískum bastarði á Íslandi. Titringurinn varð ljós í Valhöll þar sem kom saman hópur Sjálfstæðismanna, aðallega eldri karla, og ályktaði á þann veg að það væri óskynsamlegt að taka upp orkupakkann í íslensk lög. „Unga fólkið“ í flokknum fékk viðvörun. En hvað er það sem er svona umdeilt við málið? Er það stormur í vatnsglasi? Hvað segir það okkur um stjórnmálin?

„Við hina ungu for­yst­u­­sveit Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í dag lang­ar mig að segja: Gætið að ykk­­ur. Sá þráður í sál­­ar­­lífi þessa flokks sem snýr að full­veldi og sjálf­­stæði er mjög sterk­­ur. Flokk­­ur­inn virð­ist hafa misst var­an­­lega um þriðj­ung af sínu fylgi. Hann má ekki við meiru. Sýnið þeirri sögu sem hér hef­ur verið rak­in virð­ing­u.“

Þannig lauk Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og áhrifa­maður í Sjálf­stæð­is­flokknum í ára­tugi, erindi sem hann flutti í Val­höll 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Á fund­inum var hinn svo­nefndi þriðji orku­pakki Evr­ópu­sam­bands­ins til umfjöll­un­ar, og full­veldi Íslands var heldur ekki langt und­an, í bæði erindum og umræðum á fund­in­um. Það voru hverfa­­fé­lög Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Smá­í­­búða-, Bú­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík sem stóðu fyrir fund­in­um.

Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, for­sæt­is­ráð­herra, borg­ar­stjóri, seðla­banka­stjóri og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins - svo eitt­hvað sé nefnt - sat á fremsta bekk og hlust­aði. Greina mátti mik­inn sam­hljóm með orðum Styrmis og skrifum um orku­pakk­ann í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins. Það sem helst ein­kennir þau eru efa­semdir um EES-­samn­ing­inn og hvernig hags­munir Íslands eru best varð­ir.

Á þessum fundi í Val­höll - sem setti af stað mik­inn póli­tískan skjálfta í íslenskum stjórn­málum - var rætt um málin út frá þeim sjón­ar­hóli að orku­pakk­inn væri í raun fram­sal á full­veldi til Brus­sel. Kom Styrmir ekki síst inn á þessi mál í sinni ræðu, og sagði að EES samn­ing­ur­inn væri búinn að þró­ast þannig - með Evr­ópu­sam­band­inu - að nú þyrfti að spyrna við fót­um.

„Við stönd­um á ákveðnum tíma­­mót­um í sam­­skipt­um okk­ar við Evr­­ópu­­sam­­band­ið. Frá því að EES-­samn­ing­­ur­inn var gerður fyr­ir ald­­ar­fjórð­ungi hef­ur Evr­­ópu­­sam­­bandið þró­­ast á þann veg að það koma upp stöðug fleiri álita­­mál um hversu langt við get­um gengið í þessu sam­­starfi án þess að við af­­söl­um okk­ur sjálf­­stæði okk­ar í smá­pört­um hér og þar til Brus­sel,“ sagði Styrmir og bætti um bet­ur: „Verði orku­pakk­inn sam­þykkt­ur hef­ur Evr­­ópu­­sam­­band­inu verið opnuð leið til þess að ná síðar yf­ir­ráðum yfir einni af þrem­ur helstu auð­lind­um okk­ar Íslend­inga.“

Í salnum - sem var fyrst og fremst skip­aður eldri körlum í Sjálf­stæð­is­flokknum - var sam­hljómur meðal áheyr­enda og flestir á einu máli um að Styrmir væri að lýsa mál­unum með réttum hætti. Þetta var eins og góð kóræf­ing og allir sungu í takt, sagði einn fund­ar­gesta í sam­tali við Kjarn­ann.

Kyn­slóða­skipti

Óháð tækni­leg­um- og efn­is­legum rök­ræðum um inni­hald orku­pakk­ans, þá var fund­ur­inn til marks um deildar mein­ingar ólíkra kyn­slóða í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra iðn­að­ar-, ferða­mála- og nýsköp­un­ar, hefur svarað þessum sjón­ar­miðum sem komu fram á fund­in­um, um að orku­pakk­inn feli í sér frek­legt fram­sal á full­veldi þjóð­ar­inn­ar, sem rang­ind­um. Hún hefur meðal ann­ars vitnað til lög­fræði­á­lita sem unnin voru af hennar beiðni. Í vik­unni not­aði hún Twitt­er-að­gang­inn til að bera fyrr­nefnd sjón­ar­mið til baka, og sagði skýrt og skil­merki­lega að Ísland myndi stjórna sínum orku­auð­lindum alveg óháð þriðja orku­pakk­an­um.



Hvað felst í 3. Orkupakkanum?

Hinn svonefndi þriðji orkupakki Evrópusambandsins var samþykktur á vettvangi þess árið 2009. Með honum er einkum vísað til nokkurra grundvallaratriða fyrir orkumarkaðinn innan Evrópusambandsins og á EES-svæðinu. Í fyrsta lagi er það tilskipun sameiginlegar reglur fyrir innri markað fyrir raforku. Í öðru lagi er það tilskipun um sameiginlegar reglur fyrir jarðgas. Í þriðja lagi er það reglugerð um að koma á fót stofnun um samstarf eftirlitsaðila á orkumarkaði. Sú stofnun (ACER) mun hafa það verkefni öðrum fremur að skera úr deilumálum sem vakna, og styðja við eftirlit með orkumörkuðum í aðildarlöndunum.

Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, sagði á fundi í Háskólanum í Reykjavík að stofnunin yrði ekki með neitt yfirþjóðlegt vald eftir að þriðja orkupakkinn hefði verið innleiddur í lög þeirra ríkja sem eru á EES svæðinu. Þvert á móti myndi stofnunin hjálpa til við að samræma markaðina, enda væru orkumarkaðir með það flækjustig að teygja sig yfir landamæri í mörgum tilvikum.

Þetta á hins vegar ekki við um Ísland, eins og mál standa nú.

Í fjórða lagi er það reglugerð um aðgang að raforkuneti yfir landamæri. Og í fimmta lagi er það reglugerð um aðgang að jarðgasneti yfir landamæri. Eins og sést af þessum grundvallaratriðum þá varðar þriðji orkupakkinn fyrst og síðast aðstæður eins og þær eru víða í Evrópu, þar sem raforkukerfi þjóða er tengd, og er raunar lagt upp með það inn í framtíðina að tengja þau enn frekar. Meðal annars til að tryggja betri nýtingu á orku og ýta undir vistvænni orkugjafa. Ekki síst af þessum sökum er verið að leggja sæstrengi og byggja upp jarðgasleiðslur. Ísland er með einangrað raforkukerfi, sem ekki er tengt við Evrópu með sæstreng. Í hinum þriðja orkupakka felst ekki neitt framsal á umráðarétti yfir orkuauðlindum landsins eða eignarrétti yfir þeim.

Ísland hefur mikla sérstöðu hvaða orkuauðlindir varðar, en stærstu kaupendur raforkunnar á Íslandi eru álverin í landinu. Þau nota um 80 prósent af raforkunni meðan heimili og önnur fyrirtæki nota afganginn.

Þar á meðal er ítar­legt lög­fræði­á­lit Birgis Tjörva Pét­urs­sonar hrl. Þar sem fjallað er um ýmsar hliðar þriðja orku­pakk­ans og hvað það þýði að taka hann upp í íslenskan rétt. Nið­ur­staða hans er þver­öfug við það sem Styrmir hélt fram á fyrr­nefndum fundi.

„At­hugun á inn­i­haldi þriðja orku­­pakk­ans styður ekki sjón­­­ar­mið um að inn­­­leið­ing hans fæli í sér slík frá­­vik frá þverpóli­­tískri stefn­u­­mörkun og rétt­­ar­­þróun á Íslandi að það kalli sér­­stak­­lega á end­­ur­­skoðun EES-­­samn­ings­ins. Með inn­­­leið­ingu hans væri ekki brotið blað í EES-­­sam­­starf­in­u,“ segir meðal ann­ars í nið­ur­stöðukafla álitis Birgis Tjörva.

Segja má að þessi mein­ing­ar­munur innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins krist­all­ist í þeim kyn­slóð­ar­skiptum sem eru að verða í flokknum og hafa orðið á síð­ustu árum. Á fund­inum í Val­höll áttu eldri karlar í flokknum svið­ið, sem á árum áður réðu miklu innan flokks­ins. Eins og staða mála er nú er ný kyn­slóð for­ystu­fólks - með Þór­dísi Kol­brúnu þar á meðal - með aðra sýn á hlut­ina. Frjáls­lynd­ari við­horf, gagn­vart EES samn­ingnum og alþjóða­sam­vinnu yfir höf­uð, eru þar áber­andi.

Mið­flokk­ur­inn og Fram­sókn að ná sam­an?

Í umræð­unni um orku­pakk­ann - sem hefur verið áber­andi allt frá fyrr­nefndum fundi í Val­höll - þá má segja að Mið­flokk­ur­inn hafi náð að gera sig veru­lega gild­andi. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hefur varað við þriðja orku­pakk­anum og sagði í við­tali við RÚV ótt­ast að með inn­leið­ingu hans, þá myndi ákvörðun um sæstreng og sölu raf­orku um hann fara úr höndum Íslend­inga. Svipuð sjón­ar­mið hafa heyrst innan úr gamla flokki Sig­mundar Dav­íðs, Fram­sókn­ar­flokki. Þar hefur mið­stjórn flokks­ins raunar ályktað á þann veg að það eigi að hafna orku­pakk­an­um, og það má segja um ein­stök félög innan flokks­ins, eins og til dæmis Fram­sókn­ar­menn í Reykja­vík hafa gert.

Þrátt fyrir afdrátt­ar­lausa afstöðu Þór­dísar Kol­brúnar í mál­inu, þá er málið nú þegar orðið að vand­ræða­máli fyrir rík­is­stjórn­ina. Hún hefur nú þegar frestað afgreiðslu máls­ins fram á vor, meðal ann­ars til að taka til­lit til gagn­rýni sem komið hefur fram.

Eftir heiftug átök virð­ist vera kom­inn fram mögu­leiki fyrir Mið­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn til að ná sam­an, í það minnsta um þetta ein­staka mál.

Þessi fræ efa­semda um EES-­samn­ing­inn sem slíkan birt­ast nokkuð ber­sýni­lega í umræðum um 3. orku­pakk­ann. Þær eru alveg skýrar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Fram­sókn­ar­flokknum og Mið­flokkn­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn virð­ist klof­inn í mál­inu, jafn­vel þó ráð­herra mála­flokks­ins, sem jafn­framt er vara­for­maður flokks­ins, tali með skýrum hætti gegn þeim efa­semda­röddum sem komið hafa fram. Ekki virð­ist það duga til að eyða efa­semd­un­um.

Skarpar línur

Allt annað er uppi á ten­ingnum hjá frjáls­lynd­ari flokk­unum á þingi, Sam­fylk­ing­unni og Við­reisn. Við­horf þeirra flokka til Evr­ópu­sam­bands­ins er þekkt; báðir flokkar hafa verið hlynntir því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru sem mynt, en þeir eru líka báðir hlynntir frekara alþjóða­sam­starfi og áfram­hald­andi við­skipta­sam­bands við Evr­ópu á grund­velli EES-­samn­ings­ins.

Vinstri græn eru með meiri efa­semd­ir, en skýr afstaða flokks­ins til 3. orku­pakk­ans liggur ekki fyr­ir. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður flokks­ins, lét þó hafa eftir sér að mikið af rang­færslum hafi fengið að stýra umræð­unni um orku­pakk­ann, og að það kunni aldrei góðri lukku að stýra.

Innan Vinstri grænna er sú afstaða nokkuð almenn - eins og stefna flokks­ins hefur lengi verið - að best sé fyrir Ísland að standa fyrir utan Evr­ópu­sam­band­ið. Innan flokks­ins hafa einnig lengi verið uppi efa­semdir um EES-­samn­ing­inn og nauð­syn­legt sé að end­ur­skoða hann. Má segja að afstaða flokks­ins til þessa mál sé að mörgu leyti óskýr, sökum þessa.

Það mæðir mikið á Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í umræðum um þriðja orkupakkann.
Mynd: Bára Huld Beck

Þó sumir noti stór orð um þriðja orku­pakk­ann - ýmist til að gera lítið úr mál­inu eða að það sé háal­var­legt og varði full­veldi þjóð­ar­innar - þá sýnir það öðru fremur að nokkuð skýrar línur  hafa verið dregnar í sand­inn í mál­inu. Ann­ars eru það þeir sem hafa efa­semdir um EES-­samn­ing­inn, og það sem tekið er upp í íslensk lög á grund­velli hans, og síðan þeir sem telja samn­ing­inn vera afar mik­il­vægan efna­hag lands­ins. Og sé þannig í raun frekar til þess fall­inn að styrkja full­veldi og sjálf­stæði lands­ins frekar en hitt.

Lík­legt verður að telj­ast að umræðan um orku­pakk­ann eigi eftir að vinda enn meira upp á sig eftir því sem líður á þennan þing­vet­ur. Und­ir­liggj­andi er síðan stefnu­mörkun í orku­málum almennt og þá hvort Íslandi eigi að tengj­ast umheim­inum með sæstreng eða ekki. Deildar mein­ingar eru um það á vett­vangi stjórn­mál­anna, og má segja að lín­urnar sker­ist með svip­uðum hætti og í mál­unum sem tengj­ast þriðja orku­pakk­an­um. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur látið hafa eftir sér að sala raf­orku um sæstreng til Bret­lands gæti verið stærsta við­skipta­tæki­færi sem komið hafi upp á Íslandi nokkru sinni, en það sé stjórn­mála­manna að ákveða hvað sé skyn­sam­leg­ast að gera.

Íhlutun frá Noregi?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og nú formaður EES-nefndar stjórnvalda, hefur tjáð sig mikið um 3. orkupakkann og segir gagnrýni á málið vera á misskilningi byggða. Hann hefur sagt að það sé verið að þyrla upp ryki um málið að óþörfu, og að það sé í eðlilegum farvegi eins og það sé nú. Í færslu á vefsíðu sinni fyrr í mánuðinum sagði hann meðal annars að íhlutun að utan ætti sinn þátt í því að umræðan um orkupakkann hefur orðið jafnheiftúðug og raun ber vitni.

Beindi hann þar spjótunum að Noregi og umræðunni þar í landi um orkumál.

Orðrétt sagði Björn: „Áhugamenn um þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi ættu að grandskoða umræðurnar um aðild Íslands að þeim þætti EES-samstarfsins sem snýr að orkumálum. Af þeim sést að samhengi hlutanna getur rofnað vegna íhlutunar að utan. Áhugamenn um þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi ættu að grandskoða umræðurnar um aðild Íslands að þeim þætti EES-samstarfsins sem snýr að orkumálum. Af þeim sést að samhengi hlutanna getur rofnað vegna íhlutunar að utan. Stefnumótun og lagasetning ESB um innri markað raforku var ekki langt komin við lögfestingu EES samningsins 1993. Svonefndur fjórði viðauki hefur á hinn bóginn verið hluti EES-samningsins frá upphafi en hann snýr að orku. Fyrsta raforkutilskipun ESB er frá 19. desember 1996. Frá þeim tíma hefur raforka verið skilgreind eins og hver önnur vara á innri markaði ESB. Þar með kom til sögunnar krafan um að samkeppni væri á þeim markaði eins og öðrum innan EES.

Ítarlega var rætt um þessi mál á alþingi og annars staðar eftir að tilskipunin kom til sögunnar og var hún innleidd hér með raforkulögum nr. 65/2003. Annar orkupakkinn var tekinn inn í EES samninginn 2005. Íslensk stjórnvöld gerðu fyrirvara sem hlutu samþykki á EES-vettvangi. Var annar orkupakkinn innleiddur hér með breytingum á raforkulögum nr. 58/2008. Sérstakt rannsóknarefni er hvort og hvernig þessir fyrirvarar hafa verið nýttir..

ESB innleiddi þriðja orkupakkann árið 2009. Alþingi var kynnt málið árið 2010 og fóru fram viðræður milli embættismanna og þingmanna sem leiddu meðal annars til þess að á EES-vettvangi var árið 2017 fallist á svonefnda tveggja stoða lausn gagnvart EFTA/EES-ríkjunum: Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Af hálfu íslenskra stjórnvalda er slíkrar lausnar krafist vegna skilyrða sem sett voru strax árið 1993 í nafni fullveldis. Sameiginlega EES-nefndin tók ákvörðun árið 2017 um að innleiða ætti þriðja orkupakkann í EES-samninginn. Það verður gert eftir samþykki alþingis. Heitar umræður urðu um málið í Noregi og beittu andstæðingar EES-samstarfsins sér hart í þeim en urðu undir og stórþingið samþykkti aðild Norðmanna. Eftir það sneru minnihlutamenn, andstæðingar EES-samstarfsins, sér að Íslendingum og snemma árs 2018 urðu allt í einu umræður hér um stórkostlega hættu af þessum þriðja orkupakka. Var landsfundur sjálfstæðismanna í mars 2018 „tekinn í bólinu“ eins og sést af ályktun fundarins sem sögð er snúast um 3. orkupakkann en gerir það ekki þegar efni hans er skoðað. Hér gætir þess sama og í Noregi að taka skuli EES-samninginn í gíslingu vegna þessa máls.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar