Danir inn úr kuldanum hjá Indverjum

Fyrir tólf árum fóru indversk stjórnvöld fram á að danskur maður, Niels Holck að nafni, yrði handtekinn og sendur til Indlands. Dómstóll í Danmörku hafnaði kröfunni og í kjölfarið hættu Indverjar nær öllum viðskiptum við Dani. Nú hillir undir breytingar.

indian.jpeg
Auglýsing

Þessa dag­ana stendur yfir fjöl­menn við­skipta­ráð­stefna í Ahmeda­bad í Gujarat hér­aði á Ind­landi. Þátt­tak­endur eru fleiri en þrjá­tíu þús­und frá fimmtán ,,mik­il­væg­um“  við­skipta­löndum Ind­verja og löndum sem Ind­verjar vilja efla við­skipti við. Danir höfðu um tíu ára skeið verið úti­lok­aðir frá slíkum ráð­stefnum á Ind­landi og í raun nær öllum við­skiptum við þessa næst fjöl­menn­ustu þjóð heims. Að baki þeirri ákvörðun lágu sér­stakar ástæð­ur.

Fimm tonn af vopnum

Skömmu fyrir jól árið 1995 flaug rúss­nesk/úkra­ínsk flug­vél yfir Vest­ur- Bengal á Ind­landi. Um borð voru sjö manns, breskur vopna­sali, fimm Lettar og einn maður til við­bótar ásamt fimm tonnum af vopn­um. Vopn­in, sem menn­irnir köst­uðu úr vél­inni yfir Vest­ur- Bengal, voru ætluð upp­reisn­ar­mönn­um. Ind­verskar her­þotur neyddu vél­ina til að lenda, sex menn voru hand­tekn­ir, og hlutu þunga dóma, en sá sjö­undi komst und­an. Einu upp­lýs­ing­arnar sem Ind­verjar höfðu um þann mann voru þær að hann gengi undir nafn­inu Kim Davy, og ind­versku lög­regl­unni tókst ekki að hafa uppi á honum þrátt fyrir mikla vinnu.

Kim Davy var Niels Holck og líka Niels Christ­ian Niel­sen.

Auglýsing

Árið 2002 sendi danska sjón­varps­stöðin TV2 út sjón­varps­þátt­inn ,,Vopna­smygl­ar­inn“ sem vakti mikla athygli. Í þætt­inum var rakin saga Kim Davy, eða rétt­ara sagt Niels Holck en það er hið rétta nafn manns­ins sem verið hafði um borð í flug­vél­inni  sem flutti vopnin til Vest­ur- Bengal en sloppið hafði undan ind­versku lög­regl­unni. Hann hafði kom­ist til Dan­merkur skömmu síðar og búið þar síð­an, alla tíð undir fölsku nafni, Niels Christ­ian Niel­sen. Danir könn­uð­ust reyndar vel við þennan mann, í Dan­mörku gekk hann nefni­lega, af sér­stökum ástæðum undir nafn­inu ,,ber­fætti ræn­ing­inn“.

Ind­versk stjórn­völd biðu ekki boð­anna, höfðu strax sam­band við dönsk dóms­mála­yf­ir­völd með það fyrir augum að fá Niels Holck fram­seldan til að geta réttað yfir honum vegna vopna­máls­ins. Eng­inn samn­ingur um fram­sal var hins­vegar í gildi milli Ind­lands og Dan­merkur og þess vegna varð ekk­ert úr slíku fram­sali.  Ind­verjar undu þessu illa, fóru í við­skipta­fýlu (eins og einn danskur fjöl­mið­ill orð­aði það) og drógu mjög úr við­skiptum sínum við Dani.

Breytt lög­gjöf og fram­sals­beiðnir

Eftir hryðju­verkin 11. sept­em­ber 2001 var lögum um fram­sal danskra rík­is­borg­ara til landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins breytt og fram­sal heim­ilt væru við­kom­andi grun­aðir um hryðju­verk eða alvar­leg afbrot. Sex árum síð­ar, árið 2007 lögðu Ind­verjar fram beiðni um fram­sal, Niels Holck fór í felur en var hand­tek­inn árið 2010. Bæj­ar­réttur í Hill­erød, þar sem Niels Holck bjó úrskurð­aði að hann skyldi ekki fram­seldur og Eystri-Lands­réttur stað­festi þann dóm. Árið 2012 til­kynnti Niels Holck að hann væri til­bú­inn að mæta til yfir­heyrslu ind­verskra stjórn­valda, með því skil­yrði að þær yfir­heyrslur færu fram utan Ind­lands. Þeirri kröfu höfn­uðu Ind­verjar og við­skipti Dan­merkur og Ind­lands minnk­uðu enn frek­ar.

Árið 2016 kröfð­ust ind­versk stjórn­völd enn á ný fram­sals Niels Holck. Danski dóms­mála­ráð­herr­ann fyr­ir­skip­aði rík­is­lög­manni að kanna mögu­leik­ana á fram­sali. Ganga þannig gegn nið­ur­stöðu dóm­stóla en fjöl­miðlar og and­stæð­ingar á þingi sök­uðu ráð­herr­ann um und­ir­lægju­hátt. Athugun rík­is­lög­manns stend­ur, form­lega séð, enn.

Nýtt hljóð í strokk­inn

Þótt ekk­ert yrði af fram­sali Niels Holck árið 2016 og fram­sal­skrafan stæði ennþá form­lega séð, sneru Ind­verjar við blað­inu. Hægt og rólega. Við­snún­ing­ur­inn byrj­aði með heim­sókn ungs og til­tölu­lega reynslu­lít­ils dansks ráð­herra til ind­versks aðstoð­ar­ráð­herra. Í des­em­ber í fyrra hitt­ust þeir And­ers Samu­el­sen utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur og Sus­hma Swaraj utan­rík­is­ráð­herra Ind­lands, í Nýju- Delí.  Að sögn danska utan­rík­is­ráð­herr­ans ríkti vin­gjarn­legt and­rúms­loft á fundum þeirra. Heim­kom­inn lýsti And­ers Samu­el­sen fund­unum þannig að ,,ís­inn væri brot­inn í sam­skiptum land­anna“.

Niels Holck.

Lars Løkke Rasmus­sen á Ind­landi

Síð­ast­lið­inn föstu­dag (18.1. 2019) kom danski for­sæt­is­ráð­herr­ann til Ahmeda­bad í hér­að­inu Gujarat. Ahmeda­bad er fæð­ing­ar­bær Nar­endra Modi for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, sem tók þar á móti Lars Løkke Rasmus­sen. Heim­sókn danska for­sæt­is­ráð­herr­ans er ekki það sem kall­ast ,,op­in­ber heim­sókn“, slík heim­sókn hefði haf­ist í höf­uð­borg­inni Nýju-Delí. Lars Løkke Rasmus­sen sagði við frétta­menn, að fundi lokn­um, að nú hefði stórt skref verið stigið í bættum sam­skiptum ríkj­anna. And­ers Samu­el­sen utan­rík­is­ráð­herra sagði að Ind­verjar hefðu nú (þótt þeir segðu það ekki berum orð­um) fall­ist á að krafan um fram­sal Niels Holck og við­skipta­hags­munir væru aðskilin mál­efni.

Gríð­ar­legir við­skipta­hags­munir

Í við­tali við DR, danska sjón­varp­ið, sagði Lars Løkke Rasmus­sen að fyrir Dani væri mikið í húfi. Á síð­asta ári hefði útflutn­ingur Dana til Ind­lands numið 3 millj­örðum danskra króna (55 millj­örðum íslenskum) en til Kína hins­vegar rúmum 60 millj­örðum (1200 millj­örðum íslenskum). ,,Ég las ein­hvers­staðar að Holck málið hefði lítil áhrif haft á við­skipti Dan­merkur og Ind­lands, en tölur sýna að það passar ekki“ sagði danski for­sæt­is­ráð­herr­ann. Lars Løkke Rasmus­sen nefndi einnig að hvergi í heim­inum væri hag­vöxtur meiri en á Ind­landi, hefði verið 7% í fyrra og því væri spáð að árið 2030 yrði ind­verska hag­kerfið hið stærsta í heim­in­um. Og Ind­verjum fjölgi  ört. Svo ört að eftir þrjú til fimm ár verði þeir orðnir fjöl­menn­asta þjóð heims. Þegar spurt var í hverju aukin við­skipti gætu einkum falist nefndi ráð­herr­ann lausnir á sviði lofts­lags­mála, raf­orku­fram­leiðslu með vind­orku, lyfja­út­flutn­ing og tækni á sviði land­bún­að­ar.

Meðan á heim­sókn danska for­sæt­is­ráð­herr­ans stendur opnar hann form­lega nýja sendi­ráðs­bygg­ingu Dan­merkur í Nýju- Delí og sömu­leiðis nýja menn­ing­ar­stofnun Dan­merkur í borg­inni.

Áður en Lars Løkke Rasmus­sen hélt af stað til Ind­lands hvöttu tals­menn mann­rétt­inda­sam­taka og nokkrir þing­menn hann til að ræða mann­rétt­inda­mál við for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands. Þau mál voru lít­il­lega rædd á fundi ráð­herr­anna en frétta­maður DR, danska sjón­varps­ins, sem staddur er á Ind­landi sagði í sjón­varps­fréttum að ,,þeim sem maður vill ving­ast við strýkur maður ekki öfugt“.

Í lokin má geta þess að á vef Kjarn­ans má finna grein þar sem ítar­legar er fjallað um Niels Holck. Greinin heitir ,,Eins og að hafa ömmu sem líf­vörð“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar