Danir inn úr kuldanum hjá Indverjum

Fyrir tólf árum fóru indversk stjórnvöld fram á að danskur maður, Niels Holck að nafni, yrði handtekinn og sendur til Indlands. Dómstóll í Danmörku hafnaði kröfunni og í kjölfarið hættu Indverjar nær öllum viðskiptum við Dani. Nú hillir undir breytingar.

indian.jpeg
Auglýsing

Þessa dag­ana stendur yfir fjöl­menn við­skipta­ráð­stefna í Ahmeda­bad í Gujarat hér­aði á Ind­landi. Þátt­tak­endur eru fleiri en þrjá­tíu þús­und frá fimmtán ,,mik­il­væg­um“  við­skipta­löndum Ind­verja og löndum sem Ind­verjar vilja efla við­skipti við. Danir höfðu um tíu ára skeið verið úti­lok­aðir frá slíkum ráð­stefnum á Ind­landi og í raun nær öllum við­skiptum við þessa næst fjöl­menn­ustu þjóð heims. Að baki þeirri ákvörðun lágu sér­stakar ástæð­ur.

Fimm tonn af vopnum

Skömmu fyrir jól árið 1995 flaug rúss­nesk/úkra­ínsk flug­vél yfir Vest­ur- Bengal á Ind­landi. Um borð voru sjö manns, breskur vopna­sali, fimm Lettar og einn maður til við­bótar ásamt fimm tonnum af vopn­um. Vopn­in, sem menn­irnir köst­uðu úr vél­inni yfir Vest­ur- Bengal, voru ætluð upp­reisn­ar­mönn­um. Ind­verskar her­þotur neyddu vél­ina til að lenda, sex menn voru hand­tekn­ir, og hlutu þunga dóma, en sá sjö­undi komst und­an. Einu upp­lýs­ing­arnar sem Ind­verjar höfðu um þann mann voru þær að hann gengi undir nafn­inu Kim Davy, og ind­versku lög­regl­unni tókst ekki að hafa uppi á honum þrátt fyrir mikla vinnu.

Kim Davy var Niels Holck og líka Niels Christ­ian Niel­sen.

Auglýsing

Árið 2002 sendi danska sjón­varps­stöðin TV2 út sjón­varps­þátt­inn ,,Vopna­smygl­ar­inn“ sem vakti mikla athygli. Í þætt­inum var rakin saga Kim Davy, eða rétt­ara sagt Niels Holck en það er hið rétta nafn manns­ins sem verið hafði um borð í flug­vél­inni  sem flutti vopnin til Vest­ur- Bengal en sloppið hafði undan ind­versku lög­regl­unni. Hann hafði kom­ist til Dan­merkur skömmu síðar og búið þar síð­an, alla tíð undir fölsku nafni, Niels Christ­ian Niel­sen. Danir könn­uð­ust reyndar vel við þennan mann, í Dan­mörku gekk hann nefni­lega, af sér­stökum ástæðum undir nafn­inu ,,ber­fætti ræn­ing­inn“.

Ind­versk stjórn­völd biðu ekki boð­anna, höfðu strax sam­band við dönsk dóms­mála­yf­ir­völd með það fyrir augum að fá Niels Holck fram­seldan til að geta réttað yfir honum vegna vopna­máls­ins. Eng­inn samn­ingur um fram­sal var hins­vegar í gildi milli Ind­lands og Dan­merkur og þess vegna varð ekk­ert úr slíku fram­sali.  Ind­verjar undu þessu illa, fóru í við­skipta­fýlu (eins og einn danskur fjöl­mið­ill orð­aði það) og drógu mjög úr við­skiptum sínum við Dani.

Breytt lög­gjöf og fram­sals­beiðnir

Eftir hryðju­verkin 11. sept­em­ber 2001 var lögum um fram­sal danskra rík­is­borg­ara til landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins breytt og fram­sal heim­ilt væru við­kom­andi grun­aðir um hryðju­verk eða alvar­leg afbrot. Sex árum síð­ar, árið 2007 lögðu Ind­verjar fram beiðni um fram­sal, Niels Holck fór í felur en var hand­tek­inn árið 2010. Bæj­ar­réttur í Hill­erød, þar sem Niels Holck bjó úrskurð­aði að hann skyldi ekki fram­seldur og Eystri-Lands­réttur stað­festi þann dóm. Árið 2012 til­kynnti Niels Holck að hann væri til­bú­inn að mæta til yfir­heyrslu ind­verskra stjórn­valda, með því skil­yrði að þær yfir­heyrslur færu fram utan Ind­lands. Þeirri kröfu höfn­uðu Ind­verjar og við­skipti Dan­merkur og Ind­lands minnk­uðu enn frek­ar.

Árið 2016 kröfð­ust ind­versk stjórn­völd enn á ný fram­sals Niels Holck. Danski dóms­mála­ráð­herr­ann fyr­ir­skip­aði rík­is­lög­manni að kanna mögu­leik­ana á fram­sali. Ganga þannig gegn nið­ur­stöðu dóm­stóla en fjöl­miðlar og and­stæð­ingar á þingi sök­uðu ráð­herr­ann um und­ir­lægju­hátt. Athugun rík­is­lög­manns stend­ur, form­lega séð, enn.

Nýtt hljóð í strokk­inn

Þótt ekk­ert yrði af fram­sali Niels Holck árið 2016 og fram­sal­skrafan stæði ennþá form­lega séð, sneru Ind­verjar við blað­inu. Hægt og rólega. Við­snún­ing­ur­inn byrj­aði með heim­sókn ungs og til­tölu­lega reynslu­lít­ils dansks ráð­herra til ind­versks aðstoð­ar­ráð­herra. Í des­em­ber í fyrra hitt­ust þeir And­ers Samu­el­sen utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur og Sus­hma Swaraj utan­rík­is­ráð­herra Ind­lands, í Nýju- Delí.  Að sögn danska utan­rík­is­ráð­herr­ans ríkti vin­gjarn­legt and­rúms­loft á fundum þeirra. Heim­kom­inn lýsti And­ers Samu­el­sen fund­unum þannig að ,,ís­inn væri brot­inn í sam­skiptum land­anna“.

Niels Holck.

Lars Løkke Rasmus­sen á Ind­landi

Síð­ast­lið­inn föstu­dag (18.1. 2019) kom danski for­sæt­is­ráð­herr­ann til Ahmeda­bad í hér­að­inu Gujarat. Ahmeda­bad er fæð­ing­ar­bær Nar­endra Modi for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, sem tók þar á móti Lars Løkke Rasmus­sen. Heim­sókn danska for­sæt­is­ráð­herr­ans er ekki það sem kall­ast ,,op­in­ber heim­sókn“, slík heim­sókn hefði haf­ist í höf­uð­borg­inni Nýju-Delí. Lars Løkke Rasmus­sen sagði við frétta­menn, að fundi lokn­um, að nú hefði stórt skref verið stigið í bættum sam­skiptum ríkj­anna. And­ers Samu­el­sen utan­rík­is­ráð­herra sagði að Ind­verjar hefðu nú (þótt þeir segðu það ekki berum orð­um) fall­ist á að krafan um fram­sal Niels Holck og við­skipta­hags­munir væru aðskilin mál­efni.

Gríð­ar­legir við­skipta­hags­munir

Í við­tali við DR, danska sjón­varp­ið, sagði Lars Løkke Rasmus­sen að fyrir Dani væri mikið í húfi. Á síð­asta ári hefði útflutn­ingur Dana til Ind­lands numið 3 millj­örðum danskra króna (55 millj­örðum íslenskum) en til Kína hins­vegar rúmum 60 millj­örðum (1200 millj­örðum íslenskum). ,,Ég las ein­hvers­staðar að Holck málið hefði lítil áhrif haft á við­skipti Dan­merkur og Ind­lands, en tölur sýna að það passar ekki“ sagði danski for­sæt­is­ráð­herr­ann. Lars Løkke Rasmus­sen nefndi einnig að hvergi í heim­inum væri hag­vöxtur meiri en á Ind­landi, hefði verið 7% í fyrra og því væri spáð að árið 2030 yrði ind­verska hag­kerfið hið stærsta í heim­in­um. Og Ind­verjum fjölgi  ört. Svo ört að eftir þrjú til fimm ár verði þeir orðnir fjöl­menn­asta þjóð heims. Þegar spurt var í hverju aukin við­skipti gætu einkum falist nefndi ráð­herr­ann lausnir á sviði lofts­lags­mála, raf­orku­fram­leiðslu með vind­orku, lyfja­út­flutn­ing og tækni á sviði land­bún­að­ar.

Meðan á heim­sókn danska for­sæt­is­ráð­herr­ans stendur opnar hann form­lega nýja sendi­ráðs­bygg­ingu Dan­merkur í Nýju- Delí og sömu­leiðis nýja menn­ing­ar­stofnun Dan­merkur í borg­inni.

Áður en Lars Løkke Rasmus­sen hélt af stað til Ind­lands hvöttu tals­menn mann­rétt­inda­sam­taka og nokkrir þing­menn hann til að ræða mann­rétt­inda­mál við for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands. Þau mál voru lít­il­lega rædd á fundi ráð­herr­anna en frétta­maður DR, danska sjón­varps­ins, sem staddur er á Ind­landi sagði í sjón­varps­fréttum að ,,þeim sem maður vill ving­ast við strýkur maður ekki öfugt“.

Í lokin má geta þess að á vef Kjarn­ans má finna grein þar sem ítar­legar er fjallað um Niels Holck. Greinin heitir ,,Eins og að hafa ömmu sem líf­vörð“.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjóri með um sexfalt hærri laun en fólkið á lægstu laununum
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins veltir því fyrir sér hvernig maður, sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði, hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyri beint undir hann.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar