Markmiðið að tryggja konum sjálfsforræði yfir eigin líkama og eigin framtíð

Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof er lagt til að konur geti látið binda enda á þungun fram til loka 22. viku meðgöngu, án takmarkana. Fjöldi umsagna hefur borist um frumvarpið þar sem hækkun tímamarkanna er ýmist fagnað eða mótmælt.

druslugangan_20060731591_o.jpg
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp á Alþingi um breyt­ingar á lögum um þung­un­ar­rof. Í frum­varpi Svan­dísar er lagt til að þung­un­ar­rof verði leyft fram að 22. viku með­göngu og að ein­stak­lingar þurfi ekki að gefa upp neinar ástæður fyrir þung­un­ar­rof­in­u. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að ef frum­varpið verði að lögum sé um mikla breyt­ingu að ræða sem ætluð er að tryggja konum sjálfs­for­ræði yfir eigin lík­ama og eigin fram­tíð hvað barn­eignir varðar þannig að þær hafi öruggan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óski þær eftir þung­un­ar­rofi.

Þung­un­ar­rof og heim­ildir til þess hafa ætíð valdið deil­um, bæði hér á landi og erlendis og frum­varp Svan­dísar er þar engin undan­an­tekn­ing. ­Sendar hafa verð inn yfir 100 umsagnir um frum­varp­ið, yfir 50 umsagnir voru sendar inn í sam­ráðs­gátt­ina á síð­asta ári og nú hafa verið sendar inn aðrar 50 eftir að frum­varpið fór í umsagn­ar­ferli vel­ferð­ar­nefnd­ar. Í umsögn­unum skipt­ist fólk í tvo hópa þar sem annað hvort er fólk mjög fylgj­andi að tíma­mörkin verði hækkuð eða mjög mót­fallið því.

Tíma­mörkin hækkuð úr 18 vikum í 22 vikur

­Síð­asta haust lagði vel­ferð­ar­ráðu­neytið fram drög að frum­varpi um þung­un­ar­rof þar sem lagt var til að þung­un­ar­rof yrði heim­ilt fram að lokum 18. viku með­göngu. Í nú­gild­andi lögum er þung­un­ar­rof ein­ungis heim­ilt til loka sext­ándu viku nema miklar líkur séu á „van­sköp­un, erfða­göllum eða sköddun fóst­ur­s“. Frum­varps­drögin voru birt í sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins og alls bár­ust 51 umsögn um frum­varps­drög­in. 

Auglýsing

Félag íslenskra fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækna var eitt þeirra sam­taka sem ­gagn­rýndi að í frum­varps­drög­unum væri þung­un­ar­rof að­eins heim­ilt fram að lokum 18. viku þung­un­ar. Var það afstaða félags­ins að slíkt væri ekki til þess að auka rétt kvenna heldur þvert á móti væri lagt til að réttur kvenna til þung­un­ar­rofs vegna mjög alvar­legra fóst­ur­vanda­mála þar sem fóstur væri líf­væn­legt væri tak­mark­aður miðað við núgild­andi lög. Í því sam­hengi nefndi félagið fóst­ur­vanda­mál eins og vatns­höf­uð, klof­inn hrygg, litn­inga­frá­vik og hjarta­galla þar sem börn geti lifað af en væru með mjög alvar­lega lík­am­lega eða and­lega fötl­un. Þá taldi félagið litlu breyta að færa tíma­markið frá 16. viku til loka 18. viku þar sem fátítt væri að sjúk­dómar kæmu fram á þessum tveimur vik­um.

Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Mynd: HeilbrigðisráðuneytiðLand­læknir fagn­aði frum­varp­inu  í umsögn sinni og sagði það vera skref í  átt til auk­ins sjálfs­for­ræðis kvenna. Í umsögn sinni vakti land­læknir athygli á að við sam­an­burð á nor­rænni töl­fræði um þung­un­ar­rof væri ekki að sjá að víð­ari tímara­mmi hefði haft í för með sér að aðgerðir væru frekar fram­kvæmdar síðar á með­göng­unni og í því sam­hengi benti emb­ættið á að árið 2015 hafi hlut­fall þung­un­ar­rofa sem fram­kvæmd voru innan 9 vikna verið hærra í Sví­þjóð en þar í landi gildir rýmri réttur en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Í umsögn land­læknis segir jafn­framt að 90 pró­sent þung­un­ar­rofa hefðu verið fram­kvæmd fyrir lok 12. viku þung­unar á öllum Norð­ur­lönd­un­um..

Mik­il­vægt fyrir konur í erf­iðum aðstæðum

Önnur umsögn, sem barst einnig frá heil­brigð­is­starfs­manni, benti á að þær örfáu konur sem sækja um þung­un­ar­rof eftir 18. viku án þess að ástæðan sé vegna sjúk­dóms fóst­urs eða móður séu þær konur sem eru í allra verstu félags­legu aðstæð­un­um. Þar á meðal konur í fíkni­efna­neyslu, konur sem búa við hót­anir um ofbeldi, fórn­ar­lömb mögu­legra heið­urs­glæpa, fórn­ar­lömb mansals, fórn­ar­lömb nauð­gana eða fatl­aðar kon­ur, auk stúlkna undir 16 ára aldri.

 Í umsögn­inni var fjallað um að þetta væru konur sem ekki hefðu sömu getu og félags­lega sterk­ari ein­stak­lingar til að átta sig á að um þungun væri að ræða og hefðu tak­mark­aða mögu­leika á að leita hjálpar til að rjúfa þungun vegna sinna félags­legu aðstæðna. Í umsögn­inni kom fram að það væri fag­leg skoðun við­kom­andi að þessi hópur væri í mestri þörf á að fá hjálp við öruggt þung­un­ar­rof allt að viku 22, óski þær þess, án tak­mark­ana eða leyfis nefnd­ar. 

Í kjöl­far fjölda umsagna frá sam­tök­um, stofn­unum og heil­brigð­is­starfs­mönn­um, þar sem kallað var eft­ir  því að þung­un­ar­rof yrði gert heim­ilt að beiðni konu fram að lokum 22. viku þung­un­ar, var tekin ákvörðun um að gera þá breyt­ingu á frum­varp­inu að í stað þess að heim­ila þung­un­ar­rof fram að lokum 18.viku þung­unar yrði þung­un­ar­rofið heim­ilt að beiðni konu fram að lokum 22. viku þung­unar án tak­mark­ana. Í frum­varp­inu var því einnig breyt að nú stendur stúlkum sem ekki eru orðnar ólög­ráða að binda enda á með­göngu án þess að fá sam­þykki for­eldra eða for­sjárað­ila. 

Færa ákvörð­un­ar­valdið til kvenna 

Fyrstu lög Íslands um þung­ur­rof voru sett árið 1935 og voru eftir því sem næst verður kom­ist þau fyrstu í heim­inum sem heim­il­uðu þung­un­ar­rof á grund­velli félags­legra aðstæðna. Nú eru hins­vegar tæp­lega 44 ár síðan núgild­andi lög um þung­una­rof voru sam­þykkt. Áður en þau lög voru sam­þykkt árið 1976 hafði verið samið frum­varp með sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt kvenna að leið­ar­ljósi en það frum­varp mætti mik­illi and­stöðu. Í stað­inn var skipuð nefnd til að vinna nýtt frum­varp en sú nefnd var skipuð þremur karl­mönn­um. Í því frum­varpi var dregið tals­vert úr heim­ildum kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um þung­un­ar­rof og tak­mark­anir settar fyrir heim­ild­un­um, auk þess var vald til ákvarð­ana­töku var fært að hluta til í hendur tveggja lækna eða læknis og félags­ráð­gjafa. 

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Í dag þurfa kon­ur rök­studda grein­ar­gerð tveggja lækna og félags­ráð­gjaf áður en þeim er heim­ilt að fara í þung­un­ar­rof. Sú krafa hefur sætt mik­illi gagn­rýni und­an­farin ár en þetta er talið hindrun fyrir konur og end­ur­spegla van­traust í garð kvenna til að taka umræddar ákvarð­an­ir. Því hefur þessu nú verið breytt í frum­varpi Svan­dísar og segir i grein­ar­gerð­inni að meg­in­mark­mið frum­varps­ins sé að tryggja konum aukið sjálfs­for­ræði í ákvörð­unum um barn­eignir og færa ákvörð­un­ar­valdið til kvenna innan þeirra heim­ilda sem lagðar eru til í frum­varp­in­u. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að við gerð frum­varps­ins hafi einnig verið skoðað hvort að bæta ætti í lögin almennt bann við mis­munun á grund­velli kyns og fötl­unar vegna sam­eig­in­legrar umsagnar Félags áhuga­fólks um Downs-heil­kenni og Lands­sam­taka Þroska­þjálfar um til­efni væri til að skoða hvort ekki ætti að setja í lögin almennt bann við mis­mun­un, til dæmis á grund­velli kyns og fötl­un­ar. Nið­ur­staðan var hins vegar sú að slíkt bann yrði ill­fram­kvæm­an­legt þar sem lög­unum er ætlað að færa sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt að fullu til kon­unnar án þess að í því felist nein krafa um að konan gefi upp þær ástæður sem hún hefur fyrir þeirri ákvörðun sinni að fá þungun sína rofna. 

Frum­varpið gagn­rýnt fyrir að skipta ekki orð­inu kona út fyrir ein­stak­lingur

Gagn­rýnt hefur verið að í núver­andi frum­varpi sé enn talað um þung­aða konu í stað þess að tala um þung­aðan ein­stak­ling. Í umsögn Land­spít­ala og Félags­ráð­gjafa­fé­lags Íslands var meðal ann­ars vakin athygli á að í sam­fé­lag­inu væru ein­stak­lingar með æxl­un­ar­færi kvenna sem upp­lifðu sig ekki sem konur og því væri vert að huga að orða­notkun í lög­un­um. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kemur fram að þetta sjón­ar­mið hafi verið tekið til mjög ítar­legrar skoð­unar við gerð frum­varps og ákvörðun tekin um að halda orða­notkun óbreyttri frá núgild­andi lögum frá 1975 og því er enn fjallað um þung­aða konu í frum­varp­inu í stað þess að fjalla um þung­aðan ein­stak­ling. Einnig var vakin athygli á stöðu hæl­is­leit­anda í einni umsögn­inn­i. Í frum­varp­inu segir að heil­brigð­is­þjón­usta skuli vera gjald­frjáls fyrir allar sjúkra­tryggðar kon­ur. Hæl­is­leit­endur eru aftur á móti ekki allir sjúkra­tryggðir hér á landi og myndu því ekki allir njóta þeirra rétt­inda sem lögin fjalla um hvað gjald varð­ar. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að ákvörðun um breyt­ingar á rétt­indum hæl­is­leit­enda í tengslum við sjúkra­trygg­ingar þyki ekki eiga heima innan þess­arar lög­gjafar og því hafi umrædd athuga­semd ekki verið tekin til greina við vinnu frum­varps­ins.

Tugir umsagn­ar­beiðna voru sendar á trú­fé­lög

Frum­varpið er nú í umsagn­ar­ferli hjá vel­ferð­ar­nefnd eftir að frum­varpið var sam­þykkt í fyrstu umræðu á Alþingi. Nefndin óskaði eftir umsögnum í des­em­ber en frestur til að senda inn umsögn áður en nefndin fjall­aði um frum­varpið var til 24. jan­úar síð­ast­lið­ins. Yfir 50 umsagnir hafa borist um þetta frum­varp, margar hverjar frá trú­ar­söfn­uð­um. Nefndin sendi út 61 umsagn­ar­beiðnir, þar af voru 37 til lífs­skoð­un­ar- og trú­fé­laga. Umsagn­ar­beiðnir voru einnig sendar til 12 rík­is­stofn­ana, 7 voru sendar til sam­taka launa­fólks og atvinnu­lífs og aðeins 5 til almanna­heilla­sam­taka, þar af aðeins ein til sam­taka innan kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar, Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Fríða Rós Valdi­mars­dótt­ir, for­mað­ur­ Kven­rétt­inda­fé­lags­ Ís­lands, er ein þeirra sem gagn­rýnt hefur að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjá­tíu og fimm trú­fé­laga um frum­varp um þung­un­ar­rof. „Og Kven­rétt­inda­fé­lagið var eina ­fem­iníska ­fé­lagið sem fékk þetta. Hvers vegna lítur Alþingi þannig á að trú­fé­lög séu hags­muna­að­ilar í þessu máli? Það eru fyrst og fremst þær mann­eskjur sem ætla ekki að klára þessa þung­un,“ sagði Fríða Rós í sam­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 í síð­ustu viku.

Kaþólska kirkjan.Öll þau trú­fé­lög sem hafa skilað inn umsögn um frum­varp um þung­un­ar­rof ­leggj­ast gegn því. Ásamt því höfðu áður Kaþ­ólska kirkjan á Íslandi og Sam­fé­lag trú­aðra lagst gegn frum­varp­inu. Vert er að nefna að þegar frum­varps­drögin voru í sam­ráðs­gátt­inni var í 16 umsögnum lögð áhersla á að sett yrði bann við þung­un­ar­rofi, fyrst og fremst byggt á sjón­ar­miðum um rétt­indi fóst­urs til lífs.

Frum­varpið stórt skref til að tryggja kyn­frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt kvenna yfir eigin lík­ama

Kven­rétt­inda­fé­lagið hóf und­ir­skrifta­söfnun til að styðja við frum­varpið og ­skrif­uð­u 728 mann­eskjur und­ir. Umsögnin var svohljóð­andi: „Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands styður nýtt frum­varp til laga um þung­un­ar­rof. Þetta frum­varp er stórt skref í að tryggja kyn­frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt kvenna yfir eigin lík­ama. Víð­tæk sam­fé­lags­sátt ríkir á Íslandi um nauð­syn þess að tryggja að konur geti rofið þungun að eigin ósk. Þessi lög­gjöf er heilla­spor í átt til kven­frelsis og jafn­réttis kynj­anna. Við hvetjum Alþingi að sam­þykkja þetta frum­varp til laga um þung­un­ar­rof.“

Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og höfundur bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna  af fóstureyðingumSilja Bára Ómars­dóttir og Stein­unn Rögn­valds­dótt­ir, kynja­fræð­ing­ur, voru á sömu skoðun í sinni umsögn en þær skrif­uðu bók­ina Rof: Frá­sagnir kvenna af fóst­ur­eyð­ing­um. Þær segja það mik­ils virði að Ísland taki þetta löngu tíma­bæra skref í átt að kven­frelsi  „á tímum þar sem bakslag gegn kven­frelsi og tak­mark­anir á frjó­sem­is­rétt­indum kvenna hafa gert vart við sig víða um heim.“ Þær fagna því sér­stak­lega að til standi að afnema kröfu um að konur þarfn­ist leyfi til að binda endi á þung­un. „Þar er um mikið fram­fara­skref að ræða enda eru það grund­vall­ar­mann­rétt­indi að ráða yfir lík­ama sínum og ákveða hvort og hvenær fólk ráð­ist í barn­eign­ir.“

Ólína Þor­varðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, er hins vegar ekki á sama máli og segir að ef frum­varpið fari óbreytt í gegn sé hætt á því að sú sátt sem hafi verið um fóst­ur­eyð­ingar verði rof­in. „Það yrði óbæt­an­legur skaði fyrir íslensk kven­rétt­indi og mann­rétt­indi í víð­ara sam­heng­i,“ segir Ólína. Hún segir að ekki sé með neinu móti hægt að halda því fram að þung­un­ar­rof sé rétt­nefni yfir það sem ger­ist ef með­ganga sé rofin í 22. viku. Ekki sé sið­ferð­is­lega verj­andi að rjúfa með­göngu svo seint. „Ekki er heldur for­svar­an­legt af sið­ferði­legum ástæðum og með til­liti til til­finn­inga og hugs­an­legrar lífs­af­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks að skylda það til þess að fram­kvæma slíka aðgerð.“ 

Telur það mik­il­vægt að nefndin ákvarði þetta ekki  bara út frá til­finn­ingum fólks

Nú mun vel­ferð­ar­nefnd fara yfir þær 52 umsagnir sem bár­ust og gera athuga­semdir við frum­varpið ef nefndin telur þess þörf. Hall­dóra Mog­en­sen er fram­sögu­maður máls­ins og málið er á hennar for­ræði í nefnd­inni. Hún sagði að mik­il­vægt sé að taka á­kvarðnir út frá góðum gögnum en ekki út frá til­finn­ingum fólks í sam­tali við Frétta­blaðið í gær.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.„Mér finnst mik­il­vægt að við tökum ákvarð­anir út frá góðum gögn­um, að við fáum fag­að­ila til okkar til að leið­beina okkur og að við horfum til landa sem hafa verið með rýmri lög um þung­un­ar­rof, hvernig gengið hefur þar og tökum það inn í okkar ákvörðun en ákvörðum þetta ekki bara út frá til­finn­ingum fólks,“ sagði Hall­dóra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar