Óttast kínversku augun og eyrun

Fyrir örfáum árum var nafnið Huawei nánast óþekkt á Vesturlöndum en nú er fyrirtækið orðið risi í fjarskiptatækni. Því hefur þó verið meinað um að reisa fjarskiptanet í ýmsum löndum af ótta við njósnir.

Huawei
Huawei
Auglýsing

Fyrir örfáum árum var nafnið Huawei nán­ast óþekkt á Vest­ur­lönd­um. Nú þekkja flestir sím­ana með þessu nafni en Huawei er líka risa­fyr­ir­tæki í fjar­skipta­heim­in­um. Nokkur lönd hafa lagt bann við að Huawei fái að byggja þar upp fjar­skipta­net, af ótta við hugs­an­legar njósn­ir. Danskt fyr­ir­tæki rifti fyrir nokkrum dögum stórum samn­ingi við kín­verska fjar­skipt­ar­is­ann.

Á níunda ára­tug síð­ustu aldar átt­uðu kín­versk stjórn­völd sig á því að grípa þyrfti til sér­stakra aðgerða ættu Kín­verjar að taka þátt í þeirri öru þróun sem þá var að eiga sér stað á fjar­skipta­mark­aðn­um. Stjórn­völd í Beijing horfðu í þessum efnum einkum til sam­vinnu við erlend fyr­ir­tæki, sem mörg hver voru treg til að deila þekk­ingu sinni með Kín­verj­u­m. Árið 1987 stofn­aði maður að nafni Ren Zhengfei fyr­ir­tækið Huawei. Nafnið hefur tvö­falda merk­ingu, getur þýtt „sterkur leik­ur“ og „Kína get­ur“. Ætlun stofn­and­ans var að til yrði kín­verskt sam­skipta­fyr­ir­tæki sem stæði erlendum fyr­ir­tækjum fylli­lega á sporði. Hann hefur þó lík­lega ekki grunað að í dag, 32 árum síðar yrði Huawei eitt stærsta fyr­ir­tæki í heim­inum á sínu sviði. Starfs­menn eru nú um 170 þús­und og starf­semin í að minnst kosti 175 lönd­um. Burða­rás fyr­ir­tæk­is­ins er fjar­skipta­net, þjón­usta við fyr­ir­tæki og síma­fram­leiðsla. Á tímum örra breyt­inga í net-og sam­skipta­heimum hefur Huawei tek­ist að halda velli, og reyndar gott bet­ur, og er nú meðal þeirra fremstu í þróun nýj­unga á því sem nefnt hefur verið næsta kyn­slóð í þess­ari tækni, 5G.

Ótti við njósnir

Eins og áður var nefnt teygir starf­semi Huawei sig víða um heim. Breskur hug­bún­að­ar­sér­fræð­ingur sagði í við­tali við BBC, að það væri eig­in­lega sama hvert litið væri, Huawei væri alls stað­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt kín­verskum lögum ber öllum fyr­ir­tækjum þar í landi skylda til að starfa með yfir­völdum ef þörf kref­ur, varð­andi öryggi lands­ins eins og það er orð­að. Þetta laga­á­kvæði hefur víða vakið ákveðnar grun­semdir og spurn­ingar vakn­að. ,,Er hægt að treysta því að kín­versk stjórn­völd seilist ekki í upp­lýs­ingar og krefj­ist þess jafn­vel að Huawei fyr­ir­tækið veiti þeim upp­lýs­ing­ar? Stundi bein­línis njósn­ir.“ Rétt er að nefna að ekk­ert gefur til­efni til slíkra vanga­veltna, annað en þetta laga­á­kvæði. Liang Hua, stjórn­ar­for­maður Huawei, hefur margoft í við­tölum full­yrt að fyr­ir­tækið sé algjör­lega sjálf­stætt og öllum áhyggju­fullum við­skipta­vinum sé vel­komið að heim­sækja þar allar deildir Huawei og skoða rann­sókn­ar­stofur og þró­un­ar­deild­ir. „Við höfum engu að leyna, okkar ein­asta kapps­mál er að gera vel, helst betur en allir aðr­ir.“

Huawei

Banna Huawei

Full­yrð­ingar stjórn­ar­for­manns Huawei og sú stað­reynd að ekk­ert hefur komið fram sem bendir til að fyr­ir­tækið gangi erinda kín­verskra stjórn­valda hafa ekki dugað til að kveða niður ótt­ann við „njósn­a­draug­inn“. Ástr­al­ía, Nýja-­Sjá­land, Kana­da, Banda­ríkin og Japan hafa lagt bann við að Huawei komi nálægt upp­bygg­ingu og notkun hins nýja háhraða­nets 5G. Fleiri lönd íhuga nú slíkt bann, að minnsta kosti að hluta, þar á meðal Þýska­land, Pól­land og Frakk­land. Breska dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið Brit­ish Tel­ecom hefur úti­lokað Huawei frá hluta af sínu dreifi­kerfi. Ástæðan er alls staðar sú sama, ótt­inn við að kín­versk stjórn­völd fái aðgang að mik­il­vægum gögnum og upp­lýs­ing­um.

Fjár­mála­stjór­inn hand­tek­inn í Kanada

Í byrjun des­em­ber í fyrra (2018) var Wanz­hou Meng, fjár­mála­stjóri Huawei hand­tekin á flug­velli í Kanada. Hand­taka var gerð að kröfu banda­rískra stjórn­valda sem grun­uðu Wanz­hou Meng (sem er dóttir stofn­anda Huawei) um að hafa tekið þátt í að brjóta við­skipta­bann Banda­ríkj­anna gegn Íran. Hún var síðar látin laus gegn hárri trygg­ingu og gert að dvelja í Kana­da, og bera ökkla­band, en banda­rísk stjórn­völd hafa frest til 30. Jan­úar nk. til að leggja fram fram­sals­beiðni. Hand­takan hefur valdið mik­illi reiði stjórn­valda í Kína, en sam­skipti þeirra og Banda­ríkja­stjórnar eru mjög stirð um þessar mund­ir. Banda­ríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því fyrir nokkrum dögum að banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið sé nú með til rann­sóknar ásak­anir um að Huawei hafi stolið hug­verkum og tækni­bún­aði frá fyr­ir­tækjum sem unnið hafi með Kín­verj­un­um. Fyrr í þessum mán­uði hand­tók pólska lög­reglan tvo menn, Kín­verja og Pólverja, þeir eru grun­aðir um njósn­ir.

Huawei í Dan­mörku

Árið 2014 gerði danska fjar­skipta­fyr­ir­tækið TDC, sem er hið stærsta sinnar teg­undar í Dan­mörku sex ára samn­ing við Huawei um rekstur og þróun 4G, svo­nefndrar fjórðu kyn­slóðar far­síma. Tveimur árum síðar skrif­aði TDC undir samn­ing við Huawei um kap­al­bún­að. Nú eru TDC og Huawei í sam­ein­ingu að prófa 5G, fimmtu kyn­slóð far­síma­kerf­is­ins. Margir danskir sér­fræð­ingar undr­ast að TDC skuli, án þess að depla auga (eins og einn sér­fræð­ing­anna komst að orði) semja við kín­verska fyr­ir­tæk­ið. Fjöl­mörg önnur dönsk fyr­ir­tæki, og stofn­an­ir, nota búnað frá Huawei. Dag­blaðið Politi­ken greindi á sínum tíma frá því að árið 2011 hefði Leyni­þjón­usta hers­ins varað við sam­starfi við Huawei, vegna hættu á njósn­um. Leyni­þjón­ustan skipti síðar um skoðun og sagði ekk­ert athuga­vert við samn­inga TDC og Huawei, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um.

Baned­an­mark rifti millj­arða­samn­ingi

Í nóv­em­ber á síð­asta ári skrif­aði Baned­an­mark (sem sér um tækni­legan rekstur danska járn­brauta­kerf­is­ins) undir sex ára samn­ing við Huawei og Net­Nor­dic, sam­starfs­fyr­ir­tæki Huawei í Dan­mörku. Þeim samn­ingi var skyndi­lega rift fyrir nokkrum dög­um. Skýr­ingin sögð sú að í samn­ingum hefði ekki verið kveðið nægi­lega skýrt á um net­ör­yggi. Danskir fjöl­miðlar full­yrða að þrýst­ingur frá stjórn­mála­mönnum væri hin raun­veru­lega ástæða. Þeir væru loks­ins vakn­aðir af værum blundi (orða­lag Berl­ingske) og gerðu sér nú grein fyrir að ekki væri æski­legt að jafn mik­il­væg starf­semi og tækni­legur rekstur danska lesta­kerf­is­ins væri í höndum fyr­ir­tæk­is, sem rík­is­stjórn Kína gæti sagt fyrir verk­um.

Í síð­ustu viku sagði Claus Hjort Frederik­sen varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merkur á fundi varn­ar­mála­nefndar danska þings­ins, Fol­ket­in­get, að dönsk stjórn­völd tækju umræð­una um Huawei og umsvif fyr­ir­tæk­is­ins í Dan­mörku mjög alvar­lega. Hann sagði jafn­framt að núver­andi lög­gjöf heim­ili ekki að banna starf­semi til­tek­inna sam­starfs­að­ila danskra fyr­ir­tækja. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því þegar stór­fyr­ir­tæki, eins og Huawei, eru nátengd stjórn­völd­um, slík tengsl eru ekki æski­leg og hljóta að vekja tor­tryggn­i.“ Ráð­herr­ann tók fram að með orðum þessum orðum væri hann ekki að gefa neitt sér­stakt í skyn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar