Mynd: Pexels.com

Svona hafa laun ríkisforstjóra hækkað

Fjármála- og efnahagsráðherra kallaði nýverið eftir upplýsingum frá pólitískt skipuðum stjórnum ríkisfyrirtækja um launahækkanir forstjóra slíkra. Tilmæli höfðu verið send út um að hækka ekki launin upp úr öll hófi. Það var ekki farið eftir þeim tilmælum

Þann 12. febr­úar síð­ast­lið­inn sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið bréf til stjórna fyr­ir­tækja í rík­i­s­eigu þar sem óskað var eftir því hvernig þau hefðu brugð­ist við til­mælum sem þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­son, sendi til þeirra 6. jan­úar 2017. Til­mælin í bréfi Bene­dikts voru ein­föld: stillið öllum launa­hækk­unum for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja í hóf eftir að ákvarð­anir um laun þeirra fær­ist undan kjara­ráði og til stjórn fyr­ir­tækj­anna, en það gerð­ist um mitt ár 2017.

Af­­rit af bréf­inu var síðan sent til allra stjórn­­anna dag­inn áður en að ný lög um kjara­ráð, sem færðu launa­á­kvörð­un­­ar­­vald frá ráð­inu til stjórna opin­beru fyr­ir­tækj­anna, tóku gildi í byrjun júlí 2017. Þá fund­aði Bene­dikt með stjórnum stærri félaga þann 10. ágúst 2017 þar sem farið var yfir efni bréfs­ins.

Fyrir hefur legið að stjórnir flestra stærri fyr­ir­tækja í opin­berri eigu huns­uðu þessi til­mæli algjör­lega. Í bréf­unum sem núver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, sendi út var stjórn­unum gef­inn frestur til 20. febr­úar til að útskýra mál sitt. Svar­bréfin voru hins vegar ekki birt á vef ráðu­neyt­is­ins fyrr en 6. mars síð­ast­lið­inn, eða tveimur vikum eftir að sá frestur rann út.

Rík­is­starfs­menn leið­andi í launa­þróun

Rík­is­starfs­menn hafa verið leið­andi í launa­þróun á und­an­förnum árum. Sumir slíkir hópar hafa hækkað í launum um tugi pró­senta í einu. Fræg­asta dæmið um slíkt var þegar kjara­ráð ákvað að opin­bera, á kjör­dag 2016, að laun for­­­­seta Íslands, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna og laun ráð­herra yrðu hækkuð umtals­vert. Sam­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­ar­­­­kaup alþing­is­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­töldu þing­far­­­­ar­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun for­­­­sæt­is­ráð­herra voru áður tæp­­­­lega 1,5 millj­­­­ónir en laun for­­­­seta voru tæpar 2,5 millj­­­­ón­­­­ir. Laun þing­­­­­manna hækk­­­­uðu hlut­­­­­falls­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­sent.

Skömmu áður, eða um sum­arið 2016, höfðu laun skrif­stofu­stjóra í ráðu­neyt­um, og laun aðstoð­ar­manna ráð­herra sem miða við skrif­stofu­stjóra­laun­in, verið hækkuð um allt að 35 pró­sent. Þau urðu þá um 1,2 millj­ónir króna á mán­uði.

Mið­gildi heild­ar­launa á Íslandi árið 2017 var til sam­an­burðar 618 þús­und krónur á mán­uði. Það þýðir að helm­ingur launa­manna var með lægri laun en það og helm­ingur með hærri. Að með­al­tali voru heild­ar­laun full­vinn­andi launa­manna hér­lendis á því ári 706 þús­und krón­ur.

Töl­urnar hér að ofan sýna að hópur hátekju­fólks, hífir með­al­talið upp frá mið­gild­inu.

Einn slíkur hópur sem er með laun langt yfir með­al­tali eru for­stjórar opin­berra fyr­ir­tækja.

Bank­arnir borga vel

Kjarn­inn tók saman allar hækk­anir launa helstu rík­is­for­stjóra sem ráð­ist var í þegar ákvörðun um laun þeirra var færð til póli­tískt skip­aðra stjórna þeirra þann 1. júlí 2017.

Það kemur kannski ekki á óvart en launa­hæstu rík­is­for­stjór­arnir tveir stýra sitt­hvorum rík­is­bank­an­um.

Íslands­banki var að mestu í eigu kröfu­hafa Glitnis fyrstu árin eftir hrun. Í stöð­ug­leika­samn­ing­unum sem gerðir voru árið 2015 var hins vegar samið um að eign­ar­hald hans myndi fær­ast til íslenska rík­is­ins. Það gerð­ist svo form­lega í upp­hafi árs 2016. Við það færð­ist ákvörðun um laun Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, frá stjórn bank­ans og til kjara­ráðs.

Birna hafði verið með 4,2 millj­ónir króna á mán­uði árið 2015 í laun og frammi­stöðu­tengdar greiðslur og því ljóst að hún gat búist við kjara­rýrn­un. Þegar árs­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2016 var birtur kom hins vegar í ljós að laun hennar juk­ust milli ára og voru 4,85 millj­ónir króna. Raunar úrskurð­aði kjara­ráð ekki um laun Birnu fyrr en snemma árs 2017, þegar búið var að taka ákvörðun um að færa ákvörðun um laun hennar frá kjara­ráði, en áður en sú ákvörðun tók gildi. Sam­kvæmt þeim úrskurði áttu laun Birnu að vera tvær millj­ónir króna á mán­uði. Stjórn bank­ans taldi sig ekki þurfa að fram­fylgja þeim úrskurði þar sem Birna væri með tólf mán­aða upp­sagn­ar­frest sem næði langt fram yfir þann tíma sem ákvörð­un­ar­vald yfir launum hennar færð­ist aftur til stjórnar Íslands­banka. Þegar árs­reikn­ingur bank­ans fyrir árið 2017 var birtur kom í ljós að Birna var með 4,8 millj­ónir króna í laun að meðal­tali það árið.

Til við­bótar fékk hún eina milljón króna á mán­uði í mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð. Í fyrra voru laun hennar 5,3 millj­ónir króna en hún óskaði sjálf eftir því að lækka laun sín í fyrra­haust. Ef bif­reið­ar­hlunn­indi og áætl­aður kaup­auki á þessu ári eru reiknuð með verða með­al­tals­laun Birnu á mán­uði á árinu 2019 um 4,8 millj­ónir króna.

Stjórn Íslands­banka svar­aði bréfi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þannig að hún teldi launa­kjör Birnu vera í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu, að hún hafi staðið sig vel í starfi og að laun hennar séu ekki leið­andi.

Banka­stjóri Lands­bank­ans, Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, var með tæp­lega 2,1 milljón króna í laun á mán­uði þegar hún var ráðin í starf­ið, en hún hóf störf 15. mars 2017.

Laun hennar voru skömmu síð­ar, eða um mitt ár 2017, hækkuð í 3,25 millj­ónir króna og á árinu 2018 upp í 3,8 millj­ónir króna. Laun Lilju hafa því hækkað um 82 pró­sent frá því að hún tók við starf­inu fyrir tveimur árum síð­an. Banka­ráð Lands­bank­ans sagði í bréfi sem það sendi ráð­herra að launin hefðu verið hækkuð svona mikið vegna þess að þau hefðu dreg­ist „langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sam­­­bæri­­­leg störf“ á árunum 2009 til 2017. Þetta hefði gert það að verkum að laun banka­­­stjór­ans hafi ekki verið sam­keppn­is­hæf og ekki í sam­ræmi við starfs­kjara­­­stefnu bank­ans. Þá taldi banka­ráðið sig hafa sýnt bæði hóf­­­semi og var­kárni þegar samið var um að hækka laun banka­­­stjór­ans.

Bjarni Bene­dikts­son hefur þegar brugð­ist við bréfum frá stjórnum rík­is­bank­ana með því að senda bréf til Banka­sýslu rík­is­ins þar sem hann óskaði eftir því að hún komi því með afdrátt­­ar­­lausum hætti á fram­­færi við stjórnir rík­­is­­bank­anna Íslands­­­banka og Lands­­bank­ans að „ráðu­­neytið telji að bregð­­ast eigi við þeirri stöðu sem upp er komin með taf­­ar­­lausri end­­ur­­skoðun launa­á­kvarð­ana og und­ir­­bún­­ingi að breyt­ingum á starfs­kjara­­stefn­um, sem lagðar verði fram á kom­andi aðal­­fundum bank­anna.“

Banka­stjóra­launin lækkuð en samt enn hæst

Þann 13. mars síð­ast­lið­inn var svo birt bréf Lárusar Blön­dal, for­manns Banka­­­sýslu rík­­­is­ins, og Jóns Gunn­­­ars Gunn­­­ar­s­­­son­­­ar, for­­­stjóra stofn­un­­­ar­inn­­­ar, til Bjarna Bene­dikts­­­son­­­ar. Í því kom fram að laun banka­­­stjóra rík­­­is­­­bank­anna, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ans, yrðu lækk­­­uð.

Í því er meðal ann­­ars vitnað til bréfa frá Frið­­riki Soph­­us­­syni, for­­manni stjórnar Íslands­­­banka, og Helgu B. Eirík­s­dótt­­ur, for­­manni banka­ráðs Lands­­bank­ans.

Í bréf­i Frið­riks sagði að „frá og með 1. apríl n.k. verða laun Birnu Ein­­­­ar­s­dótt­­­­ur, banka­­­­stjóra Íslands­­­­­­­banka 3.650.000 kr. á mán­uði án hlunn­inda. Í þessu sam­­­­bandi er vert að benda á að laun banka­­­­stjóra án hlunn­inda, sem eru nú 4.200.000 kr. á mán­uði námu 3.850.000 kr. á mán­uði þegar rík­­­­is­­­­sjóður eign­að­ist allt hluta­fé í bank­an­um árið 2016.“

Í bréfi Helgu til Banka­­sýsl­unnar segir að banka­ráðið hafi ákveðið að launa­hækk­­­un Lilju Bjark­ar Ein­­­ar­s­dótt­­­ur, banka­­­stjóra Lands­­­bank­ans frá 1. apríl 2018 hafi verið tek­in til baka, og þannig komið til móts við þau sjón­­­ar­mið sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefði komið á fram­­færi.

Á móti komi hins veg­ar vísi­­­tölu­hækk­­­un frá 1. júlí 2017 til 1. janú­ar 2019 sem nemi 7,81 pró­sent­um. „Grunn­­­laun banka­­­stjóra eft­ir lækk­­­un verða 3.297 þús­und krón­ur og bif­­­reiða­hlunn­indi 206 þús­und krón­­­ur. Heild­­­ar­­­laun banka­­­stjóra verða því 3.503 þús­und krón­­­ur.“

Auk þess verða starfs­kjara­stefnur bank­anna end­ur­skoð­að­ar, þar á meðal launa­kjör ann­arra hátt­settra starfs­manna.

Ekki liggur fyrir hvort að við­brögð stjórna rík­is­bank­anna nægi til þess að mæta óánægju fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra.

Miklar hækk­anir hjá stóru rík­is­fyr­ir­tækj­unum

Sá for­stjóri rík­is­fyr­ir­tækis sem er næstur banka­stjór­unum  í launum er Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar. Mán­að­­ar­­laun Harðar án hlunn­inda eru 3.207.294 krónur á mán­uði og hafa verið þannig frá miðju ári 2017, þegar þau voru hækkuð úr um tveimur millj­­ónum króna á mán­uði, eða um 58 pró­­sent.

Við launin bæt­ast bif­reið­ar­hlunn­indi, sem juk­ust um 132.285 krónur á mán­uði í fyrra, eða um 151 pró­sent milli ára. Alls námu bif­­reiða­hlunn­indi Harðar 2.636.016 krónum á árinu 2018.

Laun og hlunn­indi Harðar voru því 3.426.962 krónur á mán­uði í fyrra og hækk­­uðu úr 3.294.677 krónum árið áður, eða um fjögur pró­­sent.

Stjórn Lands­virkj­unar hefur gefið þá skýr­ingu að hún hafi verið að efna ráðn­ing­ar­samn­ing við Hörð sem gerður var við hann við ráðn­ingu á árinu 2009 með launa­hækk­un­inni eftir að hann færð­ist undan kja­ráði. Þess má geta að stjórn­ar­for­maður Lands­virkj­un­ar, Jónas Þór Guð­munds­son, var einnig for­maður kjara­ráðs.

Annar rík­is­for­stjóri sem hækk­aði gríð­ar­lega í launum við það að ákvörðun um laun hans var færð til póli­tískt skip­aðrar stjórnar var Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via. Laun hans hækk­uðu um 43,3 pró­sent frá miðju ári 2017, úr 1,75 millj­ónum króna í 2,5 millj­ónir króna á mán­uði.

Ingimundur Sigurpálsson er fráfarandi forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður Isavia.
Mynd: Íslandspóstur

Stjórn Isa­via útskýrði launa­hækk­un­ina með því að hún hefði fengið ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Intellecta, sem sér­hæfir sig í að kanna laun for­stjóra fyr­ir­tækja í því skyni að að fá fram við­mið til að vinna út frá við ákvörðun launa, til að meta hvað Björn Óli ætti að vera með í laun. Nið­ur­staðan þar hafi verið á bil­inu 3,1 til 4,1 milljón króna. Stjórnin ákvað að stíga var­lega til jarðar en Intellecta hafði mælt með og hækka launin ein­ungis um rúm 43 pró­sent.

Póst­ur­inn tapar en launin hækka mikið

Stjórn­ar­for­maður Isa­via er Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ. Hann er líka for­stjóri Íslands­pósts, ann­ars rík­is­fyr­ir­tæk­is. Íslands­póstur hefur glímt við mik­inn rekstr­ar­vanda og í sept­em­ber í fyrra fékk fyr­ir­tækið 500 millj­­ónir króna að láni til að bregð­­­ast við lausa­­­fjár­­­skorti eftir að við­­­skipta­­­banki þess, Lands­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­ari lán­veit­ing­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­arð til við­­­bót­­­ar. Erfitt er að sjá hvernig fyr­ir­tækið ætlar sér að greiða þessa fjár­muni skatt­greið­enda til baka.

Þrátt fyrir þessa stöðu var ákveðið að hækka laun Ingi­mundar tví­vegis á síð­asta ári. Þau eru nú um 2.052 þús­und krónur á mán­uði og hafa hækkað um tæp 43 pró­sent frá miðju ári 2017, þegar þau voru 1.436 þús­und krónur á mán­uði. Íslands­póstur fékk líka Intellecta til að gera úttekt fyrir sig um hver laun Ingi­mundar ættu að vera. Sam­kvæmt nið­ur­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins hefðu þau átt að vera á bil­inu 2.717-3.601 þús­und krónur á mán­uði. Því hækk­aði stjórnin launin minna en ráð­gjaf­inn hafði sagt að væri við hæfi fyrir stjórn­anda í svona fyr­ir­tæki.

Ing­i­­mundur taldi að ákvörðun stjórn­­­ar­innar um laun hans hefði ekki verið í sam­ræmi við ákvæði ráðn­­ing­­ar­­samn­ings hans og stjórnar frá því í nóv­­em­ber 2004 og lét bóka þá afstöðu sína á stjórn­­­ar­fundi þann 29. jan­úar 2018. Vara­for­maður stjórnar Íslands­pósts er Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til margra ára.

Ing­i­­mundur sagði upp starfi sínu sem for­­stjóri eftir fjórtán ára starf síð­ast­lið­inn föstu­dag. Sama dag var greint frá því að Íslands­­­póstur hefði tapað 293 millj­­ónum króna í fyrra, sem var um 500 millj­­ónum lak­­ari afkoma en árið á und­­an.

Miklar hækk­anir á launum for­stjóra Lands­nets

Sá rík­is­for­stjóri sem hefur hækkað hlut­falls­lega einna mest í launum frá miðju ári 2017 er Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets. Laun hans áttu að vera tæp­lega 1,6 millj­ónir króna á mán­uði um mitt ár 2017, sam­kvæmt síð­astar úrskurði kjara­ráðs sem felldur var í maí 2017, en hafa síðan hækkað í tæp­lega 2,5 millj­ónir króna á mán­uði. Það er aukn­ing um 55,7 pró­sent. Þó verður að hafa þann fyr­ir­vara á að ein­hver við­bót­ar­hlunn­indi geta hafa bæst við launin fyrir hækk­un. Á árinu 2016 var Guð­mundur Ingi með rúm­lega 1,6 millj­ónir króna á mán­uði að með­al­tali í laun og leiða verður líkur að því að þannig hafi laun hans verið þegar ákvörðun um þau var færð til stjórnar Lands­nets.

Heild­­ar­­laun Guð­­mundar Inga hækk­­uðu um 37,2 pró­­sent milli áranna 2017 0g 2018.

Kollegi hans hjá Orku­búi Vest­fjarða, Elías Jón­atans­son, hefur hækkað mun hóf­leg­ar, úr rúm­lega 1,5 milljón króna á mán­uði í 1,8 milljón krónur á mán­uði, eða um 18 pró­sent.

Tryggvi Þór Har­alds­son, for­stjóri Rarik, hefur hækkað úr um 1,5 milljón króna á mán­uði í 1,75 millj­ónir króna, eða um 16,4 pró­sent.

Á menn­ing­ar- og fjöl­miðla­svið­inu hafa laun Magn­úsar Geirs Þórð­ar­son­ar, útvarps­stjóra RÚV, farið úr 1,55 millj­ónum króna á mán­uði í 1,8 millj­ónir króna eftir að ákvörðun um laun hans færð­ist undan kjara­ráði og því hækkað um 16,1 pró­sent. Fimm ára ráðn­ing­ar­tími Magn­úsar Geirs er nú lið­inn og stjórn RÚV vinnur að því að semja við hann upp á nýtt. Þá á ríkið 54 pró­sent eign­ar­hlut í Hörpu en for­stjóri þar er Svan­hildur Kon­ráðs­dótt­ir. Hún er með einna lægstu rík­is­for­stjóra­launin eða um 1,4 millj­ónir króna á mán­uði. Þau laun voru tæp­lega 1,3 millj­ónir króna á mán­uði áður en ákvörðun um launin var færð til stjórnar Hörpu og því hafa laun Svan­hildar hækkað um tíu pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar