Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins

Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.

flugvél
Auglýsing

Flug­iðn­að­ur­inn á Íslandi er að miklu leyti hjá íslenska rík­inu vegna þess að það á flug­vell­ina og þar á meðal Kefla­vík­ur­flug­völl, þar sem yfir 98 pró­sent erlendra ferða­manna fara um til að kom­ast inn í land­ið. 

Eftir mikið vaxt­ar­skeið í flug­iðn­aði á Íslandi - ekki síst eftir ævin­týra­legan vöxt WOW air og einnig vöxt Icelandair - þá er komin upp staða sem ein­kenn­ist meira af varn­ar­leik en sókn­ar­leik. 

Fjöldi erlendra ferða­manna fór úr 450 þús­und árið 2010 í 2,3 millj­ónir í fyrra. Þessi vöxtur hafði mikil áhrif á íslenskan efna­hag, eins og alkunna er, og kynnti undir nær for­dæma­lausu hag­vaxt­ar­skeiði í sögu lands­ins, eftir erf­ið­leika í kjöl­far hruns­ins. 

Auglýsing

30 flug­fé­lög

Fyrir 350 þús­und manna eyju eins og Ísland er svona vöxtur í inn­spýt­ingu erlends gjald­eyris veru­lega mikil breyt­ing, eins og oft hefur verið bent á. Gjald­eyr­is­tekjur íslenskrar ferða­þjón­ustu námu yfir 500 millj­örðum í fyrra, og er ferða­þjón­usta nú orðin lang­sam­lega umfangs­mesti geir­inn í íslensku atvinnu­lífi.

Kerf­is­lægt mik­il­vægi flug­iðn­aðar fyrir hag­kerfið hefur þannig auk­ist veru­lega frá því sem var, en í fyrra flugu 30 flug­fé­lög um Kefla­vík­ur­flug­völl til 100 áfanga­staða. Hlutur Icelandair og WOW air er þó stærstur og mik­il­vægast­ur, þegar kemur að flugi allan árs­ins hring og tíðni fluga til og frá land­inu.

Þessi merki­lega staða hefur verið til umfjöll­unar frá því í haust, og var sér­stak­lega fjallað um þessa vax­andi kerf­is­á­hættu í umfjöllun Kjarn­ans í haust undir fyr­ir­sög­inni: Hættu­á­stand: Of stór til að falla.

Þetta mikla vægi flug­iðn­aðar í þjóð­ar­bú­skapnum sést ekki síst á rekstr­ar­tölum Isa­via, en aðal­fundur félags­ins fór fram í dag. Hagn­aður félags­ins nam 4,2 millj­örðum króna og eigið féð var 35,3 millj­arð­ar. Heild­ar­eignir félags­ins eru bók­færðar á tæp­lega 80 millj­arða og hafa farið vax­and­i. 

Í máli Ingi­mundar Sig­ur­páls­son, frá­far­andi stjórn­ar­for­manns, kom fram að áfram­hald­andi upp­bygg­ing á vell­inum sé nauð­syn­leg til að mæta þróun í flug­starf­semi og und­ir­búa vöxt til fram­tíðar lit­ið. Orri Hauks­son kom nýr inn í stjórn­ina, og tók við stjórn­ar­for­mennsku, en aðrir í stjórn eru Eva Bald­urs­dótt­ir, Nanna Gunn­laugs­dótt­ir, Matth­ías Ims­land og Valdi­mar Hall­dórs­son.

Við­skipta­kröfur vaxa

Athygli vekur að við­skipta­kröfur í rekstri Isa­via námu 5,6 millj­örðum í lok árs í fyrra og juk­ust þær úr 4,7 millj­örðum króna árið áður. Um 43 pró­sent af þess­ari upp­hæð, 2,4 millj­arðar króna, er gjald­fall­inn, að því er fram kemur í árs­skýrslu félags­ins, og kom fram í máli Björns Óla Hákon­ar­son­ar, for­stjóra, á aðal­fundi í dag.

Gera má ráð fyrir að stór hluti af þessum gjald­föllnu skuldum til­heyri WOW air, en Isa­via hefur þó ekki stað­fest það og ekki WOW air held­ur. Ekki var hægt að lesa þetta út úr fjár­festa­kynn­ingu sem lá til grund­vallar í skulda­bréfa­út­boði félags­ins síð­ast­liðið haust, þar sem engar slíkar skuldir voru til­teknar eða til­greindar nákvæm­lega.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í flug­iðn­aði.

WOW air hefur verið á barmi falls mán­uðum sam­an, eins og fjallað hefur verið í frétta­skýr­ingum a vef Kjarn­ans og í öðrum fjöl­miðl­um, en ljóst er að félagið þarf á veru­legri fjárinn­spýt­ingu að halda til að geta haldið lífi. Við­ræður við banda­ríska félagið Indigo Partners eru ólík­legar til að skila sér í fjár­fest­ingu, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, eins og mál standa nú, en Skúli Mog­en­sen, eig­andi og for­stjóri, hefur lítið gefið upp um við­ræð­urnar opin­ber­lega, umfram það sem komið hefur fram í stuttum til­kynn­ingum frá félag­inu.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að WOW air hefði óskað eftir rík­is­á­byrgð á lána­fyr­ir­greiðslu frá Arion banka til að tryggja rekst­ur­inn til skemmri tíma. Rætt hafi verið óform­lega um hug­myndir flug­fé­lags­ins en afar ósenni­legt er talið að stjórn­völd muni ljá máls á þeim, að því er fram kom í frétt Frétta­blaðs­ins. 

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hann hefur ekkert gefið út um það, að ríkið muni stíga inn í stöðu mála í flugiðnaði, til að liðka fyrir sameiningu eða viðskiptum.

Rík­is­á­byrgð í sam­keppn­isum­hverf­inu

Þessi staða á ekki að koma á óvart, sé horft til þess sam­keppn­isum­hverfis sem er í fjár­mála­þjón­ustu á Íslandi um þessar mund­ir. Íslands­banki og Lands­bank­inn eru báðir í eigu rík­is­ins og á rekstri þeirra hvílir rík­is­á­byrgð, ekki aðeins óbein eins og jafnan í banka­starf­semi, heldur bein í gegnum eign á hluta­fé. 

Báðir bank­arnir hafa lánað Icelandair pen­inga, og nú síð­ast greindi Morg­un­blaðið frá því, að Lands­bank­inn hefði lánað Icelandair 80 millj­ónir Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 10 millj­arða, til að end­ur­fjár­magna skuldir og styrkja rekst­ur­inn. Greint var frá lán­tök­unni í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en í henni kom ekki fram hvaðan hún kom. 

Aðrar ógnir eru þó fyrir hendi í rekstri flug­fé­lag­anna. Hjá Icelandair er vandi Boeing - vegna hörmu­legra flug­slysa í Indónesíu og Kenía þegar 737 Max 8 vélar félags­ins hröp­uðu - líka vandi Icelanda­ir. Útlit er fyrir að Boeing muni ekki geta afhent þessa teg­und véla til við­skipta­vina mán­uðum saman og lík­legt að þetta muni leiða til stór­kost­legra vanda­mála í rekstri Boeing um nokk­urt skeið. Sam­tals dóu 346 í slys­un­um, allir um borð í báðum flug­vél­un­um. 

Marg­feld­is­á­hrif af vanda Boeing

Það er ekki auð­velt fyrir flug­fé­lög­in, sem voru búin að gera ráð fyrir að fá vélar frá Boeing afhent­ar, að útvega nýjar vél­ar. Mikil eft­ir­spurn er eftir vélum hjá helsta keppi­nautn­um, Air­bus, og erfitt að fá þar vél­ar. Eftir því sem bann við notkun á Max vélum Boeing er lengur í gildi, því erf­ið­ara verður fyrir flug­fé­lögin sem reiða sig á notkun þeirra að standa við þjón­ustu sína gagn­vart við­skipta­vin­um.

Rekstur Icelandair hefur verið krefj­andi und­an­farin miss­eri en félagið tap­aði 6,8 millj­örðum króna á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018. Heild­ar­skuldir félags­ins námu 992 millj­ónum Banda­ríkja­dala í lok árs í fyrra, eða um 110 millj­örðum króna. Eigið féð var 471 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 55 millj­örðum króna. 

Eins og greint hefur verið frá á vef Kjarn­ans þá er vandi Boeing orð­inn veru­leg­ur, en í umfjöll­unum Seattle Times und­an­farna mán­uði hefur komið fram, að mikil fram­leiðslu­pressa fyr­ir­tæk­is­ins hafi reynt veru­lega á inn­viði félags­ins. Rann­sóknir á slys­unum tveimur bein­ast nú að MCAS-­kerfi í vél­unum sem miðar að því að koma í veg fyrir ofris, en sam­kvæmt umfjöllun Seattle Times hefur vinna við upp­færslu á kerf­inu miðað að því að dýpka gagna­grunna sem skynjarar MCAS-­kerf­is­ins tengjast, svo að kerfið geti ekki farið í gang upp úr þurru með skelfi­legum afleið­ing­um. 

Boeing 737 Max vél.

Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikil alvara er í þessum mál­um, eftir tvö mann­skæð flug­slys á skömmum tíma, en John Hamilton, yfir­maður verk­fræði­deildar fyr­ir­tæk­is­ins, hefur meðal ann­ars verið lát­inn fara vegna rann­sókna á þessum mál­um. Meðal þess sem er verið að skoða, er hvort banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd hafi leyft Boeing að hafa óeðli­lega mikið um eft­ir­lit með vél­unum að segja. Varn­ar­mála­ráðu­neytið banda­ríska og alrík­is­lög­reglan FBI eru nú að rann­saka þessi mál. 

Í gegnum 123 ára sögu Boeing hefur félagið oft gengið í gegnum erf­ið­leika. Sam­band fyr­ir­tæk­is­ins við yfir­völd í Banda­ríkj­unum hefur nær alla sögu fyr­ir­tæk­is­ins verið náið, sem sýnir sig ekki síst í nánu og miklu sam­starfi félags­ins þegar kemur að mál­efnum Banda­ríkja­hers. Boeing hefur alla tíð verið með hjartað í starf­semi sinni í Rent­on, á Seattle svæð­inu, og er með um 80 þús­und starfs­menn. Stærsta her­stöð Vest­ur­strandar Banda­ríkj­anna (Joint Base Lewis McChord) er einnig á svæð­inu, með um 56 þús­und stöðu­gildi allan árs­ins hring, en flug­her­inn er með umfangs­mikla starf­semi á sviði þró­unar í starfs­stöð­inni, þar sem kemur sér vel að hafa Boeing í næsta nágrenni. Hækkun á fjár­út­látum til hers­ins, skilar sér oftar en ekki í auknum verk­efnum hjá Boeing.

Þessir tveir vinnu­staðir eru stærstu vinnu­veit­endur Seattle svæð­is­ins, sem telur um 3,7 millj­ónir manna, og skáka þeir meðal ann­ars tækniris­unum Microsoft, með 45 þús­und manns í höf­uð­stöðv­um, og Amazon, með 42 þús­und manns í höf­uð­stöðv­um, á svæð­inu.

Vandi sem teygir sig til Íslands

Þessi mikli vandi Boeing er far­inn að teygja sig um allan heim, vegna vanda flug­fé­laga sem voru að gera ráð fyrir Max vélum í sínum leiða­kerf­um, og er Icelandair dæmi um félag í þeirri stöð­u. 

WOW air hefur not­ast við Air­bus vél­ar, og er því ekki að glíma við þennan vanda sem snýr að Boeing. Vel má vera að þessi staða gefi til­efni til að færa líf í við­ræður Icelandair og WOW air um sam­ein­ingu, eða kaup þess síð­ar­nefnda á WOW air, en ekk­ert hefur verið stað­fest um það af hálfu beggja félaga. Tím­inn einn mun leiða í ljós hvernig leys­ist úr þess­ari krefj­andi stöðu sem íslenskur flug­iðn­aður er í, þessi miss­er­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar