Levakovic, ein umdeildasta fjölskylda Danmerkur

Nafnið Levakovic þekkja flestir Danir, og ekki að góðu einu. Þessi þekkta fjölskylda hefur enn einu sinni komist í fréttirnar þar í landi.

Meðlimir Levakovic-fjölskyldunnar. Jimmi er lengst til hægri.
Meðlimir Levakovic-fjölskyldunnar. Jimmi er lengst til hægri.
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag, 19. mars, kvað Hæsti­réttur Dan­merkur upp dóm í máli manns sem heit­ir Jimmi ­Levakovic. Ákæru­valdið hafði kraf­ist þess að honum yrði vísað úr landi en Hæsti­réttur hafn­aði þeirri kröfu en stað­festi tveggja ára fang­els­is­dóm.

Málið varð­aði inn­brot á heim­ili 66 ára gam­allar konu sem Jimmi mis­þyrmdi og rændi af henni 900 krónum (16 þús­und íslenskum). 

Brott­vísun úr landi hljómar sem ströng refs­ing fyrir inn­brot, lík­ams­árás og rán en hér kemur fleira til­. Jimmi ­Levakovic, sem er þrí­tugur að aldri er vel kunn­ugur dönskum rétt­ar­söl­um, hann hefur sam­tals í tutt­ugu og tvö skipti hlotið dóm fyr­ir­ ým­is­ ­konar afbrot. Einkum þjófn­aði og lík­ams­árás­ir. 

Auglýsing

Þessi afbrota­fer­ill var ástæða þess að ákæru­valdið fór fram á að mann­inum yrði vísað úr landi, en Hæsti­réttur hafn­aði sem áður sagði þeirri kröfu. Nið­ur­stöð­una byggði Hæsti­réttur á regl­um  Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem Dan­mörk er aðili að og hefur leitt í lög. 

Stjórn­mála­menn segja lögin gölluð

Margir danskir stjórn­mála­menn hafa í fjöl­miðlum tjáð sig um dóm Hæsta­rétt­ar. Trine Bram­sen, tals­maður Sós­í­alde­mókrata í dóms­mál­um, sagði í við­tali við dag­blað­ið BT: „það hlýtur eitt­hvað að vera að þegar erlendur rík­is­borg­ari getur hlotið tutt­ugu og tvo dóma og samt fengið að vera áfram í Dan­mörku.“ Na­ser K­hader tals­maður Íhalds­flokks­ins sagði að Hæsti­réttur gæfi lands­mönnum langt nef þegar ekki mætti vísa úr landi síbrota­manni sem ekki hefði lagt neitt til sam­fé­lags­ins. Christ­i­an Lang­ball­e ­þing­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins gefur ekki mikið fyrir þessar yfir­lýs­ingar og sagði að

Þing­flokkar þess­ara tveggja þing­manna hefðu, snemma á síð­asta ári, greitt atkvæði gegn til­lögu Danska þjóð­ar­flokks­ins um að Danir fjar­lægðu ákvæði um rétt til fjöl­skyldu­lífs úr dönskum lög­um.  Til­lagan var felld á danska þing­in­u, ­Fol­ket­inget.

Fjöl­skyldu­á­kvæði bjarg­að­i Jimmi 

Í úrskurði Hæsta­réttar Dan­merkur kom fram að það væri laga­á­kvæðið um rétt til fjöl­skyldu­lífs sem hefðu ráðið því að Jimmi skuli ekki sendur úr land­i. Jimmi ­Levakovic er króat­ískur rík­is­borg­ari, giftur sænskri konu og á með henni þrjú börn sem líka eru sænskir rík­is­borg­ar­ar. Þrátt fyrir að Jimmi hafi króat­ískt rík­is­fang hefur hann ein­ungis einu sinni komið til Króa­tíu og talar ekki tungu­mál­ið. Það var sak­sókn­ari sem áfrýj­aði til Hæsta­réttar eftir að bæði Hér­aðs­dómur og Lands­réttur höfðu hafnað kröfu um að Jimmi ­Levakovic yrði vísað úr landi.

Ekki hafa allir úr ­Levakovic ­geng­inu (eins og danskir fjöl­miðlar kom­ast að orði) verið jafn heppnir því fjórum körlum úr fjöl­skyld­unni hefur verið vísað úr landi eftir að hafa hlotið marga refsi­dóma. Fjór­menn­ing­arn­ir, sem allir eru ein­hleyp­ir, hafa þó ekki farið lang­t.  Þeim hefur ein­ungis verið vísað úr landi í Dan­mörku, en ekki úr öðrum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins, þeir hafa sest að í Sví­þjóð og geta ferð­ast til Dan­merkur þegar þeim sýn­ist.  Gimi Levakovic, höfuð ættarinnar.

End­ur­tekið efni

Rök Hæsta­réttar í máli Jimmi eru þau sömu og réðu úrslitum í máli frænda hans, Gim­i ­Levakovic þegar mál hans var fyrir rétti í maí 2016. Gimi, sem er tæp­lega fimm­tug­ur, hefur búið í Dan­mörku frá barns­aldri, en for­eldrar hans sett­ust þar að árið 1972. Gimi hefur tutt­ugu og sjö sinnum hlotið dóm fyr­ir­ ým­is­ ­konar afbrot og sam­tals setið í grjót­inu í rúm átta ár. 

Fyrir þremur árum féll dómur í Hæsta­rétti Dan­merkur í máli gegn Gim­i ­Levakovic. Dóm­inn hafði Gimi hlotið fyrir vopna­burð og líf­láts­hót­an­ir. 

Áður en málið kom til kasta Hæsta­réttar hafði Hér­aðs­dómur (Bæj­ar­rétt­ur) í Næst­ved á Sjá­landi dæmt Gimi í tólf mán­aða fang­elsi og að honum skyldi vísað úr landi að afplánun lok­inni. Eystri-Lands­réttur sneri brott­vís­un­ar­dóm­inum við en lengdi fang­els­is­vist­ina í fimmtán mán­uði. Þessi við­snún­ingur vakti hörð við­brögð og sak­sókn­ari fór fram á að Hæsti­réttur tæki málið fyr­ir. Úrskurð­ar­nefnd, sem fjallar um slíkar beiðn­ir, sam­þykkti að málið færi fyrir Hæsta­rétt sem stað­festi að Gim­i ­Levakovic ­fengi áfram að búa í Dan­mörku. Rök­semdir Hæsta­réttar voru þær að Gimi hefði nær alla ævi búið í Dan­mörku, þótt hann væri ekki danskur ­rík­is­borg­ari og að hann ætt tvö ung börn sem hann hefði for­ræði yfir. Sömu rökin og í máli frænd­ans Jimmi. Þekktur laga­pró­fessor sagði í við­tali við Berl­ingske, árið 2016, að sú stað­reynd að Gimi ætti ung börn hefði ber­sýni­lega vegið þungt. Hæstiréttur hefði valið að fylgja þeirri stefnu sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn í Strass­borg hefði mark­að. Ef stjórn­mála­menn væru ósáttir við dóma Hæsta­réttar þurfi danska þingið að setja lög um túlkun Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Það hafi þingið ekki gert. 

For­sæt­is­ráð­herra boð­aði laga­breyt­ingar

Dóm­ur­inn yfir Gim­i ­Levakovic í maí árið 2016 vakti mikla athygli. Fjöl­miðlar birtu við­töl við ráð­herra og þing­menn sem allir lýstu von­brigðum með nið­ur­stöð­una. Sumir sögðu Hæsta­rétt túlka lag­ara­mmann of þröngt, aðrir sögðu það fyrir neðan allar hellur að ekki sé nokkur leið að vísa úr landi erlendum rík­is­borg­ara, sem hefur kostað sam­fé­lagið millj­óna­tugi. Lars Løkk­e Rasmus­sen ­for­sæt­is­ráð­herra sagði þegar dóm­ur­inn lá fyrir að stjórnin myndi á haust­dögum leggja fram frum­varp sem tæki til mála af þessu tagi. Þeir haust­dagar eru enn ekki runnir upp eins og dóm­ur­inn í máli Jimmi ­Levakovic ­fyrir nokkrum dögum ber með sér. 

Í ára­tugi á fram­færi sam­fé­lags­ins

Þegar hjón­in Drusi og Ru­binka ­Levakovic komu til Dan­merkur í upp­hafi átt­unda ára­tugar síð­ustu aldar áttu þau sex börn, þar á meðal son­inn Gimi. Síðar bætt­ust þrjú börn við. Þeg­ar ­Levakovic hjónin komu til Dan­merk­ur, ásamt fleira fólki fengu þau, lögum sam­kvæmt, aðeins tíma­bundið leyfi til dvalar í land­inu. Þetta var í stjórn­ar­tíð Jens Ott­o Krag. Skömmu eftir að fólkið kom til lands­ins tók Anker Jørg­en­sen við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra og það var hann sem veitt­i ­Levakovic ­fjöl­skyld­unni ótíma­bundið land­vist­ar­leyfi, þótt slíkt stang­að­ist á við lög.

Fjöl­skyldan telur nú tæp­lega fimm­tíu manns. Eng­inn úr þessum hópi hefur lokið grunn­skóla né unnið laun­aða vinnu. Fjöl­skyldan hefur alla tíð verið á fram­færi hins opin­bera í Dan­mörku og hefur sam­tals þegið sem sam­svarar tæpum tveimur millj­örðum íslenskra króna til fram­færslu. Til að drýgja tekj­urnar hefur fjöl­skyldan stundað rán og grip­deild­ir. Sú iðja hefur leitt af sér marga fang­els­is­dóma og sumir úr fjöl­skyld­unni setið inni árum sam­an, með hlé­um.

Saga ­Levakovic ­fjöl­skyld­unn­ar, sem ætíð kallar sig Sígauna,  verður ekki rakin hér en áður hefur verið um hana fjallað í Kjarn­an­um. Í pistli sem hægt er að nálg­ast með að opna hlekk­inn hér til hliðar má lesa ítar­lega umfjöllun um þessa óvenju­legu fjöl­skyldu í Dan­mörku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar