Mynd: HS Orka hsorka
Mynd: HS Orka

Virði HS Orku hefur tvöfaldast frá því að Magma keypti

Eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkaaðila hefur skipt um meirihlutaeigendur. Fjárfesting hins kanadíska Ross Beaty í HS Orku virðist hafa margborgað sig en hann greiddi um 33 milljarðar króna fyrir nær allt hlutafé þess á árunum 2009 og 2010. Miðað við verðmiðann sem er á sölu á 53,9 prósent hlut í HS Orku sem greint var frá í gær er virði fyrirtækisins 69 milljarðar króna. Einkavæðing HS Orku hefur þó verið þyrnum stráð. Hér er sagan öll rakin.

Fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóður í stýr­ingu hjá Macqu­arie Infrastruct­ure and Real Assets (MIRA) hefur und­ir­­ritað kaup­­samn­ing á 53,9 pró­­sent hlut Magma Energy Sweden í íslenska orku­­fyr­ir­tæk­inu HS Orku á 304,8 millj­­ónir dala, eða um 37 millj­­arða króna.

Gangi kaupin eftir líkt og við er búist, lýkur ára­tuga­langri, og um tíma afar umdeildri, aðkomu Kanada­manns­ins Ross Beaty og fyr­ir­tækja sem hann hefur komið að að þessu þriðja stærsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins.

Beaty, sem hefur verið stjórn­ar­for­maður HS Orku árum sam­an, leiddi upp­kaup sænska skúffu­fyr­ir­tæk­is­ins Magma Energy Sweden á hlutum í HS Orku á árunum 2009 og 2010. Þrátt fyrir mik­inn póli­tískan mót­þróa, og umræður um hvort ríkið gæti gengið inn í kaupin eða komið í veg fyrir þau á annan hátt, þá náði hann að kaupa alls 98,53 pró­sent hlut í orku­fyr­ir­tæk­inu á alls um 33 millj­arða króna.

Miðað við verð­mið­ann sem er á söl­unni til MIRA þá er heild­ar­virði HS Orku nú tæp­lega 69 millj­arðar króna. Fyr­ir­tækið hefur því reynst ágætis fjár­fest­ing fyrir þá sem keyptu það á sínum tíma.

Ákveðið að einka­væða orku­fyr­ir­tæki

Í aðdrag­anda banka­hruns­ins fór af stað veg­ferð sem í fólst að einka­væða hluta af íslensku orku­fyr­ir­tækj­un­um. Eitt þeirra var Hita­veita Suð­ur­nesja, sem síðar var skipt upp í HS Orku og HS Veit­ur, en var á þeim tíma að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins sveit­ar­fé­laga á Suð­ur­nesj­um.

Í mars 2007 ákvað íslenska ríkið að aug­lýsa 15,2 pró­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu til sölu. Öðrum orku­fyr­ir­tækjum á Íslandi, sem voru líka í opin­berri eigu, var meinað að bjóða í hann.

Mán­uði síðar lá fyrir að fjögur til­boð höfðu borist í hlut­inn. Lang­hæsta til­boðið var frá félagi sem kall­að­ist Geysi Green Energy (GGE), og bauð 7,6 millj­arða króna, um 40 pró­sent hærra en næsti bjóð­andi.  Geysir Green Energy var orku­út­rás­ar­fyr­ir­tæki sem þá hafði nýverið verið stofnað af FL Group, Glitni og Mann­viti. Aðrir eig­endur Hita­veit­unnar áttu for­kaups­rétt sem þeir ákváðu að nýta sér í þeim til­gangi að reyna að halda fyr­ir­tæk­inu í opin­berri eigu, við litlar vin­sældir bjóð­enda.

Þann 11. júlí 2007 náð­ist mála­miðlun í bar­átt­unni um Hita­veit­una með gerð hlut­hafa­sam­komu­lags. Það fól í sér að Reykja­nes­bær (34,7 pró­sent), Orku­veita Reykja­víkur (16,5 pró­sent), Hafn­ar­fjörður (15,4 pró­sent) og Geysir Green Energy (32 pró­sent) yrðu eig­endur að Hita­veitu Suð­ur­nesja. Hafna­fjörður mátti selja hlut sinn til Orku­veitu Reykja­vík­ur, sem bær­inn ákvað síðar að gera. Minni sveita­fé­lög á Suð­ur­nesjum áttu síðan saman um eitt pró­sent hlut.

Í októ­ber 2007 var til­kynnt um sam­runa Geysis Green Energy og Reykja­vík Energy Invest (REI), útrás­ar­arms Orku­veitu Reykja­vík­ur. Við það átti hlutur Orku­veit­unnar og Geysis Green Energy í Hita­veitu Suð­ur­nesja að renna að renna inn í REI. Með hlut Hafn­ar­fjarð­ar, sem Orku­veitan mátti kaupa, hefði hið sam­ein­aða REI átt 64 pró­sent í Hita­veitu Suð­ur­nesja. REI-­sam­run­inn gekk hins vegar til baka með látum líkt og frægt er orð­ið. Í des­em­ber 2007 ákvað Hafn­ar­fjörður svo að selja nán­ast allan eign­ar­hlut sinn í Hita­veitu Suð­ur­nesja til Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Bláa lónið með sem skipti­mynt

Í byrjun árs 2008 höfðu níu af þeim tíu sveit­ar­fé­lögum sem áttu í Hita­veitu Suð­ur­nesja ári áður selt sig út úr fyr­ir­tæk­inu eða áttu undir eitt pró­sent eign­ar­hlut. Þessi blokk hafði átt 84,8 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu í byrjun árs 2007. Eina sveit­ar­fé­lagið sem enn átti umtals­verðan hlut var Reykja­nes­bær með 34,74 pró­sent hlut.

Í apríl 2008 úrskurð­aði Sam­keppn­is­eft­ir­litið hins vegar að Orku­veita Reykja­víkur mætti ein­ungis eiga þrjú pró­sent hlut í Hita­veitu Suð­ur­nesja, og fyr­ir­tækið reyndi að skila hlut sem keyptur var af Hafn­ar­firði, sem vildi ekki sætta sig við þá nið­ur­stöðu. Málið var síðar leyst fyrir dóm­stól­um.

Þann 1. des­em­ber 2008 var ákveðið að skipta Hita­veitu Suð­ur­nesja upp í tvö fyr­ir­tæk­ið, Orku og Veit­ur. Á meðal eigna sem fóru til HS Orku við upp­skipt­ing­una var eign­ar­hlutur í Bláa lón­inu, en Hita­veitan hefur verið stór hlut­hafi í fyr­ir­tæk­inu frá því að upp­bygg­ing nýrrar aðstöðu hófst þar á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Eign­ar­hlutur HS Orku í Bláa lón­inu nemur í dag um 30 pró­sent­um.

Eign­ar­hlut­ur­inn í Bláa lón­inu var bók­færður á 217,8 millj­ónir króna í lok árs 2008, skömmu eftir að upp­skipt­ing Hita­veit­unnar hafði gengið í gegn. Hann var, með öðrum orð­um, algjört auka­at­riði í bók­haldi hins nýja fyr­ir­tækis HS Orku. Árið síðar hafði bók­fært virði eign­ar­hlut­ar­ins verið hækkað í 846 millj­ónir króna. Í lok árs 2017 var búið að færa virði hlut­ar­ins í bókum HS Orku upp í 2,7 millj­arða króna. Sum­arið 2017 hafn­aði fyr­ir­tækið ell­efu millj­arða króna til­boði í hann.

Magma mætir

Á fyrri hluta árs­ins 2009 áttu sér stað ýmsar vær­ingar innan HS Orku. Orku­veita Reykja­víkur vildi selja sinn hlut en Hér­aðs­dómur Reykja­víkur skikk­aði fyr­ir­tækið skömmu síðar til að standa við kaup á hlut Hafn­ar­fjarðar í HS Orku sem það hafði skuld­bundið sig til að kaupa. Þegar þarna var komið var staðan því þannig að Orku­veita Reykja­vík­ur, Hafn­ar­fjörður og Reykja­nes­bær, sem sam­tals áttu sam­tals 67 pró­sent hlut í HS Orku, vildu öll selja sinn hlut.



Í maí­mán­uði var greint frá því í fjöl­miðlum að erlendir fjár­festar hefðu áhuga á að kaupa hlut í Geysi Green Energy, sem átti 32 pró­sent í HS Orku. Síðar kom í ljós að umræddur fjár­festir var fyr­ir­tækið Magma Energy frá Kanada. 25. júní 2009 voru gerð drög að sam­komu­lagi milli Reykja­nes­bæjar og Geysis Green Energy um sölu bæj­ar­ins á 34,7 pró­sent hlut hans í HS Orku. Tveimur dögum síðar var greint frá því að Magma ætl­aði sér að kaupa hlut í HS Orku af Geysis Green Energy og að fyr­ir­tækið hefði áhuga á eign­ar­hlut Orku­veitu Reykja­víkur líka, sem þá var í sölu­ferli.

Þann 14. júlí 2009 seldi Reykja­nes­bær allan eign­ar­hlut sinn í HS Orku til Geysis Green á 13 millj­arða króna og nokkrum dögum síðar keypti Magna 10,8 pró­sent hlut í HS Orku af Geysi Green. Um miðjan ágúst hóf stjórn Orku­veitu Reykja­víkur við­ræður  við Magma um að selja fyr­ir­tæk­inu 32,2 pró­sent hlut sinn í HS Orku. Á sama tíma var til­kynnt að Sand­gerði ætli að selja sinn hlut í HS Orku til Magma.

Þáver­andi stjórn­völdum hugn­að­ist þessi þróun ekki og í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem þá var stýrt af Stein­grími J. Sig­fús­syni, voru uppi hug­myndir um að íslenska rík­ið, Reykja­vík­ur­borg og Rarik myndu ganga inn í við­skiptin til að tryggja áfram­hald­andi opin­bert eign­ar­hald. Í lok ágúst var greint frá því að rík­ið, sveit­ar­fé­lög (m.a. Grinda­vík) og líf­eyr­is­sjóðir myndi reyna að eign­ast 55 pró­sent hlut í HS Orku. Ekk­ert varð af áformunum eftir að líf­eyr­is­sjóð­irnir neit­uðu að taka þátt í kaup­un­um. Borg­ar­stjórn Reykja­víkur sam­þykkti svo að selja hlut OR til Magma þann 15. sept­em­ber 2009. Hávær mót­mæli voru á borg­ar­stjórn­ar­fundi þegar salan var sam­þykkt og þrír af áhorf­endapöllum voru hand­tekn­ir.

Alls átti Magma eftir þetta 41 pró­sent hlut í HS Orku.

Ódýrar aflandskrónur og upp­kaup á rest

Í byrjun árs 2010 var greint frá því að Magma hefði keypt ódýrar aflandskrónur í októ­ber 2008 og notað þær til að fjár­magna hluta af stað­greiðslu Magma fyrir hluti sem fyr­ir­tækið hafði keypt í HS Orku.

Magma stofn­aði um þetta leyti dótt­ur­fé­lag á Íslandi og réð Ásgeir Mar­geirs­son, fyrr­ver­andi for­stjóra Geysi Green Energy, til að stýra því.

Í lok mars 2010 komst nefnd um erlenda fjár­fest­ingu að þeirri nið­ur­stöðu að kaup Magma á 41 pró­sent hlut í HS Orku, í gegnum sænska skúffu­fyr­ir­tækið Magma Energy Sweden, væru í sam­ræmi við lög og yrðu ekki stöðvuð af stjórn­völd­um. Lauk þar með til­raunum opin­berra aðila að ganga inn í kaup­inn.

Ein verðmætasta eign HS Orku er 30 prósent hlutur í Bláa lóninu. Virði hennar hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Mynd: Bláa lónið

Þann 17. maí var síðan til­kynnt um að Magma hefði keypt 52,3 pró­sent hlut Geysis Green Energy í HS Orku á tæp­lega 16 millj­arða króna. Eftir kaupin átti Magma 98,5 pró­sent hlut í HS Orku. Ýmsir ráð­herrar úr flokki Vinstri grænna, sem þá sátu í rík­is­stjórn með Sam­fylk­ing­unni, vildu setja bráða­birgða­lög á kaupin til að koma í veg fyrir að orku­fyr­ir­tæki yrði nán­ast að öllu leyti í eigu erlends aðila.

Eftir háværar deilur greindi Ross Beaty, for­stjóri og stjórn­ar­for­maður Mag­ma, frá því að fyr­ir­tækið hefði hug á því að selja fjórð­ung í því til íslenskra fjár­festa til að skapa frið um eign­ar­hald­ið. Sátta­til­boðið gerði lítið til að lægja öld­urnar og í lok jan­úar 2011 úti­lok­aði Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, ekki að ríkið myndi taka eign­ar­hlut Magma í HS Orku eign­ar­námi. Af því varð ekki.

Magma Energy gekk skömmu síðar í gegnum sam­runa og hét eftir það Alt­erra Power. Það félag var skráð á markað í Kanada og Ross Beaty var helsti stjórn­andi þess.

Vorið 2011 átti Alt­erra Power 98,53 pró­sent hlut í HS Orku og sveit­ar­fé­lögin Reykja­nes­bær, Grinda­vík, Garður og Vogar sam­an­lagt 1,47 pró­sent hlut.

Heild­ar­kaup­verð Alt­erra/Magma á hlutum í HS Orku var um 33 millj­arðar króna.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir kaupa sig inn

Síð­asta dag maí­mán­aðar 2011 var send út til­kynn­ing um að Jarð­varmi, félag í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, hefði keypt 25 pró­sent hlut í HS Orku á 8,1 millj­arð króna. Auk þess fékk félagið kaup­rétt á hærra gengi og rétt til að skrá sig fyr­ir allt að helm­ingi heild­­ar­hluta­fjár HS Orku með kaup­um á nýj­um hlut­um sem HS Orka kann að gefa út í fram­tíð­inni. Jarð­varmi fékk tvo menn af fimm í stjórn HS Orku. Rík minn­i­hluta­vernd, virk þátt­­taka í stjórn fé­lags­ins og for­m­­leg aðkoma að öll­um meiri­hátt­ar ákvörð­unum á veg­um fé­lags­ins voru á meðal skil­­mála við­skipt­anna. Sú minni­hluta­vernd, sem til­greind var í hlut­hafa­sam­komu­lagi sem ferð var sam­hliða við­skipt­un­um, átti eftir að reyn­ast afdrifa­rík síð­ar.

Ári eftir að upp­haf­legu við­skiptin gengu í gegn nýtti Jarð­varmi kaup­rétt­inn sinn og greiddi 4,7 millj­arða króna fyrir við­bót­ar­hlut. Eftir kaupin var hluti Jarð­varma 33,4 pró­sent og sam­tals höfðu líf­eyr­is­sjóð­irnir 14 greitt 12,8 millj­arða króna fyrir hann. Miðað við þann verð­miða var HS Orka í heild metið á um 38,3 millj­arða króna.

2012 varð síðan enn einn vend­ingin í eign­ar­haldi á HS orku. Þegar Magma Energy Sweden keypti upp­haf­lega hluti í orku­fyr­ir­tæk­inu af Reykja­nesbæ þá var meðal ann­ars greitt fyrir með skulda­bréfi. Reykja­nes­bær ákvað að selja það skulda­bréf árið 2012 til Fag­fjár­festa­sjóðs­ins ORK sem fjár­magn­aður var af líf­eyr­is­­sjóðum og fag­fjár­­­fest­­um. Sölu­verðið var þá sagt 6,3 millj­­arða króna. Ástæðan var sú að Reykja­nesbæ vant­aði reiðufé vegna mjög vondrar fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins og átti ekki margar aðrar eignir eftir til að selja en umrætt skulda­bréf.

Ross Beaty er stjórnarformaður HS Orku og hefur leitt uppkaup erlendra aðila í fyrirtækinu. Hans aðkomu er nú senn að ljúka.
Mynd: Skjáskot

Það var með breytirétti, sem þýddi að hægt var að breyta því í hlutafé ef þannig á stæði. Það var gert árið 2017 og eftir það átti fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn 12,7 pró­sent í HS Orku.

Sá hlutur var svo seldur til svis­s­­neska fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Dis­r­uptive Capi­tal Renewa­ble Energy AG seint á síð­asta ári.  Móð­ur­­­fé­lag DC Renewa­ble Energy AG, Dis­r­uptive Capi­tal Fin­ance er skráð í kaup­höll­ina í Sviss. Eig­andi félags­ins er Bret­inn Edmund Tru­ell sem hefur unnið lengi að því að koma á sæstreng milli Íslands og Bret­lands. Hann greiddi rúm­lega níu millj­arða króna fyrir hlut­inn, en hluti kaup­verðs­ins er árang­urstengd­ur.

Eign­ar­haldið á HS Orku í dag, gangi boðuð kaup eft­ir, er því þannig að MIRA á 53,9 pró­sent hlut, Jarð­varmi í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða á 33,4 pró­sent og félag Tru­ell á 12,7 pró­sent.

Losn­uðu undan Helgu­vík­ur­martröð­inni

Und­an­farin ár hafa að öðru leyti verið nokkuð róleg hjá HS Orku, sér­stak­lega í sam­hengi við óróan sem var í kringum fyr­ir­tækið á árunum fyrir og eftir hrun. Fyr­ir­tækið hefur helst ratað í fréttir vegna til­rauna til að losna undan orku­sölu­samn­ingi sem það gerði við Norð­urál í apríl 2007, vegna fyr­ir­hug­aðs álvers í Helgu­vík. Til þess að byggja stærri útgáfu þess álvers þurfti rúm­­lega 600 megawött af orku. Um 150 megawött áttu að koma frá HS Orku. Orku­veita Reykja­víkur skuld­batt sig einnig til að selja orku til verk­efn­is­ins og hóf raunar afhend­ingu á henni á árinu 2011, þótt ekk­ert álver væri ris­ið.

Samn­ing­ur­inn var, væg­ast sagt óhag­stæður fyrir HS Orku. Fyr­ir­tækið hefur nán­ast allan þann tíma sem liðin er frá und­ir­ritun hans reynt að losna undan samn­ingn­um. Fyrir því voru tvær ástæð­ur. Sú fyrri er að hann var ein­fald­lega það slakur að samn­ing­ur­inn gat ekki skilað HS Orku arð­semi. Ef HS Orka myndi selja Norð­­ur­áli orku til verk­efn­is­ins sam­­kvæmt samn­ingnum væri verðið sem fyrir feng­ist langt frá því að skila við­un­andi arð­­semi fyrir orku­­fyr­ir­tæk­ið. Hin síð­ari sú að Norð­urál var ekk­ert að flýta sér við að klára að byggja álverið í Helgu­vík og taka við orkunni.

Samn­ing­ur­inn batt nán­ast alla þá orku sem mög­u­­legt var að fá út þeim virkj­ana­­kostum sem eru í nýt­ing­­ar­­flokki, og HS Orka gæti nýtt.

HS Orka stefndi Norð­­ur­áli fyrir gerð­­ar­­dóm í sum­arið 2014 til að reyna að slíta samn­ingn­um.

Nið­ur­staðan kom 1. des­em­ber 2016. Hún var á þá leið að sökum til­­­tek­inna kring­um­­stæðna sé samn­ing­­ur­inn ekki lengur í gildi og að lok samn­ings­ins séu ekki af völdum HS Orku. Þá var kröfum Norð­­ur­áls Helg­u­víkur í mál­inu hafn­að.

Í ávarpi for­stjóra HS Orku í árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins vegna árs­ins 2016 sagði að HS Orka hefði unnið fulln­að­ar­sigur í mál­inu. „Það er gríð­ar­legt fagn­að­ar­efni fyrir félagið en óvissa um gildi samn­ings­ins og um það hvort álver yrði byggt í Helgu­vík hefur í fjöl­mörg ár heft fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu félags­ins.“

Falið virði og líkur á auknum rekstr­ar­hagn­aði

HS Orka er eina íslenska orku­­­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila. Það á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­­­­nesi auk þess sem virkj­ana­­­­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­­­­ar­­­­flokki ramma­á­ætl­­­­un­­­­ar.

Rekstur HS Orku virð­ist vera í mjög góðu standi um þessar mund­ir. Í árs­lok 2017 átti fyr­ir­tækið eigið fé upp á 35,5 millj­arða króna og skil­aði hagn­aði umm á 4,6 millj­arða króna. Þar voru eignir HS Orku metnar á 48,4 millj­arða króna en flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að þær séu veru­lega van­metn­ar. Í þeim sama árs­reikn­ingi var nefni­lega 30 pró­sent eign­ar­hlutur fyr­ir­tæk­is­ins í Bláa lón­inu bók­færður á 2,7 millj­arð króna, sem er lík­ast til umtals­vert undir mark­aðsvirði í ljósi þess að boði upp á ell­efu millj­arða króna í hlut­inn var hafnað fyrir tveimur árum og að Bláa lónið var verð­lagt á um 50 millj­arða króna alls í við­skiptum sem áttu sér stað tengt því í lok árs í fyrra.

Í fjár­festa­kynn­ingu sem not­ast var við vegna sölu­fer­il­is­ins sem lauk með kaupum MIRA, og bar nafnið „Project Thor“, sagði að áætl­aður EBIT­DA-hagn­aður HS Orku (hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta) á árinu 2019 væri 31 milljón dala, eða tæp­lega 3,8 millj­arðar króna. Þar er hins vegar einnig gert ráð fyrir að EBIT­DA-hagn­aður HS Orku muni nán­ast tvö­fald­ast á árinu 2023 og verða um 60 millj­ónir dala, eða um 7,3 millj­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar