Réttindalaus með kápuna á báðum öxlum

Réttindalaus læknir hefur um 24 ára skeið verið yfirmaður þeirrar deildar dönsku Umferðarstofunnar sem hefur umsjón með heilbrigðisskoðun flugmanna, flugliða og flugumferðarstjóra. Læknirinn hefur jafnframt rekið fyrirtæki sem annast slíka skoðun.

SAS
Auglýsing

Í jan­úar á þessu ári beindi Jan-Erik Mess­mann þing­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins fyr­ir­spurn til Ole Birk Olesen sam­göngu­ráð­herra í dönsku rík­is­stjórn­inni. Fyr­ir­spurnin varð­aði yfir­mann þeirrar deildar dönsku Umferð­ar­stof­unnar (Trafik­styrel­sen) sem hefur umsjón með heil­brigð­is­skoðun flug­manna, flug­liða og flug­um­ferð­ar­stjóra (flug­fólks). 

Þing­mann­inum hafði borist til eyrna að „ekki væri allt með felldu“ í áður­nefndri deild, einkum hvað varð­aði yfir­mann­inn. Þessi fyr­ir­spurn vakti athygli blaða­manna dag­blaðs­ins Berl­ingske sem hófu að graf­ast fyrir um hvað þetta „ekki væri allt með felldu“ þýddi. Sú vinna hefur nú staðið vikum saman og umfjöllun Berl­ingske, sem hefur birt margar greinar um mál­ið, vakið mikla athygli í Dan­mörku.

Fjöl­margar kvart­anir

Á und­an­förnum árum hafa Umferð­ar­stof­unni borist margar kvart­anir vegna ýmissa mála tengdum deild­inni sem hefur umsjón með heil­brigð­is­skoðun flug­fólks. Umferð­ar­stofan hefur fjórum sinnum beðið Kamm­era­dvoka­ten (lög­fræði­stofa sem gegnir svip­uðu hlut­verki og umboðs­maður Alþingis á Ísland­i,en sá munur er þó á emb­ætt­unum að umboðs­maður er sjálf­stæður eft­ir­lits­að­ili á vegum þjóð­þings en ekki ráð­gef­andi fyrir stjórn­sýsl­una) að rann­saka og meta störf for­stöðu­manns deild­ar­inn­ar. Fyrstu við­brögð ráð­herr­ans við fyr­ir­spurn þing­manns­ins í jan­úar sl. voru þau að biðja Kamm­era­dvoka­ten enn einu sinni að rann­saka störf for­stöðu­manns­ins (sem er kona og Berl­ingske nefnir SJ). Þing­mað­ur­inn taldi ekki þörf á einni rann­sókn­inni enn, eins og hann komst að orði. Hann hafði nefni­lega kom­ist á snoðir um þær mörgu kvart­anir sem borist hefðu vegna for­stöðu­manns­ins.

Auglýsing

Eft­ir­lit með eigin fyr­ir­tæki

Árið 2007 barst sam­göngu­nefnd danska þings­ins, Fol­ket­in­get, ábend­ing þess efnis að SJ ræki eigið fyr­ir­tæki sem sinnti heil­brigð­is­skoðun flug­fólks, sam­hliða yfir­manns­starfi hjá Umferð­ar­stof­unni. Helsta hlut­verk yfir­manns­ins er að hafa eft­ir­lit með þeim læknum sem sinna heil­brigð­is­skoð­un­inni. SJ væri því ætlað að hafa eft­ir­lit með starf­semi eigin fyr­ir­tæk­is. Sam­göngu­nefndin spurði ráð­herra sam­göngu­mála hvort þetta væri ekki óvið­un­andi fyr­ir­komu­lag. Svar ráðu­neyt­is­ins var að fyr­ir­tæki SJ ann­að­ist árlega heil­brigð­is­skoðun um það bil 4 hund­ruð ein­stak­linga, sem starfa við flug­ið, en á hverju ári fara um það bil 4 þús­und manns í slíka skoð­un. SJ ann­að­ist sjálf aðeins um það bil 100 slíkar heil­brigð­is­skoð­anir á hverju ári. Ráðu­neytið taldi ekk­ert óeðli­legt við þetta fyr­ir­komu­lag og byggði það álit á umsögn Kamm­era­dvoka­t­en. Árið 2016 óskaði Umferð­ar­stofan eftir áliti Kamm­era­dvoka­ten varð­andi sama efni, þá höfðu borist kvart­anir vegna SJ. Nið­ur­staðan var sú sama og áður: ekk­ert athuga­vert.

Eftir að flug­maður þýska flug­fé­lags­ins Germanwings flaug af ásetn­ingi far­þega­vél í fjalls­hlíð í frönsku ölp­un­um, með þeim afleið­ingum að allir um borð, 150 manns, lét­ust hefur heil­brigð­is­skoðun danskra flug­manna ( og margra ann­arra) verið breytt. Fyrir utan lík­am­legt ástand tekur skoð­unin nú einnig til and­legrar heilsu við­kom­andi.

Agn­ete Schrøder málið

Í sept­em­ber í fyrra (2018) fór Agn­ete Schrøder, flug­maður hjá SAS, í hina árlegu skoð­un. Hún hefur starfað sem flug­maður í rúm­lega tvo ára­tugi. Það vakti athygli hennar hvað skoð­unin tók skamman tíma að þessu sinni og henni þótti lækn­ir­inn sem ann­að­ist skoð­un­ina mjög óör­ugg­ur. Þegar Agn­ete Schrøder kom heim og skoð­aði vott­orðið sá hún að lækn­ir­inn hafði gert athuga­semdir við heyrn henn­ar. Það þótti henni í meira lagi und­ar­legt, vegna þess að lækn­ir­inn hafði ekki mælt heyrn­ina. Eftir að hún hafði gert athuga­semd við þetta og kvartað form­lega fékk hún það svar að lækn­ir­inn væri hand­viss um að hann hefði mælt heyrn­ina. Auk þess hafði verið hand­skrifað inn á vott­orðið (en slíkt er óleyfi­legt) athuga­semd um heyrn­ina og enn­fremur búið að bæta því við, líka hand­skrif­að, að fram­koma hennar gagn­vart lækn­inum hefði verið sér­kenni­leg. Enn­fremur voru nú komnir á vott­orðið tveir lækna­stimpl­ar, en Agn­ete Schrøder full­yrðir að lækn­ir­inn hafi ein­ungis verið einn. Þar að auki er nafn lækn­is­ins sem skoð­aði hana ekki að finna á lista Umferð­ar­stof­unnar yfir þá lækna sem leyfi hafa til heil­brigð­is­skoð­un­ar. En í fram­haldi af þessu var flug­skír­teini Agn­ete dregið til baka, hún var skyndi­lega orðin atvinnu­laus.

Lækn­ir­inn var rétt­inda­laus

Enn aðhafð­ist Ole Birk Olesen sam­göngu­ráð­herra ekk­ert, þrátt fyrir ítrek­aðar kröfur nokk­urra þing­manna en nú voru mál­efni Umferð­ar­stof­unnar og SJ komin í kast­ljós fjöl­miðl­anna. Einkum dag­blaðs­ins Berl­ingske sem birti dag eftir dag frá­sagnir og við­töl við fólk sem sagði farir sínar ekki sléttar í sam­skiptum við SJ og deild henn­ar. Í byrjun apr­íl, eftir að málið hafði verið í fréttum vikum sam­an, birti Berl­ingske frétt sem segja má að hafi verið kornið sem fyllti mæl­inn. Blaða­menn­irnir höfðu kom­ist að því að lækn­ir­inn, SJ, er í raun rétt­inda­laus. Hefur ekki þá menntun sem þarf til að gegna yfir­manns­stöðu af þessu tagi en þar er kraf­ist lækn­is­mennt­unar og við­bótar sér­mennt­un­ar. Blaða­menn Berl­ingske höfðu sér til mik­illar undr­unar upp­götvað þetta þegar þeir slógu nafni SJ upp í gagna­banka heil­brigð­is­yf­ir­valda. Þegar Berl­ingske greindi frá rétt­inda­leys­inu var sam­göngu­ráð­herr­anum nauð­ugur einn kost­ur: að reka SJ á staðn­um, og jafn­framt var starf­semi fyr­ir­tækis henn­ar, doct­or­s.dk stöðv­uð. Þetta gerð­ist fyrir rúmri viku, 19. apr­íl.

SJ kærð

Umferð­ar­stofa lagði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, 24. apríl fram kæru á hendur SJ. Þar er hún sökuð um alvar­leg brot í starfi og hafa vís­vit­andi beitt blekk­ingum í því skyni að hagn­ast per­sónu­lega. Í kæru Umferð­ar­stofu kemur einnig fram að þess séu mörg dæmi að þeir sem hafi ann­ast heil­brigð­is­skoðun flug­manna, flug­liða og flug­um­sjón­ar­manna undir stjórn SJ hafi ekki haft rétt­indi til slíkrar skoð­unar (fluglækn­ar).

Tvö þús­und manns inn­kall­aðir til skoð­unar

Danskir fjöl­miðlar greindu frá því nú fyrir helgi að allt að tvö þús­und manns, flug­menn og flug­um­sjón­ar­menn verði kall­aðir inn til heil­brigð­is­skoð­un­ar. Það er sá hópur sem farið hefur í slíka skoðun á síð­ast­liðnum tólf mán­uð­um.

Sam­göngu­nefnd þings­ins hefur boðað rann­sókn á vinnu­brögðum Umferð­ar­stof­unn­ar. Einn nefnd­ar­manna sagði í blaða­við­tali að nauð­syn­legt væri að kom­ast til botns í hvernig á því gæti staðið að rétt­inda­laus ein­stak­lingur gæti árum saman gegnt hárri stöðu. Enn­fremur hvernig á því stæði að ekk­ert mark væri tekið á margend­ur­teknum kvört­unum og þeim vísað frá.

Í lokin er rétt að geta þess að Agn­ete Schrøder flug­maður fékk flug­skír­teini sitt til baka, eftir tvo mán­uði, ásamt afsök­un­ar­beiðni frá Umferð­ar­stof­unni. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún krefj­ist bóta vegna tekju­miss­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar