Skuggahliðar íþróttanna

Þjálfarar keppnisfólks í íþróttum beita ýmsum aðferðum við þjálfunina. Krafan um árangur hefur iðulega skuggahliðar sem lítið er talað um og jafnvel reynt að þegja í hel.

swimming.jpg
Auglýsing

Fyrir tveimur vikum sýndi danska sjón­varp­ið, DR, þátt­inn ,,Svømmestjerner – Under overfla­den. Þessi þáttur fjall­aði um þær aðferðir sem þjálf­arar danska kvenna­lands­liðs­ins í sundi beittu um margra ára skeið, en ekki þó síður um afleið­ing­arnar sem aðferðir þjálf­ar­anna höfðu í för með sér.

Árið 2002 ákvað stjórn Danska Sund­sam­bands­ins að efla til muna þjálfun danska kvenna­lands­liðs­ins i sundi. Með nán­ari sam­vinnu við Team Dan­mark (stofnun sem hefur yfir­um­sjón með og styrkir fram­úr­skar­andi íþrótta­fólk) fékk Sund­sam­bandið mun meira fé til starf­sem­inn­ar. 

Í byrjun mars árið 2003 tók nýr þjálf­ari, Ástr­al­inn Mark Regan, við þjálfun dönsku lands­lið­anna í sundi. Mark Regan var þekktur sund­þjálf­ari og stjórn Danska sund­sam­bands­ins batt miklar vonir við ráðn­ingu hans. Á þessum tíma var æfinga­að­staða lands­lið­anna í Farum á Norð­aust­ur-­Sjá­landi. Fljót­lega eftir að Mark Regan hóf störf kom í ljós að hann beitti öðrum aðferðum við þjálfun­ina en Danir áttu að venj­ast. Það hafði vissu­lega spurst út að þjálf­ar­inn væri skap­mik­ill en fæstir áttu  von á að hann grýtti stólum og öðrum lausa­munum á sund­laug­ar­bakk­anum til og frá með til­heyr­andi hróp­um. Það voru þó aðrir þættir í fari þjálf­ar­ans sem vöktu athygli ann­arra þjálf­ara sem unnu í sund­mið­stöð­ini í Far­um. 

Auglýsing

Niðr­andi ummæli og vigtað í allra við­ur­vist  

Jens Frederik­sen var einn þeirra þjálf­ara sem dag­lega vann í sund­mið­stöð­inni þegar Mark Regan hóf störf. Eins og aðrir varð hann vitni að fram­komu og hátta­lagi nýja þjálf­ar­ans gagn­vart stúlkum í kvenna­lands­lið­inu. Síðla árs 2004 ákvað Jens Frederiksen, eftir að hafa um nokk­urra mán­aða skeið fylgst með kollega sín­um, að senda  for­manni Danska sund­sam­bands­ins tölvu­póst. Þar lýsti hann áhyggjum sínum vegna fram­komu lands­liðs­þjálf­ar­ans sem nið­ur­lægði stúlk­urnar með ýmsum hætti. Þær voru allar skyld­aðar til að stíga á vigt­ina dag­lega, í allra aug­sýn, og svo dundu athuga­semdir þjálf­ar­ans á þeim. Hvort þær hefðu verið í rjóma­köku­kapp­áti í gær og annað í þeim dúr. Innan sund­sam­bands­ins giltu ann­ars þær reglur að hver og einn skyldi vigtaður í ein­rúmi (vigt­unin átti ekki að vera skylda) og þyngdin væri einka­mál. Jens Frederik­sen fékk aldrei svar við tölvu­póst­inum og ekk­ert breytt­ist. Jens Frederik­sen sagði síðar í við­tali að ekki hefði farið fram­hjá sér, og mörgum öðrum, að stúlk­unum í lands­liðs­hópnum liði ekki vel undir stjórn Mark Reg­an. Um sama leyti og Jens Frederik­sen sendi áður­nefndan tölvu­póst hætti Mette Jac­ob­sen, ein besta sund­kona Dan­merkur fyrr og síð­ar, að æfa undir stjórn Mark Regan og fór að æfa undir stjórn ann­ars þjálf­ara í annarri sund­mið­stöð. Mette Jac­ob­sen dró ekki dul á að hún hefði hætt að æfa með lands­lið­inu vegna fram­komu Mark Regan, við sig og aðrar stúlk­ur.  Hún hætti keppn­issundi árið 2006, hafði þá unnið til 36 verð­launa á Evr­ópu­mótum og heims­meist­ara­mót­um, þar af 10 gull­verð­launa.



Grun­semdir nær­ing­ar­ráð­gjafans

Í apríl árið 2005 voru Mark Regan þjálf­ari og Lars Søren­sen íþrótta­stjóri kall­aðir á fund Önnu Ottes­en, nær­ing­ar­ráð­gjafa Team Dan­mark. Á fund­inum lagði hún til að þegar í stað yrði hætt að vigta sund­kon­urn­ar. Hún sagð­ist óttast, og teldi sig vita, að sumar stúlkn­anna bein­línis sveltu sig, af ótta við þjálf­arann, og það gæti haft alvar­legar afleið­ing­ar, ekki síst á sál­ar­á­stand­ið. Þjálf­ar­inn og íþrótta­stjór­inn sam­þykktu til­lögur nær­ing­ar­ráð­gjafans og Team Dan­mark sendi nýjar reglur varð­andi vigtun og fleira til allra þjálf­ara. Þessar reglur breyttu hins­vegar engu, Mark Regan fór sínu fram og eng­inn hjá sund­sam­band­inu lyfti svo­mikið sem litlafingri til að stöðva hátta­lag hans. 

Átrösk­un, kvíði og þung­lyndi

Áhyggjur Önnu Ottesen nær­ing­ar­ráð­gjafa reynd­ust á rökum reist­ar. Ein þeirra stúlkna sem aðferðir Mark Regan höfðu mikil áhrif á er Jea­nette Ottesen. Eftir að hún hafði í þrjú ár æft undir stjórn Mark Regan hætti hún að mæta á æfingar undir hans stjórn. Þetta var árið 2006. Hún þjáð­ist þá af átröskun og þung­lyndi. Henni tókst þó að yfir­vinna erf­ið­leik­ana og byrj­aði aftur að æfa, fyrst á eigin spýtur en síðan með lands­lið­inu árið 2008, en þá hætti Mark Regan sem lands­liðs­þjálf­ari. Jea­nette Ottesen hefur unnið til 50 alþjóð­legra verð­launa, fleiri en nokkur önnur dönsk sund­kona. Í við­tali við danska útvarpið fyrir skömmu sagði hún að aðeins hefði munað hárs­breidd að aðferðir Mark Regan hefðu eyði­lagt feril sinn. 

Ekki allar jafn heppn­ar 

Ekki voru allar stúlkur jafn heppnar og Jea­nette Ottesen. Í áður­nefndum sjón­varps­þætti um sund­stjörn­urnar var rætt við nokkrar stúlkur sem voru í fremstu röð en brotn­uðu undan álag­inu og aðferðum Mark Reg­an. Ein þeirra er Kathrine Jørg­en­sen, hún var talin ein efni­leg­asta sund­kona Dan­merk­ur. Frá­sögn hennar um bar­áttu við þung­lyndi og átröskun er áhrifa­mik­il. Eftir að hafa verið dvalið á geð­deild um skeið byrj­aði hún aftur að æfa, í Esbjerg. Þegar hún var kölluð til lands­liðsæf­inga komst hún fljótt að því að allt var við það sama, Mark Regan skip­aði öllum að stíga á vigt­ina og gerði athuga­semdir svo allir við­staddir heyrðu. Þetta var til þess að Katr­hine Jørg­en­sen hætti algjör­lega allri sund­þjálfun og dvaldi aftur um skeið á geð­deild. Hún glímir enn við þung­lyndi.

Paulus Wildeboer og Mich­ael Hinge  

Mark Regan hætti, eins og áður sagði, sem lands­liðs­þjálf­ari árið 2008. Hafi sund­fólkið ímyndað sér að þá tæki annað og betra við varð­andi þjálfun­ina skjátl­að­ist því. Hol­lend­ing­ur­inn Paulus Wildeboer tók við sem lands­liðs­þjálf­ari og hann not­aði nákvæm­lega sömu aðferðir og Mark Regan hafði gert. Nið­ur­lægði stúlk­urnar og vigt­unin fór fram í allra aug­sýn með til­heyr­andi athuga­semd­um. Og aðferð­irnar frá Mark Regan náðu ekki ein­ungis til lands­liðs­ins í flokki full­orð­inna. Dan­inn Mich­ael Hinge sem tók við sem þjálf­ari ung­linga­lands­liðs­ins í sundi árið 2005 not­aði nákvæm­lega sömu aðferð­ir. Meðal þeirra sem voru undir hans stjórn sem þjálf­ara var Sidse Kehlet. Árið 2011, þegar hún var á fimmt­ánda ári, var Sidse Kehlet besta sund­kona Evr­ópu í sínum ald­urs­flokki. En hún fékk að kenna á aðferðum Mich­ael Hinge. Í við­tali við DR  sagði hún frá því að Mich­ael Hinge hefði notað hvert tæki­færi til að gera grín að sér, kallað hana feitu Sid­se. Hún tók aðfinnslur þjálf­ar­ans mjög nærri sér, gerði allt sem hún gat til að létt­ast en eftir að hún hafði misst 10 kíló á tveimur mán­uðum sagði lík­am­inn stopp. Hún þjáð­ist af átröskun og þung­lyndi og árið 2014, hætti hún allri sund­iðkun, að lækn­is­ráði. Sidse Kehlet glímir enn við þung­lyndi og er háð lyfj­u­m. 

Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi en þau eru miklu fleiri.

Rétt er að nefna að frá árinu 2012 hefur reglum um vigtun sund­fólks, verið fylgt. Mark Regan býr í Ástr­alíu og er kom­inn  á eft­ir­laun. Hann vildi ekki veita danska sjón­varp­inu við­tal en sagði þó við frétta­mann að hann teldi sig ekki hafa gert neitt rangt í starfi sínu.  

Paulus Wildeboer lést árið 2014 og Mich­ael Hinge starfar sem sund­þjálf­ari hjá Sund­fé­lag­inu í Hol­bæk á Sjá­landi. Hann vildi ekk­ert segja þegar frétta­menn danska sjón­varps­ins höfðu sam­band við hann.

Sund­sam­bandið getur engu svarað en ráð­herra vill skýr­ing­ar 

For­svars­menn Danska sund­sam­bands­ins hafa litlu getað svarað  þegar leitað hefur verið svara við því hvernig þetta, sem allir við­ur­kenna að átti sér stað, gat gerst. Sund­kon­urnar segja að þær hafi ein­fald­lega ekki þorað að segja neitt af ótta við að falla úr náð­inni. Mette Bock ráð­herra menn­ing­ar- og íþrótta­mála óskaði eftir skýr­ingum sund­sam­bands­ins en þótti þær ófull­nægj­andi og kall­aði full­trúa sund­fólks og sund­sam­bands­ins á sinn fund. Ráð­herr­ann seg­ist vilja tryggja að þetta sem átti sér stað hjá sund­sam­band­inu á árunum 2003 til 2012 geti ekki end­ur­tekið sig og vill fá afdrátt­ar­lausar skýr­ingar á aðgerða­leysi for­svars­manna sund­sam­bands­ins. ,,Það þarf að tala um hlut­ina en ekki þegja. Við viljum ná árangri en það má ekki kosta hvað sem er“ sagði ráð­herr­ann.

Þátt­ur­inn um sund­kon­urnar var sá fyrsti í þátta­röð danska sjón­varps­ins um íþrótta­fólk og átrask­an­ir. Í þátt­unum sem fylgdu í kjöl­farið kom fram að átrask­anir og þung­lyndi eru ekki bundin við sund­fólk.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar