Hjartahlaupararnir

Fimmtíu þúsund Danir eru dag og nótt fúsir að hlaupa af stað og aðstoða fólk sem fengið hefur hjartaáfall. Slík aðstoð getur skipt sköpum meðan beðið er eftir sjúkrabíl og lækni.

Hjartahlaupari
Auglýsing

Frá síð­ustu alda­mót­um, einkum þó á síð­asta ára­tug, hefur sjúkra­húsum í Dan­mörku fækkað mik­ið. Árið 2007 voru sam­tals 76 sjúkra­hús í land­inu öllu en í dag eru þau 56. Jafn­framt eru þau sjúkra­hús sem hafa sól­ar­hrings neyð­ar­vakt nú 21 tals­ins, en árið 2007 voru þau 40.

Eins og ofan­greindar tölur bera með sér hefur sjúkra­hús­þjón­usta í Dan­mörku breyst mik­ið. Sjúkra­hús­unum hefur fækkað en þau sem eftir standa eru mun öfl­ugri en áður og betur í stakk búin til að takast á við sífellt flókn­ari, sér­hæfð­ari og erf­ið­ari verk­efni.

Ákvarð­anir um fækkun sjúkra­húsa hafa verið mjög umdeild­ar. Eng­inn vill missa sjúkra­húsið úr sínu nágrenni en hin öra tækni­þró­un, með auknum kostn­aði (meðal ann­ars vegna hærri með­al­ald­urs þegn­anna) hefur leitt til þess­arar breyt­ing­ar. Breyt­ingin hefur í för með sér að nú er, fyrir marga, mun lengri leið á sjúkra­hús­ið. Þetta á einkum við um dreif­býl­ið.

Auglýsing

Lengri bið eftir sjúkra­bílnum

Í Dan­mörku er rekstur sjúkra­bíla í höndum einka­fyr­ir­tækja, rekst­ur­inn jafnan boð­inn út til nokk­urra ára í senn. Sama gildir um sjúkra­þyrl­ur. Fyr­ir­tækin sem ann­ast rekst­ur­inn reyna að gæta ítr­ustu hag­kvæmni og á síð­ustu árum hefur „út­gerð­ar­stöðv­un­um“ ef svo má að orði kom­ast fækkað nokk­uð. Það getur þýtt lengri bið eftir sjúkra­bíl, eða þyrlu og sú bið getur skipt sköp­um. Ekki síst þegar um er að ræða hjarta­á­fall. 

Í Danmörku er rekstur sjúkrabíla í höndum einkafyrirtækja, reksturinn jafnan boðinn út til nokkurra ára í senn. Mynd: EPA

Sjúkra­flutn­inga­fyr­ir­tækin full­yrða að fækkun stöðv­anna hafi lítil sem engin áhrif, sam­göngur verði sífellt betri og bíl­arnir því fljót­ari í för­um. Skýrslur sýna að á und­an­förnum árum hefur tím­inn sem sjúkra­bíll­inn er á leið á áfanga­stað víða lengst, en hvergi styst. Aðal­á­stæður þess að ferða­tími sjúkra­bíl­anna hefur lengst eru tvær: síaukin umferð á veg­unum og lengri leið á næsta sjúkra­hús. Síð­ar­nefnda ástæðan gildir líka um þyrlurn­ar.

Hjarta­stuð­tækin

Flestir kann­ast við hjarta­stuð­tækin svo­nefndu. Þau voru fundin upp fyrir nokkrum ára­tug­um, áður var hjarta­hnoð og blást­urs­að­ferð helstu aðferðir til end­ur­lífg­un­ar. Fyrst í stað var notkun hjarta­stuð­tækj­anna bundin við sjúkra­hús og lækna­stof­ur. Um síð­ustu alda­mót komu á mark­að­inn hjarta­stuð­tæki sem voru mun ódýr­ari og hand­hæg­ari en þau sem áður höfðu þekkst. Og það sem meira var, þessi tæki voru svo ein­föld í notkun að þau kröfð­ust engrar kunn­áttu not­and­ans. Í dag er þessi tæki mjög víða að finna, á heim­ilum og vinnu­stöð­um. Í Dan­mörku eru nú um það bil 22 þús­und hjarta­stuð­tæki og fer ört fjölg­andi. En þótt tækin séu til staðar er þörfin fyrir þá sem kunna „hjálp í við­lög­um“ áfram mik­il. Um fjögur þús­und Danir fá árlega hjarta­stopp, utan sjúkra­húsa.

Hjarta­hlaupararnir og hjarta­stuð­tækin

Tryg er nafnið á einu stærsta trygg­inga­fé­lagi Dan­merk­ur. Í tengslum við félagið er sjóð­ur, Tryg­Fonden. Þessi sjóður sinnir alls kyns verk­efnum sem lúta, á einn eða annan hátt, að öryggi og vel­ferð borg­ar­anna. Sjóð­ur­inn hefur gefið hund­ruð hjarta­stuð­tækja til stofn­ana í Dan­mörku, þar á meðal skóla og hjúkr­un­ar­heim­ila.

Þann 1. sept­em­ber árið 2017 voru stofn­uð, undir stjórn Tryg­Fonden sam­tök sem nefn­ast Hjer­teløbere, Hjarta­hlauparar. Fyrst í stað var starf­semin bundin við suð­ur- og vest­ur­hluta Sjá­lands en hefur síðan breiðst út til ann­arra lands­hluta. Þeir sem vilja ganga til liðs við sam­tökin þurfa að vera fúsir til að hlaupa af stað þegar kall kemur og fá enn­fremur þjálfun í ,,hjálp í við­lög­um“. Ætl­unin var að koma upp þéttu neti hjarta­hlaupara um land allt. Danir sýndu þessu mik­inn áhuga og nú eru Hjarta­hlaupararnir um það bil 56 þús­und, og fer fjölg­andi. Tryg­Fonden hefur enn­fremur unnið að skrán­ingu hjarta­stuð­tækja í því skyni að vita nákvæm­lega hvar slík tæki er að finna.

Hvernig virkar þetta?

Til að útskýra hvernig hjarta­hlaupara­kerfið virkar er kannski nær­tæk­ast að taka dæmi, yfir­fært á Ísland.

Mað­ur, staddur í afmæl­is­veislu í húsi í efri byggðum Kópa­vogs fær hjarta­á­fall. Strax er hringt í neyð­ar­núm­erið eftir sjúkra­bíl og um leið er stað­setn­ing­in, í efri byggðum Kópa­vogs, sjálf­krafa til­kynnt til Hjarta­hlaupara­nets­ins. Sam­tímis er sent út sms boð, gegnum næsta end­ur­varpsmast­ur, til fimmtán til tutt­ugu hjarta­hlaupara, sem staddir eru á svæð­inu, innan 1500 metra. Ef eng­inn þeirra svarar er svæðið stækkað í 3 kíló­metra. Pípið í sím­anum er öðru­vísi en venju­legt sms merki og hjarta­hlaupararnir rjúka upp til handa og fóta til aðstoðar mann­inum með hjarta­á­fallið en heim­il­is­fangið fá þeir líka sent með sms skila­boð­un­um. Jafn­framt fá hjarta­hlaupararnir boð um hvar næsta hjarta­stuð­tæki sé að finna. Hjarta­hlaup­ari sem staddur er í nágrenni tæk­is­ins grípur það með sér og kemur svo til aðstoð­ar. Reynslan sýnir að venju­lega eru fimm til tíu hjarta­hlauparar sem bregð­ast við.

Í stuttu máli sagt hefur þetta virkað mjög vel. Í nær helm­ingi til­vika hafa hjarta­hlaupararnir verið komnir tals­vert á undan sjúkra­bílnum og það hefur skipt sköp­um.

Enn í mótun

Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske sagði tals­maður Tryg­Fonden að hjarta­hlaupara­kerfið væri enn í mót­un. Hann kvaðst þess full­viss að hjarta­h­laup­urum ætti eftir að fjölga til muna á næstu árum. Aðsókn að nám­skeiðum fyrir hjarta­hlaupara væri mikil sem væri jákvætt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar