Mynd: EPA

Einn af fimm dómurum ekki óhlutdrægur í Al Thani-málinu en málsmeðferð annars eðlileg

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð íslenskra dómstóla í Al Thani-málinu hafi í meginatriðum verið eðlileg. Einn af fimm dómurum Hæstaréttar sem dæmdi í málinu hafi hins vegar ekki verið óhlutdrægur vegna starfa sonar hans fyrir Kaupþing.

Efast má um hvort Árni Kol­beins­son, einn þeirra fimm dóm­ara sem kváðu upp sak­fell­ing­ar­dóm í Hæsta­rétti í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða, hafi verið nægi­lega óhlut­drægur til að dæma í mál­inu. Ástæðan fyrir því er sú að Kol­beinn Árna­son, sonur hans, starf­aði sem fram­­kvæmda­­stjóri lög­­fræð­is­viðs slita­bús Kaup­­þings á árunum 2008 til 2013. Hann starf­aði einnig hjá Kaup­­þingi áður en skila­­nefnd var skipuð yfir bank­ann. Þetta er nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða sem birt var í morgun.

End­ur­upp­töku­nefnd hafði áður kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki hefði verið vafi á hlut­drægni Árna í mál­inu.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hafn­aði hins vegar öðrum atriðum sem fjór­menn­ing­arnir sem hlutu dóm í Al Than­i-­mál­inu kærðu til hans með afger­andi hætti. Þau atriði snéru að því að þeir töldu að brotið hefðu verið á rétti þeirra til rétt­látrar máls­með­ferðar með til­liti til aðgangs þeirra að gögn­um, hvort þeir hefðu fengið nægan tíma til að und­ir­búa málsvörn sína og að þeir hafi verið hindr­aðir í að leiða fram vitni í mál­inu. Þar var sér­stak­lega átt við Al Thani sjálfan og aðstoð­ar­mann hans, Sheik Sultan Al Thani. Þá töldu fjór­menn­ing­arnir að brotið hefði verið á þeim þegar sím­töl þeirra við lög­menn hefðu verið hlust­uð. Í því til­felli taldi Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn að menn­irnir hefðu átt að fara í skaða­bóta­mál fyrir íslenskum dóm­stól­um.

Því var nið­ur­staða dóm­stóls­ins að öðru leyti sú að máls­með­ferð íslenskra dóm­stóla í Al Than­i-­mál­inu hafi að öðru leyti verið eðli­leg.

Menn­irnir fjór­ir: Sig­­­urður Ein­­­ar­s­­­son, ­fyrr­ver­andi stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Kaup­­­þings, Hreiðar Már Sig­­­urðs­­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­­stjóri Kaup­­­þings, Magnús Guð­­­munds­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Kaup­­­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­­­son, sem átti tæp­­­lega tíu pró­­­sent hlut í Kaup­­­þing­i ­fyrir fall hans, fóru fram á að fá 100 þús­und evr­ur, tæp­lega 13,9 millj­ónir króna, í bætur hver vegna máls­ins. Auk þess fóru þeir fram á að fá end­ur­greiddan máls­kostnað fyrir íslenskum dóm­stólum og fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um. Hreiðar Már vildi fá 61 milljón króna, Sig­urður 33,2 millj­ónir króna, Ólafur 38,8 millj­ónir króna og Magnús 43,9 millj­ónir króna. Sam­tals voru end­ur­greiðslu­kröfur þeirra upp á um 177 millj­ónir króna og bóta­kröfur voru upp á 55,4 millj­ónir króna.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið ætti að greiða hverjum og einum fjór­menn­ing­anna tvö þús­und evr­ur, 277 þús­und krón­ur, auk vaxta. Öðrum fjár­kröfum var hafn­að.

Hreiðar Már sagði við mbl.is í morgun að nið­ur­staðan gefi von um end­ur­upp­töku þess fyrir íslenskum, dóm­stól­um. Ólafur Ólafs­son sagði í til­kynn­ingu sem send var út fyrir hans hönd að hann teldi að nið­ur­staðan sýndi fram á að hann hefði ekki notið „rétt­látr­ar­ ­máls­með­ferðar og úrlausnar fyrir óvil­höllum dóm­stól­um, sem er einn af horn­steinum rétt­ar­rík­is­ins.“ Hann kall­aði nið­ur­stöð­una enn fremur fulln­að­ar­sig­ur.

Keypti hlut í Kaup­þingi á ögur­stundu

Al Than­i-­málið snýst um kaup Mohamed bin Khalifa Al Thani, sem til­heyrir kon­ungs­fjöl­skyld­unni í Katar, á 5,01 pró­sent hlut í Kaup­þingi fyrir 25,6 millj­arða króna þann 22. sept­em­ber 2008, skömmu fyrir banka­hrun, án þess að hann þyrfti að leggja út eina ein­ustu krónu. Við það yrði Al Thani þriðji stærsti hlut­hafi bank­ans.

Kaup­þing, sem var selj­andi hlut­ar­ins myndi líka lána fyrir kaup­unum að öllu leyti, en Al Thani gekkst í sjálfs­á­byrgð fyrir hluta láns­ins sem honum var veitt.

Fram­kvæmd við­skiptan­ana var eft­ir­far­andi: Kaup­þing lán­aði tveimur félögum skráðum til heim­ils á Tortóla-eyju í Bresku Jóm­frú­areyj­unum um 12,8 millj­arða króna hvoru fyrir sig. Annað félagið hét Ser­val Tra­d­ing og var í eigu Mohammed Al Thani. Hitt hét Ger­land Assets og var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar. Þessi tvö félög lán­uðu svo þriðja aflands­fé­lag­inu, Choice Stay frá Kýp­ur, sem var líka í eigu Ólafs, alla fjár­mun­ina sem Kaup­þing hafði lánað þeim.

Þaðan voru þeir lán­aðir til íslensks félags í eigu Al Thani, Q Iceland Hold­ing. Dótt­ur­fé­lag þess félag, Q Iceland Fin­ance, keypti svo 5,01 pró­sent hlut­inn í Kaup­þingi.

Staða bank­ans sögð sterk

Greint var frá kaup­unum mánu­dags­morg­un­inn 22. sept­em­ber 2008, fyrir opnun mark­aða. Þar sem að Sheikh Mohammed hafði keypt rétt yfir fimm pró­sent voru kaupin flögg­un­ar­skyld. Það þurfti að senda til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar. Hún var birt 8:55 að íslenskum tíma.

Í henni var meðal ann­ars haft eftir Sheikh Mohammed Al Thani: „Við höfum fylgst náið með Kaup­þingi í nokkurn tíma og teljum þetta góða fjár­fest­ingu. Staða Kaup­þing er sterk og við höfum trú á stefnu og stjórn­endum bank­ans, enda hefur Kaup­þing náð góðum árangri við þær erf­iðu aðstæður sem nú eru á mark­aðnum og sýnt fram á getu til þess að breyt­ast og laga sig að nýjum veru­leika í banka­starf­semi. Við lítum á hlut okkar í Kaup­þingi sem lang­tíma­fjár­fest­ingu og hlökkum til að eiga góð sam­skipti við stjórn­endur bank­ans."

Al Thani sagði síðar við starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara að hann ræki ekki minni til þess að hafa séð umrædda frétta­til­kynn­ingu né að hafa lagt henni til ummæli.

Hreiðar Már fór líka í við­töl við fjöl­miðla og lýsti yfir ánægju sinni með við­skiptin og sagði þau lýsandi fyrir það alþjóð­lega traust sem Kaup­þing nyti. Í við­tali við RÚV sagði hann að kaupin væru til marks um traust til bank­ans. „Ég held þetta styrki bank­ann. Það er ljóst að það er óraun­hæft fyrir okkur að sækja mikið meira fjár­magn til íslenskra fjár­festa, bank­inn er orð­inn það stór og ef við ætlum að halda áfram að vaxa á alþjóð­legum mark­aði þá verðum við að ná í alþjóð­lega fjár­festa.“

End­ur­greiddi Kaup­þingi en taldi sig blekktan

Kaup­þing féll svo nokkrum dögum síð­ar, nánar til­tekið 9. októ­ber 2008. Við það varð eign­ar­hlutur Al Thani verð­laus.

Sheikh Al Thani hafði ekki ein­ungis fengið lán­aða pen­inga til að kaupa hluti í Kaup­þingi, hann fékk líka 50 millj­óna dala inn í aflands­fé­lag sitt Brooks Tra­d­ing. Það voru pen­ingar sem hann gat ráð­stafað að vild og grunur lék á, sam­kvæmt mati rann­sak­enda, að væri fyr­ir­fram­greiðsla til hans fyrir að taka þátt í svoköll­uðum CLN-við­skiptum fyrir Kaup­þings, en saka­mál vegna þeirra er nú til með­ferðar í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. CLN-við­skipti Al Thani komust aldrei á kopp­inn.

Þann 8. októ­ber 2008, eftir þrýst­ing frá fólk­inu í kringum Sheikh Al Thani, ákvað Kaup­þing í Lúx­em­borg að selja þessar 50 millj­ónir dali til Kaup­þings á Íslandi á geng­inu 250 krónur á dal. Það gengi var langt yfir skráðu gengi íslenskrar krónu á þessum tíma, sem var 126,8 krónur á dal. Gengið sem Kaup­þing keypti dali Sheiks­ins á skil­aði honum nán­ast sömu upp­hæð og hann skuld­aði vegna kaupa sinna í hluta­bréfum í bank­anum sem myndu verða verð­laus degi síð­ar, eða rúm­lega 12,5 millj­örðum króna.

Þessar krónur voru not­aðar til að greiða inn á skuld Ser­val Tra­d­ing Group, aflands­fé­lags Sheikhs­ins, sem hann var að hluta til í per­sónu­legri ábyrgð fyr­ir. Við það varð tapið af kaup­unum á 5,01 pró­sent hlutnum á Kaup­þing fært að nær öllu leyti yfir á bank­anum sjálf­an.  

Frá því að til­­kynnt var um kaup Al Thani 22. sept­­em­ber 2008 og þangað til að við­­skiptum með bréf Kaup­­þings var hætt 8. októ­ber sama ár urðu alls um 2.700 við­­skipti með bréf í Kaup­­þingi. Velta þeirra var tæp­­lega 34 millj­­arðar króna.

Slitabú Kaup­þings reyndi mjög að end­ur­heimta 50 milljón dala lánið sem Brooks fékk og var notað til að gera Sheikh Al Thani „heilan“ gagn­vart öðrum lánum sem hann var með hjá Kaup­þingi. Búið vildi meina að þetta lán, sem var án ábyrgð­ar, hefði verið notað til að losa Sheikh Al Thani undan per­sónu­legri ábyrgð hans á öðru og stærra láni sem veitt hafði verið til að kaupa hlut í Kaup­þingi. Í mars 2012 var greint frá því að slita­búið ætl­aði sér að stefna Al Thani vegna máls­ins og að málið yrði rekið fyrir íslenskum dóm­stól­um. Tæpu ári síðar náð­ist hins vegar sam­komu­lag um upp­gjör sem varð til þess að fallið var frá öllum mála­rekstri. Það sam­komu­lag fól í sér að Al Thani greiddi til baka 26 millj­ónir dala.

Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem sat í slita­stjórn Kaup­þings á þessum tíma, bar vitni um þetta upp­gjör við aðal­með­ferð Al Than­i-­máls­ins. Hann sagði að Sheikh Al Thani hefði talið að bú Kaup­þings ætti enga kröfu á hann og „miðað við við­brögð lög­manna hans taldi hann sig vera fórn­ar­lamb í þessum við­skipt­u­m.“ Jóhannes Rúnar bætti við að það mætti „túlka við­brögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum við­skipt­u­m.“

Mál lög­manna líka fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stólnum

Al Than­i-­málið var tekið til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og menn­irnir fjórir ákærðir snemma árs 2012.

Upp­haf­lega átti máls­með­ferð í Al Than­i-­mál­inu að fara fram í apríl 2013 en hún frestað­ist þegar að Gestur Jóns­son og Ragnar H. Hall, verj­endur Sig­urðar Ein­ars­sonar og Ólafs Ólafs­son­ar, sögðu sig frá mál­inu þremur dögum áður en að aðal­með­ferð átti að fara fram. Þeir sögð­ust gera þetta vegna þess að réttur skjól­stæð­inga þeirra til rétt­látrar máls­með­ferðar og jafn­ræðis hefði verið þver­brot­inn. Þetta varð til þess að fresta þurfti aðal­með­ferð máls­ins um ótil­greindan tíma.

Gestur og Ragnar voru dæmdir í rétt­ar­fars­sekt fyrir athæfið og þurftu að greiða milljón krónur hvor. Þeir kærðu þá nið­ur­stöðu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok októ­ber í fyrra að íslenska ríkið hefði ekki gerst brot­legt þegar það sektaði lög­menn­ina. Í byrjun maí 2019 var til­kynnt að yfir­deild dóm­stóls­ins myndi taka fyrir mál lög­mann­anna tveggja.

Fyrsta málið af mörgum

Dómur féll í Al Than­i-­mál­inu í hér­­aðs­dómi Reykja­víkur í mál­inu 12. des­em­ber 2013 og voru sak­­born­ing­­arnir fjórir allir dæmdir til fang­els­is­vist­­ar. Þann 12. febr­úar 2015 var sak­fell­ing þeirra stað­fest af Hæsta­rétti. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­­urður fjögur ár, Ólafur og Magn­ús ­fjögur og hálft ár. Það var fyrsta málið yfir fyrr­ver­andi stjórn­endum Kaup­þings sem nið­ur­staða fékkst í í Hæsta­rétti.

Sam­­kvæmt dómnum beindust brot mann­anna fjög­­urra að öllum almenn­ingi og fjár­­­mála­­mark­aðnum hér á landi í heild. Tjónið sem brotin leiddu af sér, bæði beint og óbeint, yrði sam­­kvæmt Hæsta­rétti ekki metið til fjár. Hann sagði að um væri að ræða alvar­­leg­­ustu glæpi sem „nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­­kvæmd varð­andi efna­hags­brot[...]Á­kærðu, sem ekki hafa sætt refs­ingu fyrr, eiga sér engar máls­bæt­­ur“.

Um var að ræða þyngstu dóma sem fallið höfðu í efna­hags­brota­málum í Íslands­sög­unni.

Alls hafa fimm saka­mál verið höfðuð á hendur Hreið­ari Má. Tveimur þess­arra mála er lokið með sak­fell­ingu fyrir Hæsta­rétti, einu er lokið með sak­fell­ingu í Lands­rétti , einu er lokið með sak­fell­ingu í hér­aðs­dómi, eitt var ómerkt í Hæsta­rétti og vísað aftur til hér­aðs­dóms þar sem það er til umfjöll­unar nú. Hreiðar Már hefur þegar hlotið refs­ingu sem fyllir sex ára refsiramma sem kveðið er á um í lög­um.

Magnús hefur hlotið þrjá refsi­dóma sem hafa skilað honum fjög­urra og hálfs fang­els­is­dóm­um. Þá er Magnús einn ákærðu í CLN-­mál­inu sem enn er til með­ferðar fyrir dóm­stól­um.

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, hefur hlotið tvo refsi­dóma, í Al Than­i-­mál­inu og stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu. Í því fyrra hlaut hann fjög­urra ára fang­els­is­dóm og fyrir hið síð­ara hlaut hann eins árs hegn­ing­ar­auka. Hann er auk þess á meðal sak­born­inga í áður­nefndu CLN-­mál­inu.

Ólafur Ólafs­son hefur hlotið einn dóm, í Al Than­i-­mál­inu. Þar var hann dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar