Útgerðarfélag Reykjavíkur kaupir allan hlut Kaupfélagsins í Brimi

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brim, hefur keypt allan hlut Kaupfélags Skagfirðinga í sjávarútvegsrisanum Brimi á tæplega átta milljarða króna.

HBGrandi
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt félagið FISK-Seafood eignarhaldsfélag ehf., sem átti 196,5 milljónir hluti í Brimi, áður hét HB Grandi, af Kaupfélagi Skagfirðinga. Um er að ræða alla hluti þess í Brimi. Gengið sem viðskiptin fara fram á er 40,4 krónur á hlut, sem er yfir síðasta skráða gengi á markaði, en virði hvers hlutar í Brimi var 38,35 krónur við lok viðskipta á föstudag. Gera þarf upp kaupin fyrir 1. desember næstkomandi.

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er langstærsti eigandi Brims, mun því greiða rúmlega 7,9 milljarða króna fyrir hlutina. For­­stjóri Brims, Guð­­mundur Krist­jáns­­son, er stærsti hlut­hafi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur. Eignarhlutur þess í Brimi, sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og það eina slíka sem er skráð á hlutabréfamarkað, er nú 48,44 prósent samkvæmt flöggunartilkynningu sem send var í til Kauphallar í nótt. 

Í þeirri eignarhlutartölu er þó ekki tekið tillit til hlutafjáraukningar sem samþykkt var á hluthafafundi í Brimi 15. ágúst síðastliðinn þar sem ákveðið var að auka hlutafé um 133 milljónir hluta, 7,3 prósent, og nota það til að kaupa allt hlutafé í sölu­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi, frá Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­arða króna. 

Auglýsing
Því stefnir í að Útgerðarfélag Reykjavíkur eigi tæplega 56 prósent hlut í Brimi ef sú hlutafjáraukning verður skráð. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar kemur hins vegar fram að félagið stefni að því að eignarhlutur þess í Brimi verði undir helmingi hlutafjár til framtíðar.

Kaupfélagið ný búið að kaupa í Brimi

Kaupfélag Skagfirðinga er einungis búið að halda á þorra þeirra hluta sem það seldi nú einum helst samkeppnisaðila sínum í sjávarútvegi á Íslandi í nokkra daga. Það keypti alls 151,5 milljón hluti, á rétt tæp­lega fimm millj­arða króna, seinni hluta ágústmánaðar af Gildi líf­eyr­is­sjóði. 

Da­víð Rúd­ólfs­son, for­­stöð­u­­maður eigna­­stýr­ingar og stað­­geng­ill for­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­sjóðs, sagði við Kjarninn að ástæða söl­unnar væru við­skipti Brims við stærsta hlut­hafa félags­ins, sam­þykkt höfðu verið á hlut­hafa­fundi vikuna áður. Við­skiptin snérust um áðurnefnd kaup Brims á öllu hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi, frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­arða króna. 

Auglýsing
Davíð sagði að við­skiptin hafi verið óheppi­leg og að nið­ur­staða hlut­hafa­fundar síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, þar sem hlut­hafar sam­þykktu við­skipt­in, hafi verið von­brigði. „Veg­ferðin sem félagið virð­ist vera á með end­ur­teknum og umfangs­miklum við­skiptum við stærsta hlut­hafa og for­stjóra félags­ins er óásætt­an­leg. Afleið­ingin er sú að eign­ar­haldið á HB Granda er orðið með þeim hætti að við teljum rétt að hverfa á braut.“

Milljarða viðskipti við stærsta eigandann

Umrædd sölu­­fé­lög keypti Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur af Icelandic Group í lok árs 2015. Engar upp­­lýs­ingar eru um hver verð­mið­inn á þeim var í árs­­reikn­ingum Icelandic Group frá þeim tíma né í árs­­reikn­ingi þáver­andi eig­anda félags­­ins, Fram­taks­­sjóðs Íslands. 

Kaupin á sölu­­fé­lög­unum verða ekki einu við­­skiptin sem átt hafa sér stað milli Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur og Brim, frá því að fyrr­nefnda félagið varð stærsti hlut­hafi Brim í fyrra. Seint á síð­­asta ári sam­­þykkti fram­halds­­að­al­fundur kaup á Ögur­vík, sem gerir út skipið Vigra RE, á 12,3 millj­­arða króna, af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur. Gildi var einnig mót­fallið þeim kaup­um.

Þess má geta að Útgerðarfélag Reykjavíkur hét Brim árum saman, en breytti nafni sínu þegar það keypti stóran hluta í HB Granda. Nafni HB Granda var svo breytt í Brim í síðasta mánuði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar