Bára Huld Beck Alexander Guschanski og Rafael Wildauer
Bára Huld Beck

Jöfnuður engin ógn við efnahaginn – Þvert á móti stuðlar hann að hagsæld

Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwhich háskóla, voru staddir á Íslandi á dögunum og spjölluðu við Kjarnann um óhefðbundnar hagfræðikenningar.

Íslend­ingar kann­ast vel við hag­sveiflur og má segja að þær séu grafnar í þjóð­arsál­ina. Hug­tök eins og óða­verð­bólga, efna­hag­sóró­leiki og geng­is­fall eru því fólki hér á landi kunnug og sumum ofar­lega í huga þegar talað er um launa­hækk­an­ir. Þá er orð­ræðan um efna­hags­kerfið oft tengd við orð eins og stöð­ug­leika og and­stæðan við það er launa­skrið eða „höfr­unga­hlaup“.

Þó eru ekki allir hag­fræð­ingar á þeirri skoðun að launa­hækk­anir leiði til óða­verð­bólgu eða ólgu í efna­hags­kerf­inu, heldur þvert á móti geti jöfn­uður haft jákvæð og mis­mun­andi efna­hags­leg áhrif á sam­fé­lög.

Alex­ander Guschanski og Raf­ael Wildauer, lekt­orar í hag­fræði við Greenwhich háskól­ann í London, voru hér á landi fyrir ekki svo löngu síðan en þeir héldu fyr­ir­lestur á vegum Efl­ingar og ASÍ í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Þeir eru meðal þeirra sem telja að jöfn­uður geti haft góð áhrif á hag­kerf­ið.

Lokuð vinnu­stofa fór fram á meðan dvöl þeirra stóð á Íslandi þar sem mark­miðið var að skapa tæki­færi fyrir sér­fræð­inga til að eiga í frjóu og gagn­rýnu sam­tali um hag­þróun og jöfn­uð. Fjallað var um efni eins og fjár­fest­inga­drif­inn vöxt, tengsl tekju­dreif­ingar og hag­vaxtar og opin­bera fjár­fest­ing­ar­stefnu út frá sam­fé­lags- og umhverf­is­sjón­ar­mið­um. Guschanski og Wildauer leiddu dag­skrána með fyr­ir­lestrum auk þess sem þátt­tak­endur fengu tæki­færi til að skipt­ast á skoð­unum og miðla af fag­þekk­ingu sinni um þau mál sem voru til umræðu.

Þeir félagar hafa víða komið við á ferl­inum en Guschanski er frá Þýska­landi og tók við stöðu lekt­ors hjá Greenwich háskóla í ágúst á síð­asta ári. Hann nam BSc í hag­fræði við Freie háskól­ann í Berlín, MA í stjórn­mála­hag­fræði við Kingston háskóla í London og doktor í hag­fræði við Greenwich háskóla. Rann­sóknir hans í vinnu­mark­aðs­hag­fræði rekja orsakir tekju­dreif­ingar og atvinnu­leys­is. Rann­sóknir hans í alþjóða­hag­fræði mið­ast að orsökum efna­hags­legs ójafn­vægis á heims­vísu. Stór hluti gagna­vinnslu hans byggir á rekstr­ar­hag­fræði­legum grein­ingum á gögnum á vett­vangi iðn­geira og fyr­ir­tækja.

Raf­ael Wildauer er, eins og áður seg­ir, lektor í deild alþjóð­legra við­skipta og hag­fræði við Greenwich háskóla en hann á rætur að rekja til Aust­ur­rík­is. Áður starf­aði hann sem lektor í rekstr­ar­hag­fræði við við­skipta­fræði­deild Kingston háskóla. Hann útskrif­að­ist sem doktor í hag­fræði frá Kingston háskóla undir leið­sögn Eng­el­bert Stock­hammer og lauk grunn­námi og meist­ara­námi í hag­fræði við Vín­ar­há­skóla.

Rann­sóknir Raf­ael Wildauer eru á fjórum svið­um. Fyrst má nefna rann­sóknir á áhrifum sem breyt­ingar í tekju­dreif­ingu hafa á hag­vöxt og skuld­setn­ingu heim­ila. Í öðru lagi töl­fræði­leg grein­ing á dreif­ingu auð­legðar heim­il­anna, byggt á könn­un­um. Í þriðja lagi þróun þjóð­hag­fræði­legra lík­ana til að útbúa spár og greina upp­bygg­ing­ar­stefnu. Loks grein­ing þjóð­hags­reikn­inga, þar sem litið er til tak­mark­ana í mæl­ingu á vel­ferð heim­ila frekar en á tekjum og útgjöld­um, sem og á bjag­anir í lands­fram­leiðslu og við­skipta­gögnum vegna skattaund­an­skota fyr­ir­tækja.

Ef launa­jöfn­uður minnkar kemur það niður á stórum hópi

Guschanski og Wildauer segja í sam­tali við Kjarn­ann að kenn­ingar þeirra og sýn á hag­fræð­ina sé ekki bylt­ing­ar­kennd en stríði þó á vissan hátt á móti „hinu hefð­bundna“ sem kennt er í hag­fræð­inni.

Guschanski telur í fyrsta lagi að rétt sé að taka fram að Ísland hafi komið frekar vel út í könn­unum miðað við önnur OECD lönd er varðar jöfnuð og bendir hann á að jöfn­uður hafi auk­ist gíf­ur­lega allt fram að hrun­inu 2018. Jöfn­uð­ur­inn hafi þó ekki náð sömu hæðum og á tíunda ára­tugnum og í lok þess níunda.

Í öðru lagi sé jöfn­uður oft tengdur ýmsum stofn­unum í sam­fé­lag­inu en þar séu verka­lýðs­fé­lögin í burð­ar­hlut­verki. Í þriðja lagi vill hann benda á að ef laun hækka ekki í sam­ræmi við fram­leiðni landa eða ef launa­jöfn­uður minnkar í efna­hags­kerf­inu þá komi það niður á stórum hópi fólks. Þar af leið­andi muni hækkun launa verða þess vald­andi að dreif­ing launa muni hafa jákvæð áhrif á hag­kerf­ið, sem og hag­vöxt. Þetta eigi sér­stak­lega við þegar mörg lönd vinna að þessu mark­miði í sam­ein­ingu. Þá á Guschanski sér­stak­lega við lönd sem eiga í nánum við­skipta­tengslum og í til­felli Íslands mætti nefna Norð­ur­löndin og Mið-­Evr­ópa.

Alexander Guschanski og Rafael Wildauer voru staddir hér á landi í byrjun september síðastliðins.
Bára Huld Beck

Aukin neysla hefur viss vanda­mál í för með sér

Wildauer segir að þeir vilji leggja áherslu á það sem liggi til grund­vallar skipt­ingu þátta­tekna – milli launa og hagn­aðar – „sem sagt að ef við viljum búa til jafn­ari skipt­ingu og auka hlut­deild launa í efna­hagnum þá þurfa laun á til­teknu tíma­bili að hækka hraðar en fram­leiðni eykst.“ Hann segir að gullna reglan sé sú að launa­upp­hæðir ættu að hækka á sama hraða og verð­bólga og fram­leiðni. Það leiði af sér stöð­ug­leika í dreif­ingu, „þannig að ef maður vill hækka laun þá þurfa þau að hækka hraðar en hinir tveir þætt­irn­ir.“ Það sé gagn­leg þum­al­putta­regla til að hafa í huga.

„Þessi efna­hags­bati sem við erum að tala um myndi grund­vall­ast á neyslu­spreng­ingu af því að ef laun hækka hratt þá mun það aðal­lega leiða af sér meiri neyslu, sem mun aug­ljós­lega hafa viss vanda­mál í för með sér,“ segir Wildauer. Þá á hann sér­stak­lega við vanda­mál er varða auk­inn útblástur og aukn­ingu í fram­leiðslu á rusli. Það sé ekki sjálf­bær hag­vaxt­ar­leið.

„Þannig að tvær aðgerðir þurfa að fylgja með; ann­ars vegar fyrir fólk með há laun, þá ætti að koma á móti jafn­gild fækkun vinnu­tíma svo að, í stað þess að nota fram­leiðni­aukn­ingu til að fá fólk til að auka neysl­una, sé fram­leiðni­aukn­ingin notuð til að bæta við frí­tím­ann,“ segir hann. Það ætti, að þeirra mati, að vera hluti af pakk­an­um, ásamt grænni fjár­fest­ingu, af því að það ætti að snú­ast um það ann­ars vegar að halda neyslu­aukn­ingu í skefjum og hins vegar um að end­ur­skipu­leggja orku­fram­leiðslu frá grunni – ef bar­áttan gegn lofts­lags­breyt­ingum sé tekin alvar­lega. Hann telur þó að þetta sé minni hindrun á Íslandi en í öðrum lönd­um. Til þess að fá þetta í gegn þurfi sam­einað átak í rann­sóknum og aukna menntun en líka með því að setja upp orku­ver með óhefð­bundnum afl­gjöf­um.

Minni fyr­ir­staða en áður

Wildauer segir að venju­lega myndi slíkt hafa í för með sér gríð­ar­mikla efna­hags­lega útþenslu, það er aukn­ingu á rík­is­út­látum til að reisa ný orku­ver þar sem til að mynda sól­ar- eða vind­orka yrði nýtt.

Hann bendir á að í mörgum löndum sé þetta ill­fram­kvæm­an­legt vegna þess að þá myndu skuldir rík­is­ins aukast. Það megi ekki ger­ast; að rík­is­sjóðir drukkni í skuldum og vaxta­greiðsl­um.

„Við erum þeirrar skoð­unar að þetta sé þó mun minni fyr­ir­staða en áður var talið, ann­ars vegar vegna þess að stýri­vextir hafa aldrei verið lægri og mörg ríki geta fengið lán með nei­kvæðum vöxtum og hins vegar vegna þess að nýlegar rann­sóknir leiða í ljós lang­tíma áhrif útþenslu rík­is­út­gjalda,“ segir hann.

Þær leiði í ljós að lang­tíma áhrif sam­dráttar í rík­is­út­látum séu veru­lega nei­kvæð. „Nú er hér ólíku saman að jafna; útþenslu og sam­drætti í rík­is­út­gjöldum en skila­boðin eru þau að áhrif auk­inna rík­is­út­gjalda á hlut­fallið milli skulda og lands­fram­leiðslu eru mikið minna áhyggju­efni en talið var. Að ef átak leiðir af sér útþenslu þá muni hlut­fallið milli skulda og lands­fram­leiðslu hald­ast óbreytt eða þá að bilið muni jafn­vel minnka. Nýlegar rann­sóknir renna stoðum undir þá til­gát­u,“ segir hann.

Svig­rúm til að hækka ákveðna skatta

Wildauer telur að þetta skipti aðal­lega máli í Evr­ópu­löndum sem eru hvort eð er með mikið atvinnu­leysi. „Við ættum ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af skulda­á­hrif­unum til lang­frama. Ef við, á hinn bóg­inn, ákveðum að við viljum ekki leggja í þessar fjár­fest­ingar ein­vörð­ungu með skuldum þá teljum við að það sé einnig svig­rúm til að hækka jað­ar- og auð­legð­ar­skatta,“ segir hann.

Nú hafi aukn­ing ójöfn­uðar í launum og eignum mikið verið í umræð­unni und­an­farið og útkoman gefi til kynna að það séu í raun valda­hlut­föll samn­ings­að­ila en líka munur á skatta­pró­sentum milli landa og frá einu tíma­bili til ann­ars, sem leiða þetta af sér.

„Nú er mjög ólík­legt að tækni­þró­unin hafi verið gjör­sam­lega ólík í þessum lönd­um, þó svo að oft sé sagt að þetta stafi af tækninýj­ungum og af vél­væð­ingu í störfum og að aðeins fólkið með hæsta mennt­un­ar­stigið hafi fengið að njóta góðs af því, en ef það væri satt þá ættum við að hafa séð svipað mynstur í öllum heim­in­um,“ segir hann og bætir því við að svo hafi ekki orð­ið. „Svo varð ekki, lík­lega vegna ólíkra stofn­ana sem leika mjög ólík hlut­verk. Ef svo er þá munu breyt­ingar í valda­hlut­föllum samn­ings­að­ila og breytt skatta­stefna vera mik­il­vægir þættir í bar­átt­unni fyrir því að draga úr ójöfn­uði. Einnig er hægt að nota þessi verk­færi til að fjár­magna fjár­fest­ingar ef áhyggjur eru fyrir hendi varð­andi skuldir rík­is­ins.“

Efsta prósentið á Íslandi þénar næstum helmingi meira en neðri fimmtíu prósentin.

Þeir Guschanski og Wildauer telja að 1 pró­sent af lands­fram­leiðslu væri raun­hæft tekju­tak­mark fyrir auð­legð­ar­skatt í Bret­landi sem myndi mið­ast við hálfrar eða einnar millj­ónar punda mark­ið. „Við teljum að þetta ætti líka að vera hluti af stefnu­pakk­anum sem hefur það tvennt að mark­miði að draga úr ójöfn­uði og hefja þá mark­vissu umbreyt­ingu varð­andi lofts­lags­málin sem er nú orðin nauð­syn­leg,“ segir Wildauer.

Íslend­ingar mega enn bæta sig

En hvað hafa þeir félagar að segja um Ísland í þessu sam­hengi? Guschanski segir að í umræðum þeirra hér á landi hafi tvö atriði vakið athygli. „Ann­ars vegar er á Íslandi einn lægsti tekju­munur milli ein­stak­linga í heim­inum öll­um. Á Íslandi er jafn­ari skipt­ing gæða en í ýmsum öðrum lönd­um. En til að við skiljum hvaða þýð­ingu það hefur að á Íslandi er gæðum enn hlut­falls­lega mjög jafnt skipt þá er mik­il­vægt að hafa í huga að þetta er afstætt. Efsta pró­sentið á Íslandi þénar næstum helm­ingi meira en neðri fimm­tíu pró­sent­in,“ segir hann.

Þannig að þó svo að Ísland standi sig mjög vel – og meg­in­á­stæða þess að árang­ur­inn hér er svona góður séu stofn­an­irnar sem standa vörð um verka­lýðs­rétt­indi og samn­ings­styrk verka­lýðs­ins, stærstu verka­lýðs­hreyf­ingu miðað við höfða­tölu og yfir­grips­mestu kjara­samn­inga í heimi – þá mega Íslend­ingar enn bæta sig á ýmsum svið­um.

Hitt atriðið sem kom upp ansi oft hafi verið ótt­inn við verð­bólgu. „Hvað ger­ist ef laun hækka? Mun verð­bólgan þá rjúka upp? Við hverju er að búast í slíku til­felli?“ voru spurn­ingar sem brunnu á fólki.

Guschanski segir að slíkar áhyggjur séu mjög skilj­an­leg­ar, hann sé sjálfur mjög vanur slíkri umræðu þar sem hann ólst upp í Þýska­landi. Hann bendir í því sam­hengi á að rann­sóknir hafi sýnt að hærri laun hafa ekki mikil áhrif á verð­bólgu. Þrátt fyrir að hún geti auk­ist eitt­hvað, þá séu ekki vís­bend­ingar um að launa­hækk­anir leiði til óða­verð­bólgu.

Jöfn dreif­ing auðs lausnin til þess að við­halda stöð­ug­leika

Varð­andi það sem Íslend­ingar þurfa sér­stak­lega að huga að, að þeirra mati – þar sem hag­kerfið er mjög lít­ið  og taka með í reikn­ing­inn er ákveðið varn­ar­leysi vegna gengi gjald­mið­isl­ins. „Þá er mik­il­vægt að forð­ast það að verða fyrir stórum áföllum en það er auð­vitað auð­veld­ara sagt en gert,“ segir Guschanski.

„Ég tel að mark­miðið fyrir Ísland sé að við­halda sjálf­bæru hag­fræði­mód­eli sem hrynur ekki skyndi­lega þótt eitt­hvað bjáti á. Ég tel enn fremur að jöfn dreif­ing auðs gæti verið lausnin til þess að við­halda stöð­ug­leika. Þá verður hag­kerfið fjöl­breytt­ara í stað­inn fyrir að ein­blínt sé á ein­hvern sér­stakan geira,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal