Bára Huld Beck

Vinna að pólitískri sátt

Dregist hefur á langinn hjá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að leggja fram fjölmiðlafrumvarpið svokallað. Frumvarpið er töluvert umdeilt en ráðherra stefnir á að leggja það fram á haustþingi. Segir hún að verið sé að fínpússa ýmis atriði og vinna að pólitískri sátt.

Frum­varp um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla er enn í und­ir­bún­ingi en stefnt er að því að leggja það fram á haust­þing­i.“ Þetta kemur fram í svari mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans þegar innt var eftir svörum varð­andi stöðu frum­varps­ins. Ekki var unnt að fá nán­ari upp­lýs­ingar um tíma­setn­ing­u. 

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sagð­ist í febr­úar síð­ast­liðnum vera sann­færð um að ná frum­varpi sínu um end­­ur­greiðslur til fjöl­miðla í gegnum rík­­is­­stjórn en það var tekið fyrir á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í byrjun maí. Breyt­ingar voru gerðar á því frum­varpi sem kynnt var í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda í jan­úar síð­­ast­liðn­um.

Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20. maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­­­ar­­leyf­­i. 

Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­ur­lönd­unum um ára­bil. 

Þátt­taka RÚV á aug­lýs­inga­­­mark­aði umdeild

Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­ingur rík­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­þætt­­­ur. Ann­­­ars vegar verður stuðn­­­ingur í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta kostn­aðar af rit­­­stjórn­­­­­ar­­­störf­um, en að hámarki er hann 50 millj­­­ónir króna á fjöl­mið­il. Hins vegar er talað um stuðn­­­ing sem myndi nemi allt að 5,15 pró­­­sent af launum starfs­­­fólks á rit­­­stjórn sem fellur undir lægra skatt­­­þrep tekju­skatts­­­stofna. 

Árlegur kostn­aður er met­inn 520 millj­­­ón­ir, en fyrri hug­­­myndir gerðu ráð fyrir 350 millj­­­ón­­­um. Breyt­ingar á hlut­verki eða tekju­­­stofnum RÚV voru ekki hluti af frum­varp­inu en í grein­­ar­­gerð­inni segir að stefnt sé að því að skoða tekju­­upp­­­bygg­ingu RÚV fyrir árs­­lok 2019. Eins og kunn­ugt er hefur þátt­­­taka RÚV á aug­lýs­inga­­­mark­aði, sam­hliða tekjum af útvarps­­­gjaldi, verið umdeild.

Lilja Alfreðsdóttir kynnti fyrst frumvarpið í lok janúar á þessu ári.
Bára Huld Beck

Verið að fín­pússa ýmis atriði

Í sér­stöku svari frá ráð­herra til Kjarn­ans kemur fram að umfang stærstu frum­varpa ráðu­neyt­is­ins á þessu haust­þingi – nýtt lána­sjóðs­frum­varp, sviðs­lista­frum­varpið og fjöl­miðla­frum­varpið – hafi vaxið og frum­varps­vinnan tekið lengri tíma en ráð hafi verið fyrir gert. „Sviðs­lista­frum­varpið og frum­varp um nýjan Mennta­sjóð náms­manna eru til­búin en vinnu við fjöl­miðla­frum­varpið er ekki lok­ið,“ segir í svari Lilju.

Þar sé verið að fín­pússa ýmis atriði og vinna að póli­tískri sátt um það lýð­ræð­is­lega mik­il­væga mál, að fjöl­miðlar starfi í rekstr­ar­um­hverfi sem geri þeim kleift að blómstra og sinna sínu mik­il­væga sam­fé­lags­hlut­verki. „Eins og fram hefur komið horfum við til for­dæma hjá nágrönnum okkar á Norð­ur­lönd­un­um, þar sem stuðn­ingur við fjöl­miðla hefur skilað góðum árangri.“

Þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar tölu­vert á eftir áætlun

Fram kom í frétt Kjarn­ans í gær að ein­ungis helm­ingur þeirra frum­varpa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar sem voru á þing­­mála­­skrá í sept­­em­ber, sem voru alls 26, hefðu verið lögð fram í lok þar­síð­­­ustu viku, eða 13 tals­ins. Þá hafði ein af þremur þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögum sem voru á þing­­mála­­skrá í sept­­em­ber verið lagðar fyrir Alþingi á sama tíma.

Í októ­ber átti, sam­­kvæmt þing­­mála­­skrá, að leggja fram 36 frum­vörp. Þann 18. októ­ber höfðu tvö þeirra verið lög fyrir Alþingi. Þá höfðu fimm af 14 þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögum sem eru á þing­­mála­­skrá í októ­ber verið lagðar fyrir Alþingi. Síðan 18. októ­ber hafa þrjú frum­vörp rík­­is­­stjórnar verið lögð fram. Rík­is­stjórnin hefur auk þess lagt tvö frum­vörp fram á Alþingi sem ekki eru á þing­­mála­­skrá á yfir­­stand­andi þing­i.

Bára Huld Beck

And­staða við frum­varpið

Tölu­verða and­stöðu mátti greina við fjöl­miðla­frum­varpið þegar það kom fyrst fram en hún birt­ist hjá sumum þing­­mönnum Sjálf­­stæð­is­­flokks, meðal ann­­ars hjá Óla Birni Kára­­syni og Ásmundi Frið­­riks­­syni. Óli Björn skrif­aði grein í Morg­un­­blaðið í upp­­hafi febr­ú­ar­mán­aðar þar sem hann sagði meðal ann­ars: „Skil­­­virk­asta leiðin til að styrkja rekstr­­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla er lækk­­­un skatta. Styrkt­­­ar- og milli­­­­­færslu­­­kerfi er versta leið­in.“

Ásmundur skrif­aði grein á vef­inn Eyj­­ar.­­net þar sem hann líkti vænt­an­­legum end­­ur­greiðslum til fjöl­miðla við búvöru­­samn­ing­um, sem kosta að með­­al­tali 13,2 millj­­arða króna á tíu ára gild­is­­tíma sín­­um. Ásmundur sagði í grein­inni að frum­varpið gerði meðal ann­­ars „ráð fyrir að skoð­un­­ar­bræður sem skapa sér vett­vang í fjöl­miðlun og oft eru nefndir mykju­dreifarar verði vel tryggðir og gætu fengið hlut­­falls­­lega hæstu fram­lög­in.“

23 umsagnir bár­ust

Frum­varpið var lagt fram í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda og lauk sam­ráð­inu þann 16. febr­úar síð­ast­lið­inn. Alls bár­ust 23 umsagn­ir, flestar frá einka­reknum fjöl­mið­l­um, með marg­hátt­uðum og ólíkum athuga­­semd­­um. Stærstu einka­reknu miðlar lands­ins gerðu miklar athuga­­semdir við veru RÚV á aug­lýs­inga­­mark­aði í sínum umsögn­­um. 

Þá vildi Torg ehf., útgef­andi Frétta­­blaðs­ins, að íviln­unum yrði breytt þannig að skil­yrð­i til end­­­ur­greiðslu kostn­aðar verð­i breytt þannig að ­­rit­­­stjórn­­­­­ar­efn­i verð­i að lág­­­marki ver­a 30 pró­­­sent í stað 40 pró­­­sent hjá mið­l­in­­­um. „Ástæða þess er sú að við ­­laus­­­lega taln­ing­u á þessu hlut­­­fall­i í Frétta­­­blað­in­u er ­­ljóst að ­­blað­ið er á ­­mörk­um þess að ­­upp­­­­­fylla skil­yrð­ið. Ef slík­­ lög væru ­­sett og ­­stærsti ­­prent­mið­ill lands­ins ­­gæt­i ekki ­­feng­ið ­­styrk ­­vegna þess að hann ­­upp­­­­­fyllt­i ekki skil­yrð­in er ­­ljóst að lög­­in væru að eng­u ­­leyt­i að ­­ná til­­­­gang­i sín­­­um.“ Torg lagði einnig til að end­­ur­greiðslu myndu ná helst til rit­­stjórna sem væru með fleiri en 20 starfs­­menn sem myndi þýða að þrír einka­reknir aðil­­ar, Torg, Árvakur og Sýn, myndu fá þorra end­­ur­greiðslna.

Þetta er í fyrsta sinn sem lagt er fram frum­varp sem við­ur­kenndir vanda einka­rek­inna fjöl­miðla og er staða þeirra því í fyrsta sinn komin á dag­skrá stjórn­mál­anna.

Lilja sagði í Silfr­inu dag­inn eftir að sam­ráði lauk að þetta væri fyrsta skrefið af nokkrum til að rétta við stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi og að það væri í anda þeirra end­­ur­greiðslu­­kerfa sem þegar hefur verið komið á fót varð­andi kvik­­mynda­­gerð, bóka­út­­­gáfu og nýsköpun hér­­­lend­­is. Þetta væri í fyrsta sinn sem lagt væri fram frum­varp sem við­­ur­­kenndi vanda einka­rek­inna fjöl­miðla og staða þeirra væri því í fyrsta sinn komin á dag­­skrá stjórn­­­mál­anna.

Segir frjálsu fjöl­miðl­ana eiga við ofurefli að etja gagn­vart Rík­is­út­varp­inu

Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, er ein þeirra sem gagn­rýnir frum­varpið en hún fjall­aði um málið á bloggi sínu í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. „Árið 2006 rætt­ist loks sá draumur Egils Skalla-Gríms­sonar að silfri yrði sáldrað yfir þing­heim til að valda upp­námi og áflog­um. Þá voru sam­þykkt lög sem gerðu stjórn­mála­flokk­ana nær alger­lega háða reip­togi um það skot­silfur skatt­greið­enda sem er til skipt­anna á Alþingi. Nokkru síðar tók við áður óþekkt langvar­andi upp­lausn í íslenskum stjórn­málum og stefnir nú hrað­byri í að hver maður verði með sinn flokk því þannig hámarka menn sinn hlut í silfr­inu. Jafn­vel flokkar sem ná ekki kjöri eiga von um hlut að upp­fylltum vægum skil­yrð­u­m,“ skrifar hún.

Sigríður Á. Andersen Mynd: Bára Huld BeckHún heldur áfram: „Nú eru uppi hug­myndir um að íslenskir fjöl­miðlar fari sömu leið og flokk­arnir og verði upp á fram­lög úr rík­is­sjóði komn­ir. Hug­myndin kemur svo sem ekki upp úr þurru. Frjálsu fjöl­miðl­arnir eiga við ofurefli að etja gagn­vart Rík­is­út­varp­inu. RÚV fær nokkur þús­und millj­ónir á ári frá almenn­ingi óháð því hvort menn nýta sér þjón­ustu þess. Rík­is­fyr­ir­tækið nýtir þessa for­gjöf einnig til að draga til sín aug­lýs­inga­tekj­ur.“

Sig­ríður segir að í stað þess að laga þetta „órétt­læti gagn­vart almenn­ingi og einka­reknu miðl­unum með því að draga úr þving­uðum fram­lögum almenn­ings til Rík­is­út­varps­ins“ vilji sumir stjórn­mála­menn nú bæta í órétt­lætið gagn­vart skatt­greið­end­um. Það eigi að gera með því að skatt­greið­endur verði einnig þving­aðir til að ger­ast styrkt­ar­menn hjá alls kyns einka­reknum miðl­um, dag­blöð­um, útvarps­stöðvum og blogg­síð­um.

„Því fylgja sér­stök ónot að hið svo­kall­aða fjórða vald verði háð rík­inu á þennan hátt. Fjöl­miðlar munu árlega þurfa að blanda sér í bar­átt­una um úthlut­un­ar­regl­urnar og sækja að því búnu sam­eig­in­lega að fjár­veit­inga­vald­inu um að auka fram­lögin frá skatt­greið­end­um. Eru fjöl­miðlar lík­legir til að veita stjórn­völdum aðhald á sama tíma og þeir eru á slíkum fóðrum?“ spyr hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar