Birgir Þór Harðarson

Meirihluti þingmanna fæðist inn í stjórnmálaelítuna

Nýlega kom út bók eftir Dr. Hauk Arnþórsson en þar veltir hann fyrir sér stjórnmálaelítunni á Íslandi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það halli verulega á ákveðna hópa, einkum þá sem eru minna menntaðir, verr ættaðir, hafa veika þjóðfélagsstöðu, á konur og þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Dr. Haukur Arn­þórs­son gaf nýverið út bók­ina Um Alþingi – Hver kennir kenn­ar­an­um? en athygli vakti í fjöl­miðlum við útgáf­una umræða um stöðu kvenna á Alþingi. Hér verður ekki farið í þann kafla, heldur verður athygl­inni beint að svo­kall­aðri stjórn­mála­el­ítu á Íslandi en Haukur skoðar hvort alþing­is­menn séu fremur úr hærri lögum þjóð­fé­lags­ins en lægri. Hann bendir á að stjórn­mála­el­ítan sé mik­il­væg­asta elíta sam­fé­lags­ins og reyni aðrar elítur að hafa áhrif á hana. 

Yfir­stétt er sam­kvæmt nor­rænum skil­grein­ingum ann­ars vegar þeir sem eru með sterka ætt­ar­stöðu og hins vegar þeir sem eru úr hæstu lögum þjóð­fé­lags­ins. Meiri­hluti þing­manna á Íslandi er úr yfir­stétt, en minni­hluti hefur ætt­ar­tengsl og annar minni­hluti er úr hæstu lögum þjóð­fé­lags­ins. Saman mynda þessir tveir hópar yfir­stétt­ina.

En áður en áfram er haldið er nauð­syn­legt að skilja hug­takið elíta. Haukur tekur það fram að það sé notað yfir hóp eða hópa ein­stak­linga sem hafa hlut­falls­lega meiri völd en fjöldi þeirra segir til um. Þegar talað er um vald elítu sé fremur átt við aðstöð­una til að hafa áhrif á ákvarð­ana­töku í sam­fé­lag­inu en eig­in­lega beit­ingu þess. Um það hverjir hafi raun­veru­lega mögu­leika á að stjórna. Í bók­inni er ekki bent á ein­stak­linga sem til­heyra stjórn­mála­el­ít­unni, en sagt frá því hvað ein­kenni hana og hópa henn­ar. 

Stjórn­mála­el­ítan er grund­vallar­el­ítan

Haukur segir að menn geti orðið hluti af elítu á tvennan hátt, verið fæddir í hóp­inn eða áunnið sér þá stöð­u. 

„Jafnan er reiknað með því að margar elítur séu í hverju lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi og er oft miðað við að þær séu í aðal­at­riðum í stjórn­mál­um, atvinnu­lífi og stórum félaga­sam­tök­um, auk sér­stakra elítna í mennta­lífi, miðl­un, listum o.s.frv. Stjórn­mála­el­ítan er grund­vallar­el­ítan vegna stöðu sinnar gagn­vart rík­is­vald­inu og allar hinar reyna að hafa áhrif á hana og tengj­ast henn­i,“ kemur fram í bók­inn­i. 

Haukur telur jafn­framt að elíta sé ekki nei­kvætt orð í sjálfu sér. Þótt hægt sé að hugsa sér alger­lega stétt­laust sam­fé­lag, þá hafi slíkt sam­fé­lag aldrei verið til og nútíma lýð­ræð­is­þjóð­fé­lag kalli á leið­sögn og þar með leið­toga. Lyk­il­at­riði sé hins vegar hversu opnar elítur séu. Opin­leiki stjórn­mála­el­ít­unnar sé mik­il­vægur til að lýð­ræðið fái að blómstra. Opin­leiki elítu sé mældur með tvennu, það er hverjir kom­ist í hana og hversu hratt hún end­ur­ný­ist. 

Þá kemur fram hjá Hauki að á sein­ustu árum hafi stjórn­mála­fræð­ingar lagt aukna áherslu á þátt stjórn­mála­el­ít­unnar við að ná félags­legum og efna­hags­legum árangri.

Birgir Þór Harðarson

Þetta sé lýð­ræð­is­leg nálgun og hafi þann boð­skap að lít­ill árangur geti leitt til mik­illar end­ur­nýj­unar í stjórn­mála­el­ít­unni, til dæmis í kosn­ing­um. Reynsla síð­ustu ára­tuga sýni að stjórn­mála­el­ítur sem horfa fram hjá alvar­legum deilum og jafn­vel átök­um, kúgun og nið­ur­læg­ingu kyn­þátta eða stétta, mik­illi mis­skipt­ingu auðs eða mik­illi fátækt séu ekki lík­legar til lang­líf­is. Árangur sé þá að ein­hverju leyti mældur í ánægju almenn­ings, frelsi hans, lýð­rétt­indum og vel­sæld. Þá sé nokkuð rætt um sam­keppni milli elítna, aðskilnað þeirra og lýð­ræð­is­leg áhrif slíks aðskiln­að­ar.

„Stundum er því haldið fram að tog­streita ríki milli ólíkra sjón­ar­miða við val á stjórn­mála­mönn­um. Ann­ars vegar eigi þeir að hafa mennt­un, reynslu og getu til þess að sinna störfum sín­um, og styðja slík sjón­ar­mið elít­is­ma, og hins vegar skuli þeir end­ur­spegla þjóð­ina,“ skrifar Hauk­ur.  

Í raun­veru­leik­anum sé þessi tog­streita varla mjög mik­il­væg, enda bendi stjórn­mála­fræð­ingar á að almenn við­mið séu hug­mynda­fræði­legur grund­völlur vest­rænna stjórn­mála, ekki sjón­ar­mið ein­hvers konar sam­fé­lags­úr­vals. Það sé ekki sér­fræði­þekk­ing sem veitir ákvörð­unum stjórn­mála­manna lög­mæti, heldur almenn yfir­sýn og grein­ing á aðal­at­riðum hvers máls. Breyti hér engu þótt mál séu tækni­lega flókin – úr þeirri flækju vinni aðr­ir. Almenn við­mið séu því hin far­sæla hug­mynda­fræði­lega nálg­un.

Sam­setn­ing stjórn­mála­el­ít­unnar önnur en ann­arra elítna

Haukur bendir enn fremur á að stjórn­mála­el­ítan hafi marg­hátt­aða sér­stöðu. Hún hafi mikið meira stofn­ana­legt vald en aðrar elít­ur. Hún hafi mið­læga stöðu í rík­is­kerf­inu og auk þess mikla mögu­leika á að hafa áhrif á almenn­ing. Sam­setn­ing stjórn­mála­el­ít­unnar sé líka önnur en ann­arra elítna. Hæsta­rétt­ar­dóm­ari þurfi til að mynda að vera leið­andi lög­fræð­ingur með langa starfs­reynslu og meðal ann­ars dóm­ara­reynslu, en ekki mað­ur­inn af göt­unni – en stjórn­mála­menn eigi að vera full­trúar almenn­ings, og skipti kjós­endur og kosn­ingar hér lyk­il­máli. 

„Talið hefur verið að ákveðið sam­hengi sé milli opin­leika stjórn­mála­el­ít­unnar og sam­loð­unar elítna almennt og mögu­legrar hóp­vit­und­ar. Þessar kenn­ingar um sam­hengi hinna fræði­legu hug­taka eru kenndar við John Scott,“ skrifar Haukur en hann leggur fram töflu til að úrskýra hug­tökin bet­ur:



Samhengi opinleika elítna og samloðunar þeirra og hópvitundar Mynd: Um Alþingi – Hver kennir kennaranum? e. Dr. Hauk Arnþórsson



Hann segir að þegar talað sé um lágt stig opin­leika sé átt við að stjórn­mála­el­ítan end­ur­nýi sig einkum frá hópi með ákveðna þjóð­fé­lags­stöðu, en hátt þýði hið gagn­stæða – að hlut­föll þjóð­fé­lags­hópa í elít­unni end­ur­spegli þjóð­ina og einkum að yfir­stéttir séu ekki í hærra hlut­falli en fjöldi í þeim segir til um. Þá mið­ist stig opin­leika einnig við tíðni útskipt­inga, sem í til­viki Íslend­inga væri það hversu lengi þing­menn sitja á Alþing­i. 

Sam­loðun sýni hins vegar hversu þétt tengdar elítur séu og þá um leið hvort þær hafi hóp­vit­und og hvort það ríki eins­leitni í skoð­un­um, við­horfum og gildum milli elítna. Þessi ein­kenni beri merki um sam­starf milli elítna. Síð­ast en ekki síst fóstri sam­loðun og ekki síður hóp­vit­und lárétt sam­skipti milli elítna, þannig að kröfur frá lægra settum stéttum nái ekki fram að ganga, þær ógni ekki gagn­kvæmum skiln­ingi sam­loð­andi elítna og geti ekki eflt sam­keppni milli og innan þeirra.

Þingsetning haustið 2015
Birgir Þór Harðarson

„Í sjálfu sér felst alltaf ákveðin ógn við lýð­ræðið í starfi elítn­anna, eins og leiða má af fram­an­sögðu. Auk þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd kemur síðan til­hneig­ing allra valda­að­ila til að við­halda stöðu sinn­i,“ segir í bók­inn­i. 

Haukir bendir á að kenn­ingar um stjórn­mála­el­ít­una séu á margan hátt mót­sagna­kenndar en eigi einnig margt sam­eig­in­legt. „Það sem er mik­il­vægur kostur í lýð­ræð­inu getur orðið því að falli ef illa fer. Margir fræði­menn benda á mik­il­vægi þess að jafn­vægi sé milli ólíkra þátta sem ein­kenna lýð­ræð­ið. Lýð­ræðið sé í raun­inni við­kvæmt gagn­vart misvægi þeirra.“

Ekki skrá endi­lega allir þing­menn ætt­ar­tengsl sín

Skyld­leiki þing­manna og fjöl­skyldu­bönd við aðra alþing­is­þing­is­menn eru meðal þeirra atriða sem skráð eru í Alþing­is­manna­tal en Haukur kann­aði þennan skyld­leika í bók­inni. Hann kallar þau ætt­ar­tengsl og hug­takið ætt­ar­veldi notar hann um þau völd og aðstöðu sem slík tengsl veita. Hann segir þó að ekki sé hægt að full­yrða að allir þing­menn skrái ætt­ar­tengsl sín því það sé þeim í sjálfs­vald sett, þannig að skrán­ingin sé ef til vill ekki tæm­andi. Til dæmis vísi þing­menn sjaldan eða aldrei í ætt­ar­tengsl við þing­menn sem langt er síðan sátu á Alþingi, allt að öld eða meira. 

Sam­kvæmt athugun Hauks höfðu 37,8 pró­sent þing­manna á tíma­bil­inu 1991 til 2018 ætt­ar­tengsl við aðra sem setið hafa á Alþingi. Það segi hins vegar ekki alla sög­una. Frá og með kosn­ing­unum 2013 hafi þeim fækkað sem höfðu ætt­ar­tengsl við aðra þing­menn og enn kröft­ug­legar í kosn­ing­unum 2017, og hafi þeir þá orðið 27 pró­sent þing­manna.

Fram kemur að um helm­ingur karla hafði ein­hver ætt­ar­tengsl við aðra þing­menn á fyrri­hluta tíma­bils­ins en konur í um 40 pró­sent til­fella. Þeim hafi síðan fækkað sem hafa ætt­ar­tengsl. Á síð­ara tíma­bil­inu hafi 32 pró­sent karla slík tengsl og 28 pró­sent kvenna. 

„Alls eru þing­manna­færsl­urnar 1.796 og taka til 258 þing­manna. Þar af höfðu 87 ætt­ar­tengsl við aðra þing­menn eða 33,7 pró­sent ein­stakra þing­manna á tíma­bil­inu öllu. Það er athygl­is­vert að þegar miðað er við upp­lýs­ingar í þing­manna­færslum eru 37,8 pró­sent þing­manna tengdir ætt­ar­bönd­um, en aðeins 33,7 pró­sent ef miðað er við upp­lýs­ingar um ein­stak­ling­ana hvern og einn. Skýr­ingin er sú að þeir sem hafa ætt­ar­tengsl við aðra þing­menn sitja tölu­vert fleiri þing en hinir og koma því fyrir fleiri þing­manna­færsl­um. Þeim er síður skipt út en öðrum,“ skrifar Hauk­ur.  

Þá kemur fram að þing­menn með ætt­ar­tengsl séu rúm­lega þremur árum lengur á þingi en aðr­ir, eða tæp­lega heilt kjör­tíma­bil. Einnig kemur fram að þing­menn með ætt­ar­tengsl við aðra þing­menn séu ofar á fram­boðs­listum flokka sinna en aðr­ir. 

„Gögnin benda tví­mæla­laust til þess að hér á landi geti stjórn­mála­el­ítan byggst að ein­hverju leyti á ætt­ar­tengslum og því að ákveðnar fjöl­skyldur verji stöðu sína svipað og á 19. öld og fyrri­hluta 20. ald­ar, og er það ein­kenni á lítt þró­uðum ættar sam­fé­lög­um.“

Þing­menn með ætt­ar­tengsl fá ráð­herra­emb­ætti í meira mæli

Jafn­framt kemur fram í bók­inni að þing­menn sem hafa ætt­ar­tengsl fái ráð­herra­emb­ætti í meira mæli en aðrir þing­menn og hafi þannig meiri áhrif en fjöldi þeirra segir til um, til dæmis með því að ráð­herrar bera fram marg­falt fleiri mál sem verða að lögum en aðrir þing­menn. Annað ein­kenni hóps­ins sé að mál hans dagar uppi við þriðju umræðu ef þau geri það á annað borð – það sé ein­kenni ráð­herra­mála, en svo langt í máls­ferl­inu nái þing­mál ann­arra þing­manna alla­jafna ekki, þau dagi uppi á fyrri stigum og komi jafn­vel ekki til umræð­u. 

„Þannig fylgja völd og áhrif ætt­ar­tengsl­um. Þing­menn með ætt­ar­tengsl verða fremur fjár­mála­ráð­herrar en aðrir þing­menn, en það er lyk­il­staða í stjórn­kerf­in­u. Að sama skapi taka þeir þing­menn sem hafa ætt­ar­tengsl síður þátt í með­flutn­ingi máls en aðr­ir.“

Þingsetning haustið 2019
Bára Huld Beck

Þeir sem hafa ætt­ar­tengsl eru meira mennt­aðir en aðrir þing­menn, sam­kvæmt Hauki, og er menntun þeirra einkum í lög­fræði, en síst í mennt­un­ar­fræðum og félags­vís­ind­um. „Þeir þing­menn sem hafa ætt­ar­tengsl við aðra þing­menn eru fremur full­trúar kjós­enda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni og þegar málið er skoðað betur sést að karlar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru fremur með skyld­leika­tengsl en aðrir og konur af lands­byggð­inni síst.“

Lög­fræð­ingar og jafn­að­ar­menn sterk­ustu ætt­ar­veldin

Haukur segir að í stærra sam­hengi sé af þessum stað­reyndum ljóst að sterk­astir séu tveir hópar íslensks ætt­ar­veld­is, hópar sem lengi hafa haft sterka stöðu við stjórn lands­ins. Ann­ars vegar sé átt við lög­fræð­inga og hins vegar jafn­að­ar­menn og séu báðir hóp­arnir full­trúar þétt­býl­is. Full­trúar jafn­að­ar­manna séu til vinstri og hafi upp­haf­lega verið full­trúar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar en lög­fræð­ing­arnir einkum til hægri. 

„Ætt­ar­tengsl eru almenn­ust meðal Sjálf­stæð­is­manna og jafn­að­ar­manna. Þetta eru ólíkir hópar að mörgu öðru leyti. Senni­lega eru for­sendur Sjálf­stæð­is­manna og jafn­að­ar­manna við að halda þing­manns­sætum innan ætta og fjöl­skyldna bæði líkar og ólík­ar. Fram­sókn­ar­menn skera sig ekki úr fyrir ætt­ar­tengsl, heldur fyrir það að þeir verða oft­ast ráð­herr­ar. Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins verða raunar oft­ast ráð­herrar en þing­menn utan fjór­flokks­ins síst,“ skrifar hann. 

Má spyrja um verð­leika og leið­toga­hæfni

Í sam­an­tekt kafl­ans segir Haukur að ekki beri á öðru en að meiri­hluti þing­manna, sá hluti þeirra sem hefur mest völd, fæð­ist í elít­una og megi þá spyrja um verð­leika og leið­toga­hæfni. Jafn­framt halli veru­lega á aðra hópa, einkum þá sem eru minna mennt­að­ir, verr ætt­að­ir, hafa veika þjóð­fé­lags­stöðu eða miðl­ungi sterka, á konur og á þá sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

„Enda þótt jöfn þátt­taka allra þjóð­fé­lags­hópa í stjórn­málum og þar með í stjórn­mála­el­ít­unni sé draum­sýn, og hlut­verk hins stjórn­mála­lega full­trúa sé miklu flókn­ara í nútím­anum en að verja hags­muni ein­stakra þjóð­fé­lags­hópa, stétta eða lands­hluta – og slembival á full­trúum komi ekki til greina nema við mjög sér­stakar aðstæður – þá er Alþingi illa statt hvað varðar full­trúa­hlut­verk­ið,“ skrifar hann. 

Þá gildi einu hvort litið sé á málið í ljósi almennra við­mið­ana eða með sam­an­burði við hin nor­rænu rík­in. Félags­leg sam­setn­ing þing­manna vísi langt til for­tíð­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent