Konungur skipaskurðanna 150 ára

Þótt flestir tengi nafnið Súes við skipaskurð eru þeir færri sem þekkja sögu þessa lengsta skipaskurðar í heimi. Nú eru 150 ár síðan hann var opnaður.

Súes-skurðurinn árið 1869
Súes-skurðurinn árið 1869
Auglýsing

Árið 1798 stóð Napól­eon Bónap­ar­te, sem þá var for­ingi í franska hern­um, í ströngu í Egypta­landi þar sem hann átti í stríði við Breta. Egypta­land var bresk nýlenda og Bretar voru á þessum tíma ein helsta ógn Frakka. Egypta­lands­för Napól­e­ons reynd­ist engin frægð­ar­för en þegar Napól­eon kom til Frakk­lands var honum fagnað sem þjóð­hetju.

Á meðan Napól­eon var að kljást við Breta sendi hann hóp sér­fræð­inga til að kanna mögu­leika þess að grafa skurð sem myndi tengja Rauða­hafið við Mið­jarð­ar­haf­ið. Sér­fræð­ing­arnir komust að þeirri nið­ur­stöðu að yfir­borð Rauða­hafs­ins væri að minnsta kosti níu metrum hærra en yfir­borð Mið­jarð­ar­hafs­ins. Skurður sem tengdi saman höfin tvö myndi valda því að sjór úr Rauða haf­inu myndi flæða yfir hið víð­feðma óseyra­svæði Níl­ar­fljóts við Mið­jarð­ar­hafið (strand­lína svæð­is­ins er um 240 km) og valda þar gríð­ar­legum skemmd­um. Óseyr­arnar eru mik­il­vægt rækt­un­ar­land og nið­ur­staða sér­fræð­ing­anna varð til þess að Napól­eon féll frá öllum hug­myndum um skipa­skurð­inn.

Nýjar mæl­ingar 1847

Ekki var langt liðið á nítj­ándu öld­ina þegar umræður um hugs­an­legan skipa­skurð hófust enda höfðu ýmsir efast um mæl­ingar sér­fræð­inga Napól­e­ons. Á árunum eftir 1840 fóru fram ítar­legar mæl­ingar sem leiddu í ljós að hæð­ar­munur á yfir­borði Rauða­hafs­ins og Mið­jarð­ar­hafs­ins var nán­ast eng­inn. Skriður komst þó ekki fyrir alvöru á málið fyrr en árið 1854. Þá sömdu Frakkar undir stjórn Ferdin­and de Lesseps, fyrr­ver­andi diplómats í frönsku utan­rík­is­þjón­ust­unni, við land­stjóra Egypta um stofnun félags sem fengi nafnið Suez Canal Company. Félag­inu yrði falið að standa fyrir lagn­ingu skipa­skurðar milli Rauða­hafs­ins og Mið­jarð­ar­hafs­ins.

Auglýsing

Breskir ráða­menn voru mjög and­snúnir lagn­ingu skurð­ar­ins, töldu þessar fyr­ir­ætl­anir lið í því að veikja yfir­ráð Breta á heims­höf­un­um. Þegar Suez Canal Company, sem var form­lega stofnað 1858, aug­lýsti hlutafé í félag­inu til sölu köll­uðu bresk dag­blöð það „sví­virði­lega til­raun til að svíkja fé út úr heið­ar­legu fólki.“ Bretar áttu síðar eftir að átta sig á mik­il­vægi skipa­skurð­ar­ins og keyptu árið árið 1875 rúm­lega 40 pró­senta hlut Egypta. Frakkar áttu eftir sem áður meiri­hluta í félag­inu.

Fram­kvæmdir tóku næstum ára­tug

Árið 1861, að loknum margs­konar und­ir­bún­ingi, hófst vinna við lagn­ingu skurð­ar­ins. Þótt stór­virkar vinnu­vélar nútím­ans væru ekki komnar til sög­unnar voru þó til ýmis­konar tæki, gröfur og kran­ar. Slík tæki voru þó ekki notuð í upp­hafi, hakar, skóflur og hjól­börur voru þau tæki sem tug­þús­undir Egypta, sem haldið var í nauð­ung­ar­vinnu, þurftu að not­ast við. Verk­inu mið­aði lítið og árið 1863 bönn­uðu egypsk stjórn­völd nauð­ung­ar­vinnu. Suez Canal Company sá fram á, ef halda ætti verk­inu áfram, að grípa yrði til stór­tæk­ari aðferða, þar sem stór­virkar vélar kæmu í stað handa­fls. Verk­inu lauk árið 1869 og skurð­ur­inn var form­lega tek­inn í notkun 17. nóv­em­ber það ár.

Ein og hálf milljón manna og 75 millj­ónir rúmmetra af sand­i Margir hafa skrifað um Súes-­skurð­inn á liðnum árum, meðal þeirra er Dan­inn Hans F. Burchart, fyrr­ver­andi pró­fess­or. Bók hans „Hi­stor­ien om Suez-kana­len“ rekur sögu skipa­skurð­ar­ins, frá upp­hafi til dags­ins í dag. Til marks um stærð verk­efn­is­ins má nefna að fjar­lægja þurfti um 75 millj­ónir rúmmetra sands, það jafn­gildir 3.5 millj­ónum vöru­bíls­hlassa nútím­ans, ekki kemur fram í bók­inni hvað það jafn­gildi mörgum hjól­böru­hlössum!

Sam­tals vann um það bil ein og hálf milljón manna við lagn­ingu skurð­ar­ins. Ekki sneru þeir allir lif­andi heim því í áður­nefndri bók kemur fram að sam­tals hafi um 120 þús­und manns lát­ist meðan á fram­kvæmdum stóð. Það er gríð­ar­lega há tala og Hans F. Burcharth segir í bók sinni að ástæð­urnar hafi verið slys, sjúk­dómar (til dæmis kól­era) og ömur­legar aðstæð­ur, ekki síst nær­ing­ar­skort­ur.

Listamaður teiknar Súes-skurðinn árið 1882 Mynd: Wiki Commons

Ein­stefnu­skurður

Súes-­skurð­ur­inn var upp­haf­lega ekki breið­ari en svo að skip gátu ekki mæst, nema á sér­stökum útskot­um. Sigl­ingin gegnum skurð­inn tók í upp­hafi um það bil 40 klukku­stund­ir, örfá skip fóru í gegn á degi hverjum og sigl­inga­hrað­inn mjög tak­mark­aður til að hindra að öldu­kast frá skipum fram­kall­aði hrun úr sand­bökkum skurð­ar­ins. Dýptin var ein­ungis um 8 metrar og breiddin hvergi meiri en um það bil 60 metr­ar. Smám saman var unnið að breikkun og dýpkun og um 1960 gátu að jafn­aði 46 til 48 skip farið um skurð­inn á degi hverj­um.

Nasser og þjóð­nýt­ingin

Þann 26. júlí árið 1956 til­kynnti Nasser for­seti Egypta­lands að frá og með þeim degi væri Súes-­skurð­ur­inn þjóð­ar­eign Egypta. Bretar og Frakk­ar, eig­endur skurð­ar­ins (Suez Canal Company) brugð­ust ókvæða við og herir beggja landa, ásamt her Ísra­els réð­ust til atlögu gegn Egypta­landi síðar það ár. Banda­ríkja­menn og Rússar voru mjög ósáttir við fram­ferði Breta, Frakka og Ísra­ela sem drógu heri sína til baka og Súes-­skurð­ur­inn hefur síðan verið undir stjórn Egypta sem greiddu umtals­verðar bætur vegna yfir­tök­unn­ar. Nasser styrkti mjög stöðu sína og varð nú hinn ókrýndi for­ingi Arabaríkj­anna. Í kjöl­far þess­ara atburða var Súes-­skurð­ur­inn lok­aður frá í októ­ber 1956 fram í mars 1957.

Sex daga stríð­ið, Súes-­skurð­ur­inn og guli flot­inn

Í maí 1967 skip­aði Nass­er, sem var for­seti Egypta­lands frá 1956 til dauða­dags 1970, frið­ar­gæslu­liði Sam­ein­uðu þjóð­anna á Sína­í-skaga að hafa sig á brott. Honum höfðu borist fregnir af því að Ísra­elar hygð­ust ráð­ast á Egypta­land. Enn er deilt um atburða­rás­ina sem varð til þess að 5. júní réð­ust Ísra­elar á egypska flug­her­inn.­Sex daga stríð­ið, Súes skurð­ur­inn og guli flot­inn

Átökin stóðu í sex daga og lauk með sigri Ísra­ela. Saga þess­ara stríðs­á­taka verður ekki rakin hér, um stríðið hafa verið skrif­aðar margar bæk­ur, en átökin ollu því að Súes skurð­ur­inn var lok­aður fyrir umferð í heil átta ár, frá 5. júní 1967 til 10. júní 1975. Egyptar höfðu lokað inn­sigl­ing­unum beggja vegna skurð­ar­ins með því að sökkva þar skipum og koma fyrir tund­ur­dufl­um.

Fimmtán flutn­inga­skip voru á stóru stöðu­vatni (Gr­eat Bitter Lake) nokkurn veg­inn á miðjum skurð­in­um. Þessi skip komust hvorki lönd né strönd, í bók­staf­legri merk­ingu í heil átta ár. Allan tím­ann var hluti áhafna skip­anna um borð, þrjá mán­uði í senn. Skipin voru kölluð „Guli flot­inn“ sökum sands­ins sem safn­að­ist á þau. Þegar skurð­ur­inn var opn­aður á ný gátu ein­ungis tvö skip­anna, bæði þýsk, siglt af stað fyrir eigin vél­ar­afli.

Súes-­skurð­ur­inn í dag

Loftmynd af Súes-skurðinum Mynd: NASA

Þessi 193 kíló­metra langi skurður var nán­ast bylt­ing í sigl­ingum milli Asíu og Evr­ópu þegar hann var opn­aður árið 1869. Sigl­inga­leiðin stytt­ist um rúm­lega 8 þús­und kíló­metra. Á þeim 150 árum sem liðin eru frá opnun hans hafa orðið miklar breyt­ingar á flestum svið­um, ekki síst sam­göngum á sjó. Nú fara dag­lega 100 skip um skurð­inn, en þótt hann hafi verið breikk­aður og dýpk­aður að hluta er hann of mjór og grunnur fyrir risatank­skip sam­tím­ans, sem verða sífellt stærri. Árið 2014 kynnti stjórn skurð­ar­ins (Eg­ypt‘s Suez Canal Aut­hority) áætlun um breikkun skurð­ar­ins sem jafn­framt yrði dýpk­að­ur. Þeim fram­kvæmdum á að ljúka árið 2023 en fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­fé­lags Súes-­skurð­ar­ins sagði nýlega í blaða­við­tali að þar yrði ekki látið staðar numið „Súes verður í fram­tíð­inni jafn mik­il­væg sam­gönguæð og hann hefur verið frá upp­hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.

Auguste Bart­holdi og styttan

Árið 1865, þegar sýnt þótti að Súes-­skurð­ur­inn yrði að veru­leika, kynnti franski mynd­höggv­ar­inn Fré­d­ér­ic–Auguste Bart­holdi egypskum stjórn­völd­um, og Ferdin­and de Lesseps yfir­manni fram­kvæmd­anna, hug­mynd sína um mynda­styttu sem reist skyldi við Mið­jarð­ar­haf­senda skurð­ar­ins. Hug­mynd lista­manns­ins var að styttan skyldi vera um það bil 30 metra hátt kven­líkneski (móðir lista­manns­ins var fyr­ir­mynd and­lits­ins) klætt að egypskum hætti, með kyndil í hendi. Kynd­ill­inn skyldi jafn­framt vera sigl­inga­viti.

Ekki fékk þessi hug­mynd náð fyrir augum ráða­manna en lista­mað­ur­inn gafst ekki upp og svo fór að árið 1886 var stytt­an, lítið eitt hærri og á háum stöpli, reist við inn­sigl­ing­una til New York. Styttan var gjöf Frakka til Banda­ríkja­manna. Á ensku heitir hún form­lega „Li­berty Enlighten­ing the World“ en ætíð kölluð „The Statue of Liber­ty“ frels­is­stytt­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar