Mynd: EPA

Arion banki á breytingaskeiðinu

Einn kerfislægt mikilvægur banki, samkvæmt formlegri skilgreiningu stjórnvalda, er í einkaeigu. Það er Arion banki. Á sama tíma og rætt er um mikilvægi þess að bankar styðji við vöxt í efnahagslífinu, eftir áfall með falli WOW air, þá er Arion banki að endurskipuleggja rekstur og draga saman seglin. Tilgangurinn virðist meðal annars vera sá að geta greitt eins mikið eigið fé út úr bankanum og mögulegt er til hluthafa hans.

Við hrunið voru þrír bankar end­ur­reist­ir. Til­gang­ur­inn var að verja hags­muni íslensks almenn­ings og íslenskra fyr­ir­tækja enda allir bank­arnir þrír kerf­is­lega mik­il­væg­ir. Í dag, ell­efu árum eftir að Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki fengu nýjar kenni­töl­ur, eru þeir enn taldir til kerf­is­lega mik­il­vægra aðila af Fjár­mála­stöð­ug­leika­ráð­i. 

Það eru aðilar sem vegna „stærðar og eðlis starf­semi sinnar geta haft umtals­verð nei­kvæð áhrif á stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins og á raun­hag­kerfið ef þeir lenda í erf­ið­leik­um“. 

Einn kerf­is­lægt mik­il­vægur banki, sam­kvæmt form­legri skil­grein­ingu stjórn­valda, er í einka­eigu. Það er Arion banki. Hann er á fullu við að end­ur­skipu­leggja rekstur sinn og draga veru­lega úr umsvifum sín­um. Í því felst að tak­marka veru­lega útlán sín, fækka starfs­fólki hratt og borga út eins mikið af eigin fé sínu til eig­enda og hann kemst upp með, á sem skemmstum tíma. 

Hófst allt með stöð­ug­leika­samn­ing­unum

Allir íslensku bank­arnir þrír eru á meðal tíu stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Arion banki er þeirra minnstur með 77,5 millj­arða króna í veltu í fyrra. Athygli vekur að á meðan að bæði Lands­bank­inn og Ísland­banki juku veltu sína á árinu 2018 dróst hún veru­lega saman hjá Arion banka, eða um 18 pró­sent. 

Þessi þróun er hluti af áætlun sem hefur verið lengi í bígerð. Nánar til­tekið frá því að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir svoköll­uðu tóku gildi þegar Arion banki fékk und­an­þágu frá fjár­magns­höft­unum snemma árs 2016. Þá var eign­ar­haldi bank­ans þannig háttað að íslenska ríkið átti 13 pró­sent hlut en Kaup­þing, félag utan um eft­ir­stand­andi eignir kröfu­hafa þess banka, átti 87 pró­sent. 

Í samn­ing­unum sem und­ir­rit­aðir voru 13. jan­úar 2016 var meðal ann­ars sagt til um að Kaup­þing ætti að gefa út skulda­bréf upp á 84 millj­arða króna sem væri tryggt með veði í öllum hlut félags­ins í Arion banka. Skulda­bréfið bar vexti og ein­ungis mátti greiða inn á það með því að selja hluta í Arion banka á gengi sem væri yfir 0,8 krónur fyrir hverja bók­færða krónu af eigin fé bank­ans. Ef við­skipti færu fram undir því gengi myndi virkj­ast for­kaups­réttur sem ríkið samdi um að fá. Kaup­þing þurfti að greiða upp skulda­bréf­ið, og þar með selja Arion banka, fyrir árs­lok 2018.

Sam­an­dregið sner­ist þetta sam­komu­lag um að ef Kaup­þing seldi Arion banka myndi stór hluti af ágóð­anum fara í rík­is­sjóð. Í dag hefur rík­is­sjóður fengið um 90 millj­arða króna vegna sölu Kaup­þings á hlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, auk vaxta. Skulda­bréfið sem var með veði i hlutum í Arion banka var svo greitt upp að fullu á árinu 2018. 

Skamm­tíma­sjóðir með skamm­tíma­mark­mið

Erlendu eig­endur Kaup­þings, og þar með Arion banka á þessum tíma, voru, og eru, að uppi­stöðu skamm­tíma­sjóð­ir. Það þýðir að þeir ætla sér ekki að eiga bank­ann til lengri tíma, heldur að hámarka virði eigna sinna á nokkrum árum. Svo verður sjóðnum slitið og þeir sem eiga hlut í hon­um, sem ekki er opin­bert hverjir eru, fá greitt út ágóð­ann af fjár­fest­ing­unn­i. 

Þessir sjóðir þurftu að finna aðrar leiðir til að ná út hámarks­verð­mætum úr Arion banka en að láta Kaup­þing selja hann. 

Leiðin sem var valin var ekki flók­in, þeir keyptu bank­ann að mestu af sjálfum sér. 

Á árinu 2017 keyptu fjórir af stærstu eig­endum Kaup­þings, Taconic Capital, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group, sjóðir í stýr­ingu Attestor Capi­tal og Gold­man Sachs, sam­tals 29,6 pró­sent hlut í Arion banka. 

Tveir þeirra, Attestor og Gold­man Sachs, bættu við sig 2,8 pró­sent hlut 13. febr­úar 2018. Sama dag var kaup­réttur Kaup­þings á 13 pró­sent hlut rík­is­ins í Arion banka virkj­að­ur. Sá kaup­réttur var form­gerður í samn­ingi frá árinu 2009, var for­taks­laus og ein­hliða. Ríkið mátti því ekki hafna til­boð­inu án þess að ger­ast brot­legt við gerða samn­inga.

Gengið var form­lega frá sölu hlut­ar­ins 26. febr­úar 2018. Kaup­verðið var 23,4 millj­arðar króna og ekk­ert opið né gagn­sætt sölu­ferli fór fram. Um eina stærstu eigna­sölu rík­is­ins frá upp­hafi er að ræða.

Ein helsta ástæða þess að vog­un­ar­sjóð­irnir sem áttu, og eiga, Kaup­þing, vildu kaupa hlut rík­is­ins var, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, að losna við full­trúa Banka­sýslu rík­is­ins, Kirstínu Þ. Flyger­ing, úr stjórn Arion banka áður en að ráð­ist yrði í skrán­ingu bank­ans á markað og frek­ari breyt­ingar á starf­semi hans. 

15. febr­­úar 2018 var sam­­þykkt að Arion banki myndi kaupa 9,5 pró­­­sent hlut í sjálfum sér af Kaup­þingi, stærsta eig­anda bank­ans. Um var að kaup á eigin bréfum í sam­ræmi við ákvörðun hlut­hafa­fund­­ar. Til við­­bótar var greidd arð­greiðsla upp á 7,9 millj­­arða króna.

Eig­enda­hópur Kaup­þings hafði kúvenst á nokkrum vik­um. Og í kjöl­farið var ráð­ist í skrán­ingu á mark­að. Henni lauk sum­arið 2018. 

Stefnt að því að ná út tugum millj­arða

Í aðdrag­anda skrán­ingar var farið víða til að reyna að telja nýja fjár­festa á að koma í þá veg­ferð sem var framundan með erlendu skamm­tíma­sjóð­un­um. Í henni fólst fyrst og síð­ast að full­nýta allar leiðir til að greiða út eigið fé út úr Arion banka, og til hlut­hafa. Íslenska ríkið hafði enda ekk­ert til­kall til þeirra fjár­muna. Í fjár­festa­kynn­ingu sem Kvika banki vann fyrir Kaup­þing var því haldið fram að svig­rúm væri til að greiða allt að 80 millj­arða króna út úr Arion banka á til­tölu­lega skömmum tíma, eða þriðj­ung þess. Þær greiðslur myndu fara fram í gegnum end­ur­kaup á bréfum og arð­greiðsl­ur, eftir að aðgerð­ar­á­ætlun yrði hrint í fram­kvæmd. 

Höskuldur H. Ólafsson steig til hliðar sem bankastjóri Arion banka fyrr á þessu ári. Í hans stað settist Benedikt Gíslason í stólinn.
Mynd: Samsett

Aðgerð­irnar sem þurfti að grípa til voru eft­ir­far­andi: Breyta fjár­mögnun bank­ans þannig að hægt væri að greiða út mikið af því eigin fé sem var að finna í hon­um, fækka starfs­fólki veru­lega og minnka þannig rekstr­ar­kostn­að, selja und­ir­liggj­andi eignir sem væru ekki hluti af kjarna­starf­semi og taka svo til í útlán­um.

Sam­hliða hefur verið skipt um fólk í brúnni. Bene­dikt Gísla­­son var ráð­inn nýr banka­­stjóri í stað Hösk­uldar H. Ólafs­sonar og hóf störf í byrjun júlí. Kjarn­inn hafði greint frá því rúmum tveimur mán­uðum áður en að til­­kynnt var um ráðn­­ingu Bene­dikts, að hann væri efstur á blaði stjórnar í starf­ið. Hann hafði unnið mikið fyrir Kaup­þing og stærstu eig­endur þess félags árin á und­an, í kjöl­far þess að hann færði sig þangað eftir að hana unnið fyrir stjórn­völd við að semja við kröfu­hafa. Hann sat áður í stjórn Arion banka og nýtur trausts erlendu sjóð­anna sem eiga þar enn stóran hlut. Bene­dikt hefur hreinsað til í fram­kvæmda­stjórn Arion banka og réð auk þess Ásgeir Helga Reyk­­fjörð Gylfa­­son sem aðstoð­ar­banka­stjóra.

Kerf­is­lega mik­il­vægur banki á breyt­ing­ar­skeiði

Nýju stjórn­end­urnir hafa látið hendur standa fram úr ermum við að breyta bank­anum síð­ustu mán­uði, þótt breyt­ing­arnar séu mis­langt komn­ar. Þær áttu líka, til við­bótar við að bæta getu Arion banka til að greiða út fjár­magn sem er að finna í bank­an­um, að skila því að bank­inn nái mark­miði um tíu pró­sent arð­semi eig­in­fjár. Það er enda auð­veld­ara að ná slíku mark­miði ef eigið féð er minna. Þá átti að ná því mark­miði að rekstr­ar­kostn­aður nemi um 50 pró­sent af rekstr­ar­tekj­u­m. 

Þetta er háleitt mark­mið, sé horft til þess hvernig rekstur bank­ans hefur gengið að und­an­förnu. Arð­semin hefur verið lítil sem eng­in, eða á bil­inu 1,6 til þrjú pró­sent, en það telst lágt í alþjóð­legum sam­an­burði. Kostn­að­ar­hlut­fallið - það er rekstr­ar­kostn­aður sem hlut­fall af rekstr­ar­tekjum - hefur einnig verið langt fyrir ofan fyrr­nefnt mark­mið og hefur verið á bil­inu 60 til 78 pró­sent sé horft yfir tíma­bilið frá því bank­inn var skráður á markað 15. júní í fyrra.

Fækka starfs­fólki og minnka útlán um 20 pró­sent

Starfs­fólki bank­ans hefur fækkað hratt. Sam­stæðan var með 933 starfs­menn í lok þriðja árs­fjórð­ungs í fyrra en ári síðar voru þeir orðnir 802 og hafði fækkað um 14 pró­sent. Fjár­mögnun bank­ans hefur verið kúvent með útgáfu víkj­andi skulda­bréfa. Arion banki hefur minnkað heild­ar­um­fang útlána sinna til að minnka greiðslur í sér­stakan banka­skatt og til að reyna að breyta sam­setn­ingu eigna sinna svo bank­inn þurfi ekki að upp­fylla jafn ströng eig­in­fjár­við­mið og hann gerir í dag. 

Í nýlegri fjár­festa­kynn­ingu, sem aðstoð­ar­banka­stjóri ­Arion ­banka kynnti á mark­aðs­degi hans í London 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, kom fram að bank­inn ætli sér að minnka fyr­ir­tækja­út­lán sín um 20 pró­sent til við­bótar fyrir lok næsta árs. Áhersla ­Arion ­banka verður þá á við­skipta­vini sem þurfa á bil­inu 500 til 10 millj­arða króna fjár­mögn­un. Stærri kúnnum verði beint í skulda­bréfa­út­boð þar sem ­Arion ­banki hyggst verða milli­liður og taka þókn­anir fyr­ir, en lánin sjálf verða ekki hluti af efna­hags­reikn­ingi bank­ans. 

Þegar afkoma bank­ans fyrir þriðja árs­fjórð­ung var kynnt var haft eftir banka­stjóra bank­ans í til­kynn­ingu að ákveðin áherslu­breyt­ing væri til staðar þegar kæmi að fjár­­­mögnun fyr­ir­tækja. „Vegna hárra skatta og mik­illa eig­in­fjár­­kvaða á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki getur verið hag­­stæð­­ara fyrir sum fyr­ir­tæki að fjár­­­magna sig með öðrum hætti en hefð­bundnum banka­lán­­um. Arion banki ætlar að efla þjón­­ustu við þessi fyr­ir­tæki, vera ráð­gef­andi um hag­­stæð­­ustu fjár­­­mögnun hverju sinni og vera öfl­­ugur sam­­starfs­að­ili með heild­­ar­hags­muni þeirra í fyr­ir­­rúmi.“

Eigið féð minnkað um 30 millj­arða

Í kynn­ingu fjár­mála­stjóra bank­ans á sama fundi í London kom fram að tæki­færi væru til að end­ur­skipu­leggja fjár­mögnun trygg­inga­fé­lags­ins Varðar og losa þannig um fé til útgreiðslu. Þá hefur lengi staðið til að selja greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor, en hörmu­leg rekstr­ar­frammi­staða þess – Valitor hefur tapað sex millj­örðum króna frá upp­hafi árs 2018 – hefur leitt til þess að áhug­inn á kaupum hefur ekki verið mik­ill. Virði Valitor í bókum Arion banka hefur sam­hliða dreg­ist veru­lega saman og dótt­ur­fé­lagið er nú verð­metið á 11,7 millj­arða króna, eða 4,1 millj­örðum króna minna en í upp­hafi árs. 

Arion hefur líka reynt að selja kis­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, sem bank­inn hefur setið með í fang­inu frá því að slökkt var á henni fyrir rúmum þremur árum. Verð­mið­inn á henni hefur hríð­fallið und­an­far­ið, en hún er nú bók­færð á 5,5 millj­arða króna. Það er 20 pró­sent lægri verð­miði en var á verk­smiðj­unni í lok mars 2019. 

Afleið­ing allra ofan­greindra aðgerða sem þegar búið er að fram­kvæma er sú að eigið fé Arion banka hefur lækkað úr 225,7 millj­örðum króna í lok árs 2017 í 196 millj­arða króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Eða um 30 millj­arða króna. Ljóst er að stefnt er að því að minnka það enn frekar í nán­ustu fram­tíð. 

Hröð breyt­inga á eign­ar­haldi

Erlendu skamm­tíma­sjóð­irnir sem komu til Íslands eftir hrunið hafa flestir dregið veru­lega úr starf­semi sinni hér­lendis eftir að höftum var lyft. Þeir hafa sér­stak­lega dregið sig út úr eign­ar­haldi á skráðum hluta­bréfum og í dag má finna erlenda fjár­fest­ingu sem ein­hverju nemur í tveimur skráðum íslenskum félög­um. Annað er Mar­el, lang­verð­mætasta félagið í íslensku kaup­höll­inni sem var tví­skráð í ár og hyggur á mik­inn við­bót­ar­vöxt alþjóð­lega næsta ára­tug­inn. Hitt er Arion banki. 

Innrás eða útrás?

Viðmælendur Kjarnans á fjármálamarkaði sögðu umræðu um íslenska bankakerfið nokkuð einsleita þessi misserin. Flestir væru að ræða um slakan rekstragrunn og ofmönnun – eins og „þið blaðasnáparnir”,svo vitnað sé beint í einn viðmælandann – en of fáir væru að ræða um hvað væri framundan. Sú sýn væri ekki spennandi fyrir íslenskt fjármálakerfi, að það geti ekki þjónustað útflutningshlið fjármálakerfisins af nægilegum metnaði. Þó útrásarhugtakið væri ekki beint í tísku þá væri það samt spurning hvernig bankakerfið ætti að geta stutt við íslenskt efnahagslíf til framtíðar án góðra tenginga við alþjóðlega fjármálamarkaði. Staðan í dag er þannig allt íslenska bankakerfið er með um 89 prósent eigna sinna í íslenskum eignum en ellefu prósent í erlendum.

Annar möguleiki er líka alveg fyrir hendi, og raunar farið að sjást glitta í hann. Það er að innreið tæknifyrirtækja inn á fjármálamarkaði muni verða verulega umfangsmikil á næstu misserum, og Íslandi muni ekki geta undanskilið sig frá þessu.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, hefur sagt að bankinn hafi metnað til þess að efla enn frekar fjártækni sína, til að vera samkeppnishæfur á þessu sviði. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn hafa einnig haft þessar áherslur.

En spurningarnar hvað þessa þróun varðar, eru mun frekar tengdar heildarmynd fjármálakerfisins á Íslandi og hvernig það mun þróast. Hvernig eru okkar kerfislægt mikilvægu bankar – og Arion banki þar meðtalinn – munu takast á við það þegar greiðslumiðlun opnast upp á gátt, tæknifyrirtæki fara að bjóða upp á þjónustu, eins og lán og nútímalega bankaþjónustu, þvert á landamæri. Það má líkja því sem er að eiga sér stað við hálfgerða innrás, í þessu samhengi. Lítið fjármálakerfi, sem styðst við eitt minnsta myntkerfi í heimi, gæti átt erfitt með að aðlagast þessum breytingum. Áherslur fyrirtækja eins og Amazon og Apple hafa birst neytendum á undanförnu ári, en bæði fyrirtæki hafa boðið sérstök greiðslukort og hafa farið beint inn á fjármálamarkað í Bandaríkjunum með þeim, og þannig komist inn í greiðslumatskerfi (Credit Score) fjármálageirans.

Flestar spár gera ráð fyrir að tæknirisarnir í heiminum muni fara hratt og örugglega inn á neytendamarkað með fjármálaþjónustu, og hefur Amazon nú þegar sýnt á spilin með innbyggðu afsláttarkerfi sínu fyrir alla korthafa Amazon greiðslukorts. Líklega líður ekki á löngu þar til lán og tryggingar fara að bjóðast frá tæknifyrirtækjunum, enda eru þau með fulla vasa fjár og búa yfir ítarlegum gögnum um neytendur, sem hjálpar til við að greina áhættu. Þrátt fyrir að þetta virðist langt í burtu, frá íslenskum veruleika, þá þarf það ekki að vera raunin. Innan fárra ára gætu tæknifyrirtækin hafið innreið á íhaldssaman fjármálamarkað af miklu meiri krafti en þau hafa nú þegar gert.

Á því er þó að verða breyt­ing sam­hliða því að greiðslur út úr bank­anum hafa auk­ist. Frá þeim tíma þegar íslenska ríkið seldi hlut sinn í bank­an­um, í febr­úar í fyrra, þá hefur verið mikil hreyf­ing á hluta­bréfum í hon­um. Mark­aðsvirði bank­ans var um 150 millj­arðar þegar ríkið seldi, en um þessar mundir er það 140,5 millj­arðar króna. Á tæp­lega tveimur árum hefur því mark­aðsvirði bank­ans lækkað um tæpa tíu millj­arða. 

En ólíkt því sem var við skrán­ingu, þá er bank­inn nú kom­inn með allt annað eign­ar­hald. Uppi­staðan í upp­hafi voru sjóðir sem tengd­ust gamla kröfu­hafa­hópi Kaup­þings. Inn­lendir hlut­hafar eru sam­tals með 43,5 pró­sent hluta­fjár en erlendir 56,5 pró­sent. Stærsti hlut­haf­inn er Taconic Capi­tal með 23,5 pró­sent hlut og sjóður tengdur Och-Ziff með 9,3 pró­sent hlut. Sam­an­lagt fara þessir tveir sjóðir með um þriðj­ungs­hlut. 

Hlutur íslenskra líf­eyr­is­sjóða hefur smátt og smátt verið að aukast, ef horft er til tím­ans frá því bank­inn var skráður á mark­að. Gildi líf­eyr­is­sjóður á stærstan hlut íslenskra líf­eyr­is­sjóða, eða 7,49 pró­sent hlut. Mark­aðsvirði hlut­ar­ins er um 10,5 millj­arðar króna.

Stærstu íslensku einka­fjár­fest­arnir í hlut­hafa­hópnum eru Stoðir hf. með tæp­lega 5 pró­sent hlut og Hvalur hf., þar sem Krist­ján Lofts­son er stærsti hlut­haf­inn, með 1,45 pró­sent hlut. Þriðju stærstu íslensku einka­fjár­fest­arnir eru hjónin Svan­hildur Nanna Vig­fús­dóttir og Guð­mundur Örn Þórð­ar­son. Íslands­banki, sem íslenska ríkið á að öllu leyti, er með 1,7 pró­sent eign­ar­hlut í bank­an­um, sam­kvæmt yfir­liti yfir 20 stærstu hlut­hafa.

Eign­ar­hlutur Stoða er því um sjö millj­arða króna virði og Hvals tveggja millj­arða virði. Virði hlutar Svan­hildar Nönnu og Guð­mundar Arnar er um 800 millj­ón­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar