Mynd: Bára Huld Beck

Fleiri Pólverjar atvinnulausir á Suðurnesjum en Íslendingar

Atvinnuleysi á Íslandi hefur ekki verið jafn hátt og það mælist nú síðan vorið 2013. Aukið atvinnuleysi bitnar harðast á erlendum ríkisborgurum sem hingað hafa flust. Þeir eru 39 prósent atvinnulausra. Atvinnuleysið er hæst á Suðurnesjum og þar eru fleiri Pólverjar án atvinnu en Íslendingar.

Fjórir af hverjum tíu atvinnu­lausum á Íslandi, alls 39 pró­sent allra, er erlendur rík­is­borg­ari. Alls þýðir það að 3.266 erlendir rík­is­borg­arar eru án atvinnu. Þeim hefur fjölgað um 1.542 á einu ári, eða um 89 pró­sent. Á sama tíma hefur íslenskum rík­is­borg­urum sem eru án atvinnu fjölgað um 1.660, eða 49 pró­sent. 

Þetta kemur fram í tölum frá Vinnu­mála­stofnun um fjölda atvinnu­lausra á Íslandi eftir rík­is­fangi sem birtar voru nýver­ið. Þær sýna að aukið atvinnu­leysi – það hefur nær tvö­fald­ast á tveimur árum – kemur harðar niður á erlendum rík­is­borg­urum en íslensk­um. 

Alls mæld­ist atvinnu­leysi 4,1 pró­sent í nóv­em­ber. Það hefur ekki mælst jafnt hátt frá því í apríl 2013. 

Lang­flestir þeirra erlendu rík­is­borg­arar sem eru án atvinnu eru frá Pól­landi, eða 55 pró­sent þeirra. Við það bæt­ist að um 26 pró­sent eru frá löndum sem gengu í Evr­ópu­sam­bandið á árinu 2004 eða síð­ar. Þar er um að ræða lönd frá mið- og aust­ur-­Evr­ópu, þar á meðal Eystra­salts­lönd­in. Meg­in­þorri þessa hóps kemur enda frá Lit­háen og Lett­landi. Sam­an­lagt mynda rík­is­borg­arar þess­ara landa og Pól­lands því 81 pró­sent af atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi.

Pól­verjar taka fram úr Íslend­ingum á Suð­ur­nesjum

Atvinnu­leysi er hæst á Suð­ur­nesj­um. Það þarf kannski að koma mikið á óvart enda sam­drátt­ur­inn í efna­hags­líf­inu í ár afar tengdur falli WOW air og Icelandair og áhrifum þess á ferða­þjón­ustu í heild, en Suð­ur­nesin þjón­usta Kefla­vík­ur­flug­völl, eina alþjóða­flug­völl lands­ins. Þar mælist atvinnu­leysið nú 8,4 pró­sent og hefur auk­ist hratt það sem af er ári. 

Á Suð­ur­nesj­unum voru fleiri Pól­verjar atvinnu­lausir en íslenskir rík­is­borg­arar í lok nóv­em­ber. Það er í fyrsta sinn sem það ger­ist. Alls eru 45 pró­sent þeirra sem eru án atvinnu, en búsettir á Suð­ur­nesj­un­um, Pól­verjar, 42 pró­sent eru íslenskir rík­is­borg­arar og tæp 13 pró­sent frá öðrum lönd­um. 

Suð­ur­nesin eru eina land­svæðið á Íslandi þar sem fleiri Pól­verjar eru án atvinnu en Íslend­ing­ar. 

Erlendum rík­is­borg­urum hefur fjölgað gríð­ar­lega á Íslandi á und­an­förnum árum sam­hliða efna­hags­upp­gangi þjóð­ar­inn­ar. Þeir hafa mannað flest þau á þriðja tug þús­unda starfa sem orðið hafa til vegna vaxtar í ferða­þjón­ustu og mann­virkja­gerð. Flest störfin eru í þjón­ustu­geirum eða bygg­inga­iðn­að­i. 

Í árs­lok 2011 voru erlendir rík­is­borg­arar 6,5 pró­sent af íbúum lands­ins. Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru þeir 13,4 pró­sent þeirra. Þá eru ekki með taldir þeir sem vinna fyrir starfs­manna­leigur (900 alls í lok nóv­em­ber) né þeir útlend­ingar sem hafa hingað komið og fengið íslenskan rík­is­borg­ara­rétt. 

Alls hefur erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi fjölgað um 27.710 frá lokum árs 2011, eða um 133 pró­sent. Íbúum lands­ins hefur á sama tíma fjölgað um 43.770. Erlendu rík­is­borg­ar­arnir eru 63 pró­sent af þeirri aukn­ing­u. 

Hefur ekki fækkað í nið­ur­sveifl­unni

Á Þjóð­ar­spegli Háskóla Íslands, sem fór fram nýver­ið, sagði Gissur Pét­urs­son, ráðu­neyt­is­stjóri í félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu og fyrr­ver­andi for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar,  að það væri mik­ill kostur að á Íslandi væri svo ein­falt að losa sig við erlent vinnu­afl um leið og sam­dráttur byrj­aði í efna­hags­líf­inu. Þau ummæli hafa verið gagn­rýnd víða, meðal ann­ars af borg­ar­full­trú­anum Sabine Leskopf sem skrif­aði opið bréf til félags- og barna­mála­ráð­herra vegna þeirra.  

Mjög hefur hægst á efna­hags­vexti hér­lendis á þessu ári og sam­kvæmt nýlega birtum þjóð­hags­reikn­ingum var hag­vöxtur 0,2 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019. Frá byrjun árs 2015 og út árið í fyrra var hann á bil­inu 4,4 til 6,6 pró­sent. Því er um veru­legan sam­drátt á vexti að ræða. 

Þessi breyt­ing, sem ræðst meðal ann­ars af áföllum sem fylgja gjald­þroti WOW air, erf­ið­leikum Icelandair og loðnu­bresti, hefur ekki hægt á komu erlendra rík­is­borg­ara til lands­ins. Þeim hefur þvert á móti fjölgað á árinu 2019, þótt fjölg­unin sé ekki jafn mikið og árin tvö á und­an, sem voru metár. Það sem af er ári hefur erlendum rík­is­borg­urum fjölgað um 4.330 tals­ins, eða um tæp­lega tíu pró­sent. Það þýðir að þrír af hverjum fjórum nýjum íbúum á Íslandi sem bæst hafa við á árinu 2019 eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar