Rúmlega 100 þúsund manns standa utan þjóðkirkjunnar

Flestir sem yfirgáfu trúfélag í fyrra fóru úr þjóðkirkjunni. Hún er þó enn langstærsta trúfélag landsins þar sem 63,5 prósent íbúa þess eru enn skráðir í hana. Kaþólikkum og þeim sem skráðum eru í Siðmennt fjölgar mest.

Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Auglýsing

Miðað við nýjar tölur Þjóðskrár voru landsmenn um 364 þúsund í upphafi árs 2020. Af þeim voru 231.145 skráðir í þjóðkirkjuna, eða 63,5 prósent landsmanna. Það þýðir að tæplega 133 þúsund manns hafi ekki verið skráð í hana um síðustu áramót, eða 36,5 prósent landsmanna. Þeir íslensku rík­­­­­­is­­­­­­borg­­­­­­arar sem kusu að standa utan þjóð­­­­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­­­­­­­ustu ald­­­­­­ar­­­­­­mót. Á tveimur áratugum hefur þeim því fjölgað um rúmlega 102 þúsund.

Þetta má lesa út úr tölum um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í vikunni.  

Þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna fækkaði um 1.501 á milli ára. Auk þess skilaði fjölgun landsmanna um rúmlega sjö þúsund frá upphafi árs 2019 sér ekki inn í þjóðkirkjuna. 

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­sent lands­­­­­­manna skráðir í þjóð­kirkj­una. Síðastliðna áratugi hefur hlutfall þeirra sem tilheyra henni dregist saman og frá árinu 2009 hefur með­­­limum þjóð­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. 

Trú- og lífsskoðunarfélög hér á landi fá sóknargjöld greidd fyrir hvern skráðan einstakling, 16 ára og eldri. Á árinu 2018 greiddi ríkið 931 krónur á mánuði á hvern einstakling í hverju félagi fyrir sig. 

Breytt skráning og meint siðrof

Þeim Íslendingum sem treysta þjóðkirkjunni hefur auk þess fækkað um helming frá aldarmótum, en í könnun sem var birt í lok október 2019 sögðust um þriðjungur landsmanna bera mikið traust til hennar. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í viðtali við RÚV í kjölfarið, þar sem hún ræddi orsakir takmarkaðs trausts á störfum hennar og kirkjunnar. Þar sagði biskup að á Íslandi hefði orðið siðrof þegar ákveðið var að hætta að kenna kristinfræði í grunnskólum landsins. „Það hefur orðið sið­rof, held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlut­irnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eft­ir. Það nátt­úru­lega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis bibl­íu­sög­urnar eða í skól­anum þá verður fram­tíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til. Ef maður veit ekki að eitt­hvað er til þá skiptir það mann engu máli, -fyrr en kannski allt í einu að eitt­hvað kemur upp á.“ 

Auglýsing
Önnur ástæða fyrir fækkun í þjóðkirkjunni sem blasir við er sú að ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­fé­lag móð­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­stak­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. 

Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­skoð­un­­­­ar­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­fé­laga. Á sama tíma var ramm­inn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og líf­­skoð­un­­ar­­fé­lög og þiggja sókn­­ar­­gjöld rýmk­að­­ur.

Stór hluti utan félaga eða óskilgreindur

Alls voru 26.116 manns skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga í upphafi árs og fjölgaði þeim um 1.245 á einu ári. Fjöldi þeirra var 10.336 í byrjun árs 2010. Þeim sem velja slíka stöðu hefur því fjölgað um 153 prósent á áratug. Þeir sem velja að standa utantrúfélaga eru því næst stærsti hópur þeirra sem taka afstöðu til trúmála með skráningu á Íslandi. Auk þess eru 52.091 manns með ótilgreinda stöðu, en ætla má að uppistaða þess hóps séu erlendir ríkisborgarar sem flutt hafa til landsins á undanförnum árum.

Auglýsing
Næst stærsti eiginlegi söfnuður landsins er hins vegar Kaþólska kirkjan. Þann 1. janúar 2020 voru 14.634 manns skráðir í hana. Kjarninn fjallaði ítarlega um vöxt þess safnaðar í fréttaskýringu sem birtist í október í fyrra, þar sem kom fram að skráningar í hann hafi fjórfaldast á síðustu 20 árum. Aukninguna má rekja beint til gríðarlegrar fjölgunar erlendra ríkisborgara á Íslandi, en stærstu hóparnir sem hingað flytja – Pólverjar og ríkisborgarar Eystrasaltslanda – koma frá löndum þar sem kaþólska kirkjan er sterk. 

Í umfjölluninni sagði Séra Jakob Rolland, prestur innan kaþólsku kirkjunnar, að hann teldi kaþólikka hérlendis þó vera miklu fleiri, eða hátt í 30 þúsund manns. 

Mest var þó fjölgunin síðastliðna rúma árið hjá þeim sem skráðu sig í Siðmennt, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Sið­mennt hefur verið skráð lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lag frá árinu 2013. Félagið er það eina sem berst bein­línis gegn sókn­­ar­­gjöldum og fyrir algjöru trú­frelsi. Meðlimir í Siðmennt eru nú 3.509 talsins og fjölgaði um 655 frá því í desember 2018. 

Þeim sem skráðir eru í trú­­fé­lög múslima á Íslandi hefur einnig fjölgað mjög á und­an­­förnum árum. Árið 1998 voru 78 manns skráðir í Félag múslima á Íslandi. Nú eru 623 skráðir í það félag en auk þess eru tvö önnur trúfélög múslima skráð. Félagar í Menningarsetri múslima á Íslandi eru 378 talsins og félagar í Stofnun múslima á Íslandi alls 281 talsins. Samanlagt eru því 1.282 skráðir í múslimsk trúfélög hérlendis. Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, skrifaði grein sem birtist í Kjarnanum í lok október í fyrra þar sem hún brást við fullyrðingu biskups Íslands um siðrof þjóðarinnar. 

Undið ofan af Zuism

Næst mest fækkun, bæði í rauntölum og hlutfallslega, hefur orðið í trúfélaginu Zuism. Zuistar voru skráðir tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­­aði að end­­ur­greiða fólki þau sókn­­ar­­gjöld sem inn­­heimt yrði vegna þeirra. Síðan stóð yfir ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­­ráð í félags­­­skapn­­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­­­ar­­nefndu. Zúistar fengu 32 millj­­ónir króna greiddar úr rík­­is­­sjóð vega sókn­­ar­gjalda á árinu 2016.

Lyk­il­menn í þeim hópi eru tveir bræð­ur, Einar og Ágúst Arnar Ágústs­syn­ir. Sá fyrr­nefndi hefur hlotið dóm vegna fjársvika.

Auglýsing
Zuism, undir for­ystu Ágústs Arn­ars, hefur staðið í mála­rekstri við ríkið vegna sókn­ar­gjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá drátt­ar­vexti af 50 millj­óna sókn­ar­gjöldum sem var haldið eft­ir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóv­em­ber.

Íslenska ríkið hefur reynt að koma í veg fyrir að Zuism fái greidd sókn­ar­gjöld þar sem óvissa sé uppi um að Zuism upp­fylli skil­yrði laga um trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. For­svars­menn Zuism hafa stefnt rík­inu vegna þessa. Í vik­unni fór fram aðal­með­ferð í einum anga þess máls þar sem rík­is­lög­maður sagði að félagið væri mála­mynda­fé­lags­skapur og að til­gangur þess væri að kom­ast yfir fjár­muni skatt­greið­enda. 

Í byrjun desember 2019 var svo greint frá því að fjárreiður Zuism væru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og að rannsóknin væri vel á veg komin. 

Félags­mönnum í Zuism hefur fækkað hratt á und­an­förnum árum, eftir að óvissa kom upp um hvort bræð­urnir ætl­uðu sér nokkru sinni að end­ur­greiða sóknargjöldin, eða halda þeim fyrir sig sjálfa. Í upp­hafi árs í fyrra voru þeir orðnir um 1.600 og hefur því fækkað um tæpan helm­ing frá árinu 2016. Um síðustu áramót voru þeir orðnir 1.212 og hafði þá fækkað um 375 á 13 mánuðum. Zuism er samt sem áður níunda fjölmennasta trú- eða lífsskoðunarfélag landsins í dag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar