Rúmlega 100 þúsund manns standa utan þjóðkirkjunnar

Flestir sem yfirgáfu trúfélag í fyrra fóru úr þjóðkirkjunni. Hún er þó enn langstærsta trúfélag landsins þar sem 63,5 prósent íbúa þess eru enn skráðir í hana. Kaþólikkum og þeim sem skráðum eru í Siðmennt fjölgar mest.

Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Auglýsing

Miðað við nýjar tölur Þjóð­skrár voru lands­menn um 364 þús­und í upp­hafi árs 2020. Af þeim voru 231.145 skráðir í þjóð­kirkj­una, eða 63,5 pró­sent lands­manna. Það þýðir að tæp­lega 133 þús­und manns hafi ekki verið skráð í hana um síð­ustu ára­mót, eða 36,5 pró­sent lands­manna. Þeir íslensku rík­­­­­­­is­­­­­­­borg­­­­­­­arar sem kusu að standa utan þjóð­­­­­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­­­­­­­­­ustu ald­­­­­­­ar­­­­­­­mót. Á tveimur ára­tugum hefur þeim því fjölgað um rúm­lega 102 þús­und.

Þetta má lesa út úr tölum um skrán­ingar í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög sem Þjóð­skrá birti í vik­unn­i.  

Þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækk­aði um 1.501 á milli ára. Auk þess skil­aði fjölgun lands­manna um rúm­lega sjö þús­und frá upp­hafi árs 2019 sér ekki inn í þjóð­kirkj­una. 

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­­sent lands­­­­­­­manna skráðir í þjóð­­kirkj­una. Síð­ast­liðna ára­tugi hefur hlut­fall þeirra sem til­heyra henni dreg­ist saman og frá árinu 2009 hefur með­­­­limum þjóð­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. 

Trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög hér á landi fá sókn­ar­gjöld greidd fyrir hvern skráðan ein­stak­ling, 16 ára og eldri. Á árinu 2018 greiddi ríkið 931 krónur á mán­uði á hvern ein­stak­ling í hverju félagi fyrir sig. 

Breytt skrán­ing og meint sið­rof

Þeim Íslend­ingum sem treysta þjóð­kirkj­unni hefur auk þess fækkað um helm­ing frá ald­ar­mót­um, en í könnun sem var birt í lok októ­ber 2019 sögð­ust um þriðj­ungur lands­manna bera mikið traust til henn­ar. Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, sagði í við­tali við RÚV í kjöl­far­ið, þar sem hún ræddi orsakir tak­mark­aðs trausts á störfum hennar og kirkj­unn­ar. Þar sagði biskup að á Íslandi hefði orðið sið­rof þegar ákveðið var að hætta að kenna krist­in­fræði í grunn­skólum lands­ins. „Það hefur orðið sið­rof, held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlut­irnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eft­­ir. Það nátt­úru­­lega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis bibl­­íu­­sög­­urnar eða í skól­­anum þá verður fram­­tíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til. Ef maður veit ekki að eitt­hvað er til þá skiptir það mann engu máli, -fyrr en kannski allt í einu að eitt­hvað kemur upp á.“ 

Auglýsing
Önnur ástæða fyrir fækkun í þjóð­kirkj­unni sem blasir við er sú að ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­­­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­­fé­lag móð­­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­­stak­­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. 

Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­­skoð­un­­­­­ar­­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­­fé­laga. Á sama tíma var ramm­inn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og líf­­­skoð­un­­­ar­­­fé­lög og þiggja sókn­­­ar­­­gjöld rýmk­að­­­ur.

Stór hluti utan félaga eða óskil­greindur

Alls voru 26.116 manns skráðir utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga í upp­hafi árs og fjölg­aði þeim um 1.245 á einu ári. Fjöldi þeirra var 10.336 í byrjun árs 2010. Þeim sem velja slíka stöðu hefur því fjölgað um 153 pró­sent á ára­tug. Þeir sem velja að standa utan­trú­fé­laga eru því næst stærsti hópur þeirra sem taka afstöðu til trú­mála með skrán­ingu á Ísland­i. Auk þess eru 52.091 manns með ótil­greinda stöðu, en ætla má að uppi­staða þess hóps séu erlendir rík­is­borg­arar sem flutt hafa til lands­ins á und­an­förnum árum.

Auglýsing
Næst stærsti eig­in­legi söfn­uður lands­ins er hins vegar Kaþ­ólska kirkj­an. Þann 1. jan­úar 2020 voru 14.634 manns skráðir í hana. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um vöxt þess safn­aðar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í októ­ber í fyrra, þar sem kom fram að skrán­ingar í hann hafi fjór­fald­ast á síð­ustu 20 árum. Aukn­ing­una má rekja beint til gríð­ar­legrar fjölg­unar erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi, en stærstu hóp­arnir sem hingað flytja – Pól­verjar og rík­is­borg­arar Eystra­salts­landa – koma frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkjan er sterk. 

Í umfjöll­un­inni sagði Séra Jakob Rolland, prestur innan kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, að hann teldi kaþ­ólikka hér­lendis þó vera miklu fleiri, eða hátt í 30 þús­und manns. 

Mest var þó fjölg­unin síð­ast­liðna rúma árið hjá þeim sem skráðu sig í Sið­mennt, félags sið­rænna húman­ista á Íslandi. Sið­­mennt hefur verið skráð lífs­­­skoð­un­­­ar­­­fé­lag frá árinu 2013. Félagið er það eina sem berst bein­línis gegn sókn­­­ar­­­gjöldum og fyrir algjöru trú­frelsi. Með­limir í Sið­mennt eru nú 3.509 tals­ins og fjölg­aði um 655 frá því í des­em­ber 2018. 

Þeim sem skráðir eru í trú­­­fé­lög múslima á Íslandi hefur einnig fjölgað mjög á und­an­­­förnum árum. Árið 1998 voru 78 manns skráðir í Félag múslima á Íslandi. Nú eru 623 skráðir í það félag en auk þess eru tvö önnur trú­fé­lög múslima skráð. Félagar í Menn­ing­ar­setri múslima á Íslandi eru 378 tals­ins og félagar í Stofnun múslima á Íslandi alls 281 tals­ins. Sam­an­lagt eru því 1.282 skráðir í múslimsk trú­fé­lög hér­lend­is. Inga Auð­björg K. Straum­land, for­maður Sið­mennt­ar, skrif­aði grein sem birt­ist í Kjarn­anum í lok októ­ber í fyrra þar sem hún brást við full­yrð­ingu bisk­ups Íslands um sið­rof þjóð­ar­inn­ar. 

Undið ofan af Zuism

Næst mest fækk­un, bæði í raun­tölum og hlut­falls­lega, hefur orðið í trú­fé­lag­inu Zuism. Zuistar voru skráðir tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­­­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­­­aði að end­­­ur­greiða fólki þau sókn­­­ar­­­gjöld sem inn­­­heimt yrði vegna þeirra. Síðan stóð yfir ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­­­ráð í félags­­­­­skapn­­­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­­­­­ar­­­nefndu. Zúistar fengu 32 millj­­­ónir króna greiddar úr rík­­­is­­­sjóð vega sókn­­­ar­gjalda á árinu 2016.

Lyk­il­­menn í þeim hópi eru tveir bræð­­ur, Einar og Ágúst Arnar Ágústs­­syn­­ir. Sá fyrr­­nefndi hefur hlotið dóm vegna fjársvika.

Auglýsing
Zuism, undir for­ystu Ágústs Arn­­ars, hefur staðið í mála­­rekstri við ríkið vegna sókn­­ar­gjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóv­­em­ber síð­­ast­liðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá drátt­­ar­vexti af 50 millj­­óna sókn­­ar­­gjöldum sem var haldið eft­­ir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóv­­em­ber.

Íslenska ríkið hefur reynt að koma í veg fyrir að Zuism fái greidd sókn­­ar­­gjöld þar sem óvissa sé uppi um að Zuism upp­­­fylli skil­yrði laga um trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lög. For­svar­s­­menn Zuism hafa stefnt rík­­inu vegna þessa. Í vik­unni fór fram aðal­­­með­­­ferð í einum anga þess máls þar sem rík­­is­lög­­maður sagði að félagið væri mála­­mynda­­fé­lags­­skapur og að til­­­gangur þess væri að kom­­ast yfir fjár­­muni skatt­greið­enda. 

Í byrjun des­em­ber 2019 var svo greint frá því að fjár­reiður Zuism væru til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og að rann­sóknin væri vel á veg kom­in. 

Félags­­­mönnum í Zuism hefur fækkað hratt á und­an­­förnum árum, eftir að óvissa kom upp um hvort bræð­­urnir ætl­­uðu sér nokkru sinni að end­­ur­greiða sókn­ar­gjöld­in, eða halda þeim fyrir sig sjálfa. Í upp­­hafi árs í fyrra voru þeir orðnir um 1.600 og hefur því fækkað um tæpan helm­ing frá árinu 2016. Um síð­ustu ára­mót voru þeir orðnir 1.212 og hafði þá fækkað um 375 á 13 mán­uð­um. Zuism er samt sem áður níunda fjöl­menn­asta trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lag lands­ins í dag. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar