Rúmlega 100 þúsund manns standa utan þjóðkirkjunnar

Flestir sem yfirgáfu trúfélag í fyrra fóru úr þjóðkirkjunni. Hún er þó enn langstærsta trúfélag landsins þar sem 63,5 prósent íbúa þess eru enn skráðir í hana. Kaþólikkum og þeim sem skráðum eru í Siðmennt fjölgar mest.

Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Auglýsing

Miðað við nýjar tölur Þjóð­skrár voru lands­menn um 364 þús­und í upp­hafi árs 2020. Af þeim voru 231.145 skráðir í þjóð­kirkj­una, eða 63,5 pró­sent lands­manna. Það þýðir að tæp­lega 133 þús­und manns hafi ekki verið skráð í hana um síð­ustu ára­mót, eða 36,5 pró­sent lands­manna. Þeir íslensku rík­­­­­­­is­­­­­­­borg­­­­­­­arar sem kusu að standa utan þjóð­­­­­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­­­­­­­­­ustu ald­­­­­­­ar­­­­­­­mót. Á tveimur ára­tugum hefur þeim því fjölgað um rúm­lega 102 þús­und.

Þetta má lesa út úr tölum um skrán­ingar í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög sem Þjóð­skrá birti í vik­unn­i.  

Þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækk­aði um 1.501 á milli ára. Auk þess skil­aði fjölgun lands­manna um rúm­lega sjö þús­und frá upp­hafi árs 2019 sér ekki inn í þjóð­kirkj­una. 

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­­sent lands­­­­­­­manna skráðir í þjóð­­kirkj­una. Síð­ast­liðna ára­tugi hefur hlut­fall þeirra sem til­heyra henni dreg­ist saman og frá árinu 2009 hefur með­­­­limum þjóð­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. 

Trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög hér á landi fá sókn­ar­gjöld greidd fyrir hvern skráðan ein­stak­ling, 16 ára og eldri. Á árinu 2018 greiddi ríkið 931 krónur á mán­uði á hvern ein­stak­ling í hverju félagi fyrir sig. 

Breytt skrán­ing og meint sið­rof

Þeim Íslend­ingum sem treysta þjóð­kirkj­unni hefur auk þess fækkað um helm­ing frá ald­ar­mót­um, en í könnun sem var birt í lok októ­ber 2019 sögð­ust um þriðj­ungur lands­manna bera mikið traust til henn­ar. Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, sagði í við­tali við RÚV í kjöl­far­ið, þar sem hún ræddi orsakir tak­mark­aðs trausts á störfum hennar og kirkj­unn­ar. Þar sagði biskup að á Íslandi hefði orðið sið­rof þegar ákveðið var að hætta að kenna krist­in­fræði í grunn­skólum lands­ins. „Það hefur orðið sið­rof, held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlut­irnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eft­­ir. Það nátt­úru­­lega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis bibl­­íu­­sög­­urnar eða í skól­­anum þá verður fram­­tíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til. Ef maður veit ekki að eitt­hvað er til þá skiptir það mann engu máli, -fyrr en kannski allt í einu að eitt­hvað kemur upp á.“ 

Auglýsing
Önnur ástæða fyrir fækkun í þjóð­kirkj­unni sem blasir við er sú að ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­­­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­­fé­lag móð­­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­­stak­­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. 

Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­­skoð­un­­­­­ar­­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­­fé­laga. Á sama tíma var ramm­inn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og líf­­­skoð­un­­­ar­­­fé­lög og þiggja sókn­­­ar­­­gjöld rýmk­að­­­ur.

Stór hluti utan félaga eða óskil­greindur

Alls voru 26.116 manns skráðir utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga í upp­hafi árs og fjölg­aði þeim um 1.245 á einu ári. Fjöldi þeirra var 10.336 í byrjun árs 2010. Þeim sem velja slíka stöðu hefur því fjölgað um 153 pró­sent á ára­tug. Þeir sem velja að standa utan­trú­fé­laga eru því næst stærsti hópur þeirra sem taka afstöðu til trú­mála með skrán­ingu á Ísland­i. Auk þess eru 52.091 manns með ótil­greinda stöðu, en ætla má að uppi­staða þess hóps séu erlendir rík­is­borg­arar sem flutt hafa til lands­ins á und­an­förnum árum.

Auglýsing
Næst stærsti eig­in­legi söfn­uður lands­ins er hins vegar Kaþ­ólska kirkj­an. Þann 1. jan­úar 2020 voru 14.634 manns skráðir í hana. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um vöxt þess safn­aðar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í októ­ber í fyrra, þar sem kom fram að skrán­ingar í hann hafi fjór­fald­ast á síð­ustu 20 árum. Aukn­ing­una má rekja beint til gríð­ar­legrar fjölg­unar erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi, en stærstu hóp­arnir sem hingað flytja – Pól­verjar og rík­is­borg­arar Eystra­salts­landa – koma frá löndum þar sem kaþ­ólska kirkjan er sterk. 

Í umfjöll­un­inni sagði Séra Jakob Rolland, prestur innan kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, að hann teldi kaþ­ólikka hér­lendis þó vera miklu fleiri, eða hátt í 30 þús­und manns. 

Mest var þó fjölg­unin síð­ast­liðna rúma árið hjá þeim sem skráðu sig í Sið­mennt, félags sið­rænna húman­ista á Íslandi. Sið­­mennt hefur verið skráð lífs­­­skoð­un­­­ar­­­fé­lag frá árinu 2013. Félagið er það eina sem berst bein­línis gegn sókn­­­ar­­­gjöldum og fyrir algjöru trú­frelsi. Með­limir í Sið­mennt eru nú 3.509 tals­ins og fjölg­aði um 655 frá því í des­em­ber 2018. 

Þeim sem skráðir eru í trú­­­fé­lög múslima á Íslandi hefur einnig fjölgað mjög á und­an­­­förnum árum. Árið 1998 voru 78 manns skráðir í Félag múslima á Íslandi. Nú eru 623 skráðir í það félag en auk þess eru tvö önnur trú­fé­lög múslima skráð. Félagar í Menn­ing­ar­setri múslima á Íslandi eru 378 tals­ins og félagar í Stofnun múslima á Íslandi alls 281 tals­ins. Sam­an­lagt eru því 1.282 skráðir í múslimsk trú­fé­lög hér­lend­is. Inga Auð­björg K. Straum­land, for­maður Sið­mennt­ar, skrif­aði grein sem birt­ist í Kjarn­anum í lok októ­ber í fyrra þar sem hún brást við full­yrð­ingu bisk­ups Íslands um sið­rof þjóð­ar­inn­ar. 

Undið ofan af Zuism

Næst mest fækk­un, bæði í raun­tölum og hlut­falls­lega, hefur orðið í trú­fé­lag­inu Zuism. Zuistar voru skráðir tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­­­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­­­aði að end­­­ur­greiða fólki þau sókn­­­ar­­­gjöld sem inn­­­heimt yrði vegna þeirra. Síðan stóð yfir ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­­­ráð í félags­­­­­skapn­­­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­­­­­ar­­­nefndu. Zúistar fengu 32 millj­­­ónir króna greiddar úr rík­­­is­­­sjóð vega sókn­­­ar­gjalda á árinu 2016.

Lyk­il­­menn í þeim hópi eru tveir bræð­­ur, Einar og Ágúst Arnar Ágústs­­syn­­ir. Sá fyrr­­nefndi hefur hlotið dóm vegna fjársvika.

Auglýsing
Zuism, undir for­ystu Ágústs Arn­­ars, hefur staðið í mála­­rekstri við ríkið vegna sókn­­ar­gjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóv­­em­ber síð­­ast­liðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá drátt­­ar­vexti af 50 millj­­óna sókn­­ar­­gjöldum sem var haldið eft­­ir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóv­­em­ber.

Íslenska ríkið hefur reynt að koma í veg fyrir að Zuism fái greidd sókn­­ar­­gjöld þar sem óvissa sé uppi um að Zuism upp­­­fylli skil­yrði laga um trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lög. For­svar­s­­menn Zuism hafa stefnt rík­­inu vegna þessa. Í vik­unni fór fram aðal­­­með­­­ferð í einum anga þess máls þar sem rík­­is­lög­­maður sagði að félagið væri mála­­mynda­­fé­lags­­skapur og að til­­­gangur þess væri að kom­­ast yfir fjár­­muni skatt­greið­enda. 

Í byrjun des­em­ber 2019 var svo greint frá því að fjár­reiður Zuism væru til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og að rann­sóknin væri vel á veg kom­in. 

Félags­­­mönnum í Zuism hefur fækkað hratt á und­an­­förnum árum, eftir að óvissa kom upp um hvort bræð­­urnir ætl­­uðu sér nokkru sinni að end­­ur­greiða sókn­ar­gjöld­in, eða halda þeim fyrir sig sjálfa. Í upp­­hafi árs í fyrra voru þeir orðnir um 1.600 og hefur því fækkað um tæpan helm­ing frá árinu 2016. Um síð­ustu ára­mót voru þeir orðnir 1.212 og hafði þá fækkað um 375 á 13 mán­uð­um. Zuism er samt sem áður níunda fjöl­menn­asta trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lag lands­ins í dag. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar