Tækifæriskirkjur

Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.

Kirkja í Holte í Danmörku.
Kirkja í Holte í Danmörku.
Auglýsing

Í Dan­mörku eru 2354 kirkj­ur, sem til­heyra þjóð­kirkj­unn­i, ­Fol­ke­kirken. Tæp 70 pró­sent Dana eru í þjóð­kirkj­unni en sóknir í land­inu eru 2123.

Fyrstu kirkjur í Dan­mörku voru byggðar á 9. öld, önnur í Slés­vík en hin í Ribe. Þær voru timb­ur­kirkj­ur, reistar með kon­ungs­leyfi. Þrjár af hverjum fjórum kirkjum lands­ins voru byggðar á tíma­bil­inu 1000 – 1500, ­stærstur hluti þeirra á 11. og 12. öld.

Mið­alda­kirkj­urn­ar, eins og Danir kalla þær, eru marg­ar hverjar keim­lík­ar, án þess þó að vera nákvæm­lega eins: hvít­kalk­aðar með turni í sama lit, og bröttu brún­rauðu þaki. Þessar kirkjur blasa hvar­vetna við þeg­ar farið er um danskar sveit­ir. Meiri fjöl­breytni gætir í nýrri guðs­hús­um, sem oft­ast eru í nýjum hverfum og bæj­ar­hlut­um.

Auglýsing

Úr sveit í bæ

Á und­an­förnum ára­tugum hefur íbúum í dreif­býli fækkað mjög í D­an­mörku eins og víð­ar. Sífellt fleiri velja að flytj­ast í þétt­býl­ið, einkum í stærri bæi og borg­ir. Þótt mikið sé talað um að „stöðva flótt­ann úr dreif­býl­inu“ virð­ist það hæg­ara sagt en gert. 

Fólks­fækkun á lands­byggð­inn­i hefur marg­hátt­aðar breyt­ingar í för með sér, versl­an­ir, verk­stæði, bankar og bens­ín­stöðvar hverfa, skólum er lokað o.s.frv. Fólks­fækk­unin hefur líka mik­il á­hrif á kirkju­starf­ið. Kirkj­urnar eru lítið not­að­ar. Fáir mæta í mess­ur, brúð­kaup, skírnir og jarð­ar­farir eru örfáar á hverju ári.

Sókn­ar­nefndir

Í Dan­mörku eru eins og áður var nefnt 2123 sókn­ir. Í hverri ­sókn er sókn­ar­nefnd (menig­heds­råd) sem ber ábyrgð á rekstri og umsjón ­kirkj­unn­ar.  Lög um sókn­ar­nefndir vor­u ­sett árið 1903, þar var gert ráð fyrir að í hverri sókn væri sókn­ar­nefnd. Þeim lögum var síðar breytt þannig að sama sókn­ar­nefndin getur nú tekið til nokk­urra ­sókna. Sókn­ar­nefndir í Dan­mörku eru nú um 1700 tals­ins.

Í sókn­ar­nefnd situr prestur við­kom­andi sóknar og síð­an minnst fimm en mest fimmtán full­trúar íbúa í sókn­inni. Þeir eru valdir með­ í­búa­kosn­ingu, sem fer fram á fjög­urra ára fresti. Hlut­verk sókn­ar­nefnda er að halda utan um starfið í við­kom­andi sókn og verk­sviðið er nákvæm­lega útli­stað í lög­um, þeim var síð­ast breytt árið 2013. Meðal þess sem heyrir und­ir­ ­sókn­ar­nefnd­ina er rekstur við­kom­andi kirkju, þar með talið við­hald húss­ins.

Rekst­ur­inn mörgum sóknum ofviða

Rekstur danskra kirkna er fjár­magn­aður með sér­stökum skatt­i, ­kirkeskat, sem um gilda sér­stakar regl­ur. Hann er hlut­fall af tekjum við­kom­and­i ein­stak­lings og það hlut­fall er mis­mun­andi eftir sveit­ar­fé­lög­um. Fækkun íbúa í mörgum sveit­ar­fé­lögum hefur leitt til þess að tekj­urnar hafa skroppið saman og ­rekstur flestra sveit­ar­fé­laga þung­ur. Þetta bitnar á allri starf­semi, kirkj­un­um þar með­töld­um. Sam­kvæmt lögum ber sókn­ar­nefndum að halda kirkj­unum í „við­un­and­i á­standi” eins og það heitir í lög­un­um. Það þýðir að sjá til þess kirkjan sé ­upp­hituð og húsið liggi ekki undir skemmdum vegna veð­urs og vinda. Eins og fyrr var nefnt er stór hluti danskra kirkna gam­all og eru því hluti dansks ­menn­ing­ar­arfs, sam­kvæmt lög­um.

Kirkjan í Skørping.

Bygg­ingar sem falla undir þessa skil­grein­ingu má ekki rífa eða taka til ann­arra nota, nema með sér­stöku leyfi, þetta gildir reyndar um allar kirkj­ur. Innan kirkj­unnar hafa farið fram miklar umræður um hvað sé til­ ráða varð­andi rekstur guðs­hús­anna.

Dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn hefur að und­an­förnu fjall­að tals­vert um þessi mál. Fyrir skömmu birt­ist í blað­inu við­tal við Kirsten Sand­ers for­mann sókn­ar­nefndar kirkj­unnar í Blidstrup á Mors á Norð­vest­ur­- Jót­landi. Sóknin er mjög fámenn, sókn­ar­börnin aðeins 122. Nú standa yfir­ um­fangs­miklar við­gerðir á kirkj­unni, sem var vígð árið 1140. Kostn­aður við við­gerð­irnar er áætl­aður um 6 millj­ónir danskra króna (110 millj­ón­ir ­ís­lenskar).

Í við­tal­inu varp­aði sókn­ar­nefnd­ar­for­mað­ur­inn fram þeirri ­spurn­ingu hvort rétt­læt­an­legt væri að verja svo miklu fé til við­gerða á kirkju ­sem er lítið notuð og fáir sækja. „Þetta er ekki auð­velt, okkur ber að halda ­kirkj­unni við og nú var komið að við­gerðum og end­ur­bótum sem hafa setið á hak­anum árum sam­an­.”  Jót­land­s­póst­ur­inn ræddi líka við Ullu Kjær, sér­fræð­ing á Þjóð­minja­safn­inu, sem sagði að  „ekki mætti gleyma því að í Dan­mörku eru ­kirkj­urnar nán­ast einu bygg­ing­arnar sem til eru frá mið­öld­um, og þær eru menn­ing­ar­verð­mæt­i”.

Tæki­fær­is­kirkj­ur 

Innan dönsku þjóð­kirkj­unnar hefur að und­an­förnu mikið ver­ið rætt um fram­tíð guðs­hús­anna í land­inu. Margir mega ekki til þess hugsa að ­gömlum kirkjum verði lokað og þær teknar úr notk­un. Ein þeirra leiða sem rætt hefur verið um er að kirkjum í fámennum sókn­um, einkum þar sem stutt er í næst­u ­kirkju, verði breytt í svo­nefndar tæki­fær­is­kirkjur (lejlig­heds­kirker). Þá yrð­i við­kom­andi kirkju lokað nema um stór­há­tíðar og við sér­stök tæki­færi.

Með þessu móti væri hægt að halda rekstr­ar­kostn­aði í lág­marki, til dæmis væri ekki þörf á sér­stökum kirkju­verði, kynd­ing mið­að­ist við að halda hús­inu frá skemmdum o.s.frv. Pró­fastur sem Jót­land­s­póst­ur­inn rædd­i við taldi þetta góða hug­mynd, með þessu móti héldi við­kom­andi guðs­hús reisn­ sinni, eins og hann komst að orði, en kostn­að­ur­inn yrði mun minni. Þetta mál er á byrj­un­ar­stigi, áður­nefndur pró­fastur sagði að ákvarð­anir af þessu tagi yrð­u ekki teknar í einum grænum en mik­il­vægt væri að umræðan væri komin í gang.

Kirkju­garð­arnir

Víða í Dan­mörku eru stórir kirkju­garð­ar. Þetta á ekki hvað síst við í dreif­býl­inu þar sem land­rými er meira en í borgum og bæj­um. Í  mörgum görðum í smáum sóknum eru dæmi um allt ­niður í eina jarð­setn­ingu á ári. Lík­brennslur verða sífellt algeng­ari og á síð­asta ári voru ein­ungis 16 pró­sent þeirra Dana sem lét­ust jarð­sett í kist­u, 84 pró­sent voru brennd.

Duft­ker taka mun minna pláss en hefð­bundin kista og þess ­vegna hafa sókn­ar­nefndir víða um land viðrað hug­myndir um breyt­ingar á kirkju­görð­un­um. Til dæmis að þeir verði að hluta til gerðir að eins konar skrúð­görð­u­m. Nokkrum kirkju­görðum hefur reyndar þegar verið breytt í þessa átt, þar á með­al­ Vester Hass­ing kirkju­garð­inum skammt frá Ála­borg á Jót­landi. Umsjón­ar­mað­ur­ ­garðs­ins sagði í blaða­við­tali að fólk kynni vel að meta þessa breyt­ingu og kvaðst þess full­viss að á næstu ára­tugum yrðu miklar breyt­ingar á dönskum ­kirkju­görð­u­m. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar