Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti

Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.

Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Auglýsing

Í pistli sem birt­ist hér í Kjarn­anum sl. sunnu­dag, 24. maí, var fjallað um yfir­stand­andi rann­sókn á emb­ætt­is­færslu Inger Støjberg í tíð hennar sem ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Ven­stre stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. Rann­sóknin er gerð sam­kvæmt ákvörðun rík­is­stjórnar Mette Frederiksen, og sam­þykkt af danska þing­inu, Fol­ket­inget. Henni er ætlað að kom­ast að því hvort til­tekin fyr­ir­skip­un, sem ráð­herr­ann fyrr­ver­andi gaf árið 2016, hafi verið í and­stöðu við lög­.

Rann­sókn­ar­nefndin hóf störf í jan­úar á þessu ári og fékk þá í hendur öll gögn (utan eitt sem síðar verður get­ið) sem Umboðs­maður þings­ins hafði óskað eftir og varða mál­ið. Gögnin eru mikil að vöxt­um. Málið hefur marg­sinnis verið rætt í þing­inu, á nefnda­fundum og í ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi, Inger Støjberg, hefur margoft setið fyrir svörum, bæði í þing­sal og hjá þing­nefndum og þar að auki hafa verið skrifuð ótal minn­is­blöð og álits­gerðir vegna þeirrar ákvörð­unar ráð­herr­ans sem nú er til rann­sókn­ar. 

Yfir­heyrslur rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar hófust 14. maí sl. og standa, með hléum, fram eftir sumri eða fram á haust. Fjöl­margir hafa verið boð­aðir í skýrslu­töku hjá nefnd­inni og fremstir í yfir­heyrslu­röð­inni voru emb­ætt­is­menn úr ráðu­neyti og stofn­un­um. Síð­ast­lið­inn sunnu­dag, 24. maí, var komið að Inger Støjberg, yfir­heyrslur yfir henni stóðu í tvo daga. Í öllum þeim gagna­haug sem rann­sókn­ar­nefndin hefur undir höndum er ekki að finna, skjal sem Inger Støjberg dró fram í dags­ljósið á sunnu­dag­inn „eins og kan­ínu úr hatti sjón­hverf­inga­manns“ sagði blaða­maður Berl­ingske þegar hann lýsti því sem fram fór. En áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp um hvað málið snýst.

Auglýsing

Til­kynn­ing eða til­skipun

25. jan­úar 2016 greindu danskir fjöl­miðlar frá því að meðal þeirra sem byggju í búðum hæl­is­leit­enda í Dan­mörku væru að minnsta kosti nokkur pör, þar sem annar aðil­inn væri undir lög­aldri, sem í Dan­mörku er 18 ár. Þegar Inger Støjberg sá þessa frétt var hún í bíl sem sat fastur í umferð­ar­teppu í Brus­sel. Hún varð hopp­andi ill og skrif­aði á Face­book að þessu yrði strax að breyta og hún myndi skipa Útlend­inga­stofnun að bregð­ast við, þegar í stað. Með ráð­herr­anum í bílnum var Lykke Søren­sen, þáver­andi yfir­lög­fræð­ingur ráðu­neyt­is­ins og helsti ráð­gjafi ráð­herr­ans, ásamt fleir­um.

10. febr­úar 2016 sendi ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku frá sér frétta­til­kynn­ingu vegna hæl­is­leit­enda og flótta­fólks. Í til­kynn­ing­unni sagði að sam­býl­is­fólk, eða hjón, þar sem annar aðil­inn væri yngri en 18 ára mættu ekki búa sam­an. Engu skipti þótt parið ætti barn. Án und­an­tekn­inga. Emb­ætt­is­menn í ráðu­neyt­inu sögðu ráð­herr­anum að þessi ákvörðun stæð­ist ekki lög því sam­kvæmt þeim bæri að meta hvert til­felli sjálf­stætt. Þar að auki væri þetta brot á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Með þessu ert þú að taka ákveðna áhættu“ sagði áður­nefndur yfir­lög­fræð­ing­ur, Lykke Søren­sen. „Þá áhættu er ég til­búin að taka“ svar­aði Inger Støjberg. Vitni voru að þessum orða­skipt­u­m. 

Þegar málið var rætt í þing­inu, sem gerð­ist margoft, tal­aði ráð­herr­ann ætíð um frétta­til­kynn­ing­una sem til­skip­un. 24. febr­úar 2016, hálfum mán­uði eftir að til­kynn­ingin (til­skip­un­in) birt­ist sagð­ist ráð­herrann, á þing­fundi, hafa fyr­ir­skipað Útlend­inga­stofn­un­inni (Udlænd­ingestyrel­sen) að breyta vinnu­lagi þannig að eng­inn hæl­is­leit­andi, undir lög­aldri (18 ára) gæti búið með maka eða sam­býl­ingi. Þetta gilti um alla. Þetta svar ráð­herr­ans við spurn­ingu þing­manns liggur fyrir í þing­skjöl­um.

Útlend­inga­stofn­un  fór að fyr­ir­mælum ráð­herr­ans

Við yfir­heyrslur rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar hefur komið fram að Útlend­inga­stofn­unin fékk aldrei nein fyr­ir­mæli eða leið­bein­ingar frá ráðu­neyt­inu, aðrar en áður­nefnda frétta­til­kynn­ingu en hófst þegar handa við að fram­fylgja því sem þar stóð. Frá 10. febr­úar 2016 til 25. apríl sama ár voru sam­tals 32 pör neydd til að flytja sund­ur. Á lista Útlend­inga­stofn­unar má lesa að mesti ald­urs­munur var 13 ár, mað­ur­inn 30 ára en stúlkan 17 ára, minnsti ald­urs­munur 1 ár. Yngstu stúlk­urnar á list­anum (6 tals­ins) voru 15 ára, yngstu pilt­arnir (3 tals­ins) 17 ára. 

Kvartað til Umboðs­manns þings­ins

25.apríl 2016 barst Útlend­inga­stofnun bréf frá Umboðs­manni þings­ins. Þar var spurt um fram­kvæmd „að­skiln­að­ar­fyr­ir­mæl­anna“. Þá hafði par, sem hafði verið neytt til að flytja í sund­ur, án þess að mál þess væri skoðað og metið sér­stak­lega, kvartað til Umboðs­manns og vísað í lög. Útlend­inga­stofnun til­kynnti að fram­kvæmd­inni yrði sam­stundis breytt. Þetta var upp­haf þess máls sem nú er til rann­sókn­ar.  

Kan­ínan úr hatt­in­um 

Við yfir­heyrslur rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar yfir Inger Støjberg sl. sunnu­dag (24. maí) gerð­ist það að ráð­herr­ann fyrr­ver­andi dró fram minn­is­blað (notat) sem hún sagð­ist hafa sam­þykkt (god­kendt) 9. febr­úar 2016, dag­inn áður en frétta­til­kynn­ingin var send út. Á minn­is­blað­inu stóð, að hægt væri að skoða mál ein­stakra para (at der kunne ske en indi­vi­duel sags­behand­ling). Þetta skjal, minn­is­blað­ið, hafði hvorki Inger Støjberg, né nokkur ann­ar, áður nefnt. Og því hafði ekki verið skilað til umboðs­manns, sem þó hafði farið fram á að fá öll skjöl varð­andi málið afhent. Augna­blik­inu þegar Inger Støjberg dró fram skjalið líkti blaða­maður Berl­ingske við það þegar kan­ína birt­ist í hatti töfra­manns. Þegar spurt var hvers vegna þetta skjal hefði ekki verið sent umboðs­manni sagði Inger Støjberg að sam­skiptin við hann hefðu verið í höndum emb­ætt­is­manna og á þeirra ábyrgð. 

Frétta­menn sem voru við­staddir yfir­heyrsl­urnar sögðu að rann­sókn­ar­nefndin hefði strax bent Inger Støjberg á að þetta sem á skjal­inu stæði væri í algjörri mót­sögn við allt sem hún hefði áður sagt. Því svar­aði hún ekki beint, en end­ur­tók margoft að þetta nýfram­komna skjal sýndi og sann­aði að hún hefði farið að lög­um. 

Yfir­lög­fræð­ing­ur­inn aftur kall­aður fyrir

Eftir að Inger Støjberg hafði dregið fram hið áður óþekkta minn­is­blað kvaddi rann­sókn­ar­nefndin Lykke Søren­sen, yfir­lög­fræð­ing­inn fyrr­ver­andi, aftur á sinn fund og spurði út í skjal­ið. Þar sagð­ist hún eig­in­lega ekk­ert muna eftir þessu skjali. Þótt það hafi verið skrifað og stað­fest af ráð­herra skipti minn­is­blað af þessu tagi ekki máli, með til­liti til laga. Einkum og sér­ílagi þegar ráð­herr­ann hefði marglýst yfir að frétta­til­kynn­ing­in, sem und­ir­rituð var af ráð­herr­anum sjálf­um, væri til­skip­un. „Minn­is­blað á skúffu­botni getur ekki verið grund­vall­ar­skjal“. 

Fáorð flokks­systk­ini

Danskir stjórn­mála­skýrend­ur, og frétta­menn, hafa fylgst náið með rann­sókn­inni á emb­ætt­is­færslum Inger Støjberg. Blaða­menn Politi­ken og Berl­ingske hafa ítrekað leitað við­bragða flokks­systk­ina hennar á þingi, vegna rann­sókn­ar­inn­ar, en lítt orðið ágengt. Ein­ungis örfáir þing­menn hafa viljað tjá sig um málið og þeir sem á annað borð hafa feng­ist til að ræða við blaða­menn leggja áherslu á að þeir séu sam­mála þeim skoð­unum Inger Støjberg að vilja koma í veg fyrir að ungar stúlkur séu þving­aðar í hjóna­bönd, eða sam­búð. Blaða­menn segja aug­ljóst að Inger Støjberg vilji beina umræð­unni í sam­fé­lag­inu í þessa átt. Rann­sóknin snýst hins vegar um það hvort ráð­herr­ann hafi brotið lög.

Safnað fyrir aug­lýs­ingum

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag (26. maí) hófst söfnun sem ætlað er að kosta aug­lýs­ingar til styrktar Inger Støjberg. For­svars­maður þess­arar söfn­unar er Pern­ille Ver­mund for­maður stjórn­mála­flokks­ins Nýju borg­ara­legu. Flokk­ur­inn, sem var stofn­aður 2015 og hefur fjóra þing­menn, fylgir harðri hægri­stefnu og telur stefnu ann­arra flokka á danska þing­inu gagn­vart útlend­ing­um, sem aðhyll­ast múslim­skar skoð­anir og trú­ar­við­horf, og vilja flytja til Dan­merk­ur, alltof linku­lega. Slag­orð söfn­unn­ar­innar er „Danskerne støtter Støjberg”. Pern­ille Ver­mund seg­ist þess full­viss að margir Danir styðji sjón­ar­mið Inger Støjberg, og Nýju borg­ara­legu, varð­andi útlend­inga og barna­hjóna­bönd.  

Rann­sókn­ar­nefndin er ekki dóm­stóll  

Búast má við að rann­sóknin á emb­ætt­is­færslum Inger Støjberg standi fram á haust. Fjöl­margir emb­ætt­is­menn og ein­hverjir fyrr­ver­andi ráð­herrar eiga eftir að koma á fund rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Að lokum er rétt að geta þess að rann­sókn­ar­nefndin er ekki dóm­stóll. Hennar hlut­verk er ein­ungis að skera úr um hvort ákvarð­anir og emb­ætt­is­færsla Inger Støjberg hafi brotið í bága við lög.

Verði nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar sú að Inger Støjberg hafi brotið lög er það þings­ins að ákveða hvort málið fari fyrir lands­dóm (rigs­ret). Slíkur dóm­stóll dæmir ein­göngu í málum sem varða starf­andi, eða fyrr­ver­andi, ráð­herra. Lands­dóm­stóll í Dan­mörku hefur aldrei komið saman á þess­ari öld og á öld­inni sem leið gerð­ist það fjórum sinn­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent