Ögurstund hjá Icelandair nálgast

Icelandair Group á að vera búið að ljúka gerð samkomulags við lánveitendur, leigusala, íslenska ríkið og Boeing um fjárhagslega endurskipulagningu sína fyrir lok dags í dag. Ljúka þarf öllum þeim skrefum til að hægt sé að fara í hlutafjárútboð.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Icelandair Group þarf að vera búið að ná sam­komu­lagi við íslenska rík­ið, lán­veit­end­ur, leigu­sala og aðra hag­að­ila fyrir lok dags í dag, 29. júní, um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér 15. júní síð­ast­lið­inn.

Sú til­kynn­ing var send í þeim til­gangi að upp­lýsa um að fyrri áætl­an­ir, settar fram á hluta­hafa­fundi Icelandair 22. maí síð­ast­lið­inn, um að ljúka gerð þeirra samn­inga 15. júní hefði frest­ast um tvær vik­ur. Þau eru for­senda þess að Icelandair geti ráð­ist í hluta­fjár­út­boð til að safna vel á þriðja tug millj­arða króna, en sam­kvæmt upp­haf­legri áætlun félags­ins átti það útboð að hefj­ast í dag. 

Í til­kynn­ing­unni 15. júní til­greindi Icelandair að greint yrði frá nýrri tíma­línu atburða þegar við­ræður við hag­að­ila um end­ur­skipu­lagn­ingu væru á loka­metr­un­um. 

Engin slík tíma­lína hefur verið birt í til­kynn­inga­kerfi Kaup­hallar Íslands á síð­ast­liðnum tveimur vik­um. Að óbreyttu þarf Icelandair því að hand­sala sam­komu­lag við alla ofan­greinda hag­að­ila í dag, eða fresta enn frekar áformum sínum um að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu með hluta­fjár­út­boði.

Upp­fært klukkan 9:07:

Rúmum klukku­tíma eftir að frétta­skýr­ingin birt­ist á Kjarn­anum sendi Icelandair frá sér til­kynn­ingu í Kaup­höll þar sem brugð­ist var við því að frest­ur­inn væri runn­inn út. Hægt er að lesa frétt Kjarn­ans um nýja stöðu Icelandair hér. 

Kapp­hlaup við tím­ann

Það nær algjöra stopp sem varð á flug­um­ferð í heim­inum sam­hliða útbreiðslu COVID-19 og sú mikla óvissa sem er uppi um ferða­­þjón­­ustu vegna þessa hefur haft gríð­­ar­­leg áhrif á Icelanda­ir. Félagið hefur notið fjöl­margra úrræða stjórn­­­valda eins og hluta­­bóta­­leið­­ar­innar og styrkja til að segja fólki upp í mæra mæli en nokk­­urt annað fyr­ir­tæki. 

Auglýsing
Samt hefur blasað við lengi að Icelandair þarf að ná sér í nýtt fé til að lifa af. Og það ætlar fyr­ir­tækið að gera í hluta­fjár­­út­­­boði sem á að hefj­­ast í lok mán­að­­ar. Þar ætlar það sér að sækja allt að 200 millj­­ónir dali, um 28 millj­­arða króna á gengi dags­ins í dag.

Lyk­il­breyta í því að geta sótt það fé var að semja upp á nýtt lyk­il­­starfs­­fólk. Samn­ingar þeirra þóttu óhag­­stæðir í augum fjár­­­festa og draga úr sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir.

Þar hefur náðst árang­ur. Aðfara­nótt síð­ast­lið­ins föstu­dags var skrifað undir nýjan lang­tíma­samn­ing við Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Félags­menn FFÍ eiga þó enn eftir að sam­þykkja samn­ing­inn. 

Flug­­­menn og flug­­­virkjar Icelandair voru þegar búnir að semja um lang­­tíma­kjara­­samn­inga. Því stóðu flug­­freyjur og -þjónar fyr­ir­tæk­is­ins einir eftir af lyk­il­­stéttum sem þurfti að ná nýju sam­komu­lagi við, sem gæti liðkað fyrir fjár­­hags­­legri end­­ur­­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir. 

Eiga eftir að semja við lán­veit­end­ur, leigusala, ríkið og Boeing

Á hlut­hafa­fundi Icelandair þann 22. maí síð­ast­lið­inn, þar sem veitt var heim­ild til að auka hlutafé félags­ins svo mikið að núver­andi hlut­hafar gætu þynnst niður í 15,3 pró­sent eign­ar­hlut, var kynnt áætlun um hvernig hin fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ing myndi fara fram. Sam­kvæmt henni átti að und­ir­rita sam­komu­lag við alla hag­að­ila 15. júní, birta átti lýs­ingu á hluta­fjár­út­boð­inu og kynn­ingu til vænt­an­legra hlut­hafa 16-22. júní og útboðið sjálft átti svo að hefj­ast 29. júní, eða í dag, og standa fram á fimmtu­dag. Sú tíma­lína hefur ekki stað­ist og 15. júní síð­ast­lið­inn var greint frá því að sam­komu­lag við hag­að­ila væri ekki í höfn. Ný tíma­lína gerði ráð fyrir að það myndi klár­ast fyrir lok dags 29. júní. Öll önnur skref frest­ast í sam­ræmi við það.

Enn er ansi margt annað eftir sem þarf að ganga upp til að hluta­fjár­­út­­­boðið fari fram og geti mög­u­­lega skilað til­­ætl­­uðum árangri. Í fyrsta lagi þarf að semja við lán­veit­endur og leig­u­­sala. Icelandair þarf að ljúka þeim samn­ingum fyrir lok dags í dag ef upp­gefin tíma­lína, sam­kvæmt til­kynn­ingum til Kaup­hallar Íslands, á að halda.

­Stærstu lán­veit­endur Icelandair eru rík­­is­­bank­­arnir tveir, Íslands­­­banki og Lands­­bank­inn, og banda­ríski bank­inn CIT Bank. 

Við­­mæl­endur Kjarn­ans telja borð­­leggj­andi að þessir kröf­u­hafar þurfi að breyta kröfum í hlutafé til að hægt verði að ná í nýtt hlutafé í rekst­­ur­inn. Ekki sé til­­hlýð­i­­legt að kröf­u­hafar sitji einir eftir með að fá allt sitt, þegar allir aðrir sem tengj­­ast Icelandair þurfa að taka á sig aðlögun vegna aðstæðna. Hið minnsta þurfi að veita félag­inu langt greiðslu­hlé og breyta ýmsum skil­­málum í lána­samn­ing­um, mög­u­­lega á þann veg að um verði að ræða breyt­i­­lega samn­inga sem verði ein­fald­­lega breytt í hlutafé náist ekki ákveð­inn árangur í rekstr­­ar­við­­snún­­ing­i.  

Það á einnig eftir að ganga frá sam­komu­lagi við íslenska ríkið um fyr­ir­greiðslu, en það hefur þegar gefið óljóst vil­yrði um að eiga sam­­tal um veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til félags­­ins. Sú fyr­ir­greiðsla er hins vegar bundin við að hag­­stæð nið­­ur­­staða liggi fyrir í samn­inga­við­ræðum við lán­veit­end­­ur, leig­u­­sala og birgja og að hluta­fjár­­út­­­boðið gangi vel. 

Gangi allt ofan­­greint eftir er því verk­efni ólokið að semja við flug­­­véla­fram­­leið­and­ann Boeing um að losna undan kaup­­samn­ingum á þeim Boeing 737 Max vélum sem Icelandair hefur enn ekki fengið afhend­­ar, og um frek­­ari skaða­bætur vegna þeirra sem félagið hefur þegar keypt en getur ekki notað vegna kyrr­­setn­ingar á vél­un­­um. Þær við­ræður hafa verið skil­­greindar „í gangi“ af Icelanda­ir. 

Klárist þetta allt saman í dag þarf að sann­­færa fjár­­­festa um að setja tugi millj­­arða króna inn í Icelandair í hluta­fjár­út­boði sem færi fram í kjöl­far­ið.

Þar er helst horft til íslenskra líf­eyr­is­­sjóða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar