Mynd: Verkefnastofa Borgarlínu

Styttist í meira „fóður“ fyrir upplýsta umræðu um Borgarlínu

Árið 2024 á hún að hálfhringa sig frá Hamraborg að Höfða, með viðkomu í miðborg Reykjavíkur. Þrettán kílómetra sérrými fyrir stóra fólksflutningavagna. Leiðirnar verða þó lengri en sem einungis því nemur. Borgarlínan nálgast og brátt fer að sjást í afurðir skipulagsvinnu sem ætti að verða fóður í upplýsta umræðu um verkefnið.

Stefnt er að því að fyrsti áfangi Borg­ar­línu kom­ist í rekstur árið 2024, en þá á að vera búið að byggja sér­rými fyrir stræt­is­vagna frá Hamra­borg í Kópa­vogi, út á Kár­nes, yfir nýja Foss­vogs­brú, fram­hjá háskóla­svæð­inu í Vatns­mýr­inni, að Lækj­ar­torgi og svo upp í gegnum mið­borg Reykja­víkur að Hlemmi. Þaðan á svo sér­rýmið að teygj­ast áfram eftir Suð­ur­lands­braut, í gegnum Voga­hverfið sem er að rísa, yfir ósa Elliða­ánna og upp á Höfða.

Í dag er gengið út frá því að borg­ar­línu­leið­irnar sem feti sig um sér­rýmið árið 2024 verði tvær tals­ins og einnig að leið­irnar sjálfar verði lengri en ein­ungis sem nemur lengd sér­rým­is­ins. Eins og áætl­anir líta út í dag myndi önnur leiðin fara frá Lækj­ar­torgi upp á Höfða og um Gull­in­brú upp í Graf­ar­vog, en hin frá ná Lækj­ar­torgi að Hamra­borg og svo áfram upp í efstu byggðir Kópa­vogs, að Vatns­enda. Vagn­arnir verða því ekki í sér­rými, aðskildir annarri umferð, alla leið.

Þetta útskýrðu þau Hrafn­kell Á. Proppé og Lilja G. Karls­dóttir starfs­menn Verk­efna­stofu Borg­ar­línu nokkuð skil­merki­lega fyrir blaða­manni Kjarn­ans nýlega. „Þó að þetta séu bara 13 kíló­metrar sem eru undir í fram­kvæmd­inni í fyrsta áfanga, þá erum við að tala um að það séu tvær borg­ar­línu­leiðir sem myndu nota þessa inn­við­i,“ segir Hrafn­kell, en Lilja skýtur því inn að það sé reyndar til skoð­unar hvort álit­legra væri að hafa borg­ar­línu­leið­irnar í þessum fyrsta áfanga ein­ungis eina, í stað tveggja. Verið er að meta hvort það geti verið fýsi­legt, en á þessum tíma­punkti er unnið út frá því að þær verði tvær.

Það að láta borg­ar­línu­vagn­ana, sem verða stærri en venju­legir stræt­is­vagn­ar, fara umfram sér­rýmið er ætlað til þess að reyna að lág­marka skipt­ingar í kerf­inu og það mun útheimta ein­hverjar breyt­ingar á götu­mynd­inni utan sér­rým­is­ins til þess að þeir geti farið um. Hring­torg, til dæm­is, eru afar óhentug fyrir stóra stræt­is­vagna. Nákvæmar útfærslur á þessu munu liggja fyrir þegar for­hönnun lýk­ur, haustið 2021, segir Lilja.

Gagn­ast fleiri leiðum í almenn­ings­sam­göngu­kerf­inu

Það verða þó ekki ein­ungis fyrstu borg­ar­línu­leið­irn­ar,  ­sem hefja akstur um sér­rýmið þegar það verður klárt. Almennar strætó­leið­ir, sem geta nýtt sér sér­rýmið til tíma­sparn­aðar munu einnig gera sér það.

„Þú ert þá að fá sér­rými þar sem við erum að upp­lifa mestu umferð­ar­taf­irn­ar. Þetta á tví­mæla­laust eftir að verða þjón­ustu­bæt­ing og tíma­sparn­aður fyrir mjög margar leið­ir,“ segir Hrafn­kell og bætir við að til dæmis Mos­fell­ingur sem taki Strætó í átt að mið­borg Reykja­víkur til vinnu á morgn­ana muni finna fyrir miklum breyt­ing­um, þrátt fyrir borg­ar­línu­leið upp í Mos­fellsbæ sé ekki inni­falin í fyrsta áfang­anum í fram­kvæmd­inni.

„Þegar hann kemur niður á Höfða fer sú leið bara inn í sér­rýmið og hann kemst miklu hraðar niður í mið­borg heldur en með eldra kerf­i,“ segir Hrafn­kell. 

„Af hverju bæt­iði ekki bara strætó­kerf­ið?“ segja sumir sem telja Borg­ar­línu óþarfa fram­kvæmd. „Við erum einmitt að því,“ segir Lilja.

Auglýsing

Borg­ar­línu­vagn­arnir verða frá­brugðnir hef­bundnum gulu stræt­is­vögn­unum sem aka um götur höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í dag. Sumir verða stærri, en ekki liggur enn fyrir hvernig vagnar verða fyrir val­in­u. 

Vagn­arnir sem verið er að tala um eru ann­ars vegar 18 metra lið­vagn­ar, svip­aðir þeim stærstu sem Strætó bs. notar þar sem mestra afkasta er þörf í strætó­kerf­inu í dag, en svo er líka verið að skoða 24 metra langa tví­liða vagna.

„Við erum að sjá að árið 2029 munum við þurfa tví­liða vagna alla­vega á einni leið,“ segir Lilja, en vagna­út­boð tekur á bil­inu 2-3 ár. Þau Hrafn­kell segja mik­il­vægt að hugsa ekki of smátt þegar kemur að vagna­kaup­un­um, enda séu dæmi um að borgir hafi byrjað með of litla vagna í rekstri hrað­vagna­kerfa sinna og hafi síðan neyðst til þess að fjár­festa í stærri vögnum nokkrum árum eftir að kerfið var tekið í notk­un. Líf­tími vagna er um 10-15 ár og þess vegna þarf að kaupa inn vagna sem duga líka eftir 10 ár.

„Þetta á líka að vera „up­grade“ í þjón­ust­u,“ segir Lilja og bætir við að í dag séu leiðar þar sem allt sé smekk­fullt á morgn­ana. „Fólki finnst það ekki gott, sér­stak­lega ekki nún­a,“ segir hún og vísar til veiru­á­stands­ins.

COVID-kvíð­inn

Og talandi um það. Ótti við nálægð sem oft fylgir almenn­ings­sam­göngum hefur gert ýmsa afhuga stræt­ó­ferð­um. Inn­stigum í strætó fækk­aði um 30 pró­sent á milli ára í maí og enn meira þegar far­ald­ur­inn á vor­mán­uðum stóð sem hæst, er margir strætónot­endur tóku fram hjólið eða hrein­lega unnu heiman frá sér.

Hrafn­kell og Lilja segj­ast þó ekki telja að það verði lang­tíma­breyt­ing á vilja fólks til þess að nýta almenn­ings­sam­göngur og bendir Hrafn­kell á að um leið og veiran var nær horfin úr sam­fé­lag­inu hér á landi snemm­sum­ars hafi fólk byrjað að streyma á kaffi­hús, veit­inga­staði og við­burði á ný. Þau vona þó eins og aðrir að veiran verði ekki meðal okkar til langrar fram­tíð­ar.

Þau Lilja og Hrafn­kell segja að íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ættu að verða þess veru­lega varir að fram­kvæmdir verði farnar af stað síðla árs 2022. En fram­kvæmd­irnar eru þó í reynd þegar hafn­ar, að því leyti að sér­stak­lega er byrjað er að gera ráð fyrir Borg­ar­línu á þeim stöðum þar sem hún á að fara um og aðrar fram­kvæmdir eru yfir­stand­andi.

Til dæmis er verið að huga að legu Borg­ar­línu í þeirri miklu upp­bygg­ingu sem á sér stað á Land­spít­ala­svæð­inu um þessar mund­ir, en þar er passað upp á að bil á milli húsa sé nægi­legt til að Borg­ar­línan geti farið um í fram­tíð­inni.

Auglýsing

Margir hafa miklar skoð­anir á Borg­ar­lín­unni og und­an­farin ár hafa hér á Kjarn­anum og víðar birst pistlar og greinar þar sem hag­kvæmni verk­efn­is­ins er dregin í efa og for­sendur þess sagðar brostn­ar, eða þá að verk­efnið sé orðið allt of víð­femt.

Í sam­hengi við það síð­ast­nefnda minnir Hrafn­kell á að verk­efnið sé sam­eig­in­legt verk­efni allra sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem styðji auk þess við þá stefnu sem ríkið hafi sett sér um að auka þurfi hlut vist­vænna ferða­máta. Hann segir að það stytt­ist í að hægt verði að varpa frekara ljósi á margt af því sem sætt hefur gagn­rýni á umliðnum miss­erum, gagn­rýni sem hefur bæði verið mál­efna­leg og ekki.

„Við þurfum bara að vera auðmjúk. Það verða allir framkvæmdaaðilar að vera það.“

„Við viljum bara eiga fag­lega umræðu. Nú eru að koma mjög mörg mik­il­væg púsl að koma sam­an, það eru að koma nið­ur­stöður úr umferð­ar­lík­an­inu, það er að koma félags­hag­fræði­leg grein­ing, það eru að koma frum­drög; skýrsla sem mun hjálpa fólki að skilja þetta og það er líka að koma ákveðin grein­ing á því hvaða mögu­leika við höfum í inn­lendum vist­vænum orku­gjöf­um. Það er alveg heil­mikið skref, það er að koma fóður til að eiga upp­lýst­ari og betri umræðu, en það verða alltaf ein­hverjir sem kjósa að eiga umræð­una á ein­hverjum öðrum for­send­um,“ segir Hrafn­kell.

„Al­menn­ings­sam­göngu­verk­efni eru bara drullu­flók­in,“ segir Lilja og bætir því við að það helgist af því hvað verk­efnið hafi marga snertifleti. Það er allt und­ir, umferð gang­andi, hjólandi, einka­bíla og ann­að, sem Lilja segir að ekki sé mikil hefð fyrir að rúmist allt innan sama sam­göngu­verk­efn­is­ins hér á land­i. 

„Við þurfum bara að vera auð­mjúk. Það verða allir fram­kvæmda­að­ilar að vera það. Við verðum alltaf að vera með ferli í gangi sem er sam­tal við sam­fé­lagið [...] og við verðum að geta gert ráð fyrir að það komi eitt­hvað „in­put“ úr því ferli sem gæti haft áhrif á loka­nið­ur­stöð­una.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent