Katrín Jakobsdóttir

Stjórnmálaflokkarnir sýna á spilin í upphafi kosningabaráttu

Í gær hófst síðasta þing yfirstandandi kjörtímabils, og með því kosningabarátta sem mun fara fram við óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldurs sem ógnar heilbrigði og efnahag þjóðarinnar. Í stefnuræðu forsætisráðherra, og umræðum um hana, voru dregnar meginlínur um það hvernig framtíðarsýn flokkarnir sem sitja á Alþingi boða.

Katrín Jak­obs­dótt­ir: Hug­myndir það sem gerir sam­fé­lagið að því sem það er

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra var kosn­inga­bar­átturæða. Eðli­lega varði hún umtals­verðum tíma í að ræða kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, afleið­ingar hans og það sem stjórn­völd hafi gert til að stemma stigu við þeim afleið­ing­um, jafn heilsu­fars­legum og efna­hags­leg­um.

Í ræð­unni varði hún líka þann árangur sem rík­is­stjórnin telur sig hafa náð á ýmsum öðrum svið­um, og lagði sér­stak­lega áherslu á þá mála­flokka sem Vinstri græn hafa skil­greint sig út frá, en hafa verið gagn­rýnd fyrir að sinna ekki af festu í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk. 

Katrín sagði að fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynnt hafði verið þá um morg­un­inn, sýndi „stað­fastan vilja stjórn­valda til að verja þann árangur sem náðst hefur í upp­bygg­ingu heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfis og nýja sókn í mennt­un, rann­sóknum og nýsköp­un. Í fjár­fest­inga­átaki stjórn­valda eru fjöl­breyttar fjár­fest­ing­ar; sam­göngu­mann­virki, bygg­ing­ar, þekk­ing­ar­grein­ar, skap­andi greinar og grænar fjár­fest­ing­ar. Rík­is­sjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa við­spyrnu fyrir almenn­ing og atvinnu­líf í land­inu. Þetta verður græn við­spyrna.“

Mikil umræða hefur verið um það á meðal umhverf­is­vernd­ar­sinna sem taka virkan þátt í starf­semi þrýsti­hópa um aðgerðir til að takast á við loft­lags­vand­ann og frek­ari verndun nátt­úru Íslands að Vinstri græn standi ekki undir græna hluta nafns síns. Andrés Ingi Jóns­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna, greindi til að mynda frá því í vik­unni að hann og fleiri fyrr­ver­andi flokks­menn væru að kanna grund­völl fyrir nýjum fram­boði þar sem kallað yrði eftir „rót­tækum breyt­ingum í umhverf­is- og jafn­rétt­is­mál­u­m.“

Katrín tal­aði þess vegna um að „metn­að­ar­full aðgerð­ar­á­ætl­un“ í loft­lags­málum stjórn­valda hefði verið kynnt í sumar sem muni skila „meiri árangri en alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar krefj­ast af okkur sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u.“ Hún sló fleiri tóna fyrir þá kjós­endur Vinstri grænna sem flestar kann­anir á kjör­tíma­bil­inu sýna að ætli sér ekki að kjósa flokk­inn aft­ur. Mið­há­lend­is­þjóð­garð­ur, rétt­lát­ara skatt­kerfi, jafn­rétt­is­mál og félags­legar hús­næð­is­á­hersl­ur, nýsköpun og stjórn­ar­skrár­breyt­ingar eru allt mál sem bar á góma. 

Auglýsing

Í nið­ur­lagi stefnu­ræðu sinnar beindi for­sæt­is­ráð­herra sjónum sínum að kom­andi kosn­ing­um, sem fara fram eftir tæpt ár og sagði að lesa mættu kunn­ug­lega spá­dóma um að allt muni nú leys­ast upp í karp um keis­ar­ans skegg. „Allt verði hér und­ir­lagt í hefð­bundnum átökum um völd undir nei­kvæð­ustu for­merkjum stjórn­mála­á­taka. En gleymum því ekki heldur að á bak við átökin og skoð­ana­skiptin eru ólíkar stefnur og hug­mynd­ir. Þessar ólíku hug­myndir geta styrkt hver aðra eða kveikt nýj­ar. Hug­mynd­irnar eru það sem gerir sam­fé­lagið okkar að því sem það er.“

Bjarni Bene­dikts­son: Vill opna landið fyrir ákveðnum hópi fólks

Líkt og kannski er hægt að búast við, þegar flokkar sem eru afar ólíkir í orði sitja saman í rík­is­stjórn, voru áherslur í ræðu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tölu­vert aðrar en hjá for­sæt­is­ráð­herra. Hann ræddi ekk­ert um umhverf­is- og loft­lags­mál, jafn­rétt­is­mál, stjórn­ar­skrá eða félags­legar áhersl­ur. 

Öll hans ræða sner­ist með einum eða öðrum hætti um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, að mestu um efna­hags­legar afleið­ingar hans og þær leiðir sem Bjarni vill fara til að koma efna­hag lands­ins aftur í gang. Þótt að um tíma­bundið ástand væri að ræða þá væri ekki þar með sagt að sá veru­leiki sem myndi blasa við eftir það yrði sá sami sem var áður. „Mig langar til að segja hér að hann eigi bein­línis ekki að verða það. Það sem ég vil fá aftur er næg vinna, óheft sam­skipti og heilsu­fars­legt örygg­i.[...]það sem ég vil að breyt­ist er fjöl­breytni atvinnu­lífs­ins. Fleiri stoð­ir, áhersla á þekk­ingu og atvinnu­greinar sem eru ekki eins við­kvæmar fyrir sveiflum nátt­úr­unnar — jafn­vel dyntum nátt­úr­unnar — og þær sem við treystum svo mjög á nú. Ég vil sjá veg rót­gró­inna stoða sem mest­an, að ferða­þjón­usta blóm­stri, útveg­ur­inn afli vel og álf­ram­leiðslan verði greidd sann­gjörnu eins og allt sem kemur úr orku­frekum iðnaði og stand­ist um leið alþjóð­lega sam­keppni. Við viljum að allt þetta verði aftur eins og það hefur verið og geti orðið til fram­tíð­ar.“

Bjarni tal­aði líka um að vilja opna landið fyrir ákveðnum hópi fólks. Þeir sem hann vill laða til lands­ins eru sér­fræð­ingar sem vilji „gjarnan koma, búa hér, deila þekk­ingu sinni með sam­fé­lag­inu, fá þá hingað til að vinna með okkur að fram­tíð lands­ins.“ 

For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins eyddi stórum hluta ræðu sinnar í að ræða erf­iða stöðu fyrir atvinnu­rek­end­ur. Fólk sem hefði verið lengi í rekstri en sjái far­ald­ur­inn kippa fót­unum undan sér. „Það er mik­il­vægt að taka þannig utan um sam­fé­lag­ið, bæði fólk og fyr­ir­tæki, að þau kom­ist hratt á fæt­urna aftur þegar glaðnar til­.[...]Án atvinnu­lífs­ins verður engin við­spyrna. Án atvinnu­lífs­ins eru engin störf, hvorki núna né til að snúa aftur í.“­Bjarni lagði í máli sinu áherslu á að rík­is­stjórnin væri að lækka skatta og tryggja skatta­legar íviln­anir til að örva fjár­fest­ingu. „Þetta gerum við best með beinum stuðn­ingi, með lægri álög­um, með því að láta rík­is­sjóð bera auknar byrð­ar, með grænum lausnum, nýjum hug­myndum og með því að taka höndum saman um að koma sterk­ari út úr vand­an­um.“

For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur áður talað um að það verði að líta á kór­ónu­veiru­krepp­una sem tæki­færi til að upp­færa Ísland. Hann hélt sig við það þema í ræðu sinni í gær og lauk henni með því að segja að sú upp­færsla þyrfti að skila tækni­vædd­ara, skil­virkara, grænna, sann­gjarn­ara og kraft­meira sam­fé­lagi. „Það verður Ísland í upp­færslu 2.0.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son: „Ræðan mín er ónýt“

Staða Fram­sókn­ar­flokks­ins sam­kvæmt könn­unum er slæm. Raun­veru­leg hætta er á að flokk­ur­inn gæti verið í bar­áttu um að halda sér inni á þingi. Í síð­ustu birtu könnun mæld­ist flokk­ur­inn með næst minnsta fylgi sem hann hefur mælst með í könnun Gallup, eða 6,7 pró­sent. 

Orðrómur hefur verið um það lengi að Lilja Alfreðs­dóttir ætli sér að gera atlögu að for­mennsku í flokknum á kom­andi flokks­þingi, en Sig­urður Ingi hefur þegar gefið það út að hann ætli sér að leiða flokk­inn í gegnum næstu kosn­ing­ar. Nýleg könnun Zenter, sem sýndi að traust á Sig­urð Inga sé að aukast á meðal kjós­enda á meðan að sá hópur sem treysti Lilju best allra ráð­herra hefur helm­inga­st, þótt hún njóti enn meira trausts en Sig­urður Ingi, dregur enn úr líkum á for­manns­slag. 

Sig­urður Ingi flutti eft­ir­minni­leg­ustu ræðu gær­kvölds­ins. Í henni voru ekki settar fram skýrar hug­mynda­fræði­legar áherslur eða ítar­legur veg­vísir að þeim áfanga­stað sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stefnir að. Þess í stað nýtti Sig­urður Ingi hana til að skerpa á stað­setn­ingu flokks­ins í hinu póli­tíska lit­rófi, sem stjórn­tækur og miðju­sækin flokk mála­miðl­ana. 

Ræðan hófst með eft­ir­far­andi hætti: „Virðu­legi for­seti. For­maður Mið­flokks­ins fór í ræðu sinni yfir að stefna rík­is­stjórn­ar­innar væri stefna Vinstri grænna. For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar kom svo upp og sagði að þessi stefna væri hægri stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Svarið liggur auð­vitað í augum uppi: Stefna þess­arar rík­is­stjórnar er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins.“ Hann upp­skar hlátur í þing­sal og gott veður á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

Sig­urður Ingi hélt áfram og sagði að for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hefði sagt í sinni ræðu: vinna, vöxt­ur, vel­ferð. „Þetta eru kjör­orð fram­sókn­ar­stefn­unnar og Sam­fylk­ingin er að taka þau upp. Þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjár­fest­ing­ar­átak­inu var hann lýsa fjár­fest­ing­ar­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er rétt hjá for­manni Sam­fylk­ing­ar­innar að allur heim­ur­inn er að fara í þá átt. Ræða mín er ónýt því að ég þurfti að byrja á þessu.“

For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins fór síðan yfir aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins með jákvæðum for­merkjum og sendi ein­föld skila­boð um hvert verk­efni eft­ir­stand­andi kjör­tíma­bils væri. „Það er atvinna, atvinna, atvinna sem málið snýst um.“

Í kjöl­farið sló hann tóna sem hljóma vel á lands­byggð­inni, þar sem Fram­sókn sækir sinn styrk að uppi­stöðu. Hann fagn­aði fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmdum við veg­inn um Teig­skóg og öðrum stór­fram­kvæmd­um, tal­aði um lamba­kjöt og mik­il­vægi íslenskra vara. 

Sig­urður Ingi end­aði ræð­una á að verja rík­is­stjórn­ina sem hann situr í og sagði hana breiða í eðli sínu. „Þar koma saman ólíkir kraftar sem end­ur­spegla að miklu leyti skoð­anir þjóð­ar­inn­ar. Hún hefur verið ein­beitt í því að horfa á sam­eig­in­lega hags­muni þjóð­ar­innar og vinna að sátt í sam­fé­lag­inu. Hún er á réttum tíma á réttum stað.“

Logi Ein­ars­son: Boð­aði teikn­ingar að nýrri rík­is­stjórn

Það ætti ekki að hafa farið fram­hjá neinum hvert for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar stefnir þegar kemur að myndun rík­is­stjórnar eftir næstu kosn­ing­ar. Sér­stak­lega þar sem hann hefur ítrekað verið mjög opin­skár um það á opin­berum vett­vangi. Logi Ein­ars­son ætlar ekki í stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki og hann vill að Sam­fylk­ingin myndi rík­is­stjórn með öðrum umbóta­flokkum sem ráð­ist í kerf­is­breyt­ingar á íslensku sam­fé­lagi. Hryggjar­stykkið í þeirri hug­mynd eru, auk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Píratar og Við­reisn en annað hvort Vinstri græn eða Fram­sókn þyrftu lík­ast til að vera með til að draum­sýnin gæti gengið upp. Jafn­vel báðir flokk­arn­ir. 

Ræða Loga í gær var ítrekun á þess­ari sýn. Þar sagð­ist hann líta á það sem hlut­verk Sam­­fylk­ing­­ar­innar að leiða saman þau öfl sem væru  til­­­búin að fylkja sér um vinnu, vel­­ferð og græna fram­­tíð „og mynda græna félags­­hyggju­­stjórn að ári, sem getur varðað nýja leið[...]Á­tök íslenskra stjórn­­­mála næsta árið munu  og þurfa að snú­­ast um hvert skal stefna. Rétta leiðin , ábyrga leið­in, felst í því að ráð­­ast strax í kraft­­mikla græna fjár­­­fest­ing­­ar­á­ætl­­un, aðgerðir sem vinna gegn ham­fara­hlýnun en skapa um leið atvinnu og verð­­mæta­­sköpun fyrir okkur öll.“ 

Logi sagði að hann væri sann­­færður um að hægt væri að skapa betra og sterkara vel­­ferð­­ar­­sam­­fé­lag á Íslandi þar sem ekk­ert barn færi svangt að sofa, hús­næð­isör­uggi væri jafn sjálf­­sagt og aðgangur að vatni eða lofti, þar sem gjald­mið­ill­inn væri stöðugri og mat­­ar­k­­arfan ódýr­­ari. „Þar sem atvinn­u­­laus­ir, öryrkjar og fátækt fólk búa ekki við nístandi óvissu frá degi til dags. Þar sem hvers kyns mis­­munun er hafn­að, vel­­ferð inn­­flytj­enda tryggð og börnum á flótta veitt skjól. Sam­­fé­lag sem ein­­kenn­ist af mannúð og sjálf­­bærni, jöfn­uði og frelsi. Þannig sam­­fé­lag sköpum við ekki nema með rétt­lát­­ari skatt­­byrði, minni ójöfn­uði, heil­brigð­­ari og fjöl­breytt­­ari vinn­u­­mark­að­i.“

Auglýsing

Á tímum lofts­lags­ham­fara og heims­far­ald­­urs hafi Íslend­ingar ekki efni á því að leyfa hug­­mynda­fræði Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fjár­­­mála­­stefnu hægri­­manna að ráða för, Það væri ein­fald­­lega of mikið í húfi.

Í ræðu sinni sagði Logi einnig að sjaldan eða aldrei hefði mik­il­vægi rík­­is­­valds­ins og sterkrar almanna­­þjón­­ustu birst jafn skýrt og í kór­ón­u­veiru­far­aldr­in­­um. „Full­yrð­ingar hægri­­manna um að reglu­lít­ill mark­aður greiði sjálfur úr öllum vanda­­málum og skili rétt­­mætum gæðum til almenn­ings dæma sig nú end­an­­lega sjálf­­ar.“

Íslend­ingar stæðu and­­spænis gríð­­ar­­lega flóknum verk­efnum sem yrðu ekki öll leyst á stuttum tíma. „En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skút­­unni frá hægri og hrista af okkur gam­al­­dags kreddur um það hvernig rík­­is­fjár­­­mál virka og hvernig verð­­mæti verða til.“

Lausnir jafn­­að­­ar­­stefn­unn­­ar, sem byggja á sam­­spili opin­berra umsvifa og einka­fram­taks, væru mik­il­vægastar í bar­átt­unni við far­ald­­ur­inn. Hann boð­aði svo að Sam­­fylk­ingin myndi leggja fram, á næstu dög­um, heild­­stæða áætlun um hvernig Ísland getur brot­ist út úr atvinn­u­­leysiskrepp­unn­i. 

Á meðal meg­in­á­hersla þar yrðu stór­auknar aðgerðir í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un. „Við núver­andi aðstæður dugar nefn­i­­lega ekk­ert minna en raun­veru­­leg græn atvinn­u­­bylt­ing.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir: Úrslita­bar­átta í einu stærsta deilu­máli stjórn­mála

For­maður Við­reisn­ar, sem var nýlega end­ur­kjörin í emb­ætti og örugg á fleti innan síns flokks, byrj­aði ræðu sína á því að kalla stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra varn­ar­ræðu rík­is­stjórn­ar­innar upp­fulla af rétt­læt­ingu yfir því að ráð­herr­arnir fóru þvert gegn eigin yfir­lýs­ingum í upp­hafi far­ald­urs­ins, um að gera meira en minna.

Hún sagði að bráða­vandi heim­ila og lít­illa fyr­ir­tækja væri núna. „Við upp­lifum að allt sam­ræmi vantar á milli sótt­varna­ráð­staf­ana og efna­hags­ráð­staf­ana. Ef stóru skrefin verða ekki stigin strax þá er rík­is­stjórnin að bjóða þjóð­inni upp á langvar­andi kreppu. Það er óboð­leg for­gangs­röð­un. Þótt rík­is­stjórnin telji það lög­mál að vera alltaf einu skrefi á eftir veirunni þarf það ekki að vera svo. Í þess­ari, nú þriðju bylgju er enn skortur á plani og sam­tali, skýrri sýn sem þjóðin öll skil­ur. Veik­leikar stjórn­ar­inn­ar, sem reist var á þeirri einu hugsun að halda hlutum óbreytt­um, verða aug­ljósir þegar óvæntar aðstæður og áskor­anir koma upp. Rík­is­stjórn kyrr­stöð­unn­ar, rík­is­stjórn lægsta sam­nefn­ar­ans er ekki best til þess fallin að bregð­ast hratt og örugg­lega við. Hvað þá stíga stór skref.“

Allt þetta er í takti við áður spiluð stef Við­reisn­ar, sem skil­greinir sig sem kerf­is­breyt­inga­flokk sem geti dregið íslenskt sam­fé­lag inn í frjáls­lynd­ari, alþjóð­legri og sann­gjarn­ari fram­tíð. 

Hún þrengdi svo stefið í bar­áttu milli sér­hags­muna, sem Þor­gerður Katrín segir rík­is­stjórn­ina og önnur aft­ur­halds­öfl standa fyr­ir, og almanna­hags­muna, sem hún segir Við­reisn standa fyr­ir. „Við blasir úrslita­bar­átta í einu stærsta deilu­máli stjórn­mál­anna. Hvernig á auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá að líta út? Stjórn­ar­flokk­arnir og Mið­flokk­ur­inn hafa lofað útgerð­inni að koma ákvæði án tíma­bind­ingar veiði­réttar í gegn. Til­lagan sem nú liggur fyrir er merk­ing­ar­laus, breytir engu, hún tryggir ekki þjóð­ar­eign­ina. Ef eitt­hvað er eykur hún líkur á að sam­eign þjóðar verði sér­eign fárra.“

Þor­gerður Katrín sagði að það þyrfti að ræða gjald­miðla­mál og það að íslenska krónan væri bara fyrir suma, en ekki alla. Hún tal­aði afláts­bréfa­skrif þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins í „rík­is­styrkt Morg­un­út­gerða­blað til að firra sig ábyrgð á útgjalda­þenslu síð­ustu ára“, gagn­rýndi Vinstri græn fyrir að standa ekki í lapp­irnar í hval­veið­i-, sjáv­ar­út­vegs­kerf­is- og flótta­manna­málum og sagði að þeim sýnd­ar­veru­leika um að breyt­ingar væru að eiga sér stað á vakt sitj­andi rík­is­stjórnar yrði að ljúka. „Að ári getur þjóðin valið að fram­lengja í lífi rík­is­stjórnar kyrr­stöð­unn­ar, hugs­an­lega með stuðn­ingi Mið­flokks­ins. Eða að mynda rík­is­stjórn fyrir fjöld­ann þar sem miðja stjórn­mál­anna verður kjöl­festan og frjáls­lyndið þráð­ur­inn. Og skilin eru skörp á milli for­tíð­ar­flokk­anna sem engu vilja breyta og þeirra flokka sem þora að fara í umbætur á íslensku stjórn­kerfi, íslensku sam­fé­lagi, flokka sem eru engum háð­ir, eru frjáls­ir.“

Hall­dóra Mog­en­sen: Rík­is­stjórnin skilur ekki fram­tíð­ina

Píratar eru ekki með flokks­for­mann og því skipta þeir með sér verkum með öðrum hætti en hinir flokk­arn­ir. Af þeim átta sem töl­uðu fyrir hönd flokka í fyrstu umferð­inni í gær var Hall­dóra Mog­en­sen sú eina sem er ekki for­maður síns flokks.

Ræða hennar átti margt sam­eig­in­legt með því sem for­menn Sam­fylk­ingar og Við­reisnar töl­uðu um í sínum ræð­um, að það þyrfti að horfa til breyttrar fram­tíð­ar. Ráð­herrar og þing­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tali hins vegar helst um það hvernig skuli halda sem fast­ast í for­tíð­ina og úrelta hug­mynda­fræði. „Ástæðan fyrir því að flokk­arnir sem mynda rík­is­stjórn­ina vilja frekar ræða for­tíð­ina en fram­tíð­ina er ein­föld, þau skilja ekki fram­tíð­ina.“

Hall­dóra lagði svo fram póli­tíska sýn Píratar á kosn­inga­vetri. meg­in­stefið þar er að hug­mynda­fræði flokks­ins grund­vall­ist á því að valdið eigi heima hjá almenn­ingi. Þær snú­ast um að und­ir­búa þjóð­fé­lagið fyrir tækni­fram­farir sem munu hafa gríð­ar­leg áhrif á líf allra. „Við þurfum því í alvöru að fara að ræða lausnir eins og borg­ara­laun, sem eru ekki bara svarið við óstöð­ugu efna­hags­á­standi og vél­væð­ingu starfa, heldur efna­hags­legt lof­orð stjórn­valda um að öllum skuli tryggð afkoma, skil­yrð­is­laus grunn­fram­færsla, til að vaxa og dafna á eigin for­send­um.“

Hún sagði Pírata líka skilja að  áskor­anir í lofts­lags­málum krefj­ast metn­að­ar­fullra aðgerða og hug­rekkis til að fram­kvæma þær og fjár­magna að fullu. „Sam­fé­lags­leg ábyrgð og sjálf­bærni fyr­ir­tækja verða aldrei leið­ar­stef án þess að umhverf­is- og sam­fé­lags­skaði þeirra verði met­inn til fjár. Ef þú mengar þá borgar þú. Ný hag­ræn hugsun og sjálf­bærni­hvatar í stað for­tíð­ar­þrár meng­andi stór­fyr­ir­tækja eru lyk­ill­inn að því að koma hér á alvöru­vel­sæld­ar­hag­kerf­i.“

Píratar hafa lagt mikla áherslu á að ákvörð­unum og hegðun í stjórn­sýslu og stjórn­málum fylgi ábyrgð. Sú afstaða hefur oft leitt til mik­illa átaka á þing­inu. Hall­dóra dró sann­ar­lega ekki úr þeim áherslum í ræðu sinni í gær. Hún sagði að vald­hafar þyrftu að sæta ábyrgð, að styrkja þyrfti rétt ein­stak­linga gegn vald­beit­ingu stjórn­valda og auka þarf aðkomu fólks að ákvörð­un­ar­töku. „Án slíks aðhalds er leiðin greið fyrir alls konar litla ein­ræð­is­herra í bún­ingi sterkra leið­toga til að fóta sig, eins og sjá má víða í kringum okk­ur. Þess vegna berj­umst við fyrir nýrri stjórn­ar­skrá. 

Auglýsing

Hall­dóra gagn­rýndi svo rík­is­stjórn­ina fyrir við­brögð hennar við efna­hags­legum afleið­ingum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og sagði að í þeim hafi falist að leita til pen­inga­afl­anna í land­inu. „Helstu ráð­gjafar rík­is­stjórn­ar­innar voru ýmist full­trúar stór­fyr­ir­tækja eða full­trúar sam­taka stór­fyr­ir­tækja, lobbí­istar sem geta með dags fyr­ir­vara bara pantað blaða­manna­fund við ráð­herra­bú­stað­inn og 25 millj­arða úr rík­is­sjóði. Lobbí­istar sem hafa selt stjórn­völdum skað­lega vúd­ú-hag­fræði þar sem fyr­ir­tæki eru alltaf í for­grunni, aldrei fólk.“

Loka­orð Hall­dóru voru ákall til kjós­enda um að velja flokka sem setja hags­muni almenn­ings ofar hags­munum stór­fyr­ir­tækja, sem gera fólki kleift að grípa tæki­færin og skapa sína eigin fram­tíð.  „Velja flokka sem bera virð­ingu fyrir þjóð­inni og veita henni stjórn­ar­skrána sem hún valdi sér sjálf, flokka sem skilja fram­tíð­ina og vilja fram­tíð­ina.“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son: „Lík­lega óhugn­an­leg­asta þing­mál sem ég man eftir í seinni tíð“ 

Mið­flokk­ur­inn sker sig úr þeim flokkum sem mæl­ast í skoð­ana­könn­unum með nægj­an­legt fylgi til að fá full­trúa á Alþingi í næstu kosn­ing­um. Flokk­ur­inn er að móta sér nokkuð skýra sýn ýmsum mála­flokkum sem á sér ekki hlið­stæðu í stefnu­skrám ann­arra stærri flokka. 

Hún snýst meðal ann­ars um að ráð­ast gegn útþenslu kerf­is­ins, gegn sér­fræð­inga­veldi þess og gegn Borg­ar­línu­verk­efn­inu.

Í ræðu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns flokks­ins, voru ýmis menn­ing­ar­mál í for­grunni og þar virt­ist hann vera að biðla til Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en gagn­rýna bæði Vinstri græn og sinn gamla flokk, Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann gagn­rýndi harka­lega þær póli­tísku áherslur sem rík­is­stjórnin væri að sýna við lok kjör­tíma­bils­ins og sagð­ist skorta orð til að lýsa undrun á því hvert hún væri að stefna.

Síðan hófst upp­taln­ing. 

Hún hófst á því að hann tók fyrir frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um kyn­rænt sjálf­ræði, þar sem til stendur að æta við ákvæði sem  fjallar um breyt­ingar á kynein­kennum barna með ódæmi­gerð kynein­kenni. Sig­mundur Davíð var myrkur í máli og sagði þetta „lík­lega óhugn­an­leg­asta þing­mál sem ég man eftir í seinni tíð.“ Sig­mundur Davíð sagði að í mál­inu ætl­aði rík­is­stjórnin að banna for­eldrum og læknum að nýta nútíma­lækn­ing­ar. Það væri aðför að fram­förum og vís­ind­um. „Þetta er aðför að frelsi for­eldra. Þetta er aðför að frelsi heil­brigð­is­starfs­fólks og þetta er aðför að rétt­indum barna. Ég trúi því ekki að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hleypi þessu máli í gegn. Það hafa reyndar verið mörg mál sem ég hélt að sá flokkur gæti ekki sam­þykkt en hann gerði það nú samt. Þriðji flokk­ur­inn mun svo vænt­an­lega gera það sem ætl­ast er til af hon­um.“

Því næst tók hann fyrir mót­töku fylgd­ar­lausra barna úr hópi þeirra sem sækja um vernd á Íslandi. Sig­mundur Davíð sagði að þegar hann hefði verið for­sæt­is­ráð­herra, á árunum 2013-2016, hefði hann kynnt sér þessi mál mjög vel með sam­tölum við þá sem störf­uðu á vett­vangi. „Það sem stóð upp úr í ráð­gjöf þessa fólks var að alls ekki mætti setja sér­reglur um fylgd­ar­laus börn vegna þess að með því væri verið að stuðla að því að börn yrðu send ein af stað í hættu­för. Hér sem fyrr bygg­ist stefnan bara á orð­anna hljóða, ímynd en ekki raun­veru­legum afleið­ing­um. Staða inn­flytj­enda­mála er raunar í algjörum ólestri af sömu ástæð­u­m.“

Í kjöl­farið gerði gagn­rýndi hann stjórn­ar­frum­vörp um lög­leið­ingu fíkni­efna, því sem hann kall­aði „til­raun til að vega að starfi íslenskrar leigu­bíl­stjóra á sama tíma og þeir hafa orðið fyrir veru­legri tekju­skerð­ingu“ og að nú ætti að „rústa íslenskri nafna­hefð sem hefur varð­veist frá land­námi.“ Sig­mundur Davíð ítrek­aði einnig and­stöðu sína gagn­vart lög­þving­aðri sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Undir lok ræðu sinnar sneri Sig­mundur Davíð sér að loft­lags­málum og sagði að iðn­að­ur­inn sem rek­inn væri hér á landi með umhverf­is­vænni orku væri langstærsta fram­lag Íslands í þeim mála­flokki. „Þrátt fyrir það er íslensk stór­iðja í upp­námi og engin merki um að rík­is­stjórnin ætli að bregð­ast við. Vand­inn er enn meiri í land­bún­aði. Sótt er að grein­inni úr mörgum áttum og atvinnu­grein sem hefur verið und­ir­staða byggðar á Íslandi frá land­námi er í veru­legri hættu. Á sama tíma eyðir rík­is­stjórnin tugum millj­arða í verk­efni á borð við borg­ar­línu og stofn­ana­væð­ingu lofts­lags­mála.“

Inga Sæland: Fátækt og grímu­laus hags­muna­gæsla

For­maður Flokks fólks­ins hélt sig við vera málsvari þeirra sem verst hafa það í sam­fé­lag­inu. Fátækt var meg­in­n­tak ræðu hennar og Inga Sæland sagði að gjáin milli ríkra og fátækra væri sífellt að verða gleið­ar­i. 

Það væri í boði rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur og Vinstri grænna sem  Inga sagði að stund­aði grímu­laus­ari hags­muna­gæslu en nokkur önnur rík­is­stjórn hefði nokkru sinni gert. „Við erum nýbúin að horfa upp á það að um hábjartan dag tókst á sek­úndu­broti að slengja fram 25 millj­arða kr. lof­orði þegar Sam­tök atvinnu­lífs­ins fóru í fýlu og kreistu rík­is­stjórn­ina. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því, kannski þurftu þeir ekki einu sinni að hafa fyrir því. Kannski eru þeir bara allir svona rosa­lega nán­ir, 25 millj­arðar á einum degi. En það kost­aði blóð, svita og tár að draga fram 25 millj­arða kr. sem var skipt á níu hjálp­ar­stofn­anir til að gefa fátæku fólki að borða.“

Inga sagði að henni væri virki­lega mis­boð­ið. „Hér kemur hver silki­húfan, með fullri virð­ingu, fram á fætur annarri og talar um kom­andi kosn­ingar og hér er haldin hver kosn­inga­ræðan á fætur annarri. Ég ótt­ast að það sem kemur upp úr kjör­köss­unum í sept­em­ber að ári liðnu komi til með að gefa lands­mönnum nákvæm­lega það sama, þessum hópi sem Flokkur fólks­ins er að berj­ast fyr­ir, og við höfum séð kjör­tíma­bil eftir kjör­tíma­bil: Fátækt.“

For­mað­ur­inn lauk ræðu sinni á því að rifja upp þing­ræðu Katrínar Jak­obs­dóttur frá 13. sept­em­ber 2017, þar sem hún, þá óbreyttur þing­maður og ekki orðin for­sæt­is­ráð­herra, að það að láta fátækt fólk bíða eftir rétt­læti, það þýddi það sama og að neita því um rétt­læt­i.„ Og hvað er það sem við horfum upp á í dag? Við horfum upp á nákvæm­lega það að þegar þessi ágæti þing­maður situr nú við stýri for­sæt­is­ráð­herra í þess­ari rík­is­stjórn þá láta þau fátækt fólk bíða eftir rétt­læt­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar