Mynd: 123rf.com

Wall Street græðir á meðan Main Street blæðir

Ef þú ert milljarðamæringur, átt eignir, eða ert bara í góðri vinnu sem þú hélst í yfirstandandi kreppu og getur sinnt í innifötum af heimili þínu eru allar líkur á því að fjárhagur þinn sé að batna í yfirstandandi kreppu. Ef þú vannst í þjónustustörfum, varst á leigumarkaði og áttir lítinn eða engan varasjóð þegar kreppan hófst eru allar líkur á því að þú sért atvinnulaus, að kaupmáttur þinn hafi orðið fyrir verulegu höggi og að leiðin upp úr holunni verði ansi löng og erfið.

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur leitt til mesta sam­dráttar sem heim­ur­inn hefur upp­lifað í rúma öld. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í bar­átt­unni við útbreiðslu veiruna, sem fela í sér veru­legar tak­mark­anir á frelsi fólks til vinnu, ferða­laga og ann­arra athafna sem þóttu áður sjálf­sagð­ar, skila því að ríki heims verða rekin í veru­legum halla á þessu ári, og í flestum til­fellum nær örugg­lega á hinu næsta lík­a. 

Þessi staða hefur þó mis­mun­andi áhrif á fólk. Í Banda­ríkj­un­um, sem lítur á sig sem leið­toga hins frjáls heims, átti sér stað verð­hrun á mörk­uðum í kjöl­far þess að for­seti lands­ins, Don­ald Trump, til­kynnti um að lokað yrði fyrir ferða­lög frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna þann 12. mars síð­ast­lið­inn. Fjórum dögum síðar lækk­aði S&P 500 vísi­talan banda­ríska um tólf pró­sent innan dags, sem er mesta dag­lega lækkun hennar frá því í októ­ber 1987. Þann dag féll hún um 20 pró­sent og dag­ur­inn hefur alla tíð síðan verið þekktur sem „Svarti mánu­dag­ur­inn“.

Þótt mark­að­ur­inn hafi verið fyrstur til að bregð­ast við þá fylgdi restin af efna­hags­kerf­inu í kjöl­far­ið. Fjöldi atvinnu­lausra í Banda­ríkj­unum var rétt undir tveimur millj­ónum í byrjun mars. Þann 9. maí, tveimur mán­uðum síð­ar, var fjöldi þeirra kom­inn yfir 20 millj­ón­ir. 

Auglýsing

Þá hafði hluta­bréfa­mark­að­ur­inn þegar jafnað sig. Og síðan þá hefur hann að mestu verið á fljúg­andi sigl­ingu. Þótt störfum í Banda­ríkj­unum hafi fjölgað nokkuð síð­ustu mán­uði þá voru enn 12,2 millj­ónir manna á atvinnu­leys­is­bótum þar í lok sept­em­ber. 

Mis­mun­andi áhrif á „Main Street“ og „Wall Street“

Þessi staða er yfir­fær­an­leg á mörg önnur vest­ræn sam­fé­lög. Launa­fólk, sér­stak­lega það sem vinnur í lágt laun­uðum þjón­ustu­störf­um, er að fara verst út út far­aldr­inum en rík­asta fólk­ið, og mennt­aða milli­stéttin sem hélt vinn­unni, tekj­unum og getur unnið heima, er að hafa það enn betra en áður í fjár­hags­legu til­liti. Þeir hafa sparað sér kostnað við ferða­lög, veit­inga­staði og kaup á annarri vöru eða þjón­ustu sem þótti kannski hvers­dags­leg iðja í upp­hafi árs 2020, en er í dag fjar­lægður veru­leiki. Vaxta­lækk­anir og ákvörðun Seðla­banka Banda­ríkj­anna að lækka vexti niður í lítið sem ekk­ert og prenta áður óséð magn af pen­ingum sem er síðan dælt aftur inn í efna­hags­kerf­in, hafa skilað þessum hópi, fjár­festum og fjár­mála­fyr­ir­tækjum ódýr­ara láns­fjár­magni og þar með betri kjör­um.

Sá munur er þó líka í Banda­ríkj­unum að þar er ekki jafn sterkt opin­bert vel­ferð­ar­kerfi og víða í Evr­ópu og margir eru með heil­brigð­is­trygg­ingu í gegnum atvinnu­veit­anda sinn. Lægra laun­aði þjón­ustu­starfs­mað­ur­inn sem missir vinn­una er því í mörgum til­vikum líka að missa aðgengi að fyrsta flokks heil­brigð­is­þjón­ustu, í miðjum heims­far­aldri. Hann er líka lík­legri en aðrir til að vera á leigu­mark­aði og að lifa frá launa­seðli til launa­seð­ils. Finni hann sér ekki fljótt lífs­við­ur­væri á ný er sú staða komin upp að við­kom­andi getur ekki greitt fyrir þak yfir höf­uð­ið, og hvað þá fyrir aðrar helstu nauð­synj­ar.  

Donald Trump mælir ítrekað efnahagslegan árangur Bandaríkjanna eftir gengi hlutabréfamarkaða.
Mynd: EPA

Sama á við um mörg smærri fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um, en nýlegar kann­anir benda til þess að eitt af hverjum sjö slíkum í land­inu hafi lokað fyrir fullt og allt vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þetta er það sem er kallað „Ma­in Street“ í Banda­ríkj­un­um. Neyt­endur og lítil fyr­ir­tæki sem hafa mörg hver séð kaup­mátt sinn hverfa á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Lít­ill hluti á flest hluta­bréfin

Hin hliðin er svo „Wall Street“, stærri fyr­ir­tæki og fjár­mála­heim­ur­inn sem umlykur þá götu í New York. Kreppan hefur verið góð við „Wall Street“ hingað til, sér­stak­lega þá sem eiga hluta­bréf í tækni­fyr­ir­tækj­unum sem eru þau verð­mæt­ustu í banda­rísku kaup­höll­inni.

Í Banda­ríkj­un­um, líkt og á Íslandi, eiga rík­ustu pró­sentin þorra hluta­bréfa, sem hafa verið að hækka. Þar, líkt og hér, er hins vegar stór hluti almenn­ings líka bund­inn við gengi hluta­bréfa vegna hlut­deildar í líf­eyr­is­sjóð­um. Því er staðan ekki það ein­föld að hluta­bréfa­hækk­anir gagn­ist bara þeim ríkustu, þótt þeir taki auð­vitað lang­mest út úr því.

53 pró­sent af Banda­ríkja­mönnum eru þátt­tak­endur í hluta­bréfa­mark­aðnum þar, hvort sem það er beint eða í gegnum líf­eyr­is­sjóði eða ann­ars konar eft­ir­launa- eða söfn­un­ar­sjóði. Þegar ein­ungis er skoðað eign á hluta­bréfum hjá heim­ilum lands­ins þá sýna tölur að tíu pró­sent rík­asta mengið í Banda­ríkj­unum á 88 pró­sent þeirra. Rík­asta pró­sentið á um 50 pró­sent. Þetta eru afar svip­aðar tölur og við sjáum á Íslandi líka þegar eign almenn­ings á verð­bréfum er skoð­uð.

Millj­arða­mær­ing­arnir maka krók­inn

Millj­arða­mær­ingar heims­ins hafa ein­fald­lega orðið rík­ari í krepp­unn­i. 

Sam­kvæmt nýrri úttekt sviss­neska bank­ans UBS þá juku þeir ein­stak­lingar sem eiga millj­arð dali eða meira eignir sínar um 27,5 pró­sent frá apríl og fram í júlí, eða þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn í heim­inum var í sinni fyrstu bylgju á vest­ur­löndum og á sama tíma og tugir millj­óna manna var að missa vinn­una eða að reyna að finna leiðir til að draga fram lífið á skertum fram­lögum úr opin­berum úrræð­um.

Auglýsing

Eignir þeirra eru nú metnar á 10,2 þús­und millj­arði dala, eða rúm­lega 1.400 þús­und millj­arða íslenskra króna. Til að setja það í sam­hengi þá eru ætluð útgjöld íslenska rík­is­ins á ári um þessar mundir um þús­und millj­arðar króna. Þessi hóp­ur, sem telur 2.189 manns, á því saman um 1.400 sinnum árleg útgjöld vel efn­aðs ríkis með rúm­lega 360 þús­und íbú­a. 

Fjöldi ein­stak­linga sem á yfir millj­arð dali hefur líka aldrei verið stærri, og telur nú 2.189 ein­stak­linga. 

V- eða K-laga end­ur­reisn

Þegar menn­irnir tveir sem sækj­ast eftir því að verða næsti for­seti Banda­ríkj­anna, Joe Biden og Don­ald Trump, voru spurðir út í spár sínar fyrir efna­hags­legan við­snún­ing í kapp­ræðum þeirra á milli nýverið lýstu þeir nokkuð ólíkum veru­leika. Trump, sem hefur haft það að reglu að mæla efna­hags­legt heil­brigði eftir stöðu hluta­bréfa­mark­aða, sagði að Banda­ríkin væru að fara í gegnum V-laga end­ur­reisn. Í henni felst skörp kreppa (nið­ur) en svo kröftug við­spyrna (upp) þegar botn­inum væri náð. 

Joe Biden hefur sagt að framundan sé K-laga efnahagsleg endurreisn. Sem er ekki endurreisn fyrir alla.
Mynd: EPA

Biden sagði allt stefna í K-laga end­ur­reisn. Í því felst að hluti lands­manna (þeir sem eiga eignir eða eru í góðri vinnu sem þeir héldu) munu upp­lifa efna­hags­legan upp­takt á sama tíma og hin­ir, sem misstu vinn­una og kaup­mátt­inn, halda áfram í átt að meira efna­hags­legu myrkri. Með öðrum orð­um: ef ekki verður gripið í taumana til að stilla af efna­hags­batann þannig að hann dreif­ist víðar þá muni hann stór­auka ójöfn­uð. 

Hinir ríku, og þeir sem héldu sinni ágætis vinnu, verða rík­ari. En hinir verða mun fátæk­ari. 

Það sem er gott fyrir General Motor­s...

Paul Krug­man, nóbels­verð­launa­hafi í hag­fræði, pró­fessor í hag­fræði við Princeton-há­skóla og pistla­höf­undur hjá The New York Times, bendir á það í pistli sem birt­ist á þriðju­dag að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn end­ur­spegli ekki endi­lega efna­hags­lega vel­sæld sam­fé­lags­ins. Þannig hafi Apple til að mynda verið verð­mætasta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna árið 2019 en, samt unnu ein­ungis um 90 þús­und Banda­ríkja­menn hjá því. Virði Apple felst í tækni og mark­aðs­stöðu, ekki í því að vera með marga í vinnu við að búa til hluti. Til sam­an­burðar rifjar Krug­man upp að á sjötta ára­tug síð­ustu aldar hafi General Motors verið verð­mætasta fyr­ir­tæki lands­ins. Þar hafi unnið um hálf milljón manna, sem myndi vera um 1,5 millj­ónir manna í dag, og flestir á góðum launum í flestum sam­an­burði. Full­yrð­ingar um að það sem væri gott fyrir Banda­ríkin væri gott fyrir General Motors, og öfugt, átti því betur við þá en um virð­is­mestu fyr­ir­tækin á hluta­bréfa­mark­aði í dag. 

Margt svipað á Íslandi

Margt ofan­greint er yfir­fær­an­legt á Ísland þótt hér sé vit­an­lega mun öfl­ugra vel­ferð­ar­kerfi rekið til að grípa fólk sem missir heilsu eða vinnu en í Banda­ríkj­un­um. Hér eru yfir 20 þús­und manns án atvinnu og þar af hafa á fjórða þús­und verið á atvinnu­leys­is­skrá í meira en 12 mán­uði. Allar spár gera ráð fyrir að atvinnu­leysið haldi áfram að vaxa næstu mán­uði og fær­ist nær 30 þús­und manns þegar fram líða stund­ir.

[Sumir hópar verða verr úti en aðr­ir. Þannig er atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara, sem knúðu áfram hag­vöxt­inn í ferða­þjón­ustu hér­lendis á síð­ustu árum með því að ganga í þau þjón­ustu­störf sem þar sköp­uð­ust, nú tæp­lega 23 pró­sent. Atvinnu­leysi í Reykja­nesbæ stefnir í 25 pró­sent. Alls eru 41 pró­sent atvinnu­lausra ein­ungis með grunn­skóla­menntun að baki og 27 pró­sent hafa lokið háskóla­prófi. Allt þetta fólk þarf að ganga í gegnum þreng­ing­ar. Hámark tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta er 456.404 krónur á mán­uði. Þegar þeim sleppir taka við grunnatvinnu­leys­is­bætur sem eru 289.510 krónur á mán­uði.

Á sama tíma eru þeir sem eiga eignir eða halda vinnu sinni hér­lendis að hafa það betra. Auka kaup­mátt sinn. Þar spila inn sömu öfl og í Banda­ríkj­un­um. Miklar vaxta­lækk­anir hafa gert láns­fjár­magn ódýr­ara og því dregið úr fjár­magns­kostn­aði. Á sama tíma hefur hús­næð­is­verð hækk­að, en flestir lands­menn eru með þorra eigna sinna bundnar í hús­næði. Þeir 200 millj­arðar króna sem Íslend­ingar eyddu í útlöndum í fyrra eru nú til notk­un­ar, eða sparn­að­ar, hér­lend­is. 

Þá hefur hluta­bréfa­verð hér­lendis jafnað sig veru­lega frá því sem var í mars, í kjöl­far þess að far­ald­ur­inn skall af fullum krafti á Íslandi. frá 23. mars og fram til dags­ins í dag hefur OMX Iceland 10-­vísi­talan, sem mælir gengi þeirra tíu félaga í kaup­höll­inni sem eru með mestan selj­an­leika á hverjum tíma, hækkað um 38 pró­sent. 

Meg­in­þorri verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­l­inga til­­heyra þeim tíu pró­­sentum lands­­manna sem eru rík­­ast­­ir. Sá hóp­­ur, tæp­­lega 23 þús­und fjöl­­skyld­­ur, á 86 pró­­sent allra verð­bréfa sem eru í beinni eigu ein­stak­l­inga. 

Þeim sem lifa á undir 260 krónum á dag fjölgar

Þetta er ekki bara staðan í Banda­ríkj­un­um, Íslandi eða innan ýmissa ann­arra vest­rænna efna­hags­kerfa. Þetta er líka staðan í alþjóða­kerf­inu í heild. 

Fyr­ir­liggj­andi er að sára­fá­tækt í heim­inum mun aukast í ár í fyrsta sinn síðan 1998. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er talin muna, sam­kvæmt World Bank, ýta um 150 milljón manns til við­bótar í þann flokk þegar næsta ár er lið­ið, en til að telj­ast sára­fá­tækur þá þarftu að draga fram lífið fyrir ca. 260 krónur á dag, eða undir átta þús­und krónum á mán­uð­i. Til að setja þá aft­ur­för í frekara sam­hengi má nefna að frá byrjun árs 2015 og út árið 2017 þá komust 52 millj­ónir manns úr sárri fátækt. Allur sá ávinn­ingur er horf­inn aftur undir sára­fá­tækrar­mörk­in. Og tæp­lega 100 millj­ónir manna til víð­bótar með hon­um.

Í stað þess að fjöldi sára­fá­tækra, sem var yfir 35 pró­sent af heims­byggð­inni í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins, færi í fyrsta sinn undir átta pró­sent íbúa jarðar er búist við því að hann auk­ist og verði allt að 9,4 pró­sent.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar