Hvers vegna gengur svona vel í Kína?

Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?

Forseti Kína, Xi Jinping.
Forseti Kína, Xi Jinping.
Auglýsing

Undir lok jan­ú­ar­mán­aðar þegar kór­ónu­veiran var farin að valda tölu­verðum usla í Kína vör­uðu sér­fræð­ingar við því að hún gæti haft alvar­legar afleið­ingar á efna­hags­lífið þar í landi. Hluta­bréfa­mark­aðir í Aust­ur-Asíu hrundu þar sem fjár­festar bjugg­ust við miklum sam­drætti í efna­hagi Kín­verja ef ekki væri hægt að stöðva útbreiðslu veirunn­ar.

Nú er mál­unum öfugt háttað. Á meðan efna­hag­skreppa ríkir á heims­vísu vegna far­ald­urs­ins er spáð öruggum hag­vexti í Kína í ár. Þökk sé harka­legum sótt­varn­ar­að­gerð­um, sveigj­an­leika í fram­leiðslu og auk­inni fjár­fest­ingu hins opin­bera hefur landið náð að snúa útbreiðslu kór­ónu­veirunnar sér í hag, þvert á vænt­ingar í byrjun árs.

Sér á báti

Í hag­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS), sem kom út í síð­ustu viku, kemur sér­staða Kína glögg­lega fram, en þar er spáð því að lands­fram­leiðslan muni aukast um tvö pró­sent á þessu ári, eftir að tekið er til­lit til verð­bólgu. Þetta eru mun jákvæð­ari tölur en mæl­ast í flestum löndum heims­ins, en AGS spáir því að heims­fram­leiðsla drag­ist saman um rúm fjögur pró­sent í ár. 

Á mynd hér að neðan sést hvernig kín­verskar hag­tölur stinga í stúf við önnur af helstu hag­kerfum heims­ins, þar sem búist er við fjög­urra til ell­efu pró­senta sam­drætti á árinu. Á næsta ári er svo búist við að lands­fram­leiðsla í Kína muni aukast um rúm átta pró­sent, sem er einnig tölu­vert meiri hag­vöxtur en spáð er ann­ars stað­ar. 

Breyting í landsframleiðslu í ár hjá G7 ríkjunum, auk Kína og Indlands, samkvæmt nýjustu hagspá AGS.



Fyrr í dag birt­ust svo hag­vaxt­ar­tölur fyrir nýlið­inn árs­fjórð­ung í Kína, þar sem hag­vöxtur nam tæpum fimm pró­sentum á árs­grund­velli. Það eru svip­aðar hag­vaxt­ar­tölur og mæld­ust í fyrra, áður en veiran náði að breiða sér út um allan heim.

Harka­legar aðgerðir

Í skýrslu AGS sem og umfjöllun New York Times um málið eru nefndar margar ástæður á bak við vel­gengni Kín­verja. Á meðal þeirra eru harka­legar og umdeildar sótt­varn­ar­að­gerðir sem gerðu þeim kleift að ná tökum á útbreiðslu veirunnar til­tölu­lega fljótt. Á meðal þess­ara aðgerða voru ströng útgöngu­bönn sem sett voru á í ýmsum borg­um, auk smitrakn­ingar í gegnum far­síma­notkun og fjölda­skimanir í kjöl­far lít­illa hópsmita. 

For­skot á hin löndin

Með því að koma böndum á kór­ónu­veiruna til­tölu­lega snemma var kín­verskt efna­hags­líf komið aftur í til­tölu­lega eðli­legt horf mun fyrr en í Evr­ópu eða Banda­ríkj­un­um, þar sem fyrsta bylgja far­ald­urs­ins skall á á vor­mán­uð­um. Með þessu gátu Kín­verjar brugð­ist við stór­auk­inni eft­ir­spurn eftir ýmsum vörum, til dæmis heil­brigð­is­bún­aði og raf­tækjum fyrir heima­vinnu, með mun skjót­ari hætti en önnur iðn­ríki sem sættu mörg hver fram­leiðslu­tak­mörk­unum sökum harðra sótt­varn­ar­að­gerða.

Auglýsing

Með sveigj­an­legri fram­leiðslu náðu Kín­verjar því að koma í veg fyrir mikið fall í útflutn­ingi, sem nemur um það bil 17 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu þeirra. Á sama tíma hefur við­skipta­af­gangur lands­ins aukist, þar sem inn­flutn­ingur hefur ekki auk­ist jafn­hratt og útflutn­ing­ur.

Grettistak í fjár­fest­ingu

Kín­versk yfir­völd voru með­vituð um for­skotið sem útbreiðsla veirunnar gaf þeim og ákváðu í mars að nýta það til að greiða fyrir erlendri fjár­fest­ingu í land­inu, sam­kvæmt skýrslu frá ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Horizon. Einnig réð­ust þar­lend stjórn­völd í miklar inn­viða­fram­kvæmdir í land­inu í sum­ar, sem voru fjár­magn­aðar með lán­um. Að mati AGS er aukn­ingin í fjár­fest­ingum aðal­á­stæða þess hversu fljótt kín­verskt efna­hags­líf komst á fullt skrið aft­ur. 

Til við­bótar við aukna fjár­fest­ingu hafa kín­versk stjórn­völd ráð­ist í ýmsar aðrar efna­hags­að­gerðir til þess að koma hjólum efna­hags­lífs­ins aftur í gang, til að mynda með skatta­af­slátt­um, lánum með rík­is­á­byrgð og lágum vöxt­u­m. 

Einka­neyslan eykst

Hröðum við­snún­ingi í Kína má því að mestu leyti þakka miklum útflutn­ingi og efna­hags­að­gerðum hins opin­bera. Framan af hafði einka­neyslan þó staðið á sér þar í landi, en sam­kvæmt frétt New York Times hefur hún einnig verið að sækja í sig veðrið á síð­ustu vik­um. Hins vegar hefur aukn­ingin verið meðal efn­aðra, á meðan neysla kín­versku milli­stétt­ar­innar hefur verið seinni að taka við sér.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar