Frá kosningum til dagsins í dag: Svona hefur fylgi stjórnmálaflokkanna þróast

Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórnina hafa tapað 12,4 prósentustigum frá kosningunum 2017 samkvæmt könnunum MMR. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafa á sama tíma bætt við sig 11,1 prósentustigum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á kjörstað 2017. Margt hefur breyst í stuðningi flokks hennar síðan þá.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á kjörstað 2017. Margt hefur breyst í stuðningi flokks hennar síðan þá.
Auglýsing

Allir stjórn­ar­flokk­arnir þrír myndu fá sína verstu nið­ur­stöðu í kosn­ingum frá upp­hafi ef kosið væri í dag, miðað við stöðu mála sam­kvæmt síð­ustu könnun MMR. Vinstri græn eru sá flokkur sem tapar lang­mest þeirra, en fylgi flokks­ins er rúm­lega helm­ingur af því sem kom upp úr kjör­köss­unum haustið 2017.

Þrír frjáls­lyndu flokk­arnir í stjórn­ar­and­stöðu eru þeir flokkar sem bæta mestu við sig af fylgi á kjör­tíma­bil­inu, og þeir skipta þeirri fylg­is­aukn­ingu nokkuð bróð­ur­lega á milli sín. Samt blasir við að þeir þurfa að minnsta kosti einn flokk með sér ef þeir ætla að mynda rík­is­stjórn. 

Svo eru það þeir sem standa í stað, eða eru jafn­vel ekki komnir á fullu af stað. 

Kjarn­inn rýnir í hvernig stjórn­mála­flokk­unum sem mældir eru í könn­unum MMR hefur reytt af frá kosn­ing­unum í októ­ber 2017 og fram til dags­ins í dag. 

Þeir sem hafa tapað fylgi

Vinstri græn -8,6 pró­sentu­stig

Vinstri­hreyf­ingin grænt fram­boð var stofnuð árið 1999 og bauð fyrst fram í þing­kosn­ing­unum það sama ár. Þá fékk flokk­ur­inn 9,1 pró­sent atkvæða undir for­mennsku Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sem þótti mikil kosn­inga­sig­ur, enda voru þetta fyrstu kosn­ing­arnar sem sam­einað fram­boð vinstri­manna á Íslandi, Sam­fylk­ing­in, bauð fram líka. Fjórum árum síðar voru Vinstri græn á svip­uðum slóðum og fengu 8,8 pró­sent. Það er enn þann dag í dag versta nið­ur­staða flokks­ins í kosn­ing­um. Sú besta kom eftir hrun­ið, árið 2009, þegar 21,7 pró­sent lands­manna kusu Vinstri græn sem skil­aði þeim í fyrstu tveggja flokka meiri­hluta­stjórn vinstri­flokka í Íslands­sög­unni. Helm­ingur þeirra atkvæða hvarf í næstu kosn­ingum á eft­ir. Árin 2016 og 2017, undir for­mennsku Katrínar Jak­obs­dótt­ur, styrkt­ist flokk­ur­inn á ný og í síð­ari kosn­ing­unum fékk hann 16,9 pró­sent atkvæða. 

Eftir þær kosn­ingar ákváðu Vinstri græn að mynda umdeilda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, sem fór mjög öfugt ofan í margt stuðn­ings­fólk flokks­ins sem litið hefur á þá flokka sem helstu póli­tísku and­stæð­inga þeirrar stefnu sem Vinstri græn hafa staðið fyr­ir. 

Auglýsing
Á kjör­tíma­bil­inu hefur fylgi Vinstri grænna enda dreg­ist mikið sam­an. Í síð­ustu tveimur könn­unum MMR hefur það mælst lægra en það hefur gert frá því í mars 2016, áður en að Panama­skjölin voru opin­beruð. Í þeirri nýj­ustu mæld­ist það 8,3 pró­sent. Ef kosið yrði í dag myndu Vinstri græn því fá minnsta fylgi sitt í sög­unni, fylgið frá síð­ustu kosn­ingum myndi rúm­lega helm­ing­ast og flokk­ur­inn yrði sjö­undi stærsti flokkur lands­ins. Miðað við könn­un­ina þá hefur tæp­lega 70 pró­sent af því fylgis­tapi sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir mæl­ast með orðið hjá Vinstri græn­um. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn -3,3 pró­sentu­stig

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 25,2 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum haustið 2017. Það var næst versta útkoma hans frá upp­hafi, en flokk­ur­inn fékk ára­tugum saman að jafn­aði 35 til 40 pró­sent atkvæða. 

Eina skiptið sem þessi þaul­setn­asti valda­flokkur lands­ins hafði fengið minna upp úr kjör­köss­unum var í vor­kosn­ing­unum 2009, nokkrum mán­uðum eftir banka­hrun­ið. Þá var fylgið 23,7 pró­sent og þótti afhroð, enda hafði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fengið 36,6 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum sem haldnar voru tveimur árum áður.

Besta eft­ir­hruns­nið­ur­staða stærsta flokks lands­ins kom í kosn­ing­unum 2016, þegar 29 pró­sent lands­manna settu X við D. Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona hans, greiða atkvæði í kosningunum 2017.

Það sem af er kjör­tíma­bili hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að mestu verið að mæl­ast undir kjör­fylgi í könn­unum MMR. Lægst mæld­ist fylgi flokks­ins í nóv­em­ber í fyrra, 18,1 pró­sent. Hæst reis það fyrstu vik­urnar eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á þegar það fór í 27,4 pró­sent.

Í nýj­ustu könnun MMR, sem birt var ell­efu mán­uðum fyrir næstu kosn­ing­ar, mæld­ist fylgið 21,9 pró­sent. Miðað við þá stöðu hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapað 3,3 pró­sentu­stigum á kjör­tíma­bil­inu og stefnir í síðan verstu nið­ur­stöðu í sög­unni, ef kann­anir MMR stand­ast. 

Flokkur fólks­ins - 3,1 pró­sentu­stig

Flokkur fólks­ins, undir for­ystu Ingu Sæland, komst inn á þing með eft­ir­minni­legum hætti á loka­metrum síð­ustu kosn­inga­bar­áttu. Þar skipti lyk­il­máli að Inga komst við og flutti mál sitt af mik­illi til­finn­ingu í síð­ustu leið­togaum­ræðum þeirrar bar­áttu. Flokk­ur­inn hafði mælst með 4,4 pró­sent fylgi í síð­ustu könnun MMR, sem birt var dag­inn fyrir kosn­ing­ar, en fékk á end­anum 6,9 pró­sent fylgi og fjóra þing­menn. Tveir þeirra voru reknir út Flokki fólks­ins eftir Klaust­ur­mál­ið, og gengu til liðs við Mið­flokk­inn. 

Flokk­ur­inn hefur hefur ein­ungis einu sinni mælst með yfir fimm pró­sent fylgi síð­ast­liðið ár í könn­unum MMR og í nýj­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins mælist fylgið 3,8 pró­sent. Það er afar ósenni­legt að slík nið­ur­staða myndi skila flokknum inn á þing.

Þeir sem hafa bætt við sig

Píratar +4,3 pró­sent

Voru stofn­aðir árið 2012. í stafni á þeim tíma voru Birgitta Jóns­dótt­ir, sem hafði verið kjörin á þing fyrir Borg­ara­hreyf­ing­una 2009, og Smári McCarthy. Í fyrstu þing­kosn­ingum Pírata 2013 rétt skreið flokk­ur­inn á þing með 5,1 pró­sent atkvæða. Á árinu 2015 fór að bera á ótrú­legri fylg­is­aukn­ingu flokks­ins og frá febr­úar á því ári fram í mars 2016 raun fylgi Pírata í könn­un­um MM­R úr 12,8 pró­sent í 38,3 pró­sent. Þeim gekk hins vegar illa að halda því fylgi og þegar kosið var haustið 2016 fékk flokk­ur­inn á end­anum 14,5 pró­sent. Það var hans besti árang­ur, og næstum þre­földun á fylgi, en var samt talið vera mikið von­brigði eftir hinn mikla gang nokkrum mán­uðum fyrr. 

Auglýsing
Í síð­ustu kosn­ingum segi fylgi Pírata og þeir fengu 9,2 pró­sent atkvæða. 

Á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili hafa Píratar oft­ast nær verið að mæl­ast sem þriðji stærsti flokkur lands­ins. Fylgið mæld­ist minnst í októ­ber í fyrra hjá MMR, þegar 8,8 pró­sent sögð­ust ætla að kjósa flokk­inn. Hæst hefur það farið í 15,4 pró­sent í lok júlí síð­ast­lið­ins. Því er lægsta fylgið sem Píratar hafa mælst með á kjör­tíma­bil­inu nán­ast það sama og flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. 

Nýjasta könn­un MM­R ­sýnir flokk­inn með 13,5 pró­sent fylgi, eða 4,3 pró­sentu­stigum meira en Píratar fengu 2017. Það þýðir að eng­inn annar flokkur hefur bætt við sig jafn miklu fylgi á kjör­tíma­bil­in­u. 

Sam­fylk­ingin +3,1 pró­sentu­stig

Við stofnun stefndi Sam­fylk­ingin að því að verða alvöru mót­vægi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Í fyrstu kosn­ing­unum sem hún bauð fram, árið 1999, fékk hún 26,8 pró­sent atkvæða. Það var samt sem áður ein­ungis ⅔ af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk. Fjórum árum síðar fékk Sam­fylk­ingin sína bestu kosn­ingu, þegar 31 pró­sent lands­manna kusu flokk­inn undir for­ystu Öss­urar Skarp­héð­ins­son­ar. Í þeim kosn­ingum mun­aði ein­ungis 4.999 atkvæðum á Sam­fylk­ing­unni og Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun leiða flokkinn í gegnum aðrar kosningar sínar í því hlutverki.

Flokk­ur­inn var á svip­uðum slóðum árin 2007 og 2009, þegar hann rataði í rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar. 2013 varð hins vegar algjört hrun. Sam­fylk­ingin tap­aði 16,9 pró­sentu­stigum milli kosn­inga og fékk 12,9 pró­sent. Það er mesta tap flokks milli kosn­inga í Íslands­sög­unni. Staðan versn­aði enn 2016 þegar Sam­fylk­ingin rétt hékk inni á þingi með 5,7 pró­sent atkvæða og einn kjör­dæma­kjör­inn þing­mann, Loga Ein­ars­son núver­andi flokks­for­mann. Kosn­ing­arnar 2017 hífðu flokk­inn aðeins upp og gerðu að þriðja stærsta flokki lands­ins, en fylgið var samt sem áður ein­ungis 12,1 pró­sent. 

Á þessu kjör­tíma­bili hefur Sam­fylk­ingin oft­ast verið að mæl­ast næst stærsti flokkur lands­ins í könn­unum MMR. Lægst seig fylgið í 11,5 pró­sent í febr­úar 2018 en hæst fór það í 19,8 pró­sent í sept­em­ber sama ár. Nú mælist það 15,2 pró­sent sem myndi þýða að flokk­ur­inn bætti við sig 3,1 pró­sentu­stigi ef kosið yrði í dag. 

Við­reisn +3,0 pró­sentu­stig

Við­reisn bauð fyrst fram fyrir kosn­ing­arnar 2016, undir for­mennsku Bene­dikts Jóhann­es­son­ar. Uppi­staðan í flokkn­um, sem hafði verið form­lega stofn­aður fyr á því ári, voru ein­stak­lingar sem yfir­gáfu Sjálf­stæð­is­flokk­inn í kjöl­far þess að rík­is­stjórn sem hann sat í aft­ur­kall­aði aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. Einnig var þar þó að finna fólk sem hafði verið virkt í Sam­fylk­ing­unni eða hafði ekki starfað í stjórn­mála­flokkum áður. 

Í fyrstu kosn­ing­unum fékk flokk­ur­inn 10,5 pró­sent atkvæða sem þótti mik­ill sig­ur, enda nálægt því mesta sem flokkur í fyrstu þing­kosn­ingum sínum hafði nokkru sinni náð. Við­reisn fór á end­anum í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Bjartri fram­tíð en sú varð skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn lýð­veld­is­sög­unnar og sprakk í sept­em­ber 2017. Í kosn­ing­unum sem fylgdu í kjöl­farið fékk Við­reisn 6,7 pró­sent atkvæða undir for­mennsku Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur. Það þótti varn­ar­sig­ur, enda mæld­ist fylgi flokks­ins 3,6 pró­sent rúmum tveimur vikum fyrir kosn­ingar og raun­veru­leg hætta á að hann næði ekki inn á þing. 

Á þessum kjör­tíma­bili hefur fylgi Við­reisnar verið nokkuð stöðugt, sér­stak­lega á síð­ari hluta þess. Minnst mæld­ist það snemma árs 2018, 5,8 pró­sent. Mest mæld­ist fylgið í jan­úar síð­ast­liðn­um, 12,4 pró­sent. 

Í nýj­ustu könnun MMR sögð­ust 9,7 pró­sent kjós­enda ætla að kjósa Við­reisn sem þýðir að flokk­ur­inn hefur bætt við sig þremur pró­sentu­stigum á kjör­tíma­bil­in­u. 

Þeir sem standa nán­ast í stað

Mið­flokk­ur­inn +0.7 pró­sent

Mið­flokk­urin var stofn­aður skömmu fyrir síð­­­ustu kosn­­ingar og náði besta árangri sem nokkur flokkur hefur náð í fyrstu fram­­boðstil­raun til Alþing­is, þegar hann fékk 10,9 pró­­sent atkvæða. Flokk­ur­inn var stofn­aður í kringum Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, sem hafði hrak­ist úr for­sæt­is­ráð­herra­stóli ári áður og svo tapað for­manns­kosn­ingum í Fram­sókn­ar­flokkn­um. 

Mið­flokk­ur­inn hefur átt storma­samt fyrsta kjör­tíma­bil, þar sem hann hefur bæði unnið sigra og gengið í gegnum miklar áskor­an­ir. Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018 gekk flokknum vel víða, náði inn tíu full­trúum í sveit­ar­stjórnir og mynd­aði meiri­hluta í Árborg með Sam­fylk­ingu, Fram­sókn og Á-lista. Mið­flokknum tókst líka að vekja mikla athygli, og auka fylgi sitt, þegar umræða um þriðja orku­pakk­ann svo­kall­aða stóð sem hæst, og þing­menn flokks­ins lögð­ust í for­dæma­laust mál­þóf til að tefja fyrir inn­leið­ingu hans í íslensk lög. Fyrir um ári síðan var flokk­ur­inn að mæl­ast með sitt mesta fylgi í könn­unum MMR, eða 16,8 pró­sent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn náðu sögulegum árangri 2017.

Á hinn bóg­inn varð Klaust­ur­málið flokknum til mik­ils álits­hnekk­is. Eftir að það kom upp í des­em­ber 2018 sökk fylgi Mið­flokks­ins í 5,9 pró­sent. 

Í nýj­ustu könnun MMR mælist Mið­flokk­ur­inn með 11,6 pró­sent, eða rétt yfir því sem flokk­ur­inn fékk haustið 2017. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn -0,5 pró­sent

Hinn hefð­bundni valda­flokkur lands­ins, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, hefur gengið í gegnum ákveðna rús­sí­ban­areið síð­ustu árin. Hann beið afhroð í kosn­ingum 2007 eftir 12 ára rík­is­stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, og fékk þá 11,7 pró­sent undir for­mennsku Jóns Sig­urðs­son­ar. Í kosn­ing­unum 2009 var nýr og ungur for­maður mættur í brúnna, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sem fór með flokk­inn í aðrar áttir en hann hafði verið í. Undir for­mennsku hans vann flokk­ur­inn svo mik­inn kosn­inga­sigur 2013 þegar hann fékk 24,4 pró­sent atkvæða. Það var besta nið­ur­staða Fram­sóknar frá árinu 1979. Sig­mundur Davíð varð for­sæt­is­ráð­herra og sat sem slíkur fram á vor­mán­uði 2016, þegar hann var knú­inn til að segja af sér vegna Wintris-­máls­ins. Síðar um haustið vann svo Sig­urður Ingi Jóhanns­son hann í blóð­ugum for­manns­slag. 

Upp­skera Fram­sóknar í kosn­ing­unum 2016 (11,5 pró­sent) og 2017 (10,7 pró­sent) var ekki beys­in. Um tvær verstu nið­ur­stöður Fram­sóknar frá stofnun var að ræða. Í síð­ari kosn­ing­unum verður þó að taka til­lit til þess að Sig­mundur Davíð klauf sig úr flokknum í aðdrag­anda þeirra og stofn­aði Mið­flokk­inn. Því þótti nið­ur­staðan ásætt­an­legur varn­ar­sig­ur.

Kann­anir MMR hafa mest megnis sýnt fallandi fylgi hjá Fram­sókn á þessu kjör­tíma­bili, ef tíma­bilið eftir að Klaust­ur­málið svo­kall­aða kom upp er und­an­skil­ið. Þá rauk fylgið um tíma upp í 13,5 pró­sent. Lægst mæld­ist fylgið 6,1 pró­sent í júní síð­ast­liðnum en það hefur auk­ist umtals­vert síð­ustu mán­uði, og er nú að mæl­ast 10,2 pró­sent, eða rétt undir kjör­fylg­i. 

Þeir sem voru ekki með síð­ast

Sós­í­alista­flokkur Íslands + 4,6 pró­sent

Sós­í­alista­flokkur Íslands hefur verið hluti af mæl­ingum MMR frá því í febr­úar í fyrra, enda sýndi flokk­ur­inn skýrt póli­tískt erindi með því að ná inn full­trúa í borg­ar­stjórn Reykja­víkur í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2018. Sós­í­alistar hafa þegar ákveðið að bjóða fram í kosn­ing­unum á næsta ári en ekk­ert liggur fyrir hvernig listar flokks­ins verða mann­að­ir. Fylgi hans hefur oft­ast verið að mæl­ast rétt undir fimm pró­sentum í könn­unum MMR und­an­farið og var 4,6 pró­sent í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins. Það er ekki úti­lokað að slíkt fylgi gæti skilað Sós­í­alista­flokknum kjör­dæma­kjörnum þing­mönn­um, en það myndi ekki duga til að fá upp­bót­ar­þing­menn, enda þurfa flokkar að fá yfir fimm pró­sent fylgi til þess. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar