Mannanafnanefnd á móti frumvarpi sem myndi leggja niður mannanafnanefnd

Afar skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi sem eykur frelsi til að ráða eigin nafni og myndi leggja niður mannanafnanefnd. Sumir sérfræðingar telja málið mikla bót en aðrir að það sé firnavont.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Auglýsing

„Manna­nafna­nefnd telur fyr­ir­liggj­andi frum­varp ekki vera til bóta og bein­línis skað­legt íslenskri tungu og leggst gegn því að það verði sam­þykkt.“

Svona hljómar nið­ur­lag umsagnar manna­nafna­nefndar um um frum­varp Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra, sem kveður á um að for­eldr­ar fái aukið frelsi til þess að nefna börn sín og að ein­stak­l­ing­ar fái aukið frelsi til þess að ráða eig­in nafn­i. 

Einnig kveður það á um að ein­stak­l­ing­ar geti tekið upp ný ætt­­­ar­­nöfn, að börn 15 ára og eldri fái að ráða sjálf eig­in nafni og ákveðin tak­­mörk á að for­eldr­ar geti ekki gefið börn­um sín­um nöfn sem séu þeim til ama.“

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður manna­nafna­nefnd lögð nið­ur. Sú nefnd hefur meðal ann­ars haft þau verk­efni um ára­tuga­skeið að semja skrá um eig­innöfn og mill­i­nöfn sem telj­ast heim­il, að vera prest­um, for­stöðu­mönnum skráðra trú­fé­laga, Þjóð­skrá Íslands og for­sjár­mönnum barna til ráðu­neytis um nafn­gjafir og skera úr álita- og ágrein­ings­efnum um nöfn sam­kvæmt lögum um manna­nöfn. Þá sker nefndin úr „öðrum álita- eða ágrein­ings­málum sem upp kunna að koma um nafn­gjafir, nafn­ritun og fleira þess hátt­ar.“  Úrskurðum manna­nafna­nefndar er ekki unnt að skjóta til æðra stjórn­valds.

Áslaug Arna hefur þegar sagt frá því opin­ber­lega að hún telji að meiri­hluti sé fyrir sam­þykkt frum­varps­ins á þingi. Sam­bæri­leg frum­vörp hafa áður verið lögð fram en ekki hlotið braut­ar­gengi.

Manna­nafna­nefnd á móti því að vera lögð niður

Manna­nafna­nefnd gerir ýmis­konar efn­is­legar athuga­semdir við frum­varp ráð­herr­ans. Hún leggst til að mynda gegn því að gerð verði und­an­tekn­ing frá íslenskum rit­reglum hvað manna­nöfn varðar þannig að ein­stak­lingum verði í sjálf­vald sett hvernig þeir riti nöfn sín. 

Auglýsing
Þá telur nefndin að mikil mis­tök yrðu gerð ef felld yrði úr gildi hin ævi­forna kenni­nafna­hefð Íslend­inga. „Nú þegar er heim­ilt skv. lögum að taka upp milli­nafn, sem almennt eru notuð eins og ætt­ar­nöfn, sem nefndin telur að tryggi rétt þeirra sem not­ast vilji við ætt­ar­nöfn. Manna­nafna­nefnd telur að það sé aðeins hávær minni­hluti sem vilji fella úr gildi ákvæði laga um kenn­inöfn og að rita beri íslensk nöfn í sam­ræmi við íslenskar rit­reglur og skorar á Alþingi að breyta ekki lögum hér um nema að vel athug­uðu máli.“

Þá er manna­nafna­nefnd andsnúin því að nefndin verði lögð nið­ur. Í umsögn hennar seg­ir: „Fær nefndin ekki séð að það sé til gagns að leggja nefnd­ina niður og fela starfs­mönnum Þjóð­skrár, sem ekki hafa til þess sér­staka mennt­un, að taka ákvarð­anir hér um sbr. einnig ákvarð­anir skv. 4. gr. frum­varps­ins. Bent skal á að sums staðar (til dæmis í Pól­landi) eru ákvarð­anir um manna­nöfn einmitt teknar með þessum hætt­i.“

Í umsögn­inni, sem nefnd­ar­menn­irnir Auður Björg Jóns­dóttir lög­maður og Sig­urður Kon­ráðs­son, pró­fessor í íslensku máli við Mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands skrifa und­ir, segir að núgild­andi lög séu ekki full­komin og manna­nafna­nefndin telji ýmsa van­kanta á þeim, sem þó sé ekki endi­lega leyst úr með fyr­ir­liggj­andi frum­varpi. 

Nefndin telur eðli­leg­ast að sam­ráð yrði haft við hana um hvernig megi bæta núgilandi lög um manna­nöfn til að reglu­verkið „sé sem skýr­ast og sann­gjarn­ast en ekki sé ástæða til að fella lögin niður í heild sinn­i.“

„Ég veit ekki af hverju ég er að þessu“

Fleiri eru á móti frum­varp­inu. Þar á meðal Guð­rún Kvaran, mál­­fræð­ing­­ur, pró­­fess­or emeritus og fyrr­ver­andi nefnd­­ar­maður í manna­­nafna­­nefnd. 

Hún skrifar umsögn þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að gera það. Í henni stendur meðal ann­ars: „Ég sendi inn tvö álit um frum­vörp til laga um manna­nöfn í mars og októ­ber 2018. Allt sem í þeim stendur er enn bjarg­föst skoðun mín. Ég mætti á fundi hjá alls­herj­ar­nefnd en mér fannst áhugi nefnd­ar­manna afar tak­mark­aður á því sem ég hafði að segja. Ég ætl­aði því ekki að skrifa um þetta frum­varp, var eig­in­lega búin að fá nóg af því að hjakka í sama far­inu, en fjöldi sam­tala við fólk á öllum aldri og af öllu land­inu hefur setið í mér og ég ákvað að setj­ast niður einu sinni enn og senda inn nú á síð­asta degi. Í gær­kvöldi hringdi nefni­lega öldruð kona frá Egils­stöðum og sagði: „Hvert erum við að stefna, Guð­rún, hvað er Alþingi að hugs­a?“ Við áttum langt og gott sam­tal og ég hygg að kon­unni hafi liðið betur þegar við kvödd­umst þótt ég hafi ekki átt gott svar handa henni en sjálfri leið mér ekki vel.“

Auglýsing
Guðrún gerir síðan marg­hátt­aðar athuga­semdir við frum­varpið og segir í lok umsagn­ar­innar að hún gæti skrifað mun lengra mál um fram­lagt frum­varp. „Mér finnst frum­varpið firna­vont og engu betra en þau tvö sem ég skrif­aði um 2018. Ég veit ekki af hverju ég er að þessu, e.t.v. fyrir öldr­uðu kon­una á Egils­stöð­u­m.“

Ármann Jak­obs­son, pró­fess­or, for­maður Íslenskrar mál­nefndar og bróðir Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, segir frum­varpið vand­virkn­is­lega unnið miðað við fyrri frum­vörp um mál­ið. Einkum sé grein­ar­gerðin vönduð og ætti að hjálpa þing­mönnum að gera upp hug sinn í þessu flókna máli. Hann telur þó ekki heppi­legt að leggja niður manna­nafna­nefnd. Betra væri að hún yrði til áfram og „al­þing­is­menn létu mold­viðrið gegn henni sem vind um eyru þjóta. Að minnsta kosti ætti hún að vera til sem ráð­gef­andi sér­fræð­inga.“

Fólk ætti að fá að kalla sig því nafni sem það kýs

Alls hafa borist 16 umsagnir um mál­ið. Á meðal þeirra sem sendu inni slíka var Sal­vör Nor­dal, Umboðs­maður barna

Í nið­ur­lagi umsagnar hennar segir að umboðs­maður barna hvetji til sam­þykktar frum­varps­ins „til að tryggja stálp­uðum börnum þau mik­il­vægu rétt­indi sem fel­ast í sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti yfir eigin nafni, því sem helst ein­kennir okkur sem ein­stak­linga.“ 

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands styður sömu­leiðis frum­varp­ið, sam­kvæmt umsögn, enda telur hún að fólk ætti „al­mennt að fá að kalla sig því nafni sem það helst kýs.“

Eiríkur Rögn­valds­son, pró­fessor í íslenskri mál­fræði, er einnig jákvæður í garð frum­varps­ins. Hann kemst að eft­ir­far­andi nið­ur­stöðu í sinni umsögn: „Fyr­ir­liggj­andi frum­varp skaðar ekki íslenska tungu á nokkurn hátt, en er veru­leg rétt­ar­bót og afnemur þá mis­munun sem felst í gild­andi lögum og er í raun stjórn­ar­skrár og mann­rétt­inda­brot. Stífar reglur sem vísa í íslenska mál­stefnu en sam­ræm­ast ekki jafn­rétt­is­hug­myndum og stríða gegn rétt­læt­is­kennd fólks geta orðið til þess að ala á nei­kvæðum við­horfum fólks til íslensk­unn­ar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mund­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar