Mynd: EPA

Algjör óvissa um hver sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum

Donald Trump gekk mun betur en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna og lýsti yfir sigri í nótt. Enn á þó eftir að telja milljónir atkvæða sem munu ráða því hvernig kjörmenn lykilríkja skiptast milli hans og Joe Biden, sem sjálfur hefur lýst því yfir að hann telji sig líklegri sigurvegara. Það gæti dregist út vikuna að fá niðurstöðu í talningu atkvæða. Það er einfaldlega allt í háaloft í Bandaríkjunum.

Kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum sem fóru fram í gær virð­ast ætla að draga enn skýrar fram en áður að Banda­ríkin eru klofin þjóð. Kann­an­ir, og vigtun á könn­un­um, bentu allar ein­dregið til þess að Joe Biden, fram­bjóð­andi demókrata, myndi sigra í flestum af sveiflu­ríkj­unum svoköll­uðu, en þar er um að ræða ríkið sem talið er að geti farið á hvorn veg­inn sem er. 

Nú að morgni mið­viku­dags er ljóst að gengi Don­ald Trump, sitj­andi for­seta, var mun betra en kann­anir gerðu ráð fyr­ir. Hann sigr­aði til að mynda í Flor­ída, Ohio og Texas, sem voru allt ríki sem demókratar voru að minnsta kosti von­góðir um að sigr­a. 

Þrátt fyrir að Trump hafi lýst yfir sigri á blaða­manna­fundi sem hann hélt fyrir skemmstu þá fer því fjarri að nið­ur­staða liggi fyr­ir. Þvert á móti er ólík­legt að sig­ur­veg­ari verði krýndur fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag, mið­viku­dag, og mögu­lega ekki fyrr en í lok viku. Þá er gengið út frá því að fram­bjóð­end­urnir tveir muni sætta sig við þá nið­ur­stöðu sem taln­ing eft­ir­stand­andi atkvæða í nokkrum sveiflu­ríkjum mun skila, sem er ósenni­legt í ljósi þess að Trump hefur þegar lýst því yfir að hann vilji að taln­ingu verði hætt. 

Það þarf 270 kjör­menn til að verða for­seti Banda­ríkj­anna. Eins og staðan er núna hefur Biden tryggt sér 238 og Trump 213. Það þýðir að 87 eru enn í pott­in­um. Og ógjörn­ingur er að giska á með skyn­sam­legum rökum hvernig þau ríki sem hafa ekki lokið taln­ingu munu fara. 

Auglýsing

Eina sem liggur fyrir er að upp er komin for­dæma­laus staða í Banda­ríkj­un­um. Staða sem margir þar vestra ótt­uð­ust einna mest. Staða þar sem algjör óvissa ríkir sem stendur um hver sé rétt­kjör­inn for­seti lands­ins.

Nokkur sveiflu­ríki ekki komin með nið­ur­stöðu

Af sveiflu­ríkj­unum er enn ekki komin end­an­leg nið­ur­staða í Nevada, Georg­íu, Norð­ur­-Kar­ól­inu og „bláa veggn­um“ í mið­vest­ur­ríkj­un­um: Michig­an, Wisconsin og Penn­syl­van­íu. 

Biden hefur þegar tryggt sér fleiri kjör­menn en Hill­ary Clinton gerði árið 2016 (hún fékk alls 232). Þar skiptir mestu að hann sigr­aði í Arizona, sem Trump vann fyrir fjórum árum. Þá hefur Biden náð í að minnsta kosti einn af fimm kjör­mönnum Nebr­aska-­rík­is, en Clinton fékk engan þar.

Eina sveiflu­ríkið sem á eftir að verða „kall­að“, sem kaus ekki Trump fyrir fjórum árum, er Nevada sem er með sex kjör­menn. Þar er staðan sú að Biden er lík­legri en það eitt og sér mun aug­ljós­lega ekki duga honum til sig­urs. Til þess að vinna þyrfti Biden að sigra í að minnsta kosti tveimur hinna ríkj­anna sem eftir eru. 

Georgía í kast­ljós­inu

Í nótt leit lengi vel út fyrir að Norð­ur­-Kar­ólína og Georgía myndu áfram styðja Trump en eftir því sem leið að lokum taln­ingar þar breytt­ist sú staða og varð mun jafn­ari. Eins og stendur er búið að telja 95 pró­sent atkvæða í Norð­ur­-Kar­olínu, sem hefur 15 kjör­menn, og þar er Trump með 1,4 pró­sentu­stiga  for­ystu. Spálíkan The New York Times, sem tekur til­lit til eðlis þeirra atkvæða sem á eftir að telja, segir að yfir­gnæf­andi líkur séu á því að Trump sigri það ríki. Þann varnagla verður þó að slá að öll póst­at­kvæði sem voru send í síð­asta lagi á kjör­dag verða talin í Norð­ur­-Kar­olínu og sú taln­ing má standa yfir til 12. nóv­em­ber. Það þarf því ekki að vera að nið­ur­staða í rík­inu liggi fyrir alveg strax.

Auglýsing

Í Georgíu er staðan enn flókn­ari. Þar er búið að telja 92 pró­sent atkvæða og Trump er með tveggja pró­sentu­stiga for­skot. Spálíkan The New York Times segir hins vegar að eðli þeirra atkvæða sem á eftir að telja þar sé þannig að meiri líkur séu á sigri Biden. Ástæðan er sú að stór hluti þeirra atkvæða sem á eftir að telja eru frá svæð­inu í kringum stór­borg­ina Atl­anta, þar sem demókratar eru sterk­ari en repúblikan­ar. Talið er lík­legt að til­kynnt verði um sig­ur­veg­ara í Georgíu síðar í dag, en þar eru heilir 16 kjör­menn und­ir. 

„Blái vegg­ur­inn“

Þá er eftir „Blái vegg­ur­inn“ svo­kall­aði, ríkin þrjú í mið­vest­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna sem Trump tókst að hirða af demókrötum fyrir fjórum árum sem leiddi til sig­urs hans, þrátt fyrir að flestar skoð­ana­kann­anir hefðu bent til þess að hann myndi tapa. 

Í Michigan eru 16 kjör­menn. Flestar skoð­ana­kann­anir bentu til þess að Biden myndi vinna ríkið næstum örugg­lega, en það hefur sann­ar­lega ekki reynst raun­in. Þar var búist við því að fyrstu tölur myndu sýna Trump með umtals­vert for­skot, sökum þess að atkvæði sem greidd voru á kjör­dag myndu vigta meira inn, en að svo myndi draga saman með fram­bjóð­end­unum eftir því sem fleiri póst­at­kvæði yrðu tal­in. Það hefur gengið eftir og mun­ur­inn nú, þegar þetta er skrif­að, er kom­inn niður í tæp­lega fimm pró­sentu­stig þegar enn á eftir að telja rúm­lega fimmt­ung atkvæða. Búist er við því að til­kynnt verði um sig­ur­veg­ara í Michigan að kvöldi mið­viku­dags. 

Joe Biden er enn sannfærður um að hann sigri í forsetakosningunum þegar öll atkvæði hafa verið talin.
Mynd: EPA

Í Wisconsin eru tíu kjör­menn og þar er búið að telja 89 pró­sent atkvæða. Eins og stendur er Biden með 0,3 pró­sentu­stiga for­skot í rík­inu. Þar hófst taln­ing á utan­kjör­fund­ar­at­kvæðum ekki fyrr en að morgni mið­viku­dags á stað­ar­tíma og enn á eftir að telja meira af atkvæðum í sýslum sem Hill­ary Clinton vann 2016 en þeim sem Trump vann það árið. Því er ógjörn­ingur að spá fyrir um hver nið­ur­staðan verður þar sem stend­ur. 

Þá stendur eftir Penn­syl­van­ía, það ríki sem lík­leg­ast þótti til að ráða úrslitum í kosn­ing­un­um. Biden mæld­ist með for­ystu þar í aðdrag­anda þeirra en hún var minni en í hinum mið­vest­ur­ríkj­un­um. Kjör­menn­irnir sem í boði eru þar eru sömu­leiðis fleiri, eða 20 tals­ins. Þar mátti ekki byrja að telja þau atkvæði sem greidd voru í gegnum póst­kosn­ingu fyrr en á kjör­dag og sumar sýslur byrja ekki á því fyrr en í dag, en stuðn­ings­menn Biden eru taldir mun lík­legri til að hafa nýtt sér þá leið til að kjósa en stuðn­ings­menn Trump, sem mættu frekar á kjör­stað og voru taldir fyrst. Trump mælist nú með 13 pró­sentu­stiga for­ystu í Penn­syl­vaníu og er næsta víst að sú staða mun breyt­ast eftir því sem fleiri atkvæði eru tal­in. Hvort það dugi Biden mun lík­lega ekki koma í ljós fyrr en í lok viku. 

Biden telur sig lík­legan á meðan að Trump lýsti yfir sigri

Joe Biden lýsti því yfir í nótt að hann væri full­viss um að sigra í mið­vest­ur­ríkj­unum og yrði þar með næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Hann væri jákvæður um að það yrði nið­ur­staðan þegar öll atkvæði hefðu verið tal­in. Í tísti sem hann sendi frá sér fyrir nokkrum klukku­tímum sagði Biden að það væri hvorki hans né Trump að segja til um hver væri sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna. Það væri hlut­verk kjós­enda. 

Þrátt fyrir að enn eigi eftir að telja millj­ónir atkvæða þá lýsti Trump yfir sigri þegar hann kom fram í nótt. Í ræðu sinni krafð­ist hann þess að fleiri atkvæði yrðu talin í Arizona-­ríki, sem hann virð­ist hafa tap­að, en að taln­ing yrði stöðvuð í þeim ríkjum þar sem hann mæld­ist með for­ystu. Trump sagði það vera svik við banda­rísku þjóð­ina hversu lengi það tæki að telja atkvæði og að nið­ur­staða ætti að liggja fyrir á kosn­inga­nótt. Það hefur aldrei verið þannig að loka­nið­ur­staða í for­seta­kosn­ingum liggi fyrir á kosn­inga­nótt þótt að oftar en ekki sé hægt að ganga út frá því hver vinni miðað við þau atkvæði sem næst að telja þá. Trump sagði líka að hann myndi fara með nið­ur­stöður kosn­ing­anna fyrir hæsta­rétt Banda­ríkj­anna, en þar eru nú sex dóm­arar skip­aðir af repúblikönum en þrír sem skip­aðir hafa verið af demókröt­um.

Trump tísti í nótt að hann væri með stórt for­skot en að „þeir“ væru að reyna að stela kosn­ing­un­um. „Við munum aldrei leyfa þeim að gera það. Atkvæði geta ekki verið greidd eftir að kjör­stöðum lokar!“. Twitter merkti stöðu­upp­færsl­una sem efni sem gæti inni­haldið mis­vísandi eða rangar upp­lýs­ingar um kosn­ing­arnar og faldi hana á bak­við þá merk­ingu.

Auglýsing

Ýmsar leiðir enn í boði

Það er því ljóst að nið­ur­stöður kosn­ing­anna mun ekki liggja fyrir strax. Haldi Trump þeim ríkjum sem hann vann 2016 og taln­ingu er ekki lokið þá verður hann áfram for­seti Banda­ríkj­anna næstu fjögur árin. Biden á hins vegar nokkrar leiðir að því að vinna. 

Donald Trump lýsti yfir sigri í ávarpi þrátt fyrir að það eigi enn eftir að telja milljónir atkvæða.
Mynd: EPA

Bæði AP frétta­stofan og Fox News hafa „kall­að“ Arizona og sagt að Biden vinni það ríki. Gengið er út frá því hér að það haldi. Þá verður þessi eini kjör­maður sem Biden vann í Nebr­aska allt í einu afar mik­il­væg­ur, enda getur hann dugað Biden til sig­urs svo lengi sem að hann vinni líka í Nevada, Michigan og Wiscons­in, sem þýðir að Trump getur unnið Penn­syl­vaníu og Georg­íu, en samt tap­að. Þá myndi Biden fá 270 kjör­menn en Trump 268, og vara­for­set­inn fyrr­ver­andi því sigra með minnsta mögu­lega mun.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar