10 staðreyndir um kosninganóttina

Í nótt verður kjörstöðum lokað í Bandaríkjunum og hefst þá talning atkvæða fyrir forseta þar í landi. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir sem gætu komið að notum fyrir kosninganóttina.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden forsetaefni Demókrata
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden forsetaefni Demókrata
Auglýsing

1. Níu sveiflu­ríki og Texas

Kosið er um 538 kjör­menn í öllum 50 ríkjum Banda­ríkj­anna og gildir þá sú regla í lang­flestum til­vikum að sá fram­bjóð­andi sem fær flest atkvæði í hverju ríki taki til sín alla kjör­menn þess. Mun­ur­inn á fylgi fram­bjóð­enda er þó mik­ill á milli ríkja og því eru úrslitin talin nær örugg í flestum þeirra nú þeg­ar.  

Vef­síðan 270ToWin, sem tekur saman skoð­ana­kann­anir úr ýmsum átt­um, spáir að Joe Biden, for­seta­efni Demókrata, eigi 183 kjör­menn örugga og að Don­ald Trump sitj­andi for­seti eigi 77 kjör­menn örugga. Fram­bjóð­end­urnir þurfa að tryggja sér að minnsta kosti 270 kjör­menn til þess að sigra kosn­ing­arn­ar.

Beðið verður hins vegar eftir úrslitum í níu ríkjum með eft­ir­vænt­ingu, það er í Flór­ída, Arizona, Penn­syl­van­íu, Ohio, Michig­an, Norð­ur­-Kar­ólínu, Wiscons­in, Iowa og Georg­íu. Þessi ríki, sem í dag­legu tali eru kölluð sveiflu­ríki (e. Swing states) munu lík­lega ráða úrslitum kosn­ing­anna. 

Auglýsing

Til við­bótar við þessi ríki gætu nið­ur­stöð­urnar í Texas einnig haft mikil áhrif á loka­nið­ur­stöður kosn­ing­anna. Ríkið inni­heldur 38 kjör­menn, sem yrði stór biti fyrir hvorn for­seta­fram­bjóð­and­ann. Lík­legra er að Trump ná flestum atkvæðum þar, en sam­kvæmt vef­síð­unni FiveT­hir­tyEight eru þó 38 pró­senta líkur á að Biden sigri í rík­inu, sem eru meiri sig­ur­líkur en Trump hefur í sveiflu­rík­inu Flór­ída. 

2. Met­kjör­sókn fyrir kjör­dag

Sökum yfir­stand­andi kór­ónu­veiru­far­ald­urs hefur meiri­hluti ríkj­anna leyft kjós­endum að póst­leggja atkvæði sín, auk þess sem kjör­staðir hafa verið opnir í lengri tíma en venju­lega. Stór hluti banda­rískra kjós­enda hefur nýtt sér þessar leið­ir, en sam­kvæmt New York Times voru nær 100 millj­ónir Banda­ríkja­manna búnar að greiða atkvæði fyrir kjör­dag. Til sam­an­burðar kusu alls 137 millj­ónir í síð­ustu for­seta­kosn­ingum þar í land­i. 

3. Taln­ing póst­at­kvæða og mann­ekla gæti seinkað nið­ur­stöðum

Mik­ill fjöldi póst­at­kvæða gæti þó leitt til þess að nið­ur­stöður kosn­ing­anna komi seinna en í fyrri kosn­ing­um, þar sem lengri tíma tekur að telja slík atkvæði. Í mörgum ríkjum skiptir heldur ekki máli hversu snemma atkvæðin bárust, þar sem óheim­ilt er að telja þau áður en að kjör­köss­unum er lok­að. Einnig mega póst­lögð atkvæði í öðrum ríkjum ber­ast kjör­stjórn­inni alveg fram að næstu viku, svo lengi sem þau voru send í gær. 

Til við­bótar við mik­inn fjölda póst­at­kvæða hafa fréttir borist af mann­eklu á kjör­stöðum, þar sem eldri sjálf­boða­liðar hafa hætt við að bjóða fram krafta sína vegna smit­hættu. Ýmis ríki hafa brugð­ist við þeim skorti með ýmsum leið­um, meðal ann­ars með því að virkja þjóð­varð­ar­liðið og borga opin­berum starfs­mönnum fyrir að telja atkvæð­i. 

4. Óvíst hvort nið­ur­stöður liggi fyrir í nótt

Lík­legt er að var­úð­ar­ráð­staf­an­irnar sem gerðar hafa verið vegna far­ald­urs­ins leiði til þess að það muni taka marga daga að telja öll atkvæð­in. Sam­kvæmt grein­ingu Was­hington Post hefur atkvæða­taln­ing í fylk­is­kosn­ingum sem haldnar hafa verið í heims­far­aldr­inum að með­al­tali tekið fjóra daga. 

Á heima­síð­unni FiveT­hir­tyEight má sjá spá um birt­ingu talna í hverju ríki fyrir sig. Sam­kvæmt henni mætti búast við tölum frá Flór­ída mjög fljótt, en nið­ur­stöð­urnar ætti að liggja fyrir aðeins nokkrum klukku­stundum eftir að kjör­staðir loka. 

Ef staðan er ekki hní­f­jöfn mætti einnig búast afger­andi nið­ur­stöðum í Georgia, Texas, Arizona, Norð­ur­-Kar­ólínu, Ohio og Wiscons­in. Aftur á móti gæti end­an­leg nið­ur­staða þar ekki borist fyrr en nokkrum dögum seinna póst­lögð atkvæði ráða úrslit­u­m. 

Búist er við að loka­tölur frá Wisconsin muni liggja fyrir undir lok kosn­inganæt­ur­innar þar Vestra, eða snemma mið­viku­dags­morg­uns á íslenskum tíma. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að tölur liggi fyrir í Penn­syl­vaníu eða Michigan fyrr en eftir nokkra daga. 

5. Blátt, rautt og svo aftur blátt

Mik­ill munur er á kosn­inga­hegðun þeirra sem kjósa Trump og þeirra sem kjósa Biden. Demókratar eru mun lík­legri en Repúblikanar fyrir að hafa kosið fyrir kjör­dag, hvort sem það var utan kjör­fundar eða ekki. FiveT­hir­tyEight spáir því að þessi mis­munur muni hafa áhrif á birt­ingu úrslit­anna.  

Sam­kvæmt vef­síð­unni eru fyrstu nið­ur­stöð­urnar í mörgum ríkjum lík­legri til að vera Biden í vil, en svo gætu þær hallað meira í átt að Trump þegar líður á kosn­inga­nótt­ina og atkvæði frá kjör­deg­inum sjálfum eru tal­in. Póst­lögð atkvæði verða svo talin síð­ast, en lík­legt er að nið­ur­stöð­urnar muni þá aftur styrkja stöðu Biden á næstu dög­um. 

6. Full­trúa­deildin örugg en bar­átta um öld­unga­deild­ina

Til við­bótar við for­seta­kosn­ing­arnar kjósa Banda­ríkja­menn einnig til beggja deilda þings­ins þar í landi. Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum er nokkuð öruggt að Demókratar vinni neðri deild­ina, sem kölluð er full­trúa­deildin og inni­heldur 435 þing­sæti. Sam­kvæmt spá FiveT­hir­tyEight eru 97 pró­senta líkur á því að Demókratar haldi meiri­hlut­anum sínum þar. 

Spáin um öld­unga­deild­ina er tví­sýnni, en sam­kvæmt FiveT­hir­tyEighteru fjórð­ungs­líkur á að Repúblík­anar nái meiri­hluta þar. Fari svo myndi mynd­ast patt­staða á þingi (e. Lame duck parli­ament), þar sem Repúblikanar yrðu lík­legir til þess að hafna öllum laga­frum­vörpum sem kæmu frá Demókrötum úr neðri deild­inn­i. 

7. Þetta er ekki 2016

Í síð­ustu for­seta­kosn­ingum Banda­ríkj­anna fyrir fjórum árum síðan bentu flestar skoð­ana­kann­anir til þess að sig­ur­líkur Hill­ary Clint­on, þáver­andi for­seta­fram­bjóð­anda Demókrata, væru meiri en hjá Don­ald Trump. Annað kom svo í ljós þegar talið var úr kjör­köss­un­um, en Trump tryggði sér for­seta­til­nefn­ing­una með naumum sigri í þremur ríkj­u­m. 

Sam­kvæmt umfjöllun CBC um málið rýrðu úrslit for­seta­kosn­ing­anna árið 2016 traust til kosn­inga­spáa þar í landi. Hins vegar bætir frétta­stofan við að miklar breyt­ingar hafi verið gerðar í gerð spá­anna, svo að ólík­legra sé að sömu mis­tök verði gerð aft­ur. 

Stærstu breyt­ingar á skoð­ana­könn­un­unum eru þær að nú eru við­mæl­endur vigtaðir eftir mennt­un­ar­stigi, en með því ætti að vera auð­veld­ara að heim­færa nið­ur­stöður þeirra yfir á alla þjóð­ina. 

Til við­bótar við betri skoð­ana­kann­anir er fylg­is­mun­ur­inn á milli Biden og Trump mun meiri en hann var á milli Clinton og Trump rétt fyrir kosn­ing­arnar árið 2016. Þess vegna er enn ólík­legra að kosn­inga­spárnar í ár spái fyrir um rangan sig­ur­veg­ara, jafn­vel þótt skoð­ana­kann­an­irnar væru jafn óná­kvæmar og þær voru fyrir fjórum árum síð­an. 

8. Twitter leyfir sjö frétta­veitum að “kalla” kosn­ing­arnar

Sam­fé­lags­mið­illin Twitter til­kynnti í gær að hann hygð­ist leyfa sjö frétta­veitum að lýsa yfir nið­ur­stöðum kosn­ing­anna á sam­fé­lags­miðl­in­um. Þessir miðlar eru ABC News, AP, CBS, Decision Desk HQ, Fox News og NBC. Allir þessir miðlar sam­mæld­ust um að fylgja ráðum óháðra sér­fræð­inga til að finna út hvenær úrslitin yrðu ráð­in. 

Sam­kvæmt Twitter munu úrslitin verða talin opin­ber á sam­fé­lags­miðl­inum þegar tveir þess­ara miðla hafa til­kynnt þau. Þangað til megi búast við við­vörun frá miðl­inum ef reynt væri að lýsa yfir sigri ann­ars hvors fram­bjóð­and­ans. 

9. Trump gæti lýst yfir sigri

Áform Twitter um að stýra umfjöllun um kosn­ing­arnar komu fram degi eftir að mið­ill­inn Axios greindi frá því að Don­ald Trump hygð­ist ætla að lýsa yfir sigri á kosn­inga­n­óttu ef hann teldi það lík­legt að hann myndi vinna. For­set­inn sjálfur hefur neitað ásök­un­um, en Axios heldur því fram að hann hafi viðrað þessar hug­myndir í einka­sam­tölum við aðra. 

Sam­kvæmt Axios þyrfti Trump þó að vera með sann­fær­andi for­skot í Ohio, Flór­ída, Norð­ur­-Kar­ólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgia til þess að það myndi ger­ast. 

10. Hæsti­réttur gæti blandað sér í málin

Trump hefur einnig látið í veðri vaka að kosn­inga­úr­slitin gætu verið í höndum hæsta­réttar Banda­ríkj­anna, þar sem hann hefur haldið því fram að póst­kosn­ingar bjóði upp á kosn­inga­svind­l. 

Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna  hefur áður úrskurðað nið­ur­stöðu for­seta­kosn­inga þar í landi, en Al Gore, for­seta­efni Demókrata árið 2000 fór fram á end­ur­taln­ingu á atkvæðum eftir að hann tap­aði gegn George W. Bush með 537 atkvæðum í Flór­ída. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar