Listgjörningur eða skemmdarverk

Brjóstmynd af Friðriki V Danakóngi eyðilagðist þegar deildarstjóri við Konunglega fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn, ásamt hópi nemenda, henti styttunni sem var í samkomusal skólans í sjóinn. List sagði deildarstjórinn sem hefur verið sendur heim.

Styttan af Friðriki V á kæjanum.
Styttan af Friðriki V á kæjanum.
Auglýsing

Mið­viku­dag­inn 4. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn varð Kim Lindsø, eins og svo oft áður, litið út um glugg­ann á skrif­stofu sinni, skammt frá Nýhöfn­inni. Úr skrif­stof­unni blasir sundið sem skilur að Ama­ger og meg­in­land Sjá­lands við. Handan sunds­ins er hús danska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, og enn­fremur bryggjan þar sem Gull­foss lá ætíð þegar hann kom til Kaup­manna­hafn­ar, um ára­tuga­skeið. Hvorki voru það þó Gull­foss eða utan­rík­is­ráðu­neytið sem flugu í gegnum huga Kim Lindsø þegar hann leit út um glugg­ann. 

Á bryggju­kant­inum voru um það bil tíu manns, allir í hettu­peysum, með það sem Kim Lindsø sýnd­ist vera brjóst­mynd, á  litlum hand­vagni. „Hvad er nu det her for noget hugs­aði ég,“ sagði Kim síðar í blaða­við­tali. Hann fékk þó ekki tæki­færi til að velta því mikið fyrir sér, því skyndi­lega lét hettu­fólkið stytt­una gossa í sjó­inn, en einn úr hópnum var með sím­ann á lofti til að mynda „við­burð­inn“. Varla var styttan lent í sjónum þegar ein­hverjir úr hópnum komu auga á Kim Lindsø í glugg­an­um, æptu upp og tók þá allur hóp­ur­inn til fót­anna.

Kim Lindsø klór­aði sér í koll­inum yfir því sem hann hafði séð en ákvað síðan að rétt­ast væri að láta lög­regl­una vita.

Auglýsing

Auður stallur stofn­and­ans

Það tók ekki langan tíma að finna út hvað það var sem sturtað var í höfn­ina því þennan sama dag kom í ljós að brjóst­mynd af Frið­riki V var horfin af stalli sínum í sam­komusalnum á Charlotten­borg, þar sem Fag­ur­lista­skól­inn er til húsa. Þegar Kim Lindsø var sýnd mynd af stytt­unni sem saknað var taldi hann engan vafa leika á að hún væri sú sem hann hefði séð sturtað fram af bryggju­kant­inum .

Ástæða þess að brjóst­myndin hefur ver­ið  á áber­andi stalli í sam­komusalnum er ekki til­vilj­un. Frið­rik V (1723 – 1766) stofn­aði nefni­lega Fag­ur­lista­skól­ann árið 1754, á þrjá­tíu og eins árs afmæli sínu. Fyrsti rektor skól­ans var Frakk­inn Jacques Saly (1717 – 1776). Skól­inn hefur frá upp­hafi verið til húsa í Charlotten­borg­ar­höll­inni við Kóngs­ins Nýja­torg. Höllin var reist á árunum 1672 til 82 og hét upp­haf­lega Gyld­en­løves Palæ. Árið 1700 keypti Charlotte Amalie, ekkja eftir Krist­ján V,  höll­ina sem síðan hefur borið nafn henn­ar. Gegnum tíð­ina hafa margir af þekkt­ustu mynd­list­ar­mönnum Dana stundað nám við skól­ann. Sæmundur Hólm (1749 -1821) var fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem stund­aði nám við Aka­dem­í­una, eins og skól­inn er iðu­lega kall­að­ur, en þangað hafa margir úr hópi þekkt­ustu mynd­list­ar­manna Íslend­inga sótt menntun sína. Margir kunnir íslenskir arki­tektar hafa sömu­leiðis stundað þar nám. Mynd­list­ar­deild Aka­demíunar er enn til húsa á Charlotten­borg en arki­tekta­deildin er flutt út á Krist­jáns­höfn.

Styttan ónýt eftir að liggja í sjónum

Stytt­an, eða rétt­ara sagt leif­arnar af henni, voru auð­fundn­ar. Þegar þær höfðu verið hífðar upp á bryggj­una sást að stytt­an, sem er úr gifsi, hafði ekki haft gott af dvöl­inni á sjáv­ar­botni, var svo að segja ónýt. Á mynd­bandi sem tekið var upp þegar stytt­unni var kastað í sjó­inn sást að þegar hún skall í sjónum datt höf­uðið af. Leif­arnar af því fund­ust líka á botn­in­um. 

Styttan, sem er úr gifsi, hafði ekki haft gott af dvölinni á sjávarbotni.Grun­ur­inn beind­ist strax að „inn­an­húss­fólki“

Grunur lög­reglu og for­svars­manna Aka­dem­í­unar beind­ist strax að nem­endum skól­ans. Sá grunur var stað­festur þegar mynd­band af atburð­inum var lagt á net­ið. Sam­hliða mynd­bands­birt­ing­unni var birt yfir­lýs­ing frá hópn­um. Þar kom fram að til­gang­ur­inn með því að kasta stytt­unni í sjó­inn væri að vekja athygli á og mót­mæla þræla­sölu og þræla­haldi Dana fyrr á tím­um. 

Segl­skipið Frider­ich er talið vera meðal fyrstu skipa sem fluttu þræla frá Gana til Dönsku Vest­ur­-Ind­ía. Skip þetta var í eigu U.F. Gyld­en­løve, en hann byggði höll­ina sem hýsir Aka­demína. Hluti grjóts­ins sem notað var í höll­ina kom frá eyj­unni St. Thom­as, hafði verið notað sem ball­est í „þræla­skip­ið“. Áður­nefndri yfir­lýs­ingu nem­enda fylgdu engin nöfn.

Deild­ar­stjóri hringir

Þrátt fyrir mikla eft­ir­grennslan tókst lög­reglu ekki að kom­ast að hverjir hefðu fjar­lægt stytt­una af stall­inum og kastað henni í sjó­inn. 

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, þann 19. nóv­em­ber, hringdi sím­inn á rit­stjórn­ar­skrif­stofu dag­blaðs­ins Politi­ken. Í sím­anum var kona sem sagð­ist heita Katrine Dirck­inck-Holm­feld og vera deild­ar­stjóri í Aka­dem­í­unni. Hún hefði fjar­lægt stytt­una af stall­inum í sam­komusalnum og kastað henni í sjó­inn. Hún hafði sömu­leiðis skrifað rektor skól­ans og sam­stundis verið send heim, um óákveð­inn tíma. Hún vildi ekki upp­lýsa hverjir hefðu aðstoðað sig við að kasta stytt­unni í sjó­inn.Upp­á­koman hafði ákveð­inn til­gang

Í við­tali við Politi­ken og í frétta­skýr­inga­þætt­inum Dea­d­line í danska sjón­varp­inu, DR, sagð­ist Katrine Dirck­inck-Holm­feld ekki líta á upp­á­kom­una (happ­en­ing var orðið sem hún not­aði) sem skemmd­ar­verk. Upp­á­koman hefði þjónað ákveðnum til­gangi, sem sé að vekja athygli á þeirri stað­reynd að Danir hefðu aldrei gert upp við þennan svarta blett, þræla­tíma­bil­ið, í sögu sinn­i.  

Þá var spurt hvort rétta leiðin til að gera upp við þennan tíma í sögu Dan­merkur væri að eyði­leggja lista­verk eftir fyrsta rektor Aka­dem­í­unn­ar. Katrine Dirck­inck-Holm­feld sagð­ist vita að umrædd stytta væri afsteypa, ein fjöl­margra slíkra. Þar að auki væri þessi afsteypa hvorki sér­lega gömul né verð­mæt „kannski 60 til 70 ára“. Og þannig séð ekki sér­lega merki­leg.  

Hvorki gömul né verð­mæt

Ofan­greind ummæli vöktu athygli. Margir, meðal ann­ars stjórn­mála­menn og list­fræð­ingar höfðu sagt stytt­una ómet­an­legt lista­verk. For­svars­menn á Aka­dem­í­unni gátu í fyrstu ekki svarað til um aldur og verð­mæti stytt­unn­ar. Þegar sér­fræð­ingar höfðu skoðað stytt­una, eða það sem eftir var af henni, kváðu þeir upp úrskurð sem stað­festi ummæli Katrine Dirck­inck-Holm­feld. 

Styttan væri afsteypa, gerð ein­hvern­tíma eftir 1950. Til væru margar slík­ar, frá mis­mun­andi tím­um, og árið 2017 hefði ein verið seld á upp­boði í Kaup­manna­höfn fyrir 18 þús­und krónur danskar (390 þús­und íslenskar). Frum­gerð­ina hefði höf­und­ur­inn, Jacques Saly, haft með sér heim til Frakk­lands árið 1774, þegar hann lét af störfum sem rektor við Aka­dem­í­una.

For­svars­mönnum Aka­dem­í­unnar var létt þegar þessar nýju upp­lýs­ingar lágu fyr­ir. Sama gildir um marga aðra, t.d. stjórn­mála­menn, sem höfðu haft uppi stór orð um „þennan glæp“ eins og sumir þeirra orð­uðu það. 

Hins vegar sé engan veg­inn hægt að afsaka gjörðir deild­ar­stjór­ans og þeirra sem tóku þátt í „upp­á­kom­unn­i“. Þess má geta að málið var strax eftir að upp um það komst kært til lög­reglu.Flytja mörg verk á örugg­ari staði

Þótt Katrine Dirck­inck-Holm­feld hafi ekki viljað upp­lýsa um aðstoð­ar­fólk­ið, virð­ist ekki leika vafi á að það hafi allt verið nem­endur við Aka­dem­í­una. Í dag­blað­inu Berl­ingske sagði nem­andi, sem ekki vildi láta nafns síns get­ið, að hóp­ur­inn sem kastaði kóngs­stytt­unni í haf­ið, myndi ekki láta staðar numið. Þessi yfir­lýs­ing varð til þess að fjöl­mörg lista­verk, sögu­leg og verð­mæt, sem verið hafa í húsa­kynnum Aka­dem­í­unnar hafa nú verið flutt í örugga geymslu. Tals­maður skól­ans sagði þetta gert í örygg­is­skyn­i. 

Innan Aka­dem­í­unnar hafa um langt skeið staðið miklar deil­ur, meðal ann­ars um stjórnun skól­ans og kennslu­hætt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts
Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Kjarninn 16. október 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar