Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga

Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið leggur til að ríkið hafi það að leið­ar­ljósi við sölu Íslands­banka að fá sem fjöl­breytt­ast eign­ar­hald aðila sem lík­legir eru til að hafa lang­tíma­hags­muni af traustum banka­rekstri. Þá vill eft­ir­litið að kaup­endur að stórum hluta Íslands­banka eigi ekki jafn­framt hlut í keppi­nautum hans, að kaup­endur séu ekki mik­il­vægir keppi­nautar eða umsvifa­miklir við­skipta­vinir Íslands­banka.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið varar sér­stak­lega við því að selja eign­ar­hluti í bönkum til mikið skuld­settra eign­ar­halds­fé­laga í eigu einka­fjár­festa vegna þeirrar hættu sem slíkt eign­ar­hald getur skap­að. Þar vísar eft­ir­litið til reynsl­unnar af banka­hrun­inu 2008 en bank­arnir voru á þeim tíma að veru­legu leyti í eigu og undir stjórn skuld­settra eign­ar­halds­fé­laga í eigu einka­fjár­festa sem gjarnan voru jafn­framt meðal stærstu við­skipta­vina bank­anna, ýmist beint eða óbeint.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um fyr­ir­hug­aða sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka sem það sendi til fjár­laga­nefndar í síð­ustu viku. Undir umsögn­ina skrifar meðal ann­ars Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Banka­sala komin kyrfi­lega aftur á dag­skrá

Síðar í dag mun Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, flytja munn­lega skýrslu um hina vænt­an­legu sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Sölu­ferlið var end­ur­vakið 17. des­em­ber síð­ast­lið­inn þegar Banka­sýsla rík­is­ins sendi til­lögu til Bjarna þess efn­is. Sú til­laga var sam­þykkt fjórum dögum síð­ar, 21. des­em­ber. 

Auglýsing
Samhliða var sent bréf og grein­ar­gerð til Alþingis og óskað eftir umsögn fjár­laga­nefndar og efna­hags- og við­skipta­nefndar um grein­ar­gerð­ina. Nefnd­ar­menn fengu til 20. jan­ú­ar, eða einn mán­uð, til að skila þeirri umsögn. Hún þarf því að liggja fyrir á mið­viku­dag en fyrsti þing­fundur árs­ins 2021 er síðar í dag. 

Umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins kemur til vegna þess að fjár­laga­nefnd bað stofn­un­ina um að „taka saman stutt minn­is­blað“ um málið þar sem fram kæmu þau sjón­ar­mið sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið álíti að nauð­syn­legt væri að nefndin hefði í huga við gerð umsagnar sinnar varð­andi áætl­aða sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka.

Vara við skuld­settum eign­ar­halds­fé­lögum

Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir í umsögn sinni að það sé með­vitað um að núver­andi eign­ar­hald rík­is­ins á tveimur við­skipta­bank­anna þriggja sé ekki heppi­legt í sam­keppn­is­legu til­liti. Sú staða dragi hins vegar ekki úr mik­il­vægi þess að stjórn­völd und­ir­búi sölu á eign­ar­hlut sínum vel og meti áhrif hennar á sam­keppn­i. 

Í umsögn­inni er mikil áhersla lögð á áhyggjur vegna væntrar aðkomu líf­eyr­is­sjóða að fjár­fest­ingu í Íslands­banka vegna allt um lykj­andi stöðu þeirra í íslensku atvinnu­líf­i. 

Þar segir að fyrir þann fjórð­ungs­hlut sem stjórn­völd stefna að því að selja að lág­marki í Íslands­banka til að byrja með myndu fást í mesta lagi um 45 millj­arðar króna miðað við eig­in­fjár­stöðu bank­ans, en senni­lega minna. Vand­séð sé að hægt verði að selja fjórð­ungs­hlut rík­is­ins, og hvað þá allan hlut rík­is­ins, í Íslands­banka án aðkomu líf­eyr­is­sjóð­anna nema erlendir fjár­festar komi að útboð­inu. Það séu ein­fald­lega ekki aðrir inn­lendir fjár­festar með bol­magn til þess að kaupa svo stóra hluti og sér­stak­lega er varað við því að selja skuld­settum eign­ar­halds­fé­lög­um. „Í því sam­bandi vís­ast til reynsl­unnar af banka­hrun­inu 2008 en bank­arnir voru á þeim tíma að veru­legu leyti í eigu og undir stjórn skuld­settra eign­ar­halds­fé­laga í eigu einka­fjár­festa sem gjarnan voru jafn­framt meðal stærstu við­skipta­vina bank­anna, ýmist beint eða óbein­t.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið vekur líka athygli á því að sú sölu­til­högun sem boðuð hefur verið sé lík­leg til að draga enn frekar úr mögu­legum áhuga erlendra aðila. „Þannig verður að telj­ast mjög ólík­legt að erlendir aðilar (t.d. stofn­ana­fjár­fest­ar) hefðu áhuga á þátt­töku þegar salan tekur aðeins til fjórð­ungs­hlutar í bank­anum og án skýrrar stefnu­mörk­unar um áfram­hald­andi sölu.“

Hafa áhyggjur af aðkomu líf­eyr­is­sjóða

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur til ýmis­legt til að und­ir­byggja skoðun sína um við­kvæma sam­keppn­is­lega stöðu líf­eyr­is­sjóða þegar kemur að banka­kaup­um. Í fyrsta lagi liggi fyrir að sam­an­lagður eign­ar­hlutur þeirra líf­eyr­is­sjóða sem eiga yfir eitt pró­sent hlut hlut í Arion banka, öðrum aðal­keppi­naut Íslands­banka, nemi um 35 pró­sent af heild­ar­hlutafé bank­ans. Þar af eigi þrír stærstu líf­eyr­is­sjóð­irnir (Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi) tæpan 24 pró­sent eign­ar­hlut.

Í öðru lagi verði að hafa í huga að líf­eyr­is­sjóð­irnir eigi í mörgum til­vikum hags­muna að gæta sem eig­endur helstu við­skipta­vina bank­anna, en leið­andi hlut­verk líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins, sem vaxið hefur að umfangi um mörg þús­und millj­arða króna á fáum árum, í end­ur­reisn íslensks hluta­bréfa­mark­aðar eftir banka­hrunið hefur gert það að verkum að þeir eiga allt að helm­ing, beint og óbeint, allra hluta­bréfa í skráðum félög­um. Þar er oft um að ræða félög í sam­keppni við hvort ann­að, til dæmis í fjar­skipt­um, trygg­inga­starf­semi og fast­eigna­rekstri. 

Í þriðja lagi lagi séu líf­eyr­is­sjóðir við­skipta­vinir bank­anna á ýmsum svið­um. Þeir taki því þátt í fjár­mögnun bank­anna, eru meðal ann­ars fjár­festar í verk­efnum banka og sjóða á þeirra vegum og þiggja marg­vís­lega ráð­gjöf frá bönk­un­um.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrir sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Mynd: Bára Huld Beck.

Síð­ast en ekki síst verði að hafa í huga að líf­eyr­is­sjóð­irnir séu á sama tíma að nokkru leyti í sam­keppni við bank­ana á lána­mark­aði. „Líf­eyr­is­sjóð­irnir keppa við bank­ana á íbúða­lána­mark­aði en einnig veita þeir bönk­unum ákveðið aðhald á sviði fleiri teg­unda lána með því að fjár­festa í sjóðum sem stofn­aðir hafa verið til kaupa á skulda­bréfum fyr­ir­tækja. Eign­ar­hald líf­eyr­is­sjóð­anna á bönk­unum virð­ist þannig geta haft til­tekna hags­muna­á­rekstra í för með sér fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina.“

Hátt­semi sem geti verið skað­leg fyrir allan almenn­ing

Eft­ir­litið bendir á að íslenskur fjár­mála­mark­aður beri sterk fákeppn­is­ein­kenni. Á honum starfi fáir keppi­nautar á litlum og ein­angr­uðum mark­aði. Sú ein­angrun sjá­ist meðal ann­ars á því að gengið sé út frá að áhugi erlendra kjöl­festu­fjár­festa á kaupum á íslenskum banka sé ekki til stað­ar. 

Sér­stak­lega þurfi að gæta var­úðar í sam­keppn­is­legu til­liti á mörk­uðum sem ein­kenn­ast af fákeppni. „Á slíkum mörk­uðum draga ákvarð­anir keppi­nauta oft dám af því að þeir eru stra­tegískt inn­byrðis háðir því hvernig hinir hegða sér á mark­aði. Á fákeppn­is­mörk­uðum getur mynd­ast jarð­vegur fyrir þegj­andi sam­hæf­ingu (e. tacit coll­usion). Þannig geta fyr­ir­tækin séð sér hag í því að verða sam­stíga í mark­aðs­hegð­un, t.d. geta þau tak­markað fram­boð á vöru eða þjón­ustu til þess að geta hækkað sölu­verð með það að leið­ar­ljósi að sam­ræmd mark­aðs­hegðun leiði til hámörk­unar sam­eig­in­legs hagn­að­ar. Slík hátt­semi getur verið mjög skað­leg fyrir við­skipta­vini og allan almenn­ing.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar