Hvernig breytir Borgarlínan götunum?

Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínu hafa verið birt. Þar fæst skýrari mynd af því en áður hefur komið fram um hvernig Borgarlínan gæti breytt samgönguskipulaginu á þeim götum sem hún fer um. Gert er ráð fyrir einstefnu fyrir almenna umferð á Hverfisgötu og að fjölfarin hringtorg hverfi á braut á Suðurlandsbraut og Hringbraut. Kjarninn þræddi sig um fyrstu tillögurnar að Borgarlínu, legg fyrir legg.

Fyrstu heild­stæðu til­lög­urnar að útfærslu Borg­ar­lín­unnar líta dags­ins ljós í nýrri skýrslu sem opin­beruð var í dag. Þessi rúm­lega 300 blað­síðna skýrsla inni­heldur frum­drögin að fyrstu lotu Borg­ar­lín­unn­ar.

Í henni má meðal ann­ars kynna sér hvernig áætlað er að sér­rými Borg­ar­línu muni liggja frá Ártúns­höfða að mið­borg Reykja­vík­ur, þaðan um svæði bæði Háskóla Íslands og Háskól­ans í Reykja­vík í Vatns­mýr­inni, yfir Foss­vogs­brú, upp Kárs­nes og að Hamra­borg í Kópa­vog­i. 

Reiknað er með að fyrstu tvær Borg­ar­línu­leið­irn­ar, frá Hamra­borg að mið­borg og Ártúns­höfði að Mið­borg, gætu verið teknar í notkun árið 2025, sam­fara heild­stæðri inn­leið­ingu á nýju leiða­neti Strætó.Kostnaðaráætlun 1. lotu Borgarlínu eins og hún er sett fram í skýrslunni.

Heild­ar­kostn­aður við þessa fyrstu lotu Borg­ar­línu er áætl­aður um 24,9 millj­arðar króna, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þar af eru um 18,65 millj­arðar sem falla undir fram­kvæmda­á­ætlun Borg­ar­línu og hjóla­leiða­nets, sem eru innan sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Um 5,5 millj­arðar króna eru áætl­aðir í fram­kvæmdir sem Reykja­vík­ur­borg stendur straum af. Gert er ráð fyrir 40 pró­sent óvissu í kostn­að­ar­á­ætlun á þessu stigi hönn­un­ar, en slíkt er venjan þegar verk­efni eru á frum­draga­stig­i. 

Næsta skref er að ráð­ast í for­hönnun verk­efn­is­ins og er gert er ráð fyrir að sú vinna gæti verið langt komin um mitt ár 2022. Í kjöl­far þess kemur að loka­stigi hönn­un­ar, sem kall­ast verk­hönn­un, en stefnt er að því að vinna hana í áföngum þannig að hægt verði að bjóða út fram­kvæmd­irnar jafnt og þétt.

vef­síða Borg­ar­línu var sett í loftið í dag, en þar er búið að taka margt af því sem fram kemur í frum­draga­skýrsl­unni og setja fram með skýr­ing­ar­myndum og útskýr­ing­um.

Götu­myndir og gatna­mót

Það eru ýmsar breyt­ingar á borg­ar­um­hverf­inu sem fylgja þess­ari fyrstu lotu, sem verður allt í allt 14,5 kíló­metra löng. Til­lögur að útfærslu hverra ein­ustu gatna­móta á leið­inni eru teikn­aðar upp í skýrsl­unni og sömu­leiðis til­lögur að því hvernig breyta skuli nýt­ingu og ásýnd götu­rým­is­ins á leið­inni. Hafa ber í huga að um frum­drög er að ræða og þessar fyrstu til­lögur geta tekið breyt­ingum síðar í hönn­un­ar­ferl­inu.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir því að þar sem pláss er nægt verði sér­rými Borg­ar­lín­unnar á tveimur akreinum fyrir miðju og akreinar fyrir almenna umferð og hjóla- og göngu­stígar verði á jöðr­un­um. Þannig er svo­kallað „kjör­snið“ Borg­ar­línu upp­byggt, en plássið er þó ekki alls staðar nægt til þess að það sé hægt að útfæra götu­mynd­ina með þessum hætti. Lagt er til að mal­bikið í sér­rými Borg­ar­línu verði rautt á lit­inn.

Borgarlínan

Í skýrsl­unni er fyrstu lot­unni skipt upp í sex leggi og fjallað er um mis­mun­andi aðstæður í hverjum og einum þeirra. Kjarn­inn skoð­aði frum­draga­skýrsl­una og tók saman nokkra mola um hvern og einn legg, áætl­aða legu Borg­ar­lín­unnar um mis­mun­andi svæði og breyt­ingar á sam­göngu­skipu­lagi sem lagðar eru til.

Óút­fært hvar Elliða­ár­vogur verður þver­aður

Í fyrsta leggn­um, frá Ártúns­höfða og að suð­ur­enda Suð­ur­lands­braut­ar, er að stórum hluta verið að fara um svæði sem er ekki búið að byggja upp, enn­þá. Á slíkum svæðum er lítið mál að koma borg­ar­línu­braut­unum hag­an­lega fyr­ir. Gert er ráð fyrir því að Stór­höfði verði að hluta til bíl­laus gata ofan Breið­höfða, þar sem ein­ungis almenn­ings­sam­göngur og hjólandi og gang­andi fólk fari um.

Fram kemur í skýrsl­unni að ýmis útfærslu­at­riði séu eftir á þessum legg, til dæmis varð­andi hvernig bíla­um­ferð inn í nýja Voga­hverfið verði með til­komu Sæbraut­ar­stokks. Því er ekki enn búið að útfæra end­an­lega legu Borg­ar­línu yfir Elliða­ár­vog­inn, en þar stendur til að byggja brú sem verður ein­ungis fyrir almenn­ings­sam­göng­ur, gang­andi og hjólandi.

Suð­ur­lands­braut tekur stakka­skiptum

Annar legg­ur­inn er frá suð­ur­enda Suð­ur­lands­brautar að Hlemmi. Á þessum kafla er í dag að mestu leyti fjög­urra akreina umferð­ar­þung breið­gata, en í frum­draga­skýrsl­unni er gert ráð fyrir miklum breyt­ingum á þessum kafla.

Til dæmis er til­laga um að hring­torgið á gatna­mótum Suð­ur­lands­brautar og Skeið­ar­vogs verði fjar­lægt og ljósagatna­mót sett þar í stað­inn. Síðan er áætlað að Suð­ur­lands­brautin frá Skeið­ar­vogi, með­fram Laug­ar­dalnum og að Lauga­vegi verði með tvö­faldri borg­ar­línu­braut í miðj­unni og einni akrein fyrir bíla sitt­hvoru meg­in.

Í skýrslunni er umfjöllun um það hvernig mismunandi götumyndir voru metnar með tilliti til margra þátta. Suðurlandsbraut er þar tekin sem dæmi.
Borgarlínan

Einnig er gert ráð fyrir því að hjóla- og göngu­stígar verði beggja vegna Suð­ur­lands­brautar og svæðið undir bíla­stæði fyrir framan bygg­ingar sunnan Suð­ur­lands­brautar verði minnkað veru­lega, en stór hluti þeirra er á landi Reykja­vík­ur­borg­ar.

Búist er við að þessar breyt­ingar á göt­unni dragi úr umferð­ar­þunga á henni og að bíla­um­ferð leiti ann­að, þá helst um Sæbraut og Miklu­braut.

Ein­stefna fyrir bíla á Hverf­is­götu

Í umræðum um Borg­ar­línu und­an­farin miss­eri hafa sumir spurt sig að því hvernig eigi eig­in­lega að koma sér­rými fyrir borg­ar­línu­leiðir í gegnum elsta hluta Reykja­vík­ur, mið­borg­ina. Sam­kvæmt frum­draga­skýrsl­unni verður Borg­ar­lína aðeins að hluta til í sér­rými í mið­borg­inni.Tillaga um umferðarskipulag á gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar.

Tölu­verðar breyt­ingar verða þó gerðar á sam­göngu­skipu­lagi. Gert er ráð fyrir að ein­stefna verði fyrir almenna bíla­um­ferð til aust­urs á Hverf­is­götu og ein­ungis almenn­ings­sam­göngum verði heim­ilt að aka til vest­urs. Einnig er lagt til að Lauga­vegur ofan Hlemms og kafli Hverf­is­götu á milli Snorra­brautar og Bar­óns­stígs verði ein­ungis fyrir almenn­ings­sam­göng­ur, hjólandi og gang­andi.

Á Hverf­is­göt­unni er gert ráð fyrir að sam­eig­in­legir göngu- og hjóla­stígar verði til hliðar við akbraut­irn­ar, en þó er einnig búist við að margir kjósi að hjóla á göt­unni. Meðal ann­ars vegna þessa er lagt til að hámarks­hraði á Hverf­is­göt­unni verði 20 km/klst. 

Í Lækj­ar­götu er gert ráð fyrir því að Borg­ar­línan verði með tvö­falda braut fyrir miðju og bíla­um­ferð verði á einni akrein hvoru meg­in. Síðan er gert ráð fyrir að Borg­ar­lína fari um Von­ar­stræti í bland­aðri umferð til vest­urs og þar næst inn Suð­ur­götu áleiðis að Háskóla Íslands, sömu­leiðis í bland­aðri umferð, en ein­stefna er nú þegar í Suð­ur­götu.

Borgarlínan

Þegar Borg­ar­línan kemur úr hinni átt­inni, frá Háskóla Íslands og að mið­borg­inni, er hins vegar tek­inn öfugur hringur um Tjörn­ina og farið um Skot­hús­veg og síðan Frí­kirkju­veg, í bland­aðri umferð. Tekið er fram í skýrsl­unni að skoða þurfi hvort brúin yfir Tjörn­ina á Skot­hús­vegi sé nógu sterk til að þola sífellda umferð allt að 24 metra langra borg­ar­línu­vagna.

Við Frí­kirkju­veg er lagt til að ekið verði í bland­aðri umferð „til að tryggja að ekki þurfi að breikka götu­rýmið með mögu­legum áhrifum á líf­ríki Tjarn­ar­inn­ar.“ Í skýrsl­unni segir þó einnig að líkur séu á að umferð bíla um Frí­kirkju­veg auk­ist tölu­vert á næstu árum og því séu líkur á að Borg­ar­línan lendi þar í töf­um. Það þurfi að skoða bet­ur, en á þessum tíma­punkti er ein­ungis lögð til sú breyt­ing á göt­unni að bíla­stæði verði fjar­lægð og göngu- og hjóla­stígar bætt­ir.

Far­inn hringur um svæði Háskóla Íslands

Næsti leggur er um svæði Háskóla Íslands, en lagt er til að ekinn verði hringur um svæðið og stoppi­stöðvar verði við Þjóð­minja­safn, Ver­öld - hús Vigd­isar og Vís­inda­garða á Sturlu­götu.Lagt er til að stóra hringtorgið á gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu verði fjarlægt.

Lagt er til að hring­torgið mikla á gatna­mótum Suð­ur­götu og Hring­brautar verði fjar­lægt og þar komi ljósagatna­mót í stað­inn. Borg­ar­lína verði síðan í sér­rými á Suð­ur­göt­unni að Sturlu­götu og þræði sig svo í bland­aðri umferð gegnum háskóla­svæð­ið, fram­hjá Vís­inda­görðum og svo aftur yfir Hring­braut­ina að BSÍ. Gert er ráð fyrir ljósagatna­mótum á gatna­mótum Sæmund­ar­götu og Sturlu­götu.

Ákveðið var að stefna að því að fara með Borg­ar­línu inn á háskóla­svæð­ið, í stað þess að fara ein­fald­lega um Hring­braut. Þessi hringur lengir leið­ina um 700 metra fyrir þá sem ekki eiga erindi á háskóla­svæð­ið, en var samt talið besta leiðin til þess að stækka far­þega­grunn Borg­ar­línu.

„Há­skóla­nemar eru mik­il­vægur mark­hópur almenn­ings­sam­gangna en kalla má Háskóla Íslands fjöl­menn­asta vinnu­stað lands­ins. Auk þess munu margir koma til með að starfa í Vís­inda­görðum í fram­tíð­inni. Lega um Suð­ur­götu og Sturlu­götu nær að sinna þessum mark­hópi betur en lega lín­unnar um Hring­braut,“ segir í skýrsl­unni.

Einnig var til skoð­unar að fara enn lengri hring um háskóla­svæðið og hafa stoppi­stöð á Egg­erts­götu. Það var þó álitið óhag­kvæmara, bæði myndi ferða­tím­inn lengj­ast enn meira fyrir þá sem ættu ekki erindi á svæðið og kostn­að­ar­sam­ara væri að breyta götu­mynd Egg­erts­götu en Sturlu­götu. Umræða um þessa val­kosti er á bls. 218 í skýrsl­unni.



Auglýsing

Mikla­braut­ar­stokkur breytir aðkomu að Vatns­mýri

Í næsta legg er gert ráð fyrir að Borg­ar­línan þræði sig í sér­rými fram­hjá BSÍ og síðan í gegnum Land­spít­ala­svæðið um nýju göt­una Burkna­götu á leið sinni niður í Vatns­mýri og yfir á Kárs­nes. 

Á Burkna­götu, rétt eins og raunar alls staðar ann­ars­staðar í sér­rými Borg­ar­línu, er gert ráð fyrir að neyð­ar­bílar á borð við sjúkra­bíla megi fara um. Lagt er til að hóp­ferða­bílar og leigu­bílar fái hins vegar ekki að nýta sér sér sér­rým­ið.

Borgarlínan

Á þessum legg er gert ráð fyrir til­komu Miklu­braut­ar­stokks, sem þýðir að Snorra­brautiná að geta farið beint yfir hann inn að Arn­ar­hlíð á Hlíð­ar­enda. Með Miklu­braut­ar­stokknum fær­ist sú mikla bíla­um­ferð sem ein­kennir svæðið neð­an­jarð­ar.

„Við það gefst tæki­færi til nýrrar notk­unar á svæð­inu og um leið mögu­leiki á að hnýta saman nær­liggj­andi íbúa­hverfi og þró­un­ar­reiti, s.s. Hlíð­ar­enda, Hlíð­ar, Norð­ur­mýri og Skóg­ar­hlíð, sem í dag eru aftengd með fjöl­förnum gatna­mótum Hring­brautar og Snorra­braut­ar/­Bú­staða­veg­ar,“ segir um þetta í skýrsl­unn­i. 

Miklu­braut­ar­stokkur er sagður mik­il­væg for­senda fyrir þeirri leið sem dregin hefur verið upp og sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni er stefnt að því að fyrsti hluti þeirrar fram­kvæmdar verði stokka­munn­inn frá enda Hring­brautar upp að Rauð­ar­ár­stíg.

Frá Hlíð­ar­enda á borg­ar­línu­leiðin svo að liggja að Háskól­anum í Reykja­vík, en þar á enn eftir að útfæra nákvæm­lega hvernig aðkoma bæði Borg­ar­línu og bíla verð­ur. Frá HR liggur leiðin svo yfir Foss­vogs­brú, sem ráð­gert er að verði ein­ungis fyrir almenn­ings­sam­göng­ur, hjólandi- og gang­andi.

Farið um Borg­ar­holts­braut á Kárs­nesi

Þegar yfir brúna verður komið fer Borg­ar­línan smá spöl í bland­aðri umferð á Bakka­braut sunnan Vest­ur­varar og að Kópa­vogs­höfn. Síðan fer línan um nýtt tvö­falt sér­rými sem til stendur að byggja upp á vest­ur­enda Borg­ar­holts­braut­ar, bæði til þess að mýkja beygju­hornið og minnka lang­halla í göt­unni, sem tal­inn er of mik­ill fyrir Borg­ar­lín­u. 

Ein­ungis verður sér­rými í aðra átt­ina á Borg­ar­holts­braut. Lagt er upp með að Borg­ar­holts­brautin verði ein­stefna til vest­urs fyrir almenna umferð austan Þing­holts­brautar og upp að Sund­laug Kópa­vogs. Í umfjöllun í skýrsl­unni segir að breidd götu­sniðsins milli lóða­marka á Borg­ar­holts­braut setji „þröngar skorður á mögu­legar útfærslur svo sem með breidd stíga og aðskilnað milli ólíkra ferða­máta.“

Borgarlínan mun, þegar hún verður komin í rekstur, fara þessar tvær leiðir og vagnarnir því aka umfram sérrýmið. Sérrýmið mun þó einnig nýtast mörgum öðrum leiðum í strætókerfinu.
Borgarlínan

„Við áfram­hald­andi skipu­lags­vinnu fyrir Borg­ar­holts­braut ætti að stefna að því til lengri tíma að breidd göt­unnar verði aukin að ein­hverju marki þannig að koma mætti fyrir góðum aðskildum göngu- og hjóla­stíg­um. Einnig ætti að stefna að því að inn­keyrslum yrði fækkað eða sam­ein­aðar milli lóða. Væri kjörið að slík stefnu­mörk­un, sem og mögu­leg breytt land­notkun á hluta Borg­ar­holts­braut­ar­inn­ar, yrði skil­greind nánar í fyr­ir­hug­aðri Hverf­is­á­ætlun fyrir Kárs­nesið í sam­ráði við íbúa hverf­is­ins,“ segir um þetta í skýrsl­unni.

Frá gatna­mótum við Urð­ar­braut verður Borg­ar­línan í blönd­uðum akstri til aust­urs og með sér­rými til vest­urs en frá Lista­braut að Hamra­borg verður sér­rýmið í báðar áttir og akreinar fyrir aðra umferð beggja vegna að Hamra­borg. 

Í umfjöllun um val­kost­ina á Kárs­nes­inu (bls. 296 í skýrsl­unni) kemur fram að skoð­aðar hafi verið fleiri leið­ir, en engin þeirra hafi haft kosti umfram það að fara Borg­ar­holts­braut frá Bakka­braut.

Mikil bíla­um­ferð á Kárs­nes­braut var til dæmis talin draga um of úr greið­færni Borg­ar­lín­unnar og sú leið hefði einnig verið með fleiri 90 gráðu beygjur sem lengja ferða­tím­ann. Þá hefði pláss­leysi orðið til þess að ekki hefði verið hægt að hafa jafn mik­inn hluta leið­ar­innar í sér­rými.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar