Tekst Biden að endurnýja kjarnorkusamkomulagið við Íran?

Bandaríkjastjórn vinnur nú að því að ganga aftur inn í kjarnorkusamkomulagið við Íran um leið Joe Biden reynir að gera utanríkisstefnuna faglegri. Spurningin er hvort Bandaríkin séu föst í gömlu fari sem muni verða Biden fjötur um fót.

Kona á gangi fyrir framan veggmynd í Teheran þar sem valdatafli Bandaríkjanna er mótmælt.
Kona á gangi fyrir framan veggmynd í Teheran þar sem valdatafli Bandaríkjanna er mótmælt.
Auglýsing

Eftir valda­skiptin í Banda­ríkj­unum bíða nýs for­seta mörg krefj­andi verk­efni. Lík­lega er end­ur­nýj­un að­ildar Banda­ríkj­anna að Kjarn­orku­sam­komu­lag­inu við Íran, sem Don­ald Trump dró ­Banda­ríkin út úr árið 2018, með þeim flókn­ari. Form­lega er sam­komu­lagið enn í gildi og hafa helstu þjóð­ar­leið­togar heims hvatt til þess að svo verði áfram. Yfir­völd í Íran segja bolt­ann vera hjá ­Banda­ríkja­mönn­um, hafa kallað eftir afnámi við­skipta­þving­ana sem Trump-­stjórn­in end­ur­vakti, og sagst reiðu­búin til að leggja sitt af mörk­um. Ný banda­rísk ­stjórn­völd hafa sagt að þá verði Íran umsvifa­laust að fylgja ákvæðum sam­komu­lags­ins í einu og öllu.

Kalt stríð um for­ystu í Mið-Aust­ur­löndum – Arabar eða Pers­ar?

Þrátt fyrir að Íranir hafi ekki farið með beinum ófriði gegn neinu nágranna­ríkja sinna í Mið-Aust­ur­löndum hef­ur hegðun þeirra verið ýmsum þyrnir í aug­um. Mik­il­vægur þáttur er langvar­andi og und­ir­liggj­andi valda­bar­átta á svæð­inu milli tveggja póla, Arabaríkja og hins pers­neska Írans. Það er öfl­ugt ríki að upp­lagi og hefur alla burði til að vera leið­andi rík­i en hefur átt við ramman reip að draga vegna við­skipta­þving­ana und­an­farna ára­tugi. Að sama skapi hafa Íranir talið sig geta sam­einað múslima á svæð­inu.

Auglýsing

Þetta hugn­ast fáum ríkj­u­m Mið-Aust­ur­landa, síst af öllum Ísra­els­mönn­um. Banda­ríkin eru tryggir banda­menn Ísra­els og Banda­ríkja­menn fyr­ir­gefa jafn­framt seint að hafa verið hent öfug­um út úr Íran í bylt­ing­unni árið 1979. Stuðn­ingur Írans við ýmsa hópa eins og Hamas og Hez­bollah, sem skil­greindir eru sem hryðju­verka­sam­tök af Banda­ríkj­unum og fleiri vest­ur­veld­um, auð­veldar ekki mál­in.

Trump-­stjórnin sá sér­ ­leik á borði til að skerpa á þess­ari valda­bar­áttu og hefur stært sig af því að hafa ­tekið skref í átt til friðar í Mið-Aust­ur­lönd­um. Það hafi hún gert með því að ­sam­eina Arabaríkin gegn þeirri ógn og óstöð­ug­leika sem Íran hafi skap­að, með­ til­burðum í átt að yfir­ráðum á svæð­inu og þróun kjarna­vopna.

Donald Trump skrifar undir forsetatilskipun í Hvíta húsinu í maí árið 2018 og gerði kjarnorkusamkomulagið við Íran að engu. Mynd: EPA

Á hinn bóg­inn hefur ver­ið bent á að þetta frið­ar­sam­komu­lag, sem Banda­ríkja­stjórn kaus að nefna A­bra­ham-­sam­komu­lag­ið, sé síst til þess fallið að koma á friði. Til að byrja með­ var eng­inn ófriður á milli Sam­ein­uðu Fursta­dæmanna, Bar­ein og Ísr­a­el. Enfrem­ur er stór­vara­samt að safna Arabalöndum og Ísr­ael saman í lið, á þeim for­sendum að ó­vinir óvina þinna séu vinir þín­ir. Að ein­angra Íran og Palest­ín­u-­Araba gagn­vart þessu meinta frið­ar­banda­lagi, m.a. með vopn­væð­ingu Arabaríkja, skapar því meiri ­spennu og ójafn­vægi. Það kemur í veg fyrir að ríkin sjálf nái að þróa eðli­leg ­sam­skipti, án íhlut­un­ar, eins og Íranir hafa sjálfir kallað eft­ir.

Kjarn­orku­sam­komu­lagið frá 2015

Barack Obama hafð­i ­for­göngu um kjarn­orku­sam­komu­lagið sem sam­þykkt var árið 2015. Sam­kvæmt því skuld­bundu Íranir sig til að skera niður búnað til auð­g­unar úrans, m.a. þannig að þeir gætu ekki fram­­leitt hrá­efni sem nota má í kjarn­orku­vopn. Jafn­framt var á­skilið að öll starf­­semi í Íran sem byggði á frið­samri notkun kjarn­orku yrði að vera undir eft­ir­liti Alþjóða kjarn­orku­­mála­­stofn­un­­ar­inn­ar (IA­EA). Í stað­inn yrði við­skipta­þving­unum aflétt í áföng­­um.

Almennt má segja að ­sam­komu­lagið hafi verið til hags­bóta fyrir alla aðila. Hvað sem fólki finnst um þá ógn sem stafar af Íran í Mið-Aust­ur­löndum eru flestir lík­lega á því að betra sé að hafa virkt sam­komu­lag í gildi þótt gallað kunni að vera. Tals­verðr­ar tor­tryggni gætti þó meðal helstu and­stæð­inga Írana og því var haldið fram að ­með sam­komu­lag­inu væri verið að gera þeim kleift að þróa kjarn­orku­vopn. Íran­ir ­full­yrtu á móti að auðgun þeirra á úrani væri ein­göngu til orku­fram­leiðslu.

Hassan Rouhani forseti Írans á ríkisstjórnarfundi í byrjun febrúar. Mynd: EPA

Eftir að Banda­ríkja­menn ­sögðu sig frá sam­komu­lag­inu árið 2018 hafa Íranir brotið gegn mörgum ákvæðum þess. Íran er samt sem áður ennþá í sam­starfi við IAEA og veitir eft­ir­lits­mönnum aðgang ­sam­kvæmt einni aðhalds­söm­ustu eft­ir­lits­á­ætlun sem nokk­urt ríki hefur sætt.

Alþjóða­dóm­stóll­inn í Haag úr­skurð­aði nýlega að hann gæti tekið fyrir mál sem Íran höfð­aði gegn ­Banda­ríkj­un­um, í því skyni að binda enda á refsi­að­gerðir sem Trump-­stjórn­in ­setti aftur á árið 2018. Dóm­ur­inn hafði þá dæmt Íran í hag og Was­hington svar­að ­með því að falla frá sam­komu­lag­inu.

Íranir vilja end­ur­vekja sam­komu­lagið

Nú þegar ljóst er að ný ­stjórn­völd í Was­hington eru opin fyrir því að ganga til samn­inga á ný hafa Íran­ir ­sett þrýst­ing á Banda­ríkja­stjórn til að bæta samn­ings­stöðu sína. Þeir hafa m.a. hótað að hindra kjarn­orku­eft­ir­lit í næsta mán­uði og auka enn frekar fram­leiðslu elds­neytis sem auðga mætt­i til smíði kjarn­orku­vopna. Áður höfðu þeir lagt hald á olíu­skip Suð­ur­-Kóreu­manna, ­banda­rísks banda­manns, og enn einn banda­rískur rík­is­borg­ari hefur ver­ið hand­tek­inn sak­aður um njósn­ir.

Íranir hafa þó sýnt samn­ings­vilja og Mohammad Javad Zarif ut­an­rík­is­ráð­herra segir þá alltaf hafa tekið það ­skýrt fram að þeir séu opnir fyrir við­ræðum á heið­ar­legum grunni. Hann segir að það hafi verið Banda­ríkja­menn sem riftu sam­komu­lag­inu ein­hliða án nokk­urr­ar á­stæðu og gagn­rýnir jafn­framt vest­ræna stjórn­mála­menn og sér­fræð­inga, sem verð­ur­ ­tíð­rætt um að halda þurfi Íran í skefj­um. Hann segir þessa aðila eiga að hætta að end­ur­óma gamla þreytta frasa og hafa í huga að Íran hefur lög­mætar áhyggj­ur af öryggi sínu og hafi rétt­indi og hags­muni – rétt eins og hvert ann­að ­full­valda ríki.

And­staða á Banda­ríkja­þingi

Demókratar hafa nú ­meiri­hluta í báðum deildum Banda­ríkja­þings svo form­lega ætti að vera hægt að koma mál­inu þar í gegn. Joe Biden hefur jafn­framt kallað eftir sam­stöðu þeirra ­Evr­ópu­ríkja sem að málum koma, ólíkt fyr­ir­renn­ara hans sem lék ein­leik í mál­in­u.

Hin nýja stjórn í Was­hington hefur strax gert til­slak­anir til að sýna fram á sátta­vilja og losa um spennu í sam­skiptum ríkj­anna. M.a. var flug­móð­ur­skip­inu USS Nimitz siglt út úr Persaflóa þar sem það hafði verið um skeið. ­Málið er þó ekki ein­falt því margir þing­menn á Banda­ríkja­þingi hafa litið fyrra ­sam­komu­lag horn­auga og tals­verður stuðn­ingur er við harð­línu­stefnu gagn­vart Ír­an.

Joe Biden forseti Bandaríkjanna Mynd: EPA

Jim Inhofe sem til­heyr­ir­ í­halds­samasta armi Repúblikana­flokks­ins segir þingið muni gera Biden erfitt fyr­ir. Hann segir fyrri samn­ing hálf­gerða gjöf til Írans­stjórnar – stjórnar sem styður hryðju­verka­sam­tök um allan heim, veiti Al-Qa­eda skjól og hverrar stuðn­ings­menn hrópi á útrým­ingu og dauða Ísra­els og Banda­ríkj­anna. Sam­komu­lagið aflétti meiri­háttar refsi­að­gerð­u­m ­gegn Íran en tak­mark­aði aðeins kjarn­orku­starf­semi að hluta – og þær tak­mark­an­ir ­byrja að renna út árið 2025.

Hann segir að af þessum á­stæðum hafi hann og margir sam­starfs­menn hans á þingi ein­dregið stutt Don­ald Trump, þegar hann dró Banda­ríkin út úr sam­komu­lag­inu árið 2018 eftir að við­ræður um lag­fær­ingar fóru út um þúf­ur.

Biden inn­leiðir fag­mennsku – en dugar það til?

Joe Biden hefur tekið til­ hend­inni við að gera banda­ríska utan­rík­is­þjón­ustu fag­legri, leitað lið­sinnis ­stofn­ana og fræði­manna og skipað reynda sér­fræð­inga í mik­il­vægar stöð­ur­. Ný­skip­aður utan­rík­is­ráð­herra, Ant­ony Blin­ken, hefur mikla reynslu af diplómat­ískum sam­skipt­um, starf­aði áður sem aðstoð­ar­ráð­herra undir stjórn­ Baracks Obama og gjör­þekkir m.a. samn­inga­ferlið við Íran.

Svo vitnað sé í al­þjóða­fræð­ing­inn Stephen M. Walt segir hann hið vaska teymi fag­manna, sem Biden hefur nú skip­að, vera hóp frjáls­lyndra alþjóða­sinna sem flestir séu hall­ir undir hinn banda­ríska „except­iona­l­isma“. Ein­hverjir þeirra kunni að vera brenndir af slæmri reynslu und­an­far­inna ára­tuga en þó virð­ist margir enn við sama hey­garðs­horn­ið. Þeir séu hlynntir fjöl­þjóð­legri þátt­töku, sér­stak­lega með hefð­bundnum banda­mönn­um, en þeir telji einnig að það sé hlut­verk Banda­ríkj­anna að vera í for­ystu og ­banda­manna að fylgja þeim eft­ir.

Walt leggur til að gott væri að byrja á því að við­ur­kenna að ein­skauts-­tíma­bil­inu (e. unipol­ar) með­ ­yf­ir­burðum Banda­ríkj­anna sé lokið og heim­ur­inn sé í því sem kalla mætti misvægt ­valda­á­stand. Þar séu Banda­ríkin og Kína tvö leið­andi veldi en önnur ríki einnig þátt­tak­endur með eigin hags­muni að veði. Í þessum marg­slungna skekkta heimi ætt­u allir að hafa ein­hverja mögu­leika en ekk­ert land geti fengið allt sem það vill.

Auglýsing

Hann segir tíma til kom­inn að hverfa frá þeirri „allt eða ekk­ert“-­stefnu sem hefur hamlað banda­rískum er­ind­rekstri í langan tíma. Allt of oft hafi nálgun Banda­ríkj­anna gagn­vart and­stæð­ingum (og stundum banda­mönn­um) verið að setja fram óraun­hæfar kröfur og grípa síðan til refsi­að­gerða sé ekki farið að þeim. Þetta hafi verið raunin í mis­heppn­aðri „há­marks­þrýst­ings­“-her­ferð gegn Íran.

Lík­legt að Banda­ríkin gangi aftur inn í sam­komu­lagið

Hvernig sem tekst til með­ að upp­færa utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna og hverjar sem yfir­lýs­ing­arnar eru, er lík­legt að Banda­ríkin muni ganga aftur inn í sam­komu­lagið í ein­hverri mynd – upp­fært eða nýtt frá grunni. Það mun taka ein­hvern tíma fyrir ríkin að setj­ast að samn­inga­borð­inu, tíma sem þau munu vænt­an­lega nýta til að skapa sér betri samn­ings­stöð­u.

Um leið og við sjá­um harð­orðar yfir­lýs­ingar á báða bóga er jafn­framt athygl­is­vert að sjá inn á milli­ skila­boð um breytta stefnu. Það á t.d. við um að Banda­ríkin eru hætt stuðn­ingi við hern­að­ar­að­gerðir Sádi-­Ar­abíu í Jem­en, en þær hafa löngum haft á sér yfir­bragð proxí-­stríðs milli Sáda og Íran. Þó almenn­um ­stuðn­ingi við Sáda verði haldið áfram felur þessi breyt­ing engu að síður í sér jákvæð skila­boð til Teher­an.

Á þess­ari stundu er ekki ­ljóst hver næstu skref verða. Íranir hafa kvartað sáran undan þeim við­bót­ar þving­unum á olíu­við­skipti sem Trump-­stjórnin beitti eftir að hún féll frá sam­komu­lag­in­u 2018. Til að byrja með gæti ein leiðin til sátta verið að Banda­ríkin afléttu ein­hverj­u­m þess­ara þving­ana, gegn því að Íran snúi til baka frá auk­inni fram­leiðslu á meira auðg­uðu úrani.

Hvað sem segja má um af­skipti Banda­ríkj­anna af mál­efnum ann­arra ríkja er það sér­stakt fagn­að­ar­efn­i ­fyrir heims­byggð­ina að Banda­ríkin snúi aftur að samn­inga­borð­inu. Það er ­mik­il­vægt að þetta öfl­ug­asta ríki heims styðji á ný samn­ings­bundnar lausnir í milli­ríkja­deilum og fjöl­þjóð­lega nálgun á stærstu áskor­anir sam­tím­ans. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar