Kveður Venstre en hvað svo?

Inger Støjberg er umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur nú um stundir. Eftir að meirihluti á danska þinginu, þar á meðal hennar eigin flokkssystkin, samþykkti að stefna henni fyrir landsdóm sagði hún skilið við flokkinn. Verður utanflokkaþingmaður.

Støjberg var ráðherra innflytjendamála í stjórn Lars Løkke Rasmussen 2015–2019. Hún er fylgjandi harðri stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
Støjberg var ráðherra innflytjendamála í stjórn Lars Løkke Rasmussen 2015–2019. Hún er fylgjandi harðri stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
Auglýsing

Skive Fol­keblad birti á vef­síðu sinni langt við­tal við Inger Støjberg að morgni 4. febr­ú­ar. Þar kom fram að hún hefði ákveðið að segja sig úr Ven­stre. Þegar við­talið birt­ist hafði Støjberg ekki til­kynnt flokks­for­yst­unni um ákvörðun sína. Jacob Ellem­ann-J­en­sen for­maður Ven­stre fékk sms-skila­boð, frá kunn­ingja sínum á Skive Fol­keblad, um úrsögn­ina 10 mín­útum áður en við­talið birt­ist. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken sagði hann að úrsögnin hefði ekki komið á óvart en hann hefði hins vegar vonað að Støjberg yrði áfram í Ven­stre. 

Auglýsing

Inger Støjberg, sem er fædd 1973, bauð sig fyrst fram til þings, Fol­ket­in­get, árið 1998 en náði þá ekki kjöri. Hún bauð sig aftur fram árið 2001 og hefur setið á þingi síð­an. Fyrir Ven­stre flokk­inn, þangað til fyrir þremur dög­um. Støjberg var ráð­herra inn­flytj­enda­mála í stjórn Lars Løkke Rasmus­sen 2015–2019. Hún er fylgj­andi harðri stefnu í mál­efnum flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Til­kynn­ing og kvörtun

For­saga þess að Inger Støjberg sagði sig úr Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur) er löng og verður ekki rakin hér í smá­at­rið­u­m. 

Snýst í stuttu máli um til­kynn­ingu frá ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála, dag­settri 10. febr­úar 2016. Þar var lagt bann við því að pör, þar sem annar aðil­inn væri yngri en 18 ára, byggju saman í búðum hæl­is­leit­enda í Dan­mörku. Án und­an­tekn­inga. Þótt til­kynn­ingin væri gagn­rýnd, meðal ann­ars sagt að hún væri brot á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna stóð ráð­herr­ann fast á sínu, sagði bannið forða barn­ungum stúlkum úr þving­uðum hjóna­bönd­um. Í apríl 2016 sendi Umboðs­maður þings­ins dönsku Útlend­inga­stofn­un­inni bréf þar sem spurt var um fram­kvæmd „að­skiln­að­ar­fyr­ir­mæl­anna“. Umboðs­manni hafði borist kvörtun frá pari sem neytt var til að flytja í sund­ur, án þess að mál þess væri skoðað sér­stak­lega. Kvörtunin var kveikjan að rann­sókn, sem síðar leiddi til þess að Inger Støjberg verður dregin fyrir lands­dóm.Skýrslan og Lands­dóm­ur 

Rík­is­stjórn Mette Frederiksen, sem tók við völdum í kjöl­far kosn­inga 5. júní 2019, ákvað haustið 2019 að fram skyldi fara rann­sókn á emb­ætt­is­færslum Inger Støjberg. Þeirri rann­sókn lauk með skýrslu sem afhent var þing­inu 14. des­em­ber í fyrra. Þar kom fram að Inger Støjberg hefði brotið lög með fyr­ir­skip­unum sínum varð­andi hæl­is­leit­endur (til­kynn­ingin frá 10.2. 2016) og auk þess logið að þing­inu. Sjálf hefur hún alla tíð neitað að hafa fyr­ir­skipað aðskilnað án þess að hvert mál yrði skoðað sér­stak­lega. Margir þing­menn nefndu, í umræð­um, að málið ætti að fara fyrir Lands­dóm (rigs­ret).

Inger Støjberg hefur setið á þingi frá árinu 2001. Mynd: EPA

 Lands­dómur er sér­stakur dóm­stóll, skip­aður allt að 15 hæsta­rétt­ar­dóm­urum og jafn­mörgum „leik­mönn­um“ sem þingið til­nefn­ir, þeir mega ekki vera starf­andi þing­menn. Lands­dómur dæmir ein­göngu í málum sem varða starf­andi, eða fyrr­ver­andi ráð­herra. Þingið ákvað, eftir að áður­nefnd skýrsla um emb­ætt­is­færslu Inger Støjberg lá fyr­ir, að fá sér­staka ráð­gjaf­ar­nefnd til að meta hvort mál hennar ætti að fara fyrir Lands­dóm. Nið­ur­staða ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­innar var að svo væri, og 14. jan­úar lá fyrir að meiri­hluti þing­manna studdi ákæru. Síð­ast­lið­inn þriðju­dag, 2. febr­ú­ar, ákvað danska þing­ið, eftir langar umræður og margar ræð­ur, að ákæra Inger Støjberg. Þing­menn á danska þing­inu eru 179, 139 studdu ákæruna, 30 voru á móti og 10 kusu ekki. 9 þing­menn Ven­stre kusu gegn ákæru en þing­menn Ven­stre eru sam­tals 41. Meðal þeirra sem kusu gegn ákæru var Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra en hann sagði skilið við Ven­stre 1. jan­úar sl. með yfir­lýs­ingu á Face­book. Þvinguð til afsagnar

29. des­em­ber í fyrra sagði Inger Støjberg af sér sem vara­for­maður Ven­stre. Tveimur dögum fyrr hafði Jakob Ellem­ann-J­en­sen sagt að hann myndi styðja ákæru á hendur Inger Støjberg ef svo færi að kosið yrði um það í þing­inu. Sem gerð­ist, eins og áður sagði, síð­ast­lið­inn þriðju­dag 2. febr­ú­ar. 

Í mars 2017 fagnaði Inger Støjberg því sérstaklega að þá hefði hún, síðan hún varð ráðherra eftir kosningarnar 2015, samtals 50 sinnum hert reglur um málefni hælisleitenda og flóttafólks.

Hér er rétt að geta þess að í lok ágúst 2019 sagði Lars Løkke Rasmus­sen af sér for­mennsku í Ven­stre, og sama dag sagði Krist­ian Jen­sen af sér sem vara­for­maður flokks­ins. Þrem vikum síðar var Jakob Ellem­ann-J­en­sen kos­inn for­maður og Inger Støjberg vara­for­mað­ur. Úrsögn úr Ven­stre

4. febr­ú­ar, tveimur dögum eftir að þingið tók ákvörðun um ákæruna til Lands­dóms, sagði Inger Støjberg sig úr Ven­stre. Í við­tölum við fjöl­miðla sagði hún að það hafi verið erfið ákvörðun að segja skilið við flokk­inn sem hún hefði stutt frá ung­lings­ár­um. Ákvörð­unin hefði hins­vegar verið óhjá­kvæmi­leg eftir að flokk­ur­inn, með for­mann­inn Jakob Ellem­ann-J­en­sen í broddi fylk­ing­ar, hefði ákveðið að snú­ast gegn sér. Hún gagn­rýndi for­mann­inn sér­stak­lega, sagði að undir hans stjórn væri flokk­ur­inn að fær­ast fjær grunn­gildum sín­um. Inger Støjberg nefndi sér­stak­lega að sú stefna sem hún hefði fylgt, í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen, að hamla gegn stríðum straumi flótta­fólks og hæl­is­leit­enda, nyti mik­ils stuðn­ings meðal þeirra sem fram til þessa hefðu kosið Ven­stre. Stefna Jak­obs Ellem­ann- Jen­sen núver­andi for­manns væri óljós og hann yrði aldrei for­sæt­is­ráð­herra. Jakob Ellem­ann-J­en­sen væri ekki rétti mað­ur­inn til að sam­eina flokk­ana á hægri væng danskra stjórn­mála, bláu blokk­ina svo­nefnd­u. 

Inger Støjberg til­kynnti að hún hygð­ist sitja áfram á þingi en yrði, að minnsta kosti fyrst um sinn, utan­flokka, løs­gæn­ger. 

4. febrúar, tveimur dögum eftir að þingið tók ákvörðun um ákæruna til Landsdóms, sagði Inger Støjberg sig úr Venstre. Mynd: EPA

Högg en líka léttir

Ven­stre flokk­ur­inn er í vanda stadd­ur. Í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu hefur fylgi flokks­ins hrap­að. 

Að Inger Støjberg skuli hafa ákveðið að segja skilið við Ven­stre er áfall fyrir flokk­inn. Hún nýtur mik­ils per­sónu­fylgis og skýrir það að hluta minnk­andi stuðn­ing kjós­enda. Einsog áður var getið yfir­gaf Lars Løkke Rasmus­sen flokk­inn í árs­byrjun og situr nú sem utan­flokka­þing­mað­ur. Hann nýtur mik­ils fylg­is, og ljóst að brott­hvarf hans, og Inger Støjberg, er þungt högg fyrir flokk­inn. 

Danskir stjórn­mála­skýrendur segja að brott­hvarf Inger Støjberg sé líka ákveð­inn léttir fyrir Jakob Ellem­ann-J­en­sen og Ven­stre, það geti ekki verið fleiri en einn skip­stjóri á hverri skútu. For­mað­ur­inn geri sér jafn­framt grein fyrir að margt Ven­stre fólk lýsi eftir ákveð­inni stefnu, varð­andi mál­efni inn­flytj­enda. Það kom því ekki á óvart að sama dag og ákveðið var að stefna Inger Støjberg fyrir lands­dóm kynnti Jakob Ellem­ann- Jen­sen nýtt útspil flokks­ins, eins og hann komst að orði.

Auglýsing

Hann sagði að meðal inn­flytj­enda væru allt of margir sem kæmust í kast við lögin vegna afbrota, alltof margir án atvinnu og allt of margir sem ekki virði danskt gild­is­mat. „Danskt sam­fé­lag á ekki að aðlaga sig þeim sem hingað flytja, þeir sem kom hingað eiga að laga sig að okkar sam­fé­lag­i“. 

Stjórn­mála­skýr­andi dag­blaðs­ins Berl­ingske sagði að með þessum yfir­lýs­ingum legði for­maður Ven­stre áherslu á að stefna flokks­ins væri sú sama í mál­efnum inn­flytj­enda þrátt fyrir að Inger Støjberg sé horfin á braut.Hvað ætl­ast Inger Støjberg fyr­ir?

Eins og áður var nefnt lýsti Inger Støjberg því yfir að hún hygð­ist sitja áfram á þingi, fyrst um sinn sem utan­flokka­þing­mað­ur. Stjórn­mála­skýrendur veittu orðum hennar „fyrst um sinn“ sér­staka athygli. Það telja þeir vís­bend­ingu um að hún ætli sér ekki að vera utan­flokka­þing­maður nema rétt á meðan hún „taki sól­ar­hæð­ina“ á þingi. Utan­flokka­þing­maður hefur mjög tak­mörkuð áhrif, því atkvæði hans ræður sjaldn­ast úrslitum í atkvæða­greiðsl­um, að minnsta kosti eins og hlut­föllin í danska þing­inu eru nún­a. Tveir von­biðlar

Inger Støjberg þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera ein og yfir­gefin utan flokka lengur en hún kærir sig um. Tveir flokks­for­menn hafa þegar biðlað til hennar og boðið hana vel­komna í sínar rað­ir. Von­biðl­arnir eru Krist­ian Thulesen Dahl for­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins og Pern­ille Ver­mund for­maður Nýja Borg­ara­flokks­ins.

Þessir tveir flokkar eiga það sam­eig­in­legt að vilja tak­marka, eða jafn­vel stöðva algjör­lega, komu hæl­is­leit­enda og flótta­fólks til Dan­merk­ur. Þessi sjón­ar­mið eru mjög í anda Inger Støjberg og danskir stjórn­mála­skýrendur telja víst að hún muni ganga til liðs við annan þess­ara flokka. Nýi Borg­ara­flokk­ur­inn er nýliði í dönskum stjórn­mál­um, stofn­aður árið 2015, náði fyrst inn á þing í kosn­ing­unum 2019, fékk þá fjóra þing­menn. Stofn­andi flokks­ins og for­maður hans er Pern­ille Ver­mund. Hún og Inger Støjberg eru góðar vin­kon­ur. Það yrði að lík­indum mikil lyfti­stöng fyrir Nýja Borg­ara­flokk­inn ef atkvæða­seg­ull­inn Inger Støjberg bætt­ist í hóp­inn. Flokk­ur­inn er nú á mik­illi sigl­ingu ef svo mætti að orði kom­ast, ef marka má kann­an­ir. Kosn­ingar eru vel að merkja ekki á næsta leiti, fara að óbreyttu fram fyrri hluta árs 2023.

Inger Støjberg nýtur persónufylgis og úrsögn hennar úr Venstre er áfall fyrir flokkinn. Mynd: EPA

Það er hins­vegar ekki vindur í seglum Danska Þjóð­ar­flokks­ins. Flokk­ur­inn galt afhroð í kosn­ing­unum 2019, tap­aði 21 þing­manni frá kosn­ing­unum 2015 og hefur nú 16 full­trúa á þingi. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1995 og hefur því yfir að ráða mun öfl­ugri „flokksmask­ínu“ en Nýi Borg­ara­flokk­ur­inn. Inger Støjberg hefur oft sagt að á milli sín og Danska Þjóð­ar­flokks­ins sé góður sam­hljóm­ur. Það yrði að lík­indum búhnykkur fyrir Krist­ian Thulesen Dahl og Danska Þjóð­ar­flokk­inn ef Inger Støjberg myndi bæt­ast í hóp­inn. Fram­tíð hennar veltur hins­vegar á nið­ur­stöðu Lands­dóms, ekki liggur fyrir hvenær rétt­ar­höldin þar hefj­ast.Hér í lokin er rétt að nefna að Lands­dómur sé kvaddur saman er ekki dag­legt brauð og að sæta ákæru þar er mjög alvar­legt mál. Lands­dómur var stofn­aður árið 1849 og hefur aðeins fimm sinnum áður verið kall­aður saman og kveðið upp dóm. Síð­ast árið 1995, í tengslum við Tamíla­málið svo­nefnda. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar