Hvaðan kemur verðbólgan?

Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Auglýsing

Allt frá byrjun heims­far­ald­urs­ins á fyrstu mán­uðum síð­asta árs hafa miklar verð­hækk­anir átt sér stað hér á landi. Verð­bólgan er með því mesta sem mælist í allri Evr­ópu og hefur hækkað hrað­ast af þeim öllum á tíma­bil­inu. Fjár­mála­ráð­herra bendir á að ræða þurfi áhrif nýlegra launa­hækk­ana á verð­bólg­una en sam­kvæmt Seðla­bank­anum stafar verð­bólgan fyrst og fremst af veik­ingu krón­unn­ar.

Mesta hækk­unin eftir COVID-19

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá mæld­ist verð­bólga hér á landi ein­ungis hærri í Tyrk­landi og Pól­landi af öllum þeim 33 Evr­ópu­löndum sem Eurostat, hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, fylgist með. Verð­bólgan í þessum löndum hefur hins vegar verið há í langan tíma, til að mynda var hún svipuð í Pól­landi á sama tíma í fyrra. Verð­hækk­anir hafa því auk­ist hrað­ast hér á landi í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins af öllum lönd­unum sem Eurostat mæl­ir. Sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stofu hefur hún mælst yfir fjórum pró­sentum á fyrstu tveimur mán­uðum þessa árs. 

Ráð­herra nefnir hús­næð­is­verð og launa­hækk­anir

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var spurður út í verð­bólg­una í við­tali við frétta­stofu RÚV fyrir helgi. Þar sagði hann áhyggju­efni að liður hús­næð­is­kostn­aðar væri að hækka í vísi­tölu neyslu­verðs. Hann sagð­i það einnig vera nauð­syn­legt að skoða und­ir­liggj­andi áhrifa­þætti verð­bólg­unnar og velti því upp hversu mik­inn þátt launa­hækk­anir síð­ustu mán­aða hefðu á hana. 

Auglýsing

„Kaup­máttur launa hefur aldrei í sög­unni verið hærri en einmitt nú og launa­hækk­anir hafa verið tölu­verð­ar,” sagði Bjarni í við­tal­inu. “Við þurfum að spyrja okkur að hvaða marki launa­breyt­ingar í land­inu eru að þrýsta á verð­bólgu­aukn­ingu og ræða það í fullri alvöru.”

Vægi launa­breyt­inga óljóst

Á síð­asta ári hækk­aði launa­vísi­tala Hag­stofu um 10,3 pró­sent. Það er mesta hækkun sem mælst hefur milli ára á þess­ari öld, en ein­ungis má finna sam­bæri­lega þróun þegar laun hækk­uðu um 10,1 pró­sent árið 2007 og um slétt 10 pró­sent árið 2002. 

Hins vegar er óljóst hversu mikið þessi hækkun vísi­töl­unnar hefur áhrif á verð­þró­un. Í síð­asta hefti Pen­inga­mála benti Seðla­bank­inn á að þrátt fyrir að launa­vísi­talan hefði hækkað umtals­vert hækk­uðu stað­greiðslu­skyld laun á vinnu­stund aðeins um 1,8 pró­sent á fyrstu tíu mán­uðum síð­asta árs.

Í Pen­inga­málum bætti Seðla­bank­inn einnig við að skýr­ingin á hækkun með­al­launa á almenna vinnu­mark­aðnum á þriðja fjórð­ungi síð­asta árs væri sú að lágláuna­störfum hefði fækk­að, en að sú hækkun hafi ekki sést á vinnu­mark­aðnum í heild sinni, þar sem öfug þróun átti sér stað hjá opin­berum störf­um. 

Hús­næði þrýstir ekki vísi­töl­unni upp

Sömu­leiðis virð­ist meiri hús­næð­is­kostn­aður heldur ekki vera meg­in­á­stæða verð­bólg­unn­ar. Líkt og sést í tölum Hag­stofu væri verð­bólgan meiri ef hús­næð­is­verð væri ekki tekið með í reikn­ing­inn, sem þýðir að sá kostn­aður hefur ekki auk­ist jafn­hratt og verð á öðrum hlut­u­m. 

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá hækk­aði íbúða­verð tölu­vert á síð­asta ári, eða um 7,7 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ástæða þess­arar miklu hækk­unar eru fyrst og fremst umfangs­miklar vaxta­lækk­anir í kjöl­far yfir­stand­andi kreppu, sem hafa gert fleirum kleift að fjár­festa í íbúðum með hús­næð­is­láni. Aftur á móti hefur leigu­verð lækkað tölu­vert á sama tíma, líkt og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun greindu frá í síð­asta mán­uði. Á milli jan­ú­ar­mán­aða 2020 og 2021 lækk­aði vísi­tala leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 1,9 pró­sent, en sú lækkun hefur nei­kvæð áhrif á mæl­ingu Hag­stofu á hús­næð­is­kostn­að.  

Krónan er aðal­á­stæðan

Sam­kvæmt síð­ustu þremur heftum Pen­inga­mála Seðla­bank­ans virð­ist meg­in­þungi und­an­far­inna verð­hækk­ana frekar liggja í  veik­ara gengi krón­unn­ar. Með veik­ari krónu hækkar verð vöru og þjón­ustu í öðrum gjald­miðl­um. Þannig leiðir geng­is­veik­ing til verð­hækk­unar á inn­fluttum vörum, en Seðla­bank­inn sagði þessa þróun vera meg­in­skýr­ing­una á auk­inni verð­bólgu í ágúst og í nóv­em­ber á síð­asta ári. 

Í síð­asta riti pen­inga­mála sem birt­ist í jan­úar sagði Seðla­bank­inn einnig að meg­in­þungi verð­hækk­ana á fjórð­ungnum fælist í hækkun á inn­fluttri vöru, einkum fatn­aði, ýmsum heim­il­is­bún­aði og tóm­stunda­vör­um. Þó bætir bank­inn við að það virð­ist sem dregið hefði úr áhrifum geng­is­lækk­unar krón­unnar að und­an­förnu, enda hækk­aði gengið í nóv­em­ber og des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Upp­fært 10. mars: Setn­ingin um að laun á vinnu­stund hafi verið nær óbreytt í fyrra sam­kvæmt Hag­stofu var tekin í burtu, þar sem Hag­stofa hefur breytt töl­unum sín­um. Sam­kvæmt nýjum tölum hafa laun á vinnu­stund hækkað um 5,6 pró­sent.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar