Mynd: Birgir Þór Harðarson kosningar 2021 samsett mynd 1
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Stjórnarkreppa í kortunum eftir kosningar

Allt bendir til þess að það verði erfitt að mynda ríkisstjórn að óbreyttu. Þeir flokkar sem geta hugsað sér að starfa saman ná ekki nægjanlegum styrk til að gera það þannig að góður meirihluti yrði að baki hinnar nýju ríkisstjórnar. Þetta er niðurstaða fyrstu kosningaspárinnar fyrir komandi þingkosningar.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír – Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur – mæl­ast með sam­tals 48 pró­sent fylgi sam­kvæmt fyrstu kosn­inga­spá Bald­urs Héð­ins­sonar og Kjarn­ans ​fyrir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Það gæti dugað til þess að flokk­arnir nái næf­ur­þunnum meiri­hluta eftir kosn­ingar ef nægi­lega mikið af atkvæðum falla niður dauð. Það stendur þó tæpt sam­kvæmt spánni þar sem Flokkur fólks­ins, sá flokkur sem mælist með minnsta fylg­ið, gæti vel náð inn manni með sín 4,5 pró­sent og er ekki langt frá fimm pró­sent þrösk­uld­inum sem þarf til að fá úthlutað jöfn­un­ar­menn.

Rík­is­stjórn byggð á Reykja­vík­ur­mód­el­inu – sam­starfi þeirra fjög­urra flokka sem starfa saman í meiri­hluta í höf­uð­borg lands­ins og næst stærsta stjórn­valdi þess – nýtur nán­ast sama stuðn­ings. Sam­an­lagt fylgi Vinstri grænna, Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar mælist 47,9 pró­sent.

Niðurstöður kosningaspárinnar 6. ágúst 2021

Þá er mögu­leiki á því að mynda fjög­urra flokka rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ingar og Pírata sem myndi njóta stuðn­ings með 49,4 pró­sent. 

Sporin hræða þegar kemur að myndun rík­is­stjórnar með minni­hluta kjós­enda á bak­við sig. Slík var síð­ast mynduð í byrjun árs 2017 eftir margra mán­aða stjórn­ar­kreppu. Að þeirri rík­is­stjórn stóðu Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð, flokkar sem hlutu sam­tals 46,7 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2016. Stjórn­in, sem kennd var við for­sæt­is­ráð­herr­ann Bjarna Bene­dikts­son, var ein sú óvin­sælasta sem setið hefur hér­lendis og nokkrum mán­uðum eftir að hún tók við sögð­ust ein­ungis 31,4 pró­sent lands­manna vera ánægðir með hana. Hún sprakk í sept­em­ber 2017 og varð fyrir vikið skamm­lífasta meiri­hluta­stjórn lýð­veld­is­sög­unnar.

Kosn­inga­spáin er vegin nið­ur­staða skoð­ana­kann­ana á stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka og fram­boða í aðdrag­anda kosn­inga á Íslandi. Kjarn­inn hefur birt spár sem byggja á mód­eli Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings í öllum kosn­ingum sem farið hafa fram á Íslandi frá árinu 2014. Nánar má lesa um kosn­inga­spána, aðferða­fræði og skýr­ingar neðst frétta­skýr­ing­unn­i. 

Á Sjálf­stæð­is­flokkur ekki leið til valda án Vinstri grænna?

Að óbreyttu virð­ast einu fjög­urra flokka rík­is­stjórn­irnar sem gætu notið stuðn­ings meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar, miðað við stöðu mála í kosn­inga­spánni, vera núver­andi stjórn­ar­flokkar með styrk­ingu. Sam­fylk­ing, Píratar og Sós­í­alista­flokkur Íslands hafa þegar úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og því blasir við að sú styrk­ing þyrfti að verða sótt til Við­reisn­ar, Mið­flokks eða Flokks fólks­ins. 

Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan þings eru sam­mála um að ósenni­legt verði að telj­ast að Vinstri græn myndu sam­þykkja að styrkja sitj­andi rík­is­stjórn með flokki sem skil­greinir sig til hægri í stjórn­málum og því ekki lík­legt að Við­reisn komi sem fjórða hjólið undir vagn­inn að óbreyttu. Þor­steinn Páls­son, einn helsti hug­mynda­fræð­ingur Við­reisnar í dag og ráð­gjafi for­ystu flokks­ins, skrifar auk þess í viku­legum pistli sínum í Frétta­blað­inu í gær að þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi talað mjög skýrt í þá veru að þeir muni ekki undir neinum kring­um­stæðum fall­ast á mála­miðl­anir gagn­vart Við­reisn að því er varðar gjald­mið­ils­mál, tíma­bund­inn nýt­ing­ar­rétt auð­linda í þjóð­ar­eign og ný skref í Evr­ópu­sam­vinnu. „Þetta þýðir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á engan raun­hæfan kost á setu í rík­is­stjórn nema VG eigi þar hlut að máli og fari með for­ystu. Eftir síð­ustu kosn­ingar var það frjálst val, en nú er það þvinguð staða.“

Segir Reykja­vík­ur­mód­elið ekki ganga upp á Alþingi

Þor­steinn virð­ist í pistl­inum ekki spenntur fyrir Reykja­vík­ur­mód­el­inu og segir að sér sýn­ist það ekki ganga upp á Alþingi. Raun­hæf­asta rík­is­stjórn Við­reisnar virð­ist þannig vera fjög­urra flokka stjórn flokks­ins með Vinstri græn­um, Fram­sókn og Sam­fylk­ingu. Flokk­arnir þurfu þó að hress­ast eigi hún að vera mögu­leiki. Sam­an­lagt fylgi þeirra er 45,6 pró­sent sam­kvæmt kosn­inga­spánn­i. 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð eftir síðustu kosningar. Hún nýtur ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar samkvæmt kosningaspánni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Bæði Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins róa svo líf­róður fyrir póli­tískri til­veru sinni á þingi. Sá fyrr­nefndi er enn lit­aður af afleið­ingum Klaust­ur­máls­ins svo­kall­aða og er að reyna að end­ur­nýja ásýnd sína með nýju fólki í for­ystu. Sá síð­ar­nefndi situr á stórum kosn­inga­sjóði, hefur bætt nýju fólki í for­ystu sína, farið í upp­færslu á ímynd sinni og aug­lýsir af áfergju til að ná athygli kjós­enda. 

Tveir stjórn­ar­flokkar undir kjör­fylgi

Sam­kvæmt kosn­inga­spánni þá er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur allra flokka með 23,6 pró­sent fylgi, sem er undir kjör­fylgi hans í síð­ustu kosn­ing­um. Fylgi flokks­ins hefur verið nokkuð stöðugt frá því í vor, en hæst fór það í 25,8 pró­sent í apríl og lægst í 23,4 pró­sent í byrjun jún­í. 

Auglýsing

Vinstri græn yrðu næst stærsti flokkur lands­ins ef kosið yrði í dag, en 13,1 pró­sent kjós­enda segj­ast styðja flokk­inn. Það er umtals­vert undir því sem Vinstri græn fengu í kosn­ing­unum 2017 þegar 16,9 pró­sent kjós­enda kusu flokk­inn. Eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist yfir kjör­fylgi nú um stundir er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem nýtur stuðn­ings 11,3 pró­sent kjós­enda. Hann fékk 10,7 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um.

Píratar stærstir and­stöðu­flokka

Sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem flestir hyggj­ast kjósa sam­kvæmt kosn­inga­spánni eru Píratar sem mæl­ast með 12,6 pró­sent fylgi og bæta við sig 3,4 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ingum að óbreyttu. Sam­fylk­ingin stendur nán­ast í stað með 12,4 pró­sent fylgi, sem er nán­ast alveg það sama og flokk­ur­inn fékk 2017. Við­reisn mælist með 9,8 pró­sent fylgi sem er meira en flokk­ur­inn fékk 2017 en minna en hann fékk 2016. 

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn mælist með 6,4 pró­sent stuðn­ing og Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem hefur nú kynnt þrjá af sex fram­boðs­listum sínum og er að bjóða fram til þings í fyrsta sinn, mælist með 5,7 pró­sent fylgi. Flokkur fólks­ins rekur lest­ina hjá þeim níu flokkum sem mæl­ast með eitt­hvað hand­bært fylgi, en 4,5 pró­sent lands­manna segj­ast ætla að kjósa þann flokk. Miðað við þessa nið­ur­stöðu er ljóst að flokk­arnir á þingi yrðu að minnsta kosti átta og mögu­lega níu ef kosið yrði nú. 

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 30. júlí (vægi 38,4 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Pró­sent í sam­starfi við Frétta­blaðið 15-23. júlí (vægi 23,9 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu í sam­starfi við Frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis 13 – 26. júlí (20,3 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun MMR í sam­starfi við Morg­un­blaðið 24. júní - 6. júlí (vægi 17,4 pró­sent)
Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar