Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum

Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.

Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Auglýsing

Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­ur­inn og borg­ar­yf­ir­völd stóðu frammi fyrir nokkrum kostum til að tryggja „við­un­andi“ aðstæður sel­anna fjög­urra sem eru þar til sýn­is. Að sleppa þeim í hafið var ekki einn þeirra. Að flytja þá ann­að, t.d. í Kletts­vík við Vest­manna­eyjar líkt og ein­hverjir hafa stungið upp á, reynd­ist ómögu­legt og að halda þá áfram við „óvið­un­andi aðstæð­ur“ í núver­andi laug óásætt­an­legt.

Að aflífa þá var einn mögu­leiki en ákveðið var hins vegar að gera það ekki heldur stækka laug­ina og þar með það rými sem þeir hafa til að athafna sig. Það er að mati starfs­fólks garðs­ins sem og borg­ar­stjórnar það „mann­úð­leg­asta í stöð­unn­i.“

Auglýsing

Sum­arið 1990 er Hús­dýra­garð­ur­inn var opn­aður með pompi og prakt, með því yfir­lýsta mark­miði að leyfa reyk­vískri æsku að kynn­ast lífs­háttum dýra og sveita­störf­um, voru að minnsta kosti þrír selir í sela­laug­inni. Þeir höfðu allir verið veiddir sér­stak­lega í því skyni. Ára­tug síðar voru þeir orðnir sjö. Allt frá opnun hafa dýra­vernd­un­ar­sam­tök gagn­rýnt þetta dýra­hald en segja má að aðeins á allra síð­ustu árum hafi almenn­ingur og svo stjórn­mála­menn farið að setja við það spurn­ing­ar­merki.

Húsdýragarður fyrir reykvíska æsku var í undirbúningi árið 1989. Skjáskot: Morgunblaðið

Á átján ára tíma­bili frá 1997, er selir í garð­inum fóru að kæpa, hafa 1-2 kópar verið aflífaðir árlega. Því var hætt árið 2016 og þeir þrír ókyn­þroska brim­lar sem þar svamla nú um eru allir fæddir eftir það. Auk þeirra er í laug­inni ein nokkuð öldruð urta sem veidd var árið 1989, ári áður en garð­ur­inn var opn­að­ur. Hún er kölluð Særún og er elsta dýrið í Hús­dýra­garð­in­um, orðin 33 ára og enn við góða heilsu.

Ekki er hægt að sleppa dýr­unum út í nátt­úr­una, það þykir full­reynt og lög banna enn­fremur slíkt í dag, enda dýrin upp­alin meðal manna og gætu ólík­lega bjargað sér upp á eigin spýt­ur. Og þar sem mark­miðið með nýju laug­inni er að leyfa sel­unum fjórum að njóta meira rýmis og eyða því sem þeir eiga eftir ólifað í Hús­dýra­garð­inum – en án þess að fjölga sér – þarf að grípa til aðgerða.

Selur í selalauginni. Mynd: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

„Á liðnum árum hafa komið fram bættar aðferðir við aft­ur­kræfa lyfja­geld­ingu sela með lág­marks inn­gripi í líf þeirra,“ segir Þor­kell Heið­ars­son, deild­ar­stjóri hjá Dýra­þjón­ustu Reykja­vík­ur. „Ætl­unin er að nýta slíkar aðferðir til þess að koma í veg fyrir að sel­irnir fjölgi sér og er það í und­ir­bún­ing­i.“

Tíma­skekkja

Borg­ar­ráð sam­þykkti í byrjun maí að heim­ila útboð á fram­kvæmdum vegna nýrrar sela­laugar og þjón­ustu­húss í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­in­um. Í til­kynn­ingu frá borg­inni sagði að nýja laugin myndi „marg­falda það rúm­mál sem sel­irnir hafa til sunds“. Þá yrði aðstaða til almennrar umhirðu og aðhlynn­ingar dýra í þjón­ustu­hús­inu og stórir gluggar neðan vatns­borðs laug­ar­innar gæfu gestum garðs­ins „tæki­færi til að sjá sel­ina með nýjum hætt­i“.

Áætlað er að fram­kvæmd­irnar hefj­ist fljót­lega og kosti 125 millj­ónir króna. Hvorki var leitað ráð­gjafar sér­fræð­inga Nátt­úru­fræði­stofn­unar né Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar varð­andi áformin en grunnur þess að stækka laug­ina og með hvaða hætti byggir á ráð­legg­ingum og við­miðum frá EAZA (European Associ­ation of Zoos and Aqu­ari­um), segir í svörum borg­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Framkvæmdir við stækkun selalaugarinnar hefjast bráðlega. Mynd: Reykjavíkurborg

„Það er tíma­skekkja í dag að halda villt dýr til sýn­ing­ar, en þegar aðstæður eru þannig að ekki er hægt að sleppa dýr­un­um, þá er mik­il­vægt að búa þeim líf­væn­legt umhverfi og stækkun og dýpkun laug­ar­innar er mjög mik­il­vægur þáttur í því,“ sagði í bókun meiri­hluta borg­ar­ráðs á fund­in­um.

Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem fyrir nokkrum árum var á því að ekki ætti að halda seli í garð­inum sagði í sinni bókun að betra væri að garð­ur­inn héldi ein­göngu hús­dýr heldur en að stækka laug­ina. „Villt dýr þríf­ast best í villtri nátt­úru“.

Hefur mikla rým­is­þörf

Og það þarf eng­inn að velkj­ast í vafa um hvorum hópnum land­selir til­heyra, þessi stóru sjáv­ar­spen­dýr sem Nátt­úru­fræði­stofnun setti árið 2018 á válista – þar sem teg­undin var komin í bráða útrým­ing­ar­hættu hér við land.

Selur á steini. Mynd: Hafró

„Land­selur hefur mikla rým­is­þörf og fer yfir tals­vert stórt svæði til fæðu­öfl­unar og ann­arra athafna,“ segir í svörum sér­fræð­inga Nátt­úru­fræði­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. „Þeir setj­ast upp á landi til að þurrka sig, fella hár, til hvíldar og kæp­inga en kópar eru „geymd­ir“ á landi milli mjólk­ur­gjafa.“

Einnig bendir stofn­unin á að urtur sæki í frið­sæla staði til að kæpa því kóp­arnir eru varn­ar­lausir meðan þeir eru skildir eftir einir þegar mæður þeirra afla sér fæðu. „Svo merki­legt sem það er þá hafa sel­irnir í Hús­dýra­garð­inum parast og eign­ast afkvæmi við þau skil­yrði sem þeir búa nú við; lítil laug, ónátt­úru­legt umhverfi og tals­verð trufl­un.“

Áherslan á dýpt­ina

Gamla laugin er um 100 m3 og sú nýja verður nálægt 400 m3. Eftir stækkun verður laugin alls nálægt 500 m3, eða um 125 m3 á hvern sel, segir Þor­kell hjá Dýra­þjón­ust­unni sem var til svara fyrir hönd borg­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um áform­in.

Í nýrri laug verður „meg­in­á­herslan lögð á dýpt­ina fremur en flat­ar­mál“ en gamla sela­laugin er ein­ungis um 1,6 metra djúp þar sem hún er dýpst. Sú nýja verður að stórum hluta meira en 4 metra djúp. „Í eldri laug­inni var lengsti hringur sem sel­irnir gátu synt um 35 lengd­ar­metrar en verður um 90 í báðum laugum til sam­an­s,“ segir í svörum Þor­kels.

Kópurinn Kári var fluttur í Húsdýragarðinn 2019. Hann var horaður og með sýkingu. Mynd: Lögreglan

Hann segir starfs­fólk garðs­ins lengi hafa talað fyrir bættri aðstöðu fyrir sel­ina og laug í sam­ræmi við nútíma­við­mið, enda núver­andi laug teiknuð 1989 þegar allt önnur við­mið voru um dýra­hald.

Auk þeirra sela sem eru með lög­heim­ili í Hús­dýra­garð­inum hefur átta selum í hremm­ingum verið komið tíma­bundið fyrir í sela­laug­inni. Þekkt­astur er lík­lega hann Kári sem kom árið 2020, þá nokk­urra mán­aða og hor­að­ur. Honum var sleppt nokkru síðar með stað­setn­ing­ar­búnað límdan við bakið og synti rak­leiðis tugi kíló­metra að Græn­landi. Síðan hefur ekk­ert til hans spurst.

Þor­kell segir að meiri­hluta veiku eða slös­uðu sel­anna hafi verið sleppt aftur en suma þurfti að aflífa.

Með neta­dræsur um háls­inn

Haf­rann­sókn­ar­stofnun berst að sögn Söndru M. Granquist, deild­ar­stjóra sela­rann­sókn­ar­sviðs hjá Sela­setr­inu, tölu­vert af til­kynn­ingum um seli í hremm­ing­um, m.a. dýrum sem finn­ast með net í kringum háls­inn. Nátt­úru­fræði­stofnun ber­ast árlega 1-2 til­kynn­ingar um seli í vanda.

Engin sér­stök aðstaða er í land­inu til að sinna selum í neyð en þjón­ustu­húsið sem byggt verður við sela­laug­ina í Hús­dýra­garð­inum mun að mati Þor­kels stór­bæta mögu­leika til aðhlynn­ingar þeirra í fram­tíð­inni. Þeim verði sinnt í innilaug og ekki standi til að þeir verði til sýn­is. Innilaugin er tæp­lega 10 fer­metrar á stærð.

Selur með net um hálsinn. Vandamálið er þekkt alls staðar í heiminum. Gríðarlegt magn af netum er á floti í sjónum.

Með til­komu laga um dýra­vel­ferð árið 2013 var sveit­ar­fé­lögum sett sú skylda að sjá til þess að villtum dýrum í hremm­ingum sé komið til bjarg­ar. Nátt­úru­fræði­stofnun segir að til að standa undir slíkum kröfum sé athvarf nauð­syn­legt. Aldrei ætti að hafa særð eða veik dýr til sýnis og með­ferð þeirra verður að fara fram þar sem þau fái næði og frið, bæði frá öðrum dýrum og gestum garðs­ins.

Brim­l­arnir þrír sem fæddir eru og upp­aldir í sela­laug­inni gætu átt 3-4 ára­tugi eftir ólif­aða. Nýja laugin gæti orðið heim­ili þeirra þann tíma, finn­ist ekki önnur og betri lausn. „Hús­dýra­garð­ur­inn leit­ast ekki eftir að fanga seli til sýn­ingar en hins vegar viljum við tryggja núver­andi dýrum í okkar umsjón full­nægj­andi vel­ferð,“ segir Þor­kell.

Auglýsing

„Ósk okkar væri að þeim selum sem nú búa í hús­dýra­garð­inum væru komið fyrir í sjáv­ar­dýra­at­hvarfi við nátt­úru­legri aðstæð­ur,“ segir í við­brögðum Sam­taka um dýra­vel­ferð á Íslandi við áformun­um. Áfram ætti að leita slíkrar lausnar í stað þess að stækka sela­laug­ina og verja því fé sem áætlað var í fram­kvæmd­irnar frekar til dýra­vel­ferð­ar­mála. Núver­andi aðstöðu í Hús­dýra­garð­inum ætti að nýta fyrir villt dýr í vanda „en ekki til þess að halda sjáv­ar­spen­dýrum föngnum ein­ungis til afþrey­ingar manna“.

Kýrin Búbót við selalaugina. Mynd: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Starf­semi dýra­garða hefur lengi verið umdeild en „ekk­ert sér­stak­lega síð­ustu árin í sjálfu sér, þótt sú umræða hafi verið áber­andi hér­lendis á köfl­u­m,“ segir Þor­kell. „Teg­undir sjáv­ar­spen­dýra eru margar og afar mis­mun­andi hvernig ein­stakar teg­undir aðlag­ast í haldi manna. Sér­stak­lega hefur þó verið deilt á það síð­ari árin að haldin séu stór sjáv­ar­spen­dýr eins og hvalir í dýra­görð­um. Mjög erfitt er að búa slíkum dýrum við­un­andi aðstæð­ur. Land­selir þykja hins vegar almennt séð aðlag­ast vel í haldi. Hvort það sé í takti við tíð­ar­and­ann að halda dýr yfir höfuð er svo spurn­ing sem afar skiptar skoð­anir eru á.“

Hann segir stefnu Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garðs­ins að leggja aukna áherslu á dýra­vel­ferð­ar­mál og end­ur­hæf­ingu dýra í fram­tíð­inni. „Þetta er í sam­ræmi við það sem er að ger­ast í lönd­unum í kringum okkur og í sam­ræmi við breyttan tíð­ar­anda.“

Rask verði sem minnst fyrir sel­ina

Þessi þáttur í starf­semi garðs­ins er þegar vax­andi og teng­ist starf­semi Dýra­þjón­ust­unnar sem sam­rekin hefur verið með Hús­dýra­garð­inum frá 2021.

Fram­kvæmdum við stækkun sela­laug­ar­innar verður háttað þannig að sel­irnir dvelja í gömlu laug­inni þar til sú nýja hefur verið steypt upp. Þá verða þeir fluttir í þá nýju á meðan gengið er frá teng­ingu á milli laug­anna. „Að sjálf­sögðu er lögð áhersla á að sel­irnir verði fyrir eins litlu raski og mögu­legt er á meðan á fram­kvæmdum stend­ur,“ segir Þor­kell.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar