Mynd: Bára Huld Beck Katrín og Bjarni – Nýr stjórnarsáttmáli kynntur 28. nóvember 2021.
Mynd: Bára Huld Beck

Alls 22,5 prósenta hlutur í Íslandsbanka seldur með 2,25 milljarða króna afslætti

Bjarni Benediktsson er búinn að ákveða að ríkissjóður selji stóran hlut í Íslandsbanka fyrir 52,65 milljarða króna. Ríkið mun eiga 42,5 prósent hlut í bankanum og hefur selt bréf í honum fyrir 108 milljarða króna frá því í fyrrasumar. Fyrirkomulag sölunnar var knappt og stóð yfir í nokkra klukkutíma eftir að það var tilkynnt. En það var í samræmi við þá leið sem boðuð hafði verið frá því að söluferlið var sett formlega af stað á ný 11. febrúar.

Útboði á stórum hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka lauk klukkan 21:30 í gær­kvöldi. Í til­kynn­ingu sem birt var í Kaup­höll Íslands um 40 mín­útum síðar kom fram að Banka­sýsla rík­is­ins myndi mæla með því að 22,5 pró­sent hlutur í bank­anum yrði seldur til þeirra sem buðu og að verðið í útboð­inu yrði 117 krónur á hlut. Það er 4,2 pró­sent undir dagsloka­gengi í gær og þýðir veittur yrði 2,25 millj­arða króna afsláttur á hlutum í bank­anum og 22,5 pró­sent hlut­ur­inn seldur á 52,65 millj­arða króna. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tók ákvörðun um að fara að til­lögu Banka­sýsl­unnar og klukkan 6:18 í morgun var til­kynnt að salan væri frá­geng­in. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sagði að „veru­leg umfram eft­ir­spurn var í útboð­inu og bæði inn­lendir og erlendir hæfir fjár­festar sýndu útboð­inu mik­inn áhuga.“

Fyrir hefur legið að sitj­andi rík­is­stjórn ætl­aði sér að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­sent hlut í Íslands­banka, að ferlið yrði í höndum Banka­sýslu rík­is­ins og að það yrði Bjarna að sam­þykkja sölur áður en þær eru fram­kvæmd­ar. Þann 20. jan­úar síð­ast­lið­inn sendi Banka­sýslan til­lögu og minn­is­blað um hvernig hefja ætti næstu skref í söl­unni á hlut rík­is­ins í bank­an­um. Þann 11. febr­úar birti Bjarni grein­ar­gerð á vef stjórn­ar­ráðs­ins þar sem kom fram að skyn­­sam­­leg­­ast væri að næsta skref í sölu Íslands­­­banka væri með útboði á hluta­bréfa­­mark­aði, þar sem hæfir fag­fjár­­­festar fengju mög­u­­leika á að kaupa hluti í bank­­anum á afslætti.

Umsagnir fjár­laga­nefndar og efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis um fram­hald söl­unnar á Íslands­banka lágu svo fyrir fyrr í þessum mán­uði. Þar gagn­rýndu þing­menn Pírata, Sam­fylk­ing­ar­innar og Flokks fólks­ins áform um fyr­ir­hug­aða sölu en sú gagn­rýni var af ýmsum toga. Í efna­hags- og við­skipta­nefnd gagn­rýndi til að mynda full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar það að Bjarni fengi að selja Íslands­banka, í ljósi tengsla hans við fyr­ir­renn­ara bank­ans. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í fjár­laga­nefnd kall­aði hins vegar meðal ann­ars eftir frek­ari stefnu­mót­un, lagði áherslu á í athuga­semdum sínum að fengnir yrðu ábyrgir erlendir lang­tíma­fjár­festar að borð­inu, að það yrði ekki end­ur­tekið að bank­inn yrði seldur á und­ir­verði og að gætt yrði að sam­keppn­is­sjón­ar­mið­um.

Eftir að athuga­semdir þing­nefnda lágu fyrir var til­­­kynnt um það síð­­­degis á föst­u­dag að Bjarni hefði ákveðið að hefja fram­hald sölu­­­­með­­­­­­­ferðar á hlutum í Íslands­­­­­­­banka í sam­ræmi við til­­­­lögu Banka­­­­sýslu rík­­­­is­ins frá 20. jan­úar síð­­­­ast­liðn­­­­­­­um. Ráð­herr­ann sendi Banka­­­­sýsl­unni bréf um ákvörð­un­ina þann dag.

Mælt með því að selja til „hæfra fjár­festa“

Banka­­sýslan hafði mælti með því í til­lögu sinni frá 20. jan­úar að bank­inn yrði fyrst seldur með svoköll­uðu til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi í þessum sölu­fasa. Slíkt fyr­ir­komu­lag fæli í sér að sölu­ráð­gjafar könn­uðu áhuga svo­kall­aðra „hæfra fjár­­­festa“ til að athuga áhuga þeirra á að taka þátt í útboði. Ef slíkur áhugi væri til staðar myndi þeir fá mög­u­­leika á að kaupa hluta­bréf í bank­­anum á gengi sem væri nokkru undir mark­aðs­verði þeirra dag­inn fyrr. Í grein­ar­gerð Bjarna frá 11. febr­úar sagði að ástæða þess að „hæfir fjár­­­fest­ar“ myndu fá afslátt væri vegna þess að þeir kaupi stærri hlut í bank­­anum en aðr­ir, auk þess sem óvissa væri um nákvæma þróun hluta­bréfa­verðs­ins á vik­unum eftir útboð­ið.

Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Mynd: Úr safni

En hvað eru „hæfir fjár­fest­ar“? Sam­­kvæmt lögum verða fjár­­­festar sem hyggj­­ast fara með virkan eign­­ar­hlut í banka að stand­­ast hæf­is­mat sem bygg­ist á ítar­­legri grein­ingu og gagna­öfl­un. Þeir þurfa að hafa gott orð­­spor og búa við sterka fjár­­hags­­stöðu, en auk þess ætti eign­­ar­haldið ekki að tor­velda eft­ir­liti eða leiða til pen­inga­þvættis eða ann­arrar ólög­­legrar starf­­semi.

Fyrir liggur að það eru að uppi­stöðu þrír hópar sem ættu að upp­fylla þessi skil­yrði. Í fyrsta lagi íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, sem hafa verið að stækka við sig í Íslands­banka frá síð­asta sumri. Þeir eiga nú um sex pró­sentu­stigum meira en þá, eða rúm­lega 15 pró­sent hlut. Í öðru lagi erlendir lang­tíma­fjár­fest­ar, t.d.  á borð við aðra banka. Í þriðja lagi erlendir fjár­fest­ing­ar­sjóðir sem sér­hæfa sig í fjár­fest­ingum í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þeir geta verið bæði skamm­tíma- og lang­tíma­fjár­fest­ar. Þegar 35 pró­sent hlutur í Íslands­banka var seldur í fyrra­sumar á 55,3 millj­arða króna keyptu tveir erlendir sjóðir til að mynda sam­an­lagt 10,5 pró­sent hlut. Í byrjun árs 2022 hafði annar þeirra selt sig út og sam­eig­in­legur hlutur erlendu fjár­fest­anna minnkað um 30 pró­sent á örfáum mán­uð­um, niður í 7,4 pró­sent.

Íslandsbanki var skráður á markað í júní í fyrra eftir almennt útboð á 35 prósent hlut í honum.
Mynd: Nasdaq Iceland

Hlut­ur­inn sem íslenska ríkið seldi er nú um 30 millj­örðum króna meira virði en þegar það seldi hann í júní í fyrra. Sú virð­is­aukn­ing hefur lent hjá nýjum eig­endum hans.

Selt á nokkrum klukku­tímum

Næsta skref í sölu Íslands­banka hófst svo form­lega, nokkuð óvænt, ell­efu mín­útum eftir lokun mark­aða í gær þegar til­kynn­ing barst um að minnsta kosti 20 pró­sent hlutur í Íslands­banka yrði seldur fyrir opnun mark­aða dag­inn eft­ir. Citigroup, Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf og Verð­bréfa­miðlun Íslands­banka og J.P. Morgan höfðu umsjón með við­skipt­unum og HSBC Continental Europe og Fossar mark­aðir höfðu aðkomu að við­skipt­unum sem sölu­ráð­gjaf­ar. Þá störf­uðu ACRO verð­bréf, Íslensk verð­bréf, og Lands­bank­inn sem sölu­að­ilar í útboð­inu.

Um þremur klukku­tímum síðar lá fyrir að þegar voru komin ásætt­an­leg til­boð í þann hlut og klukkan rúm­lega tíu í gær­kvöldi, sex klukku­tímum eftir að til­kynnt var um sölu­ferlið og 40 mín­útum eftir að frestur til að skila inn til­boðum rann út, birt­ist ný til­kynn­ing um að seldur yrði 22,5 pró­sent hlutur á 52,65 millj­arða króna, með 2,25 millj­arða króna afslætti, ef fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sam­þykkti söl­una á mið­viku­dags­morg­un­. Til­kynn­ing um að búið væri að selja hlut­inn var svo birt í Kaup­höll Íslands klukkan 6:18 í morg­un.

Ekk­ert liggur enn fyrir um hverjir eru að kaupa þennan risa­stóra hlut í kerf­is­lega mik­il­vægum banka á Íslandi og senni­lega mun það ekki verði gert opin­bert fyrr en við­skiptin verða gerð upp. Það verður gert á mánu­dag, 28. mar­s. 

Eftir það mun blasa við nýr veru­leiki. Í fyrsta sinn frá banka­hruni verður meiri­hluti eignar í kerf­is­lega mik­il­vægu bönk­unum þremur (Lands­bank­an­um, Arion banka og Íslands­banka) í eigu einka­að­ila, ekki rík­is­ins eða þrota­búa fall­inna banka. Hlutur rík­is­ins í Íslands­banka fer niður í 42,5 pró­sent. Fyrir sam­tals 57,5 pró­sent hlut mun rík­is­sjóður fá alls tæp­lega 108 millj­arða króna. 

Mik­ill hagn­aður í fyrra og stefnt á tug­millj­arða útgreiðslur

Íslands­­­­­­­­­banki hagn­að­ist um 23,7 millj­­­­­arðar króna á árinu 2021. Arð­­­­­semi eigin fjár var 14,2 pró­­­­­sent og sem var vel yfir tíu pró­­­­­sent mark­miði bank­ans. Kostn­að­­­­­ar­hlut­­­­­fall bank­ans lækk­­­­­aði úr 54,3 pró­­­­­sent í 46,2 pró­­­­­sent milli ára.

Eigið fé Íslands­­­­­­­­­banka var 203,7 millj­­­­­arðar króna um síð­­­­­­­­­ustu ára­­­­­mót og eig­in­fjár­­­­­hlut­­­­­fall bank­ans 25,3 pró­­­­­sent. Útlán til við­­­­­skipta­vina Íslands­­­­­­­­­banka juk­ust um 7,9 pró­­­­­sent á síð­­­­­asta ári. Þá aukn­ingu má að mestu rekja til auk­inna umsvifa á hús­næð­is­­­­­mark­aði. Vaxta­munur bank­ans var 2,4 pró­­­­­sent. Hreinar vaxta­­­­­tekjur voru 34 millj­­­­­arðar króna og hækk­­­­­uðu um tvö pró­­­­­sent milli ára. Þókn­ana­­­­­tekjur hækk­­­­­uðu hins vegar um 22,1 pró­­­­­sent og voru sam­tals 12,9 millj­­­­­arðar króna.

Á grund­velli þess­­­­­arar afkomu var ákveðið að greiða hlut­höfum sínum 11,9 millj­­­­­arða króna í arð. Þar af fóru 65 pró­­­­­sent til stærsta ein­staka eig­and­ans, íslenska rík­­­­­is­ins, eða rúm­­­­­lega 7,7 millj­­­­­arðar króna. Þeir sem eiga 35 pró­­­­­sent hlut í bank­­­­­anum fengu svo sam­an­lagt tæpa 4,2 millj­­­­­arða króna í arð­greiðslu. Auk þess stefnir stjórn bank­ans að því að greiða út 40 millj­­­­­arða króna í umfram eigið fé á næstu 12-24 mán­uð­­­­­um. Sú veg­­­­­ferð hófst með því að aðal­­­­fundur bank­ans sam­­­­þykkti að hefja end­­­­­ur­­­­­kaup á bréfum fyrir 15 millj­­­­­arða króna á næstu mán­uð­­­­­um.

Almenn­ingur á móti sölu

​​Skoð­ana­kann­­anir hafa ítrekað sýnt að ekki sé meiri­hluta­vilji hjá almenn­ingi fyrir því að selja eign­­ar­hluti rík­­is­ins í bönk­­­um. Í hvít­­bók um fjár­­­mála­­kerfið sem birt var í lok árs 2018 var ein helsta nið­­­ur­­­staðan að traust þyrfti til svo fjár­­­mála­­kerfið myndi virka sem skyldi. Í könnun sem gerð var við gerð Hvít­­­bók­­­ar­innar kom fram að 61,2 pró­­­­sent lands­­­­manna væri jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka. Ein­ungis 13,5 pró­­­­sent þeirra voru nei­­­­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­­­­sent höfðu ekki sér­­­­staka skoðun á því.

Styrktu greinandi og upplýsinga rannsóknarblaðamennsku sem stendur með almenningi:

Vertu með
Styrktu sjálfstæðan íslenskan fjölmiðil með mánaðarlegu framlagi.

Í könnun sem Gallup gerði snemma á síð­­asta ári  fyrir ASÍ kom fram að kjós­­­endur eins flokks, Sjálf­­­stæð­is­­­flokks, væru fylgj­andi sölu Íslands­­­­­banka. Kjós­­­endur allra ann­­­arra flokka voru að meiri­hluta á móti henni. Um 56 pró­­­sent lands­­­manna voru á móti henni og 23 pró­­­sent þeirra fylgj­and­i. 

Í könnun sem Gallup gerði um traust til helstu stofn­ana sam­­fé­lags­ins og birt var í byrjun mán­aðar kom fram að banka­­kerfið nýtur næst minnst trausts af þeim sem spurt var um, en 23 pró­­sent lands­­manna sögð­ust bera traust til þess. Traustið dróst saman milli ára.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar