Ásmundur keyrir enn og aftur mest – Kostnaðurinn 300 þúsund á mánuði í ár

Frá því að Ásmundur Friðriksson settist á þing 2013 og fram á mitt þetta ár hefur hann fengið 33,1 milljónir króna í greiddan aksturskostnað frá Alþingi. Þingmenn mega nú ekki rukka þingið vegna aksturs í aðdraganda kosninga.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Akstur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, kostaði skattgreiðendur mest á fyrstu sex mánuðum ársins 2021. Alls keyrði Ásmundur fyrir 1,8 milljónir króna á tímabilinu, en aksturskostnaður hans samanstendur annars vegar af kostnaði vegna leigu á bílaleigubílum og hins vegar vegna eldsneytis sem hann hefur keypt á þá bíla. Enginn þingmaður keyrði fyrir hærri upphæð en Ásmundur á fyrri hluta yfirstandandi árs en hann er að meðaltali 300 þúsund krónur á mánuði.

Þetta má lesa út úr tölum Alþingis um kostnaðargreiðslur til þingmanna. 

Ásmundur er ekki óvanur því að vera sá þingmaður sem fær mest endurgreitt frá Alþingi vegna aksturs. Hann hefur verið í fyrsta sæti yfir þá þingmenn sem keyra mest frá því að hann settist á þing árið 2013, en samtals hefur þingmaðurinn fengið 33,1 milljón króna endurgreiddar vegna aksturs á því tímabili. 

Mestur var kostnaðurinn árið 2014 þegar Ásmundur keyrði fyrir 5,4 milljónir króna en þá keyrði hann um á eigin bíl og gerði kröfu á Alþingi vegna þeirrar notkunar. 

Keyrði meira í ár en í fyrra

Eftir að akstursgreiðslur til þingmanna voru loks opinberaðar í fyrsta sinn snemma árs 2018, eftir að fjölmiðlar höfðu kallað eftir þeim árum saman, kom sérstaka Ásmundar í akstri í ljós og var mikið gagnrýnd. Í kjölfarið dró Ásmundur mikið úr akstrinum og nam endurgreiddur kostnaður hans á árinu 2018 2,5 milljónum króna. Það var lægsta upphæð sem Ásmundur hefur fengið endurgreidda vegna aksturs frá því að hann settist á þing. Þorri hans fór auk þess fram á bílaleigubíl, ekki bifreið Ásmundar, líkt og skrifstofa Alþingis hafði beðið þingmenn um að gera. 

Auglýsing
Árið 2019 jókst aksturskostnaður hans á ný og var um 3,8 milljónir króna. Í fyrra, þegar heimsfaraldur geisaði sem takmarkaði öll ferðalög, dróst akstur Ásmundar verulega saman og kostnaður hans var 2,2 milljónir króna. Hann hefur því keyrt fyrir rúmlega 80 prósent þeirrar upphæðar sem akstur hans kostaði á fyrri hluta yfirstandandi árs. 

Ásmundur er í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi í komandi kosningum, en flokkurinn er með þrjá þingmenn í kjördæminu sem stendur. 

Þrír þingmenn keyrðu fyrir meira en milljón

Skammt á eftir Ásmundi kemur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Hún keyrði  fyrir rúmlega 1,6 milljónir króna á fyrri hluta árs. Sá munur er á keyrslu þeirra að Bjarkey notaði eigin bíl fyrir um eina milljón króna. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir keyrði næst mest allra þingmanna. Mynd: Bára Huld Beck

Eini þingmaðurinn fyrir utan þau tvö sem keyrði fyrir meira en milljón krónur á fyrstu sex mánuðum ársins var Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. 

Alls keyrðu þingmenn landsins fyrir 13,7 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2021.  Í fyrra keyrðu þeir fyrir 23,2 milljónir króna sem var umtalsvert minna en árið 2019 þegar akstur þeirra sem greiddur var úr sameiginlegum sjóðum kostaði 30,2 milljónir króna. Kostnaðurinn var mjög svipaður árið 2018, eða 30,7 milljónir króna, og árið 2017, þegar hann var 29,2 milljónir króna. Hann dróst því saman um rúmlega 20 prósent á árinu 2020 miðað við árið áður en yrði að óbreyttu meiri í ár en í fyrra. 

Fá ekki endurgreiðslur fyrir síðustu sex vikur kjörtímabils

Í apríl síðastliðnum mælti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingi, fyrir  frumvarpi um þingfarakaup og -kostnað alþingismanna. Frumvarpið, sem var lagt fram af öllum sem sitja í forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúum hennar, að Þorsteini Sæmundssyni, fulltrúa Miðflokksins undanskildum, hafði þann tilgang að takmarka rétt þingmanna til endurgreiðslu ferðakostnaðar í aðdraganda kosninga til Alþingis. 

Samkvæmt frumvarpinu átti réttur þingmanna til endurgreiðslu á aksturskostnaði falla niður sex vikum fyrir kjördag, með tilteknum undanþágum þó. Takmarkanir áttu til að mynda ekki ná til þeirra þingmanna sem ætluðu ekki að gefa kost á sér áfram til setu á þingi og ef þingmaður sem verður í framboði þarf að sinna opinberum erindagjörðum á vegum Alþingis innan ofangreinds tímaramma þá má hann áfram fá aksturskostnaðinn endurgreiddan. 

Auglýsing
Frumvarpið varð að lögum í júní síðastliðnum. Síðasti dagurinn sem þingmenn gátu rukkað Alþingi um ferðakostnað sinn á þessu kjörtímabili var því síðastliðinn laugardagur. 

Kostnaður jókst í kringum kosningar

Frumvarpið er lagt fram af ástæðu. Þingmenn hafa fengið mun hærri end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar á þeim tíma­bilum þar sem kosn­ingar fara fram en öðr­um. Það bendir til þess að sitjandi þingmenn sem sækjast eftir endurkjöri séu að láta Alþingi greiða þann reikning. Aðrir sem eru að sækjast eftir sæti á listum í t.d. prófkjörum, eða eru að bjóða fram fyrir nýja flokka, geta ekki gert slíkt. 

Steingrímur ræddi þessa stöðu í sjónvarpsþætti Kjarnans í febrúar 2018. Þar sagði hann að ef menn hafi rukkað þingið fyrir akstur vegna próf­kjörs­þátt­töku þá væri eðli­leg­ast að þeir end­ur­greiddu þær greiðsl­ur. „Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­taka í próf­kjörum er ekki til­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar