Bretar lána 95 prósent til íbúðarkaupenda - Hvað verður gert hér?

rikisstjorn.4des2014.jpg
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa ekki ennþá mótað nýja hús­næð­is­stefnu en Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, hefur sagt að upp­bygg­ing rík­is­ins á 2.300 íbúðum fram til árs­ins 2019 sé hluti af henni, sem og aukn­ing bóta til leigj­enda og almenn styrk­ing leigu­mark­að­ar. Frum­vörp sem lögð voru fram á síð­asta þing­vetri, um breyt­ingar á húsa­leigu­lög­um, hús­næð­is­bætur og um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög, hafa ekki verið afgreidd í þing­inu, og það sama á við um hug­myndir um stofn­fram­lög.

Engin ný hús­næð­is­stefna liggur því fyrir af hálfu stjórn­valda, eða hefur verið sam­þykkt af rík­is­stjórn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagði mikla áherslu á þessi mál fyrir kosn­ing­arnar 2013, sam­hliða því að leið­rétta verð­tryggðar skuldir heim­ila og afnema verð­trygg­ingu, og hefur Eygló Harð­ar­dóttir sagt, að ný hús­næð­is­stefna muni líta dags­ins ljós. Verð­trygg­ing lána er vin­sælasta lána­fyr­ir­komu­lagið um þessar mund­ir, og virð­ist fólk velja það umfram óverð­tryggð lán, einkum og sér í lagi þar sem greiðslu­byrði er létt­ari á þeim lán­um.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ekki gengið vel að koma tillögum að úrbótum á húsnæðismarkaði í gegnum ríkisstjórnina sem hún situr í. Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, hefur ekki gengið vel að koma til­lögum að úrbótum á hús­næð­is­mark­aði í gegnum rík­is­stjórn­ina sem hún situr í.

Auglýsing

Bretar ein­blína á hús­næð­is­mark­að­inn



Líkt og hér á landi, þá kom upp mik­ill vandi á fast­eigna­mark­aði í Bret­landi í kjöl­far efna­hags­þreng­inga árin 2007 til 2009. Með­al­aldur fólks sem kaupir sína fyrstu íbúð hefur hækkað nokk­uð, og stjórn­völd hafa skynjað erf­ið­leika hjá fólki þegar kemur að fá lána­fyr­ir­greiðslu, vegna þess að banka­stofn­anir hafa hert á greiðslu­mati og eig­in­fjár­kröf­um. Lán banka eru í Bret­landi víð­ast hvar að hámarki um 75 pró­sent, en hér á landi eru hámarks­lánin til fast­eigna kaupa 85 pró­sent. Í und­an­tekn­inga­til­vikum fer hlut­fallið í 90 pró­sent.

Rík­is­stjórn Dav­ids Cameron for­sæt­is­ráð­herra hefur ein­blínt á end­ur­mótun hús­næð­is­mála­stefn­unn­ar, með það að mark­miði að auð­velda fólki að eign­ast hús­næði, með opin­berri fyr­ir­greiðslu og hjálp (Help to Buy Equity Loan). Grund­vall­ar­at­riði þeirrar stefnu er um 20 pró­sent lán frá rík­inu, á nið­ur­greiddum vöxt­um, sem kemur á móti 75 pró­sent láni frá banka. Fólk sem er að kaupa hús­næði þarf því að koma fram með eigin fé sem nemur um fimm pró­sent af kaup­verði, þegar það er ganga frá fyrstu íbúðar kaup­um. Lán rík­is­ins, upp á 20 pró­sent af kaup­verði, er í boði fyrir alla þá sem eru að kaupa sér eignir upp á 600 þús­und pund, eða sem nemur um 117 millj­ónum króna. Þessi leið er hluti af hús­næð­is­stefnu sem sniðin var að þörfum fast­eigna­mark­að­ar­ins, meðal ann­ars vegna þess hve erfitt það reynd­ist að selja nýjar íbúð­ir, þar sem kaup­endur útfylltu ekki skil­yrði fyrir lán­veit­ingu. Í fyrstu voru lán rík­is­ins sér­stak­lega ætluð þeim sem voru að kaupa nýjar íbúðir en nú hefur verk­efnið verið útfært þannig, að þeir sem eru að kaupa fyrstu eign geta einnig fengið þessi lán.

Leiga og ódýrar íbúðir á Íslandi



Hér á landi virð­ast hug­myndir eins og þær, sem rík­is­stjórn Camer­ons hefur hrint í fram­kvæmd, ekki vera upp á borð­um. Eins og mál standa nú er ekki hægt að segja til um hvernig ný hús­næð­is­stefna stjórn­valda verð­ur, en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur verið tölu­verður ágrein­ingur um það hvaða leiðir skuli farnar milli Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins. Boðuð hefur verið end­ur­skoðun á starf­semi Íbúða­lána­sjóðs, sem í dag hefur litla mark­aðs­hlut­deild við veit­ingu nýrra lána, en kjörin verri en hjá bönk­unum og vöru­fram­boðið minna. Ein­ungis eru í boði verð­tryggð lán en bank­arnir hafa boðið verð­tryggð, óverð­tryggð og blönduð lán í meira en fimm ár núna, eða frá því eftir hrun. Óverð­tryggð hús­næð­is­lán eru að hámarki með fimm ára bindi­tíma á vöxt­um.

Rekstur Íbúða­lána­sjóðs hefur auk þess verið erf­ið­ur, meðal ann­ars vegna þess að sjóð­ur­inn hefur litlu hlut­verki að gegna við útlán. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur ítrekað bent á nauð­syn þess að end­ur­skipu­leggja hlut­verk sjóðs­ins, og það sama á við um Seðla­banka Íslands. Stjórn­völd hafa enn fremur sagt að nauð­syn­legt sé að taka hlut­verkið til end­ur­skoð­un­ar, en ekk­ert rót­tækt hefur þó verið gert enn í þeim efn­um, eða nýjar línur lagðar um hvað gera skuli til fram­tíðar lit­ið.



Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna steig í byrjun mán­að­ar­ins stórt skref þegar sjóð­ur­inn hækk­aði láns­hlut­fall í 75 pró­sent, og býður nú lægstu vexti sem í boði eru á hús­næð­is­lána­mark­aði á Íslandi, eins og taflan hér að ofan sýni. Bank­arnir hafa ekki ennþá brugð­ist við þessu útspili né heldur aðrir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Vandi stjórn­valda



Hvernig sem verð­ur, þegar líður að kosn­ingum vorið 2017, þá er ljóst að stjórn­völdum er nokkur vandi á höndum við að móta nýja hús­næð­is­stefnu. Tím­inn vinnur ekki með þeim, enda virð­ist það vax­andi vanda­mál á mark­aði hversu erfitt er að koma þaki yfir höf­uðið og safna sparn­aði. Nýjar tölur stað­festa enn fremur að íbúða­fjár­fest­ing er í sögu­legu lág­marki, þrátt fyrir að hag­kerfið hafi verið sýna skýr merki um bata, eins og bent var á í Hag­sjá Lands­bank­ans á dög­un­um. Í fyrri helm­ingi þessa árs dróst íbúða­fjár­fest­ing saman um 13,3 pró­sent, þrátt fyrir að vax­andi eft­ir­spurn sé eftir hús­næði og þörf fyrir að auka fram­boð, einkum á litlum og með­al­stórum íbúð­um.

Eygló hefur talað fyrir nauð­syn þess að auka sam­starf allra þeirra sem hags­muni hafa af því að byggja upp sjálf­bæran hús­næð­is­mark­að, meðal ann­ars með því að draga úr bygg­ing­ar­kostn­aði. Fundur hefur verið boð­aður um þessi mál á næst­unni, en ekki liggur fyrir hvenær hann verð­ur. Fund­ar­efnið verður þó almenn staða á bygg­inga- og fast­eigna­mark­aði, og hvernig megi bæta umgjörð fólki til heilla, af því er fram komi í máli Eyglóar í við­tali við Við­skipta­blaðið.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None