Dekkjasalarnir sem eru orðnir samnefnari fyrir framúrskarandi matargerðarlist

Hugmyndin að baki Michelin handbókinni var í upphafi sú að koma Frökkum út á vegi landsins til þess að stuðla að aukinni sölu á bílum en fyrst og fremst dekkjum. Nýlega fjölgaði í hópi íslenskra veitingastaða sem geta státað af Michelin-stjörnu.

Fyrsta handbók þeirra Michelin bræðra kom út árið 1900.
Fyrsta handbók þeirra Michelin bræðra kom út árið 1900.
Auglýsing

Leynd­ar­málið á bak við góðan mat er oft og tíðum akkúrat það – leynd­ar­mál. Fólk stendur vörð um fjöl­skyldu­upp­skriftir sem gengið hafa í erfðir og veit­inga­staðir geta trekkt fólk að vegna þess að þar er á boðstólum dul­ar­fullir og ómót­stæði­legir réttir sem eru mar­ineraðir með „leynikrydd­blöndu eða bornir fram með „leyn­isósu“.

Það ríkir aftur á móti ekki aðeins leynd­ar­hyggja inni í eld­húsum bestu veit­inga­staða heims, heldur einnig við borðin sjálf. Óhætt er að full­yrða að þekkt­asti mæli­kvarði á gæði veit­inga­staða er Michelin hand­bók­in. Í hand­bók­inni, sem nú má einnig nálg­ast á net­inu, má finna upp­lýs­ingar um bestu veit­inga­staði í heimi að mati þeirra sem sjá um að leggja mat á það. Ein­hver leynd ríkir yfir aðferða­fræði þessa sér­fræð­inga en á heima­síðu Michelin kemur þó fram að horft er til fimm þátta við mat­ið. Þessir þættir eru gæði hrá­efna, bragð­gæði mat­ar­ins og gæði elda­mennskunn­ar, sér­kenni í mat­ar­gerð­ar­list kokks­ins, hvort mat­ur­inn stand­ist vænt­ingar með til­liti til verðs vænt­ingar og loks hvort gæðin séu ekki örugg­lega stöðug.

Michelin hand­bókin á sér ríka sögu en það er ekk­ert leynd­ar­mál að helsti til­gangur útgáf­unnar í upp­hafi var að stuðla að auk­inni dekkja­sölu – já, Michel­in-­stjörnur eru kenndar við Michelin dekkja­fram­leið­and­ann.

Auglýsing

Vildu hvetja fólk til að ferð­ast á bíl

Saga dekkja­fram­leið­and­ans Michelin hófst árið 1889 í bænum Clermont-­Ferrand sem stað­settur er svo til í miðju Frakk­lands. Að því er fram kemur í umfjöllun BBC hófu bræð­urnir Andre og Edou­ard Michelin það ár fram­leiðslu á útskipt­an­legum loft­fylltum dekkjum fyrir reið­hjól sem var mikil nýlunda á þessum tíma. Þeir færðu sig svo síðar yfir í fram­leiðslu á bíldekkjum en um það leyti er þeir stofn­uðu fyr­ir­tæki sitt var fjöldi bíla í Frakk­landi innan við þrjú þús­und.

Kannski hafa þessir Parísarbúar lagt leið sína út úr borginni á bílnum til þess að snæða á einum af veitingastöðunum sem mælt var með í handbókunum frá Michelin. Myndin er tekin í París árið 1910.

Árið 1900 hófst svo útgáfa á Michelin hand­bók­inni og henni var dreift ókeypis til öku­manna í Frakk­landi. Í hand­bók­inni mátti finna með­mæli með veit­inga­stöðum og hót­elum og til­gang­ur­inn með útgáf­unni var ein­fald­ur: að ýta undir ferða­lög fólks og ekki síst lengri ferða­lög þar sem fólk færi akandi, myndi gista á hót­eli eða gisti­heim­ili og njóta góðs matar á leið­inni. Innan nokk­urra ára mátti svo finna í hand­bók­inni vega­kort, öku­mönnum til hægð­ar­auka.

Fyrsta stjarnan gefin árið 1926

Þegar á leið var meiri áhersla lögð á að mæla með veit­inga­stöðum sem leggja mikið upp úr því að bjóða upp á gæða­mat og árið 1926 fædd­ist Michel­in-­stjarn­an. Í fyrstu var aðeins ein stjarna í boði handa þeim veit­inga­stöðum sem stóð­ust strangar kröfur mats­manna fyr­ir­tæk­is­ins. Á fjórða ára­tugnum fjölg­aði stjörn­unum sem í boði eru í þrjár og enn er geta veit­inga­staðir sem rata í Michelin hand­bók­ina haft allt frá engri stjörnu og upp í þrjár.

Líkt og áður segir hvílir ákveðin leynd yfir því hvað býr að baki einni, tveimur eða þremur stjörnum í ein­kunna­gjöf mats­manna Michelin hand­bók­ar­inn­ar. Þessu stig­veldi fylgdi þó skýr­ing í upp­hafi og, líkt og við má búast, var stjörnu­gjöfin á vissan hátt tengd við ferða­lög. Einnar stjörnu veit­inga­staðir voru sagðir bjóða upp á mjög góðan mat. Um tveggja stjörnu veit­inga­staði sagði aftur á móti í hand­bók­inni. „Frá­bær mat­ur, þess virði að leggja leið á lykkju sína fyr­ir.“ Umsögn þriggja stjörnu veit­inga­staða var loks: „Fram­úr­skar­andi mat­ar­gerð­ar­list. Þess virði að gera sér sér­staka ferð til að heim­sækja.“

Fyrstu stjörn­u­rnar utan Evr­ópu veittar árið 2006

Hand­bókin naut snemma vin­sælda, ekki síst vegna þess að mat­ar­gagn­rýnendur Michelin voru áreið­an­leg­ir. Fólk gat því treyst með­mæl­unum í bók­inni. Hand­bæk­urnar hafa líka vafa­laust lokkað margan Frakk­ann út á veg­ina í leit að góðum mat og nota­legum gisti­stað. Enda er haft eftir Pat­rick Young, sér­fræð­ingi í 19. og 20. aldar sögu Frakk­lands í umfjöllun BBC að þeir Michelin bræður hafi verið á undan sinni sam­tíð og nán­ast séð fyrir þá aukn­ingu sem átti eftir að verða í ferða­mennsku á fyrri hluta 20. Ald­ar. Helsta nýbreytni þeirra sem birt­ist í Michelin hand­bók­inni er þessi áhersla á ferða­lög í bíl, ítar­legar leið­ar­lýs­ingar þeirra og svo ein­kunna­gjöfin fyrir gisti­hús og veit­inga­stað­i,“ sagði Young.

Mark­aðs­svæði Michelin hand­bókanna stækk­aði ört á 20. öld en þó ein­ungis innan Evr­ópu. Það var ekki fyrr en árið 2006 sem fyrstu Michel­in-­stjörn­urnar voru veittar banda­rískum veit­inga­stöð­um, þá ein­ungis stöðum í New York.

Veitingastaðurinn Noma er vinsæll áningarstaður íslenskra matgæðinga sem leið eiga um Kaupmannahöfn. Noma er einn fjögurra veitingastaða sem skartar þremur Michelin-stjörnum í handbókinni sem gefin er út fyrir Norðurlöndin. Mynd: EPA

Eins og gefur að skilja er það mik­ill heiður fyrir veit­inga­menn að hljóta eina eða fleiri af hinum eft­ir­sóttu stjörn­um. Enda, líkt og áður seg­ir, er Michel­in-­stjarnan ein­hver þekktasta við­ur­kenn­ing í veit­inga­geir­an­um. Stjörnu­gjöfin getur haft gíf­ur­leg áhrif á eft­ir­sókn ein­stakra veit­inga­staða og hún er auk þess klapp á bak starfs­fólks­ins í eld­hús­inu og stað­fest­ing á því að þar sé unnið gott starf.

Mik­ill heiður en mikið álag

Michelin stjörnum getur engu að síður fylgt streita og álag. Um það getur franski kokk­ur­inn Sebastien Bras vitn­að. Hann rataði í heims­frétt­irnar haustið 2017 þegar hann óskaði eftir því að vera sviptur þeim þremur stjörnum sem veit­inga­staður hans Le Suquet hafði haldið í 18 ár. Ástæðan var sú, sagði Bras að hann hefði ekki lengur áhuga á að elda undir því álagi sem fylgir þremur Michel­in-­stjörn­um.

„Mat er lagt á stað­inn tvisvar eða þrisvar á ári og þú veist aldrei hvenær,“ sagið Bras. „Hver ein­asta mál­tíð sem er borin fram gæti verið sú sem er met­in. Það þýðir að á hverjum degi gæti ein af þeim 500 mál­tíðum sem er send út úr eld­húsi mínu lent í því að vera dæmd.“

Svo fór að Bras fékk ósk sína upp­fyllta og hann veit­inga­stað­inn Le Suquet var hvergi að finna á blöðum frönsku Michelin hand­bók­ar­innar árið 2018. Í dag er veit­inga­stað­ur­inn með tvær stjörn­ur.

Fimm íslenskir veit­inga­staðir í Michelin hand­bók­inni

Á Íslandi er fjöldi veit­inga­staða með Michel­in-­stjörnu nú kom­inn upp í tvo. Í upp­hafi vik­unnar hlaut veit­inga­stað­ur­inn Óx á Lauga­vegi stjörnu en þá var til­kynnt hvaða veit­inga­staðir hlytu stjörnur í Michelin hand­bók­inni sem gefin er út fyrir Norð­ur­lönd­in. Óx bætt­ist þar með í hóp Dill sem fékk Michel­in-­stjörnu í fyrsta sinn árið 2017. Veit­inga­stað­ur­inn Dill missti að vísu stjörn­una árið 2019 en end­ur­heimti hana árið 2020.

Óx fékk sína fyrstu stjörnu í vikunni. Staðurinn tekur ellefu manns í sæti og á heimasíðu staðarins segir að gestum sé boðið upp einstaka 16 rétta ferð sem kemur bragðlaukunum á óvart. Mynd: Óx

Í athöfn­inni sem haldin var í Stafangri í Nor­egi hlaut Dill aðra rós í hnappa­gat sitt, græna Michel­in-­stjörnu. Hún er veitt veit­inga­stöðum sem hafa lagt metnað sinn í sjálf­bæra mat­ar­gerð­ar­list og rataði fyrst inn í Michelin hand­bók­ina í fyrra. Strangt til tekið telja grænu stjörn­u­rnar ekki með sem „ekta“ Michel­in-­stjörnur og ekki er heldur gerð krafa um að veit­inga­staðir séu með eina eða fleiri „ekta“ stjörnur til þess að hljóta þá grænu. Fjöldi veit­inga­staða á Norð­ur­löndum með græna stjörnu er nú 38.

Sam­tals mælir Michelin hand­bókin með 255 veit­inga­stöðum á Norð­ur­löndum og er hlut­fall hand­hafa grænu stjörn­unnar á öðrum mark­aðs­svæðum hvergi eins hátt. Af veit­inga­stöð­unum 255 sem mælt er með í hand­bók­inni eru fjórir með þrjár Michel­in-­stjörn­ur, 14 staðir hafa tvær stjörnur og 56 eru með eina stjörnu. Þá hafa 32 veit­inga­staðir fengið Bib Gourmand við­ur­kenn­ingu en hún er veitt veit­inga­stöðum þar sem hægt er fá gæða­mat á hag­stæðu verði. Í hand­bók­inni má einnig finna á annað hund­rað veit­inga­staða sem Michelin mælir með, þó svo að þeir hafi ekki fengið eina eða fleiri af áður­nefndum við­ur­kenn­ing­um. Í þeim hópi eru þrír veit­inga­staðir á Íslandi, Matur og drykkur og Sumac í Reykja­vík auk Moss sem er stað­settur við Bláa lón­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar