Eitraða eplið Sýrland - Allra augu á Pútín

putin2.jpg
Auglýsing

Sýr­land er eitrað epli í alþjóða­stjórn­mál­unum í augna­blik­inu. Þolendur þeirrar stöðu eru íbú­arn­ir, sem í lok árs 2013 voru 22 millj­ón­ir, sam­kvæmt gögnum Alþjóða­bank­ans, en nú er talið að allt að 9,5 millj­ónir íbúa lands­ins séu á flótta, þar af um fimm millj­ónir ennþá innan landamæra Sýr­lands. Meiri­hluti íbúa lands­ins þarf aðstoð og er fjölg­unin hröð í þeim hópi, enda landið að breyt­ast í stóran blóð­ugan víg­völl.

Að minnsta kosti hafa rúm­lega 4,5 millj­ónir manna hafa þegar flúið landið og hafa í örvænt­ingu reynt að kom­ast til Evr­ópu, sum hver alla leið til Mið-­Evr­ópu, meira en tvö þús­und kíló­metra leið. Þessi átak­an­lega staða hefur birst Evr­ópu­ríkjum beint og milli­liða­laust, þegar fólkið nær áfanga­stað. Mörg hund­ruð þús­und manns í hverri viku freista þess á fá að hefja nýtt líf á nýjum stað, og kemur stór hluti þessa fólks frá Sýr­landi.

Umræð­urnar á alls­herj­ar­þing­inu eru í beinni útsend­ingu á Youtube rás Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=S-YO6wabsLQ

Pútín og allir hinir



Í tengslum við alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem nú fer fram í sjö­tug­asta skipti, bein­ist kast­ljósið að Sýr­landi ekki síst. Þjóð­ar­leið­togar ríkja sem hafa nú þegar látið sig hern­að­ar­á­tök í land­inu varða hafa mis­mund­andi sýn á hlut­ina, og er afstaða Rússa til deil­unnar ekki síst það sem deilt erum. Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, talar fyrir því að þjóðir heims­ins myndi sam­stöðu gegn upp­gangi Íslamska rík­is­ins, sem hefur farið fram með skeyt­ing­ar­lausu ofbeldi og eyði­legg­ingu í Sýr­landi, og nágranna­ríkjum einnig, ekki síst Írak og Afganist­an. Þetta kom skýr­lega fram í ræðu hans í dag.

Aðrir upp­reisn­ar­hópar, sem starfa sjálf­stætt en með stuðn­ingi Íslamska rík­is­ins, gera það sama. Stjórn­ar­her Sýr­lands, sem for­set­inn Bashar al-Assad stýr­ir, er með stuðn­ing Rússa og hefur notið góðs af vopna­búri rúss­neska hers­ins, einkum und­an­farin miss­eri. Rúss­neskar her­þotur hafa gert loft­árásir á valin skot­mörk í land­inu, þar sem talið er að Íslamska ríkið sé með bæki- og birgða­stöðv­ar. „Það þarf að mynda sam­stöðu um að berj­ast gegn Íslamska rík­inu og upp­gangi þess,“ lét Pútín hafa eftir sér í við­tali við CBS, í tengslum við opin­bera heim­sókn hans á alls­herj­ar­þingið til New York, þá fyrstu í tíu ár. Pútín styður stjórn­völd í Sýr­landi og segir her­inn þar í landi vera þann eina sem hafi lög­form­lega stöðu til þess að beita sér af afli gegn hryðju­verka­sam­tök­um. Þess vegna þurfi að þjóðir heims­ins að „stilla sér upp með stjórn­ar­hernum í Sýr­landi“ eins og hann sagði orð­rétt í ræðu sinni í dag.

Ein­angr­aður í Aust­ur-­Evr­ópu og Sýr­landi



Við­var­andi við­skipta­þving­anir alþjóða­sam­fé­lags­ins, með Evr­ópu­sam­bands­ríki og Banda­ríkin í fremstu röð, hafa sett Rússa í þrönga stöðu. Ekki aðeins efna­hags­lega heldur ekki síður póli­tískt. Fram­ferði Rússa gagn­vart Úkra­ínu hefur verið harð­lega mót­mælt af Vest­ur­löndum og eru efna­hags­legar þving­anir teknar að bíta í rúss­neskan efna­hag. Ofan í mikla lækkun á olíu­verði hafa þving­an­irnar reynst land­inu þungar í skauti. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn metur þær á eitt til eitt og hálft pró­sent í árlegum hag­vexti.

Þjóð­ar­leið­togar helstu hern­að­ar­stór­velda á meðal Vest­ur­landa sjá hlut­ina í öðru ljósi en Rússar og vilja að Assad fari frá völd­um. Honum er ekki treyst, og telja þeir að hann geti aldrei orðið hluti af póli­tískri lausn á borg­ar­stríð­inu í Sýr­landi. David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, ítrek­aði þessa skoðun sína í morg­un, en Francois Hollande, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, tók í sama streng í gær þegar hann stað­festi þátt­töku franska hers­ins í hern­að­ar­að­gerðum gegn Íslamska rík­inu í aust­ur­hluta Sýr­lands. Leið­togar Banda­ríkj­anna, bæði Barack Obama for­seti og John Kerry utan­rík­is­ráð­herra, hafa marg­ít­rekað þá afstöðu að Assad sé ekki treystandi til að stýra hern­að­ar­að­gerðum í Sýr­landi. Það hafi sannað sig, og mik­il­vægt að hann fari frá.





Ein­blína á lausnir



Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, var ákveð­inn þegar hann ávarp­aði þingið í morg­un, og sagði að alþjóða­sam­fé­lagið gæti ekki horft fram­hjá hörmu­legum glæpum í Sýr­landi. Aðgerðir þyldu enga bið, sagði hann alvar­legur í bragði, sam­kvæmt end­ur­sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC.

Mikil spenna einkennir umræðu á sjötugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sýrland og borgarastyrjöldin þar er forgangsumræðuefni. Mynd: EPA. Mikil spenna ein­kennir umræðu á sjö­tug­asta alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sýr­land og borg­ara­styrj­öldin þar er for­gangs­um­ræðu­efni. Mynd: EPA.

Nú þegar er orðið ljóst, að alþjóða­sam­fé­lagið hefur brugð­ist of seint við átök­unum í Sýr­landi og þeim hörm­ungum sem þau hafa kallað yfir millj­ónir óbreyttra borg­ara. Fjöl­skyldu­fólk flýr í örvænt­ingu aðstæður sem það bera enga ábyrgð á, á meðan stór­þjóðir deila um hvernig haga á aðgerðum í land­inu. Nú þegar hafa í það minnsta 250 þús­und manns látið lífið og yfir 800 þús­und slasast, stór hluti alvar­lega. Töl­urnar hækka hratt og er hættan á því að átökin harðni og breið­ist enn meira út en þau hafa þegar gert talin mik­il. Spenna við landa­mæri Aust­ur-­Evr­ópu­ríkja, þar sem fólk freistar þess að kom­ast að, er til marks um að áhrifa gæti með áþreif­an­legum hætti í Evr­ópu.

Nið­ur­staða þings­ins getur skipt sköpum



Hern­að­ar­póli­tíkin er flókin og erf­ið, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Eins og mál standa nú gagn­vart Sýr­landi er ekki aug­ljóst að banda­lag verði myndað gegn Íslamska rík­inu, þar sem Rússar og Banda­ríkin - og önnur hern­að­ar­stór­veldi - taka höndum sam­an. Allt frá því að staða mála versn­aði mikið í Sýr­landi, seinni hluta árs­ins 2011, hafa öll spjót staðið á Assad for­seta. Banda­ríkin hafa staðið fyrir sjálf­stæðum hern­að­arð­gerðum í Sýr­landi, án þess að taka þátt í bar­áttu stjórn­ar­hers­ins. Það sama má segja um Breta og Frakka. Ómönnuð loft­för, árás­ar­drónar svo­nefnd­ir, hafa fram­kvæmt loft­árásir sem hafa verið vand­lega valin til að valda sem mestu tjóni. Bretar og Banda­ríkja­menn hafa beitt slíkum árásum ítrek­að.

Sátta­flöt­ur­inn, verði hann fund­inn, virð­ist öðru fremur snúa að hinum sam­eig­in­lega óvini, sem er ógnin sem stafar af upp­gangi Íslamska rík­is­ins. Það á engan banda­mann þegar kemur að alþjóða­sam­fé­lag­inu og Sam­ein­uðu þjóð­un­um. En sam­stöðu­leysi hefur þegar leitt af sér gríð­ar­legt tjón og hörm­ungar fyrir Sýr­lend­inga.

Pútín lagði í ræðu sinni fyrr í dag mikla áherslu á að ná að mynda banda­lag sem geti gripið inn í atburða­rás­ina í Sýr­landi. Sam­staða sé lyk­ill­inn að árangri, allir þurfi að leggj­ast á eitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None