Ekki nóg að eiga byssur ef engin eru skotfærin

Um áratugaskeið mátti danski herinn sæta niðurskurði á fjárlögum, þingmenn töldu ástandið í heiminum ekki kalla á öflugan og vel búinn danskan her. Nú er öryggi heimsins ógnað en danski herinn vanbúinn.

Mette Frederiksen skoðar birgðir danska hersins í Eistlandi árið 2020.
Mette Frederiksen skoðar birgðir danska hersins í Eistlandi árið 2020.
Auglýsing

Í þekktu ljóði Krist­jáns fjalla­skálds Þorra­þræl, (nú er frost á Fróni) frá árinu 1866, er lýst ástand­inu á íslenskum bóndabæ þar sem allt mat­ar­kyns er brátt uppurið

„brátt er búrið autt

búið snautt“.

Hjá danska hernum er annað búr þar sem tóm­legt er um að lit­ast og hefur reyndar lengi ver­ið. Þetta er vopna­búrið, einkum og sér­ílagi skot­færa­geymsl­an.

Auglýsing
Danskir fjöl­miðl­ar, ekki síst tíma­ritið OLFI hafa að und­an­förnu fjallað ítar­lega um danska her­inn. Í pistli sem birt­ist hér í Kjarn­anum 20. febr­úar sl. var fjallað um tól og tæki danska hers­ins og þar kom fram að tækja­kost­ur­inn er ekki upp á marga fiska. Þar kom líka fram að danskir þing­menn hefðu haustið 2017 ákveðið að breyta um kúrs, í stað nið­ur­skurðar skyldu árlegar fjár­veit­ingar til hers­ins auknar og tækja­kostur end­ur­nýj­aður og bætt­ur. Sú áætlun átti að gilda til fimm ára, frá árs­byrjun 2018. Skrið­dreka, orustu­þotur og annað af því tagi þarf að panta með löngum fyr­ir­vara, sem dæmi um það kom­ast fyrstu nýju orustu­þot­urnar (banda­rískar F-35) ekki í gagnið fyrr en á næsta ári. Alls kaupir danski her­inn 27 slík­ar, þær síð­ustu fær her­inn afhentar árið 2027.

Kosn­ingar 1. júní

Átökin í Úkra­ínu hafa orðið til þess að beina sjónum Dana að eigin varn­ar- og örygg­is­mál­um. Þing­ið, Fol­ket­in­get, hefur ákveðið að stór­auka fram­lög til varn­ar­mála og enn­fremur að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fyr­ir­vara (for­svars­for­behold) varð­andi varn­ar­sam­starf Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna. Sá fyr­ir­vari er frá árinu 1993 og í honum felst að Danir taki ekki þátt í hern­að­ar­að­gerðum á vegum ESB og eigi ekki aðild að her­mála­stofn­unum banda­lags­ins. Danskir stjórn­mála­skýrendur telja ástæðu þess­arar stefnu­breyt­ingar og hve hratt danska þingið hefur brugð­ist við til marks um hve alvar­legum augum þing­menn líti inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Skoð­ana­kann­anir benda til að meiri­hluti Dana styðji afnám fyr­ir­var­ans og Danir ger­ist full­gildir aðilar að varn­ar­sam­starfi ESB ríkj­anna.

Kúlna­skortur

Fyrir nokkrum dögum greindi dag­blaðið Berl­ingske frá grein sem byggð var á upp­lýs­ingum úr nokk­urra mán­aða gömlum „inn­an­hús­s­pósti“ hers­ins. Útvarps­stöðin 24syv hafði óskað eft­ir, og feng­ið, aðgang að þessum upp­lýs­ing­um. Þar kom fram að fram­vegis yrðu her­menn að not­ast við púð­ur­skot (løst krudt) á æfing­um. Í slíkum skotum er engin kúla þannig að sá sem hleypir af getur ekki vitað hvort hann hefur miðað rétt. Í sept­em­ber í fyrra fengu her­menn til­kynn­ingu um þetta nýja fyr­ir­komu­lag, án þess að nán­ari útskýr­ingar fylgdu.

Berl­ingske fór í kjöl­farið að kanna málið nánar og fékk stað­fest að skot­færa­birgðir hers­ins væru í algjöru lág­marki og þannig hefði ástandið verið all­lengi. Vegna nið­ur­skurðar í fjár­veit­ingum hefur her­inn um ára­bil haldið skot­færa­birgðum í lág­marki og keypt inn „eftir hend­inni“ eins og það er kall­að. Eina her­deildin sem ræður yfir umtals­verðum skot­færa­birgðum er sú sem stað­sett er í Sla­gelse á Sjá­landi. Sú deild er ætíð í við­bragðs­stöðu og getur haldið af stað með mjög skömmum fyr­ir­vara ef þörf kref­ur.

Blaða­menn Berl­ingske komust að því að síðan í fyrra­haust hefur her­inn nokkrum sinnum óskað eftir til­boðum í skot­færi, smáar og stórar kúl­ur, hand­sprengjur og fleira af því tagi, frá fram­leið­endum utan danskra land­steina. Þetta þótti blaða­mönnum ein­kenni­legt því fram til þessa höfðu nær öll skot­færi hers­ins, og lög­regl­unn­ar, verið fram­leidd í verk­smiðju á Norð­ur­-Jót­landi.

Verk­smiðjan í Ell­ing

Kannski þekkja fáir smá­bæ­inn Ell­ing á Norð­ur­-Jót­landi, skammt frá Frederiks­havn. Enn færri vita lík­lega að í þessum litla bæ er verk­smiðja sem öldum saman hefur séð danska hernum fyrir öllum þeim skot­færum sem hann þarf á að halda. Verk­smiðjan er sú eina sinnar teg­undar í Dan­mörku.

Krudten, eins og verk­smiðjan hefur ætíð verið köll­uð, á sér langa sögu. Hún tók til starfa árið 1676 og hafði verið í eigu danska rík­is­ins allar götur fram til árs­ins 2008. Sögu­sagnir eru um að Krist­ján IV hafi ákveðið að koma þess­ari verk­smiðju á fót til þess að skjóta Svíum skelk í bringu. Krist­ján IV lést árið 1648 og hafði því hvílt í steinkistu sinni í Hró­arskeldu­kirkju í ára­tugi þegar verk­smiðjan tók til starfa.

Einka­væð­ing­in, Expal og lokun

Á árunum eftir 1980 var þungt fyrir fæti í dönsku efna­hags­lífi. Ein afleið­ing þess var að ákveðið var að selja mörg fyr­ir­tæki, ýmist að hluta eða öllu leyti. Þess­ari einka­væð­ingu hefur verið haldið áfram allt til þessa dags.

Árið 2006 ákvað Søren Gade, þáver­andi varn­ar­mála­ráð­herra, að loka Krudt­en. Ráð­herr­ann taldi að eng­inn myndi vilja kaupa verk­smiðj­una en ákvað þó á end­anum að kanna hvort kaup­andi fynd­ist. Spænskt fyr­ir­tæki, Expal, hafði sýnt áhuga á að kaupa verk­smiðj­una og samn­ingur þess efnis var und­ir­rit­aður árið 2008. Þá voru starfs­menn um 300. Með í kaup­unum fylgdi sam­komu­lag um að her­inn og lög­reglan myndu kaupa öll sín skot­færi hjá Expal. Þótt sá samn­ingur hafi ekki verið gerður opin­ber telja blaða­menn Berl­ingske og fleiri sem fjallað hafa um Krudten sig vita að hann hafi ekki verið bund­inn við til­tek­inn ára­fjölda. Vegna ástands­ins í heim­inum á síð­ast­liðnum ára­tug minnk­aði eft­ir­spurn eftir skot­færum, þá jókst fram­boðið og verð fór lækk­andi. Það varð til þess að danski her­inn, og lög­reglan fóru að líta til ann­arra landa eftir skot­fær­um. Verk­smiðjan í Ell­ing var lít­il, sam­an­borið við margar aðrar og gat ekki keppt við verð sem aðrir buðu. Árið 2020 til­kynnti Expal að verk­smiðj­unni í Ell­ing yrði lokað og öllum starfs­mönn­um, sem þá voru 63, yrði sagt upp. Og sú varð raun­in.

Sam­komu­lag eða ekki sam­komu­lag

Í umfjöllun danskra fjöl­miðla síð­ustu daga hefur komið fram að danski her­inn, lög­reglan og Expal hafi árið 2017 gert sam­komu­lag, til næstu fimm ára, um skot­færa­kaup. Þessu sam­komu­lagi rifti Expal, eins og áður sagði, árið 2020 og sagði ástæð­una þá að her­inn og lög­reglan hafi ekki staðið við lof­orðið um inn­kaup. Inn­kaupa­deild hers­ins segir að með því að segja samn­ingnum upp hafi Expal gerst brot­legt og það mál fari fyrir dóm­stóla.

Best að búa að sínu

Þegar ákveðið var að selja skot­færa­verk­smiðj­una Krudten bentu sumir úr hópi þing­manna á að vara­samt væri að selja verk­smiðj­una. Ekki væri gott að þurfa að treysta á einka­fyr­ir­tæki, hvort sem það væri í Dan­mörku eða ann­ars stað­ar. Aðrir sögðu feyk­inóg fram­boð af skot­færum og ástæðu­laust að hafa áhyggjur í þeim efn­um. Í dag er staðan sú að fram­boð skot­færa er tak­markað og verðið hefur rokið upp úr öllu valdi. Danskur þing­mað­ur, sem ekki vildi láta nafns síns getið í við­tali við Berl­ingske, sagð­ist hafa stutt söl­una á Krudten á sínum tíma en hann sæi eftir því í dag. „Ég hef kom­ist að því að í þessu efn­um, eins og mörgum öðrum, er best að búa að sín­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar