Eriksen og hjartastuðið

Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.

Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Auglýsing

Tíð­inda­litlum fyrri hálf­leik milli Dana og Finna var um það bil að ljúka þegar dró til tíð­inda á þjóð­ar­leik­vangi Dana, Park­en. Mið­vall­ar­spil­ar­inn Christ­ian Erik­sen hneig skyndi­lega nið­ur, skammt frá hlið­ar­lín­unni. Millj­ónir sjón­varps­á­horf­enda, og 15 þús­und áhorf­endur á Park­en, átt­uðu sig sam­stundis á því að eitt­hvað alvar­legt hafði gerst.

Læknar og hjúkr­un­ar­fólk kom á harða­hlaup­um, með hjarta­stuð­tæki, og dönsku leik­menn­irnir mynd­uðu hring um Christ­ian Erik­sen sem var brátt bor­inn út af vell­inum og fluttur á sjúkra­hús. Upp­lýst var að hann væri lif­andi, frek­ari upp­lýs­ingar feng­ust ekki fyrr en síð­ar.

Eftir tæp­lega tveggja klukku­stunda hlé var leiknum haldið áfram. Sú ákvörðun var síðar harð­lega gagn­rýnd en leiknum lauk með sigri Finna 1-0.

Auglýsing

Skjót við­brögð skipta öllu

Mynd­ir, og frá­sagnir af atvik­inu þegar Christ­ian Erik­sen hneig nið­ur, fóru um allan heim. Síðan tóku við fréttir af heilsu­fari hans og hvað hefði eig­in­lega gerst. Lands­liðs­þjálf­ar­inn Kasper Hjulm­and og Morten Boesen læknir lands­liðs­ins héldu frétta­manna­fund dag­inn eftir atvikið á vell­in­um. Þjálf­ar­inn sagði þar að Christ­ian Eriksen, sem er 29 ára, væri hress miðað við aðstæð­ur, hann væri vel með á nót­unum og þakk­látur fyrir stuðn­ing og vel­vilja. Lækn­ir­inn greindi frá því að skjót við­brögð hefðu tví­mæla­laust bjargað lífi Christ­ian Eriksen, sem hefði farið í hjarta­stopp, og nefndi sér­stak­lega hjarta­hnoð og hjarta­stuð­tæki.

Eriksen hneig niður í miðjum leik. Mynd: EPA

Hjarta­stopp

Morten Boesen læknir útskýrði í stuttu máli hvað ger­ist þegar lík­am­inn fer í hjarta­stopp, sem hann sagði mjög alvar­legt ástand. Þegar hjartað hættir að slá, berst ekki súr­efni og nær­ing til líf­fær­anna. Ef slíkt ástand varir lengur en fjórar til sex mín­útur veldur það að lík­indum heilaskaða. Heil­inn er flókið líf­færi og þarfn­ast stöðugs blóð­flæð­is. Ástæður hjarta­stopps geta að sögn Morten Boesen verið marg­ar, sumar tengdar lífs­stíl.

Þetta orð, lífs­stíll, vakti athygli Dana.

Danski lífs­stíll­inn ekki sem bestur

Árið 2018 fór fram viða­mikil rann­sókn á lífs­háttum Dana. Rúm­lega 180 þús­und tóku þátt í rann­sókn­inni og nið­ur­stöður hennar voru ekki bein­línis upp­örvandi. Æ fleiri Danir eru of þungir, þeir borða ekki nægi­lega hollan mat, hreyfa sig of lít­ið, reykja of mikið og þung­lyndi og dep­urð fer vax­andi. Streita hrjáir um það bil 10% lands­manna.

Camilla Her­som for­maður Sam­taka danskra sjúk­linga sagði nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar dap­ur­lega lesn­ingu. Sér­stak­lega væri sorg­legt að reyk­ingar ungs fólks skuli aukast, þrátt fyrir mik­inn áróður og fræðslu. Það eina jákvæða sem lesa má úr nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar er að áfeng­is­neysla Dana hefur minnk­að, þrátt fyrir að hún sé mik­il, miðað við nágranna­þjóð­irn­ar.

Áfengisneysla Dana hefur minnkað á síðustu árum en er enn mikil, miðað við nágrannaþjóðirnar. Mynd: Pexels.

Þeim fjölgar sem vilja breyta

Nýlegar kann­anir sýna að þeim Dönum sem vilja breyta um lifn­að­ar­hætti, borða holl­ari mat og hreyfa sig meira, fer fjölg­andi. Hóp­ur­inn sem kærir sig koll­óttan um allt tal um holl­ustu og hreyf­ingu er þó enn stór og í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske fyrir nokkrum dögum sagði hjarta­læknir að auka þurfi til muna fræðslu um nauð­syn þess að hugsa vel um lík­ama og sál. „Okkur miðar fram á við í þessum efn­um, en þó allt of hægt.“

5 þús­und Danir fóru í hjarta­stopp árið 2020

Lækn­ir­inn benti á að hjarta- og æða­sjúk­dómar væru mjög algengir í Dan­mörku og í við­tal­inu kom fram að þeim sem fara í hjarta­stopp, utan sjúkra­húsa fjölgar ár frá ári, voru um það bil 5 þús­und í fyrra. Lækn­ir­inn áður­nefndi sagði að ekki væru allir jafn heppnir og knatt­spyrnu­mað­ur­inn Christ­ian Erik­sen. Þar hefði læknir ásamt hjúkr­un­ar­liði verið á staðnum og því getað brugð­ist hratt við. Lækn­ir­inn hefði einnig verið með hjarta­stuð­tæki, sem komið hefði sér vel. Og bætti því við að til­koma hjarta­stuð­tækj­anna hefði bjargað ótal manns­líf­um, þau væru mjög ein­föld í notkun og krefð­ust engrar kunn­áttu „ættu að vera til á hverju heim­il­i“.

Hjarta­hlaupararnir

Í maí árið 2019 birt­ist hér í Kjarn­anum pist­ill um óform­leg sam­tök sem Danir kalla hjarta­hlaupara (hjer­teløber­e).

­Tryg trygg­inga­fé­lagið stofn­aði hjarta­hlaupara­sam­tökin haustið 2017. Hjarta­hlaupararnir voru fyrst í stað ein­göngu á suð­ur- og vest­ur­hluta Sjá­lands en eru nú nán­ast um allt land. Tryg­Fonden, sjóður á vegum Tryg hefur gefið hund­ruð hjarta­stuð­tækja til stofn­ana í Dan­mörku.

Þeir sem ger­ast hjarta­hlauparar þurfa að vera fúsir til að hlaupa af stað þegar kall kem­ur, þeir fá enn fremur þjálfun í „hjálp í við­lög­um“. Danir sýndu þessu mik­inn áhuga og í maí 2019 voru hjarta­hlaupararnir um það bil 56 þús­und. Tryg­Fonden hefur enn fremur unnið að því að skrá stað­setn­ingu hjarta­stuð­tækja og nú er stað­setn­ing um það bil 23 þús­und slíkra tækja að finna í gagna­grunni Tryg­Fonden. Auk þess­ara skráðu tækja eru þús­undir hjarta­stuð­tækja til í land­inu.

Hvernig virkar þetta?

Í áður­nefndri grein frá því í maí 2019 er birt til­búið dæmi um „hjarta­hlaupara­út­kall“. Þetta dæmi skýrir vel hvernig hjarta­hlaupara­kerfið virkar og er því end­ur­tekið hér.

Mað­ur, staddur í afmæl­is­veislu í húsi í efri byggðum Kópa­vogs fær hjarta­á­fall. Strax er hringt í neyð­ar­núm­erið eftir sjúkra­bíl og um leið er stað­setn­ing­in, heim­il­is­fang í efri byggðum Kópa­vogs, sjálf­krafa til­kynnt til Hjarta­hlaupara­nets­ins. Sam­tímis er sent út sms boð, gegnum næsta end­ur­varpsmast­ur, til fimmtán til tutt­ugu hjarta­hlaupara, sem staddir eru á svæð­inu, innan 1500 metra. Ef eng­inn þeirra svarar er svæðið stækkað í 3 kíló­metra. Pípið í sím­anum er öðru­vísi en venju­legt sms merki og hjarta­hlaupararnir rjúka upp til handa og fóta til aðstoðar mann­inum með hjarta­á­fallið en heim­il­is­fangið fá þeir líka sent með sms skila­boð­un­um. Jafn­framt fá hjarta­hlaupararnir boð um hvar næsta hjarta­stuð­tæki sé að finna. Hjarta­hlaup­ari sem staddur er í nágrenni tæk­is­ins grípur það með sér og kemur svo til aðstoð­ar.

Í gagnagrunni TrygFonden er staðsetning 23 þúsund hjartastuðtækja skráð. Mynd: TrygFonden

Reynslan frá Dan­mörku sýnir að venju­lega eru fimm til tíu hjarta­hlauparar sem bregð­ast við.

Í stuttu máli sagt hefur þetta virkað mjög vel. Í nær helm­ingi til­vika hafa hjarta­hlaupararnir verið komnir tals­vert á undan sjúkra­bílnum og það hefur skipt sköp­um.

Fjöldi hjarta­hlaupara hefur tvö­fald­ast

Hér að framan var nefnt að árið 2019 voru 56 þús­und skráðir hjarta­hlauparar í Dan­mörku. Í grein sem birt­ist fyrir nokkrum dögum á vef Danska útvarps­ins, DR, kom fram að nú eru skráðir hjarta­hlauparar tæp­lega 114 þús­und og fjölgar dag frá degi. Tals­maður Tryg trygg­inga­fé­lags­ins sagði í við­tali við danska útvarpið að sím­inn stoppi ekki allan dag­inn. Fólk vilji skrá sig á nám­skeið um hjálp í við­lögum og fá upp­lýs­ingar um hjarta­hlaupara­sam­tök­in. Önnur trygg­inga­fé­lög og fyr­ir­tæki sem ann­ast sjúkra­flutn­inga segja sömu sögu.

Eins og nefnt var í upp­hafi voru það skjót, og rétt, við­brögð sem björg­uðu lífi Christ­ian Erik­sen. Nýj­ustu fréttir af honum eru þær að hann sé við góða heilsu og græddur hafi verið í hann svo­nefndur bjarg­ráð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar