Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?

Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti á fundi sínum á þriðju­dag til­lögu Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, um að skip­aður verði starfs­hópur sem greina muni gjald­töku og arð­semi íslenskra við­skipta­banka og bera saman við nor­ræna banka. 

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun Dan­íel Svav­ars­son, hag­fræð­ingur og skrif­stofu­stjóri verð­mæta­sköp­unar í ráðu­neyti Lilju, leiða vinnu hóps­ins. Auk hans eiga Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands, Neyt­enda­sam­tök­in, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið að til­nefna full­trúa í hóp­inn. 

Dan­íel þekki vel til í banka­kerf­inu, en hann stýrði hag­fræði­deild Lands­bank­ans frá 2010 og þangað til í febr­úar á þessu ári. Þar áður starf­aði hann hjá Seðla­banka Íslands við efna­hags­grein­ing­ar. Sum­arið 2007 skrif­aði Dan­íel grein í Pen­inga­mál ásamt Pétri Erni Sig­urðs­syni, sem starf­aði líka sem hag­fræð­ingur hjá Seðla­bank­an­um, þar sem varað var við mik­illi skuld­setn­ingu fyr­ir­hruns-­bank­anna sem leiddi af sér hreinar erlendar skuldir íslenska þjóð­ar­bús­ins væru með þeim mestu í heimi. Með öðrum orð­um, að íslenska útrásin og gríð­ar­leg stækkun íslenska banka­kerf­is­ins var fjár­mögnuð með erlendu lánsfé, og fyrir það fé væru keyptar skuld­settar eignir sem væru ekki farnar að skila arði. Rúmu ári eftir birt­ingu grein­ar­innar hrundi íslenska banka­kerf­ið. 

Hagn­aður jókst um 170 pró­sent milli ára

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var skipan hóps­ins rök­studd á rík­is­stjórn­ar­fund­inum með þeim gríð­ar­lega hagn­aði sem stóru bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki, skil­uðu á síð­asta ári þegar þeir högn­uð­ust sam­an­lagt um 81,2 millj­arða króna. Það er um 170 pró­­sent meiri hagn­aður en þeir skil­uðu árið 2020 og lang­mesti hagn­aður sem þeir hafa skilað af reglu­legri starf­semi innan árs síðan að bank­arnir þrír voru end­ur­reistir í kjöl­far banka­hruns­ins. 

Auglýsing
Tvennt réði miklu í þess­ari þró­un. Ann­ars vegar gríð­ar­leg aukn­ing útlána til heim­ila vegna íbúð­ar­kaupa, sem stækk­aði lána­safn bank­anna og jók fyrir vikið vaxta­tekjur þeirra. Vaxta­tekjur eru til­komnar vegna svo­kall­aðs vaxta­mun­ar, en hann er mun­ur­inn á því sem bank­arnir borga okkur í vexti fyrir að geyma pen­ing­anna okkar og því sem þeir rukka okkur fyrir að fá þá aftur lán­aða. 

Vaxta­munur bank­anna þriggja var á bil­inu 2,3-2,8 pró­­­sent á síð­­asta ári, sem er mjög svipað og hann var á árinu 2020, þegar hann var 2,7 pró­­­sent að með­­­al­tali. Mestur var hann hjá Arion banka en minnstur hjá Lands­­bank­an­­um. Til sam­an­­­burðar þá var vaxta­munur nor­ræna banka sem eru svip­aðir að stærð og þeir íslensku 1,68 pró­­­sent í fyrra. Hjá stórum nor­rænum bönkum er hann undir einu pró­­­senti, sam­­­kvæmt því sem fram kemur í árs­­­riti Sam­­­taka fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja.

Vaxta­mun­ur­inn jókst á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs. Mestur var hann hjá Arion banka var hann 3,1 pró­sent og hefur ekki verið meiri frá árinu 2016. Minnstur var hann hjá Lands­bank­an­um, 2,4 pró­sent. 

Lækkun banka­skatts skil­aði sér ekki til neyt­enda

Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að rík­is­stjórn Íslands hafi ákveð­ið, sem efna­hags­legt við­bragð við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, að lækka banka­skatt á heild­­ar­skuldir þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­­arða króna úr 0,376 í 0,145 pró­­sent árið 2020. Sú lækkun rýrir tekjur rík­is­sjóðs um sex millj­arða króna á ári. Ein helsta rök­semd­ar­færsla for­svars­manna fjár­mála­kerf­is­ins fyrir því að lækka banka­skatt­inn hefur verið sú að það skili minni vaxta­mun. Að pen­ing­arnir sem ríkið gefi eftir í tekjum muni skila sér til neyt­enda. Það virð­ist þó ekki vera raunin miðað við þann vaxta­mun sem er hjá bönk­un­um. 

Hins vegar hagn­ast bank­arnir á þókn­ana­­­tekj­­um, stundum líka kall­aðar þjón­ust­u­­­tekj­­­ur. Þar er um að ræða þókn­­­anir fyrir t.d. eigna­­­stýr­ingu og fyr­ir­tækja­ráð­­­gjöf. Þessar tekjur uxu gríð­­­ar­­­lega á síð­­asta ári. 

Hjá Lands­­bank­­anum fóru þær úr 7,6 í 9,5 millj­­­arða króna og juk­ust því um 25 pró­­­sent milli ára. Þar skipti meðal ann­­­ars máli að samn­ingum um eigna­­­stýr­ingu fjölg­aði um fjórð­ung milli ára. Þókn­ana­­­tekjur Íslands­­­banka hækk­­­uðu um 22,1 pró­­­sent og voru sam­tals 12,9 millj­­­arðar króna. Hreinar þókn­ana­­tekjur Arion juk­ust um 26,7 pró­­sent og voru 14,7 millj­­arðar króna. Sam­tals voru því hreinar þókn­ana­­tekjur bank­anna þriggja 37,1 millj­­arður króna.

Verð­skrá vís­vit­andi sett fram með flóknum og óskýrum hætti

Fyrir liggur að stór hluti útgjalda heim­ila lands­ins fer í að greiða afborg­anir af lán­um, vaxta­gjöld og þjón­ustu­gjöld til banka. Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, hefur ítrekað bent á að bankar setji verð­skrá sína fyrir veitta þjón­ustu vilj­andi fram með flóknum og óskýrum hætti þannig að neyt­endur eigi ekki mögu­leika á að bera þær sam­an. Í erindi sem hann hélt á morg­un­verð­ar­fundi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins snemma árs 2019 sagði Gylfi að þetta, og önnur óskýr starf­­semi bank­anna, skili rentu sem sé ekki notuð til að bæta kjör til almenn­ings heldur til að greiða há laun til starfs­­fólks fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, skila miklum hagn­aði og til að byggja nýjar bygg­ing­­ar. 

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.

Í grein sem Gylfi skrif­aði í Vís­bend­ingu í ágúst sama ár sagði hann að listi yfir þjón­ustu­gjöld við­skipta­bank­anna væri 16 blað­síðna langur og „skóla­bók­ar­dæmi um fákeppn­i“. 

í mars á þessu ári kall­aði Gylfi, sem situr í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, eftir því í grein sem birt­ist í Vís­bend­ingu að Sam­keppn­is­eft­ir­litið ráð­ist í athugun á íslenska banka­kerf­inu í ljósi mik­illar arð­semi þeirra og fákeppn­isum­hverfis sem leiði til þess að bank­arnir geti farið sínu fram og aukið eigin arð­­semi með ógagn­­sæjum verð­­skrám og ósam­hverfum upp­­lýs­ingum um gjald­­skrár og vaxta­mun án þess að við­­skipta­vinir þeirra geti rönd við reist.

Ráð­ist verður í frum­könnun á sam­keppn­is­að­stæðum

Starfs­hópur Lilju á að ráð­ast í skoðun á þessum mál­um, með vísan til sam­keppn­is­þátta og hags­muna neyt­enda. Hóp­ur­inn á að greina hvort íslensk heim­ili séu að borga meira fyrir almenna við­skipta­banka­þjón­ustu en heim­ili á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Auk þess herma heim­ildir Kjarn­ans að lagt hafi verið til, og sam­þykkt, að ráð­ast í frum­könnun á því hvort sam­keppn­is­að­stæður á banka­mark­aði séu með þeim hætti að bankar geti veitt hvorum öðrum sam­keppn­is­legt aðhald, og hvort skortur á slíku aðhaldi leiði til þess að bank­arnir geti hagað fram­setn­ingu gjalda og arð­sem­is­krafna með þeim hætti sem þeir ger­a. 

Í grein sem Lilja birti í Morg­un­blað­inu í morgun segir hún að fyrir liggi að stór hluti af útgjöldum heim­il­anna renni til bank­anna, í formi afborg­ana af hús­næð­is-, bíla- og neyslu­lánum auk vaxta og þjón­ustu­gjalda. „Sam­setn­ing þess­ara gjalda er oft flók­in, sem gerir sam­an­burð erf­iðan fyrir almenna neyt­end­ur. Því tel ég brýnt að hlutur þess­ara þátta verði skoð­aður ofan í kjöl­inn, með vísan til sam­keppn­is­þátta og hags­muna neyt­enda. Mark­miðið er að kanna hvort íslensk heim­ili greiði meira fyrir almenna við­skipta­banka­þjón­ustu en heim­ili á hinum Norð­ur­lönd­un­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar